Morgunblaðið - 11.01.2003, Síða 28
ÚR VESTURHEIMI
28 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„Ég mjaðmagrindarbrotnaði fyrir
rúmlega tveimur árum og komst ekki
út úr húsi,“ segir dr. Jonas Johnson
um tilurð bókarinnar. Hann flettir
handritinu, horfir út á vatnið og bæt-
ir við: „Ég þurfti að hafa eitthvað fyr-
ir stafni og þetta er árangurinn.“
Dr. Jonas Johnson verður átt-
ræður á næstunni, en hann fæddist í
Lundar í Manitoba 22. janúar 1923.
Sonur hjónanna Björns Johnsons,
bónda og fiskimanns, og Guðlaugar,
en þau áttu sex syni. Afi hans í móð-
urætt var Jónas Jónasson frá Skaga-
firði, sem flutti með Þóru Þorfinns-
dóttur, konu sinni, til
Norður-Dakóta. Eftir að hún dó
kvæntist hann Guðrúnu Finn-
bogadóttur, ömmu Jonasar Johnson,
en þau bjuggu síðar í Vogar við
Manitobavatn. Föðurafi hans, Guð-
mundur Jónsson frá Húsey, settist
líka að í Vogar. Hann skrifaði m.a.
bókina Að vestan, en kona hans var
Jónína Björnsdóttir. Fyrri kona dr.
Jonasar var Elizabeth Ann en hann
er nú kvæntur Stellu Annette og eiga
þau tvö börn, Bjorn og Betty Van
Winkle.
Læknirinn sinnti starfi sínu á
þremur stöðum í Manitoba. Fyrst
var hann í Vita í suðausturhluta fylk-
isins 1948 til 1949, síðan í Rossburn-
Angusville í vesturhlutanum 1949 til
1959 og loks í Gimli til 1993 þegar
hann hætti sjötugur að aldri.
Það er greiðfært um Manitoba á
sumrin, en það getur verið erfitt að
komast á milli staða á veturna. Sam-
göngurnar voru augljóslega allt aðr-
ar og verri, þegar vegakerfið var ekki
eins gott og það er nú, þegar ökutæki
voru af skornum skammti og ferðast
þurfti á hestum, sleðum eða snjóbíl-
um. „Það þekkja orðið fáir þessa tíma
og ég var hvattur til að segja söguna
eins og ég upplifði hana, en ég var
síðasti læknirinn, sem fór í húsvitj-
anir í Manitoba,“ segir dr. Jonas.
„Bókin endurspeglar þá reynslu auk
þess sem ég endursegi sögur sem
mér voru sagðar.“
Reynslusögur
Læknirinn sinnti starfi sínu á
þremur stöðum í Manitoba. Fyrst
var hann í Vita í suðausturhluta fylk-
isins 1948 til 1949, síðan í Rossburn-
Angusville í vesturhlutanum 1949 til
1959 og loks í Gimli til 1973 þegar
hann hætti sjötugur að aldri.
„Starfið var vissulega erfitt um
miðja nýliðna öld, ekki síst vegna
þess að það vantaði lækna eftir stríð-
ið. Ég var mikið á ferðinni og þurfti
að fara víða um sveitir en þannig var
það og ekkert við því að segja. Það
gat komið sér vel að þekkja til í sveit-
inni þegar þurfti að yfirgefa far-
artækið vegna ófærðar og vissulega
lenti ég í ýmsu óvenjulegu í lækn-
isvitjunum. Tvö atvik frá Vita eru of-
arlega í minni en í báðum tilfellum
var um fæðingarhjálp að ræða. Í öðru
tilvikinu var ég kallaður á afskekktan
bæ og eftir erfiða ferð mætti ég hús-
bóndanum og krakkaskara fyrir
framan bæinn. Hann heilsaði mér en
strunsaði síðan inn í skóginn og sagð-
ist þurfa að höggva við. Ekki var
mikil birta inni í bjálkahúsinu og því
varð ég að skilja dyrnar eftir opnar
en í stóru rúmi lá konan, þrír kettir
uppi í hjá henni og hænur á rúmgafl-
inum. Ég þurfti að ýta köttunum frá
til að geta athafnað mig en fæðingin
gekk vel. Hitt atvikið var ekki eins
broslegt. Vorið 1949 voru mikil flóð í
Manitoba og ég var kallaður á flóða-
svæði um miðja nótt. Það gekk ekki
vel að komast að bóndabænum en
það tókst að lokum. Ég lagði ekki í að
fara með ófrísku stúlkuna til baka
vegna flóðanna og skýrði stöðuna
fyrir eiginmanninum og þremur kon-
um sem þarna voru. Konurnar voru
tilbúnar að aðstoða við fæðinguna á
staðnum en maðurinn, vopnaður
byssu, var langt því frá að vera al-
mennilegur og fullvissaði mig um að
kæmi eitthvað fyrir konuna eða barn-
ið dræpi hann mig. Fæðingin tók
langan tíma en engum varð meint af
og ég hélt til baka að loknu verki.
