Morgunblaðið - 11.01.2003, Qupperneq 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 29
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norður-
lands fagnar nýju ári með Vínartón-
leikum í Laugarborg í dag kl. 20.30
og í Dalvíkurkirkju á morgun kl.
16.00.
Það er Salonhljómsveit Sinfón-
íuhljómsveitarinnar sem leikur, en
einsöngvari með hljómsveitinni
verður Hanna Dóra Sturludóttir og
tónlistarstjóri Sigurður Ingvi
Snorrason.
Tónleikarnir hefjast í anda álfa og
dísa, enda þrettándinn nýliðinn.
Flutt verður lag Atla Heimis Sveins-
sonar, Álfareiðin, sem hann samdi
fyrir nokkrum árum við þýðingu
Jónasar Hallgrímssonar á ljóði Hei-
nes og einnig tengjast álfarnir þeim
Strauss-feðgum í gegnum Álfapolka
eftir Jósef Strauss.
Jóhann Strauss yngri á drjúgan
hluta efnisskrár þessara tónleika
enda afkastamikið tónskáld. Faðir
hans, Jóhann eldri, lagði ásamt Jos-
ef Lanner grunninn að vinsældum
vínarvalsins. Hann hafði um tíma
200 hljóðfæraleikara á sínum snær-
um, en stjórnaði sjálfur hljómsveit
með 50 færustu mönnunum. Jóhann
yngri stundaði tónlistarnám í óþökk
föður síns og samdi sinn fyrsta vals
sex ára gamall. Hann tók við hljóm-
sveit föður síns að honum látnum
1849.
Gæti snúið mér við og stjórnað
Hanna Dóra Sturludóttir syngur
nú í fyrsta sinn á vegum Sinfón-
íuhljómsveitar Norðurlands, en hún
er ein fremsta söngkona okkar og
hefur starfað um árabil í óp-
eruhúsum í Þýskalandi og víðar.
„Þetta verður létt óperettutónlist úr
öllum mögulegum óperettum; Wien-
erblut úr Sígaunabaróninum og þess
háttar lög. Hljómsveitin verður líka
með sín atriði án mín. Prógrammið
er mjög glæsilegt og þetta verður
örugglega mjög skemmtilegt.“
Hanna Dóra segir að það skapist
meiri nánd milli tónlistarmannanna
þegar hljómsveitin er svona lítil; –
eins og salonhljómsveit er. „Svona
var þetta gert áður fyrr á dans-
leikjum og á slíkum uppákomum, og
það veltur meira á hverjum og ein-
um í hópnum að ná réttu sveiflunni.
Sif Tulinius verður konsertmeistari,
en það verður enginn formlegur
stjórnandi. Ég var nú að grínast með
það um daginn, að ég gæti bara snú-
ið mér við og stjórnað, – en auðvitað
geri ég það á minn hátt með hreyf-
ingum og söng.“
Hanna Dóra Sturludóttir fæddist í
Búðardal, en lærði við Söngskólann
í Reykjavík þar til hún hélt utan til
náms við Listaháskólann í Berlín.
Haustið 1995 vann hún ljóðasöng-
skeppni sem haldin er annað hvert
ár í Berlín. Hún hefur verið gesta-
söngvari við óperuhús víðsvegar um
Þýskaland og frá 1998–2001 var hún
fastráðin við óperuna í Neustrelitz
og söng þar mörg þekktustu sópr-
anhlutverk óperubókmenntanna.
Sumarið 2002 var Hanna Dóra
gestur á tónlistarhátíðinni í
Chiemgau í Suður-Þýskalandi þar
sem hún söng hlutverk Desdemonu í
óperu Verdis, Otello, og hlaut hún
mikið lof fyrir frammistöðu sína.
Þetta er sívinsæl tónlist
Sigurður Ingvi Snorrason er tón-
listarstjóri Vínartónleikanna, valdi
prógrammið, og hafði ennfremur
veg og vanda af því að útsetja þá
tónlist sem flutt verður og ekki var
fáanleg á nótum fyrir fyrir salon-
sveit og söngvara. „Þetta verða tvær
fiðlur, selló, kontrabassi, flauta,
klarinetta, píanó og slagverk, og svo
söngkonan,“ segir Sigurður Ingvi.
„Ég setti saman í marsasyrpu nokk-
ur álfalög og hef þau í Vínarstíl, og
útsetti svo annað sem ég hef ekki
náð í eftir venjulegum leiðum. Eftir
hlé spilum við í ennþá minni grúpp-
um, svona eins og gengur gerist
kannski hjá vínbændum, og þar bæt-
um við nikkunni og gítarnum við; –
Daníel Þorsteinsson spilar á harm-
ónikkuna og sjálfur ætla ég að grípa
í gítarinn, en ég hef ekki troðið upp
á gítar síðan ég var í poppinu í
gamla daga. Ég hef ekki mikið spil-
að með þessu fólki, en ég þekki tón-
listina þeim mun betur; hef lifað með
henni ansi lengi og hef alltaf eitt-
hvað verið að koma við hana eftir að
ég kom heim úr námi frá Vín. Þetta
er sívinsæl tónlist og aðsókn á Vín-
artónleika alltaf góð.“
Sigurður Ingvi hóf tónlistarnám
níu ára gamall hjá Karli Ottó Run-
ólfssyni í Barnalúðrasveitum
Reykjavíkurborgar. Hann hélt til
Vínarborgar til framhaldsnáms 17
ára gamall og lauk prófi með láði frá
Tónlistarháskólanum þar í borg árið
1971.
Á námsárunum lék hann um
tveggja missera skeið Vínartónlist í
Salonhljómsveit Borgargarðsins í
Vín, en þar lék Johann Strauss á of-
anverðri 19. öld og þar stendur hið
gyllta minnismerki um valsakóng-
inn. Sigurður var ráðinn til Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands árið 1973 þar
sem hann hefur starfað síðan að
undanteknum árunum 1981–1985
þegar hann vann að stofnun, og var
fyrsti skólastjóri Tónlistarskóla
FÍH.
Sigurður kennir við Tónlistar-
skólann í Reykjavík og er deild-
arstjóri blásaradeildar skólans.
„Ég hef lifað
lengi með vín-
artónlistinni“
Sigurður Ingvi Snorrason, klarin-
ettu- og gítarleikari.
Hanna Dóra Sturludóttir
sópransöngkona.
TÓNLISTARHÓPURINN Andro-
meda, sem skipaður er fjórum
hljóðfæraleikurum er starfa í Bost-
on í Bandaríkjunum, heldur tón-
leika í Ými í kvöld. Íslenski fiðluleik-
arinn Íma Þöll Jónsdóttir er einn af
stofnendum hópsins, en ásamt
henni koma fram Evan Harlan á
harmoniku, Adam Larrabee á gítar
og mandólín og Andrew Blicken-
derfer á kontrabassa.
Ekki hægt að setja
merkimiða á tónlistina
Þetta er í fyrsta sinn sem hóp-
urinn heldur tónleika á Íslandi, en
hann hefur starfað í núverandi
mynd síðan árið 2001. Íma Þöll seg-
ir tónlistina sem hópurinn flytur
vera undir áhrifum frá margvísleg-
um tónlistarstefnum. Efnisskrá
tónleikanna í kvöld inniheldur að
mestu tónlist eftir meðlimi Andro-
medu, auk balkanskrar syrpu og
dansa eftir Corigliano. „Það er mjög
erfitt að skilgreina tónlistina sem
við leikum og hún er ólík því sem
flestir hafa heyrt áður. Engu að síð-
ur er hún að mínum dómi hvorki
þung né erfið fyrir áheyrendur,
heldur skemmtileg og öðruvísi.“
Tónlistinni lýsir Íma Þöll sem sam-
blöndu af djassi, tangó, þjóðlagatón-
list, með indverskum og írskum
áhrifum, en einnig klassískri nú-
tímatónlist og tekur Sjostakovítsj
sem dæmi. „Það er ekki hægt að
setja ákveðinn merkimiða á tónlist-
ina okkar, sem mér finnst skemmti-
legt. Þú heyrir eitt lag og hugsar, já,
þetta er svona tónlist, en svo þegar
þú heyrir næsta hugsarðu, nei,
þetta er ekki þannig,“ segir hún.
Ástæða þessarar flóknu blöndu tón-
listarstrauma sem endurspeglast í
tónlist Andromedu er fjölbreyttur
tónlistarlegur bakgrunnur hljóm-
sveitarmeðlima. „Evan, harmon-
ikkuleikarinn, semur mest af tón-
listinni. Hans bakgrunnur er í djassi
og einnig Adams, gítarleikarans
okkar. Það heyrist mjög glögglega í
spilamennsku þeirra. En svo koma
einnig inn áhrif frá annarri tónlist
sem þeir hafa hlustað á og lært, eins
og frá Sjostakovítsj og tangótón-
skáldinu Astor Piazzolla. Minn bak-
grunnur er hins vegar upphaflega í
klassískum fiðluleik, og svo stund-
aði ég nám í heimstónlist og spuna,
þar sem ég lagði ríka áherslu á ind-
verska tónlist og klezmer. Ég kem
með þau áhrif inn. Andy, kontra-
bassaleikarinn, hefur einnig mjög
blandaðan bakgrunn,“ segir Íma
Þöll. Þó að Evan semji flest lög
Andromedu, auk Adams, eiga hljóð-
færaleikararnir einnig þátt í mynd-
un tónverkanna, en flest lögin inni-
halda spunakafla fyrir eitthvert
hljóðfæranna. „Við komum þannig
með okkar eigin áhrif inn í tónsmíð-
arnar,“ segir hún.
Tilraun með svið
Andromeda heldur reglulega tón-
leika á Boston-svæðinu, þar sem
formið er einskonar stofutónleikar,
með nokkuð fáum áheyrendum og
mikilli nálægð flytjenda við þá.