Skömmu síðar var mér sagt að veg-
urinn hefði horfið.“
Miklar breytingar
Vinnan var fyrir öllu og því segist
Jonas ekki hafa verið mjög virkur í
„íslenskum“ félagsmálum. „Við höf-
um samt alltaf verið með í Íslend-
ingafélaginu og svo var ég einn af
stofnendum Rótarýfélagsins hérna
og hef unnið fyrir félagið í 35 ár,“
segir hann og bætir við að mikið hafi
breyst frá því hann kom til Gimli
1959. „Þegar ég kom hingað voru Ís-
lendingar í miklum meirihluta sjúk-
linga. Þeir vildu tala íslensku og ég
var þeim til aðstoðar þó að íslenskan
mín væri ekki alltaf rétt. Það kom þó
ekki fyrir mig að segja að ég kæmi
afturábak á morgun eins og góður
maður sagði. Hins vegar lenti ég í
vandræðum með að skilja konu sem
var greinilega þurr í munninum en
átti í erfiðleikum með að kasta af sér
þvagi. Ég hafði aldrei heyrt orðið
þvag, en nú hef ég séð og reynt allt.“
Dr. Jonas Johnson síðastur til að sinna læknisvitjunum í dreifbýli Manitoba í Kanada
„Hef séð og
reynt allt“
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Dr. Jonas Johnson í Gimli í Kanada með handrit bókar sinnar.
Fyrir jólin kom út bókin Stories of a Country
Doctor eftir dr. Jonas Johnson í Gimli í Kanada.
Steinþór Guðbjartsson settist niður með höfund-
inum í húsi hans við Winnipegvatn.
steg@mbl.is
VERKEFNANEFND sem starf-
ar á vegum þjóðræknisfélaganna
í Vesturheimi og á Íslandi hefur
auglýst einn eða tvo styrki lausa
til umsóknar fyrir íslenska rithöf-
unda sem hafa áhuga á að ferðast
um slóðir Vestur-Íslendinga á
árinu 2004 og kynna verk sín.
Nefndin International Visits
Program gerir ráð fyrir að greiða
hluta kostnaðar vegna ferðar eins
eða tveggja rithöfunda og er ósk-
að eftir umsóknum frá rithöfund-
um, sem hafa skrifað bækur sem
þýddar hafa verið á ensku og/eða
frönsku.
Byrjaði 1997
Þetta verkefni hófst 1997 með
fyrirlestrum Aðalsteins Ingólfs-
sonar, þáverandi forstöðumanns
Listasafns Íslands, víða í Kanada,
en síðan hafa Páll Stefánsson,
ljósmyndari, Fríður Ólafsdóttir,
sem sýndi gerð íslenska þjóðbún-
ingsins, og síðast Ingveldur Ýr
Jónsdóttir, mezzósópran, og Guð-
ríður St. Sigurðardóttir, undir-
leikari hennar, verið styrkt vegna
ferða til Kanada en Patricia Gutt-
ormson Peacock, listmálari, Ein-
ar Vigfusson, útskurðarmaður,
Carole Davis, söngkona, Harold
Brown, undirleikari hennar, og
Doug Rognvaldson, rokkasmiður,
hafa heimsótt Ísland á vegum
nefndarinnar auk þess sem frá-
gengið er að Ruth Christie,
sagnakona frumbyggja, og
Martha Brooks, rithöfundur og
djasssöngvari, koma á þessu ári.
Verkefnið er skipulagt af Þjóð-
ræknisfélagi Íslendinga í Norður-
Ameríku og stutt af Þjóðrækn-
isfélagi Íslendinga hér á landi.
Það hefur m.a. verið styrkt af
sérstökum menningarsjóði í Kan-
ada, The Cultural Exchange
Fund of the Canada Iceland Fo-
undation, listasjóði Kanada, utan-
ríkisráðuneyti Íslands og utan-
ríkisráðuneyti Kanada,
menntamálaráðuneytinu, Íslands-
banka og Flugleiðum.
Umsóknareyðublöð eru á vef-
síðunum http://users.imag.net/
~sry.rasgeirs/default.html og
http:www.inl.is/frettir.htm, en
umsóknareyðublaði þarf að skila í
tvíriti ásamt æviágripi og eintaki
af ritverki (t.d. bókarkafla auk
ljósrits af forsíðu og baksíðu við-
komandi bókar) til Þjóðræknis-
félags Íslendinga, Rauðarárstíg
25, 150 Reykjavík, fyrir 20. jan-
úar 2003.
Rithöfundar styrktir
til Kanadaferðar
FYRIR skömmu fór hópur manna í útreiðar-
túr á íslenskum hestum við Mill Farm í New
York-ríki í Bandaríkjunum og var tilgang-
urinn að ná eigendum íslenskra hesta á svæð-
inu saman með aukna samvinnu í huga. Riðið
var út á 34 íslenskum hestum og segir Dan
Slott í Mill Farm að sennilega hafi aldrei jafn-
margir íslenskir hestar verið í ferð í Banda-
ríkjunum.
Á íslenskum hestum í New York
Gimli verð-
ur hreppur
UM áramótin sameinaðist Gimli í
Manitoba þéttbýliskjarnanum í
kring og er Kevin Chudd oddviti
nýja sveitarfélagsins, en hann hafði
betur í kosningu við Bill Barlow,
fyrrverandi bæjarstjóra Gimli, fyrr í
vetur.
Með sameiningunni verður sveit-
arfélagið hreppur, að minnsta kosti
til að byrja með, og því talað um odd-
vita en ekki bæjarstjóra eins og áð-
ur, en fyrsti opinberi fundur nýju
sveitarstjórnarinnar var í gær. Í
Gimli búa um 1.700 manns og um
3.200 í næsta nágrenni auk þess sem
margir eiga sumarhús á svæðinu.
Gimli er „höfuðborg Nýja-Ís-
lands“ eins og stendur á skilti við
þjóðbraut 8 nálægt bænum og vina-
bær Akureyrar. Íslendingar settust
þar fyrst að 21. október 1875 og er
mikið gert til að halda í íslenska
menningu, en í því sambandi má
nefna að Íslendingadagshátíðin þar í
byrjun ágúst ár hvert er fjölmenn-
asta hátíð sinnar tegundar í Kanada.
Þjóðræknisþing í
Edmonton í maí
Ferð um
Kletta-
fjöllin eftir
þingið
ÁRSÞING Þjóðræknisfélags Ís-
lendinga í Vesturheimi verður
haldið í Edmonton í Kanada í byrj-
un maí, en að loknu þingi stendur
þingfulltrúum til boða að fara í
skipulagða vikuferð um Klettafjöll-
in.
Íslendingafélagið Norðurljós í
Edmonton sér um skipulagn-
inguna og undirbúning þingsins,
sem verður haldið í 84. sinn og fer
fram dagana 1. til 4. maí. Auk
venjulegra þingstarfa verður boðið
upp á viðamikla dagskrá og meðal
annars verður eitt kvöldið helgað
skáldinu Stephani G. Stephanssyni
og Björn Thoroddsen treður upp
með Halla’s Travels. Yfirskrift
þingsins verður „Sameining og
samstarf í íslensku samfélögun-
um.“
Framtíðarskipulagningin var til
umræðu á þinginu í Minneapolis í
fyrra og verða lagðar fram tillögur
þess efnis á þinginu í Edmonton.
Um 350 manns sóttu þingið í fyrra
og vonast skipuleggjendur í Ed-
monton til að þingið í ár verði ekki
síður glæsilegt. Mikið hefur verið
til lagt og er skráning þegar hafin.
Vikuferð
Eins og í fyrra er lögð mikil
áhersla á þátttöku frá Íslandi og
segir Walter Sopher að þess vegna
hafi verið skipulögð sérstök ferð
um Klettafjöllin með Íslendinga í
huga.
Gert er ráð fyrir að fara meðal
annars til Jasper, Banff og Calg-
ary, en ferðinni lýkur í Edmonton
10. maí og verður komið við í
Markerville á leiðinni til baka.