„Tónleikarnir á laugardag verða því
einskonar tilraun með hvernig okk-
ur finnst að koma fram í hefðbundn-
um tónleikasal með sviði og bak-
sviði,“ segir Íma Þöll og brosir, en
bætir við að hópurinn íhugi að snúa
sér í auknum mæli að slíku tónleika-
formi.
Hljóðfæraskipan Andromedu er
nokkuð sérstök og segist Íma Þöll
ekki vita til annarra tónlistarhópa
sem séu að fást við svipaða hluti.
„En Boston-svæðið er mikill suðu-
pottur fyrir tónlist um þessar
mundir og tónlist okkar hefur verið
mjög vel tekið þó að ég viti ekki um
aðra hópa sem fást við samningu
svipaðrar tónlistar. Ég vona að hún
falli Íslendingum einnig í geð,“ segir
hún að lokum.
Tónleikar Andromedu í Ými hefj-
ast í kvöld kl. 20.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónlistarhópurinn Andromeda heldur tónleika í Ými í kvöld kl. 20. M.a. verður flutt tónlist úr smiðju hópsins.
Ekki hægt að setja
merkimiða á tónlistina
Næsta gallerí, Næsta bar, Ingólfs-
stræti 1a. Árni Ingólfsson opnar
sýningu. Hann sýnir splunkuný verk
og eiga þau örugglega eftir að koma
á óvart, segir í fréttatilkynningu.
Sýningin stendur til 8. febrúar.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
TRÉ er heiti sýn-
ingar bandarísku
myndlistarkonunnar
Joan Backes, sem
opnuð verður í
Hafnarborg í Hafn-
arfirði í dag kl. 15.
Joan Backes kom
fyrst til Íslands árið
1989 og hafði þá
þegið styrk til að
kynna sér málverk
Þórarins B. Þorláks-
sonar sem hún hafði
mikið dálæti á. Hún
hefur komið hingað
nokkrum sinnum eft-
ir það og haldið tvær
sýningar á eigin
verkum. Á þessari þriðju sýningu
beitir Joan ýmsum miðlum til að
koma til skila vangaveltum sínum
um tré og skóga og það sjónræna
viðhorf sem þar kviknar. Málverk
af trjáberki mynda kjarna sýning-
arinnar en til viðbótar sýnir Joan
litaglærur af myndunum og end-
urtekur þemað í verkum sem sam-
sett eru af málningu, glerperlum,
neti, pappír, trjáberki, glimmeri,
mold og fleiru. Með öllu þessu leit-
ast hún við að endurvekja minn-
ingar okkar um tré og skóglendi og
kynda þannig undir ímyndunarafli
áhorfandans. „Ég er að horfa á tré
frá ýmsum sjónarhornum,“ segir
listakonan. „Málverkin mála ég með
akrýllitum á handgerðan trépanel,
sem gerður er úr samskonar trjám
og ég er að mála. Ég er að gera
tvennt; – annars vegar að mála
trjábörk, og hins vegar málverkið
sjálft, og velti því fyrir mér hvort
barkarmyndirnar geti lifað sjálf-
stæðu lífi sem abstrakt málverk.
Myndirnar taka á sig ólík form eftir
því hvort maður horfir á þær í ná-
vígi, eða stendur fjær. Það er hálf-
gerð þráhyggja að mála þetta, því
hvert verk tekur gríðarlangan tíma
í vinnslu. Til að létta á því skapa ég
annars konar tré í litlu myndunum
sem ég geri með blandaðri tækni,
og þær eru mér líka mikilvægar.“ Á
sýningunni eru líka trjábolir í raun-
stærð, eins konar skógur í salnum.
„Ég geri þessar myndir þannig að
ég festi pappír; – búinn til úr trjám,
– á trjáboli og mála yfir með lit.
Fyrir mér eru þessi verk eins og
minning um skóg, – svolítið skrjáf
sem vekur tifinninguna um skóg-
lendið. Þetta er sérstök tegund af
hlyni sem vex á heimaslóðum mín-
um, í vernduðu votlendi, þar sem
skógarhögg er bannað. Á glærun-
um er ég með negatívar ljósmyndir
af málverkunum mínum. Mig lang-
aði til að taka röntgenmyndir af
trjánum, en það er erfitt að vera
með svoleiðis græjur úti í skógi, en
með negatívu glærunum kemst ég
næst röntgenmyndunum.“ Á miðju
salargólfinu er einstakt laufteppi,
með laufum frá heimaslóðum lista-
konunnar og héðan frá Íslandi.
Formin eru fjölbreytt og litirnir
ekki síður, en laufunum er raðað
upp af kostgæfni í eins konar
skrautmunstur.
Á morgun kl. 15 verður Joan
Backes með fyrirlestur og leiðsögn
um sýninguna, sem verður opin alla
daga nema þriðjudaga, til 27. jan-
úar.
Tré, stór
og smá
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Joan Backes við verk sín í Hafnarborg.