Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V IÐRÆÐUR eru hafnar milli fulltrúa Íslands, Noregs og Liechtensteins annars vegar og Evrópusambandsins (ESB) og nýrra aðild- arlanda þess hins vegar um stækkun evr- ópska efnahagssvæðisins (EES) samhliða stækkun Evrópusambandsins. Samkvæmt 128. grein samningsins um evrópska efna- hagssvæðið, sem var undirritaður í Oporto í Portúgal 2. maí 1992 og gekk í gildi 1. janúar 1994, er nýjum aðild- arríkjum ESB skylt að sækja um aðild að EES. Byggist ákvæði greinarinnar á því, að það eru ekki einstök ESB- ríki, sem eru aðilar að EES-samningnum heldur Evrópu- sambandið fyrir þeirra hönd. Yrði óframkvæmanlegt fyr- ir ESB að koma aðeins fram fyrir hönd nokkurra aðild- arríkja sinna á grundvelli EES-samningsins, þess vegna er öllum ESB-ríkjum skylt að eiga aðild að EES- samningnum, Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu á fundi sínum í Kaupmannahöfn 13. desember 2002, að 10 ný ríki skyldu frá og með 1. maí 2004 verða aðilar að Evr- ópusambandinu. Til að það gangi eftir með lögformlega réttum hætti, þarf fyrir þann tíma að tryggja aðild þess- ara ríkja að evrópska efnahagssvæðinu með vísan til fyrr- greinds ákvæðis í 128. grein samningsins um það. Tíminn til að ljúka samningaviðræðum ríkjanna í EES og ESB um stækkun EES-svæðisins er til 16. apríl næst- komandi, en þá er ráðgert að undirrita aðildarsáttmála nýju ESB-ríkjanna í Aþenu. Þessi sáttmáli verður síðan lagður fyrir þing allra 15 ESB-ríkjanna og borinn undir þjóðaratkvæði í níu af 10 nýjum aðildarríkjum ESB, þar sem slík atkvæðagreiðsla verður ekki á Kýpur. Í aðild- arsáttmálanum er ætlunin að gera í senn ráð fyrir aðild nýju ríkjanna að ESB og EES með vísan til 128. greinar EES-samningsins. x x x Fyrir þá, sem unnu að því að lögfesta EES-samninginn fyrir Íslands hönd og greiddu atkvæði með honum, kem- ur í sjálfu sér ekki á óvart, að þingmenn, sem treystu sér ekki þá til að greiða samningnum atkvæði, vilji veg samn- ingsins ekki mikinn. Raunar hefur þróunin orðið sú, að ýmsir, sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna á þingi, vegna þess að þeir vildu ekki axla ábyrgðina á þeim skyldum, sem í samningnum felast og ganga á grundvelli hans til náins samstarfs við Evrópusambandið, vilja nú gera lítið úr samningnum á þeirri forsendu, að með honu gengið nógu langt inn í faðm Evrópusambands Ferlið, sem er hefjast nú vegna stækkunar E sambandsins, sýnir glöggt, að því fer víðs fjarr samningurinn standist ekki tímans tönn og ákv gleymist hjá ráðamönnum ESB í Brussel. Þver öllum ljóst, að aðild umsóknarríkjanna tíu að E samningnum er hluti ESB-aðildar þeirra. Eng ESB dettur í hug að sniðganga þá samningsbu skyldu. Þegar EES-samningurinn var gerður, lá í loft til vill yrði hann í raun aðeins tvíhliða samningur lands og Evrópusambandsins. Eftir undirritun s ins í Oporto höfðu Norðmenn og Svisslendingar gerast aðilar að ESB eins og aðrar EFTA-þjóðir Íslendinga), sem hófu EES-samningsferlið á ári 18 dögum eftir samningsgerðina í Oporto 1. sótti ríkisstjórn Sviss formlega um aðild að ES aratkvæðagreiðslu 6. desember 1992 höfnuðu S ingar bæði aðild að ESB og EES. Sviss er með Noregi og Liechtenstein í EFTA, stendur eitt u en hefur gert tvíhliða samninga við ESB. Norska ríkisstjórnin sótti formlega um aðild 25. nóvember 1992. Fulltrúi hennar ritaði undir arsáttmála með fulltrúum annarra fráfarandi E EES-ríkja, Austurríkis, Finnlands og Svíþjóða 1994, hálfu ári eftir að EES-samningurinn hafð gildi. Það er sambærilegan sáttmála og nýju rík að skrifa undir í Aþenu 16. apríl. Norðmenn fel ESB-aðild öðru sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu 2 ember 1994. Hinn 1. janúar 1995 urðu Austurrí land og Svíþjóð aðildarríki ESB. Ísland og Nor eftir á EES-svæðinu með ESB og 1. maí 1995 s Liechtenstein í EES-hópinn. x x x Mikið vatn er runnið til sjávar á alþjóðavettv íslenskum stjórnmálum síðan þessir atburðir g Deilurnar um EES-aðild voru miklar hér á lan ekkert eitt mál verið meira rætt á alþingi í tæp ára sögu þess. Þegar frú Vigdís Finnbogadóttir Íslands, staðfesti lögin um EES-samninginn og að honum, gerðist það með næsta dramatískum Gerðu ýmsir sér vonir um, að hún yrði við bæn að láta gjörninginn undir höfuð leggjast. VETTVANGUR Fjár krafist fyrir við Eftir Björn Bjarnason H AFI menn gaman af því að gera sér dagamun ættu þeir að koma sér í jákvætt hags- muna- eða tilfinningasam- band við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Um þessar mundir eru tilefni til upplyftingar auðfund- in og stórafmæli á hverju strái. Samninga- menn settu stafi sína undir samninginn 14. apríl 1992; samningurinn var undirritaður 2. maí sama ár; 12. janúar 1993 samþykkti Alþingi lög nr. 2/1993 um Evrópska efna- hagssvæðið; 13. janúar voru þau staðfest af forseta Íslands; 17. mars var gengið frá bókun um breytingar á EES-samningnum í kjölfar þess að Sviss hafnaði þátttöku í hon- um; 5. maí samþykkti Alþingi breytingar á lögum 2/1993 til samræmis við fyrrnefnda bókun; 6. maí staðfesti forsetinn lögin. Samningurinn gekk síðan í gildi fyrir Ís- land og aðra aðila hans hinn 1. janúar 1994. Eins og glöggir menn hafa tekið eftir ber eitt afmælið einmitt upp nú um helgina! Í skálarræðunni á þessu 10 ára afmæli laganna um Evópska efnahagssvæðið er ekki úr vegi að líta um öxl og jafnvel eitt- hvað framávið. Kampavínið yrði löngu orðið flatt í ræðulok færi ég um víðan völl og því mun ég takmarka umfjöllun mína við einn þátt…og eiga önnur umræðuefni í sarp- inum fyrir komandi EES-afmæli á þessu ári og næsta. Eins og segir í inngangi EES-samnings- ins, er honum ætlað að mynda einsleitt evr- ópskt efnahagssvæði er grundvallist á sam- eiginlegum reglum og sömu samkeppnisskilyrðum. Þær reglur sem vís- að er til eru fyrst og fremst af tvennu tagi: í fyrsta lagi grundvallarreglur úr samingn- um um Evrópubandalagið, sem hafa verið endurspeglaðar í EES-samningnum; og í öðru lagi reglur leiddar af þessum grunn- reglum, sem lögteknar hafa verið af þar til bærum stofnunum Evrópusambandsins og síðan teknar inn í einhvern viðauka EES- samningsins. Má bera tengsl síðarnefndu reglnanna við samninginn um Evrópu- bandalagið við þá köfu íslensks réttar að reglugerðir sem ráðherrar setja verði að eiga sér stoð í lögum. Hugmyndin er sem sagt sú að á þeim sviðum sem samningurinn tekur til, gildi almennt sömu eða mjög svip- aðar reglur á öllu hinu Evrópska efnahags- svæði. Samningurinn um Evrópubandalagið hef- ur hins vegar ekið verulegum breytingum frá því EES-samningurinn var undirritað- ur, einkum með svokölluðum Maastricht- samningi sem gekk í gildi 1. nóvember 1993 og svokölluðum Amsterdam-samningi sem gekk í gildi 1. maí 1999. Nú er svo komið að markverður munur er á reglum samnings- ins um Evrópubandalagið og reglum EES- samningsins á sumum þeirra efnissviða sem síðarnefndi samningurinn fjallar um, enda endurspeglar EES-samningurinn reglur samningsins um Evrópubandalagið eins og þær voru Eins og arlund er ríki á E grundvall að efni t Dæmi um ekki eru l samnings bandalagi samningn ríkisstyrk halds arfl kvæmd s efnisskily isstyrkjar inn í sa með Maa algerlega inn. EFT vonir um aðlagað á bandalagi Hann á afmæli! Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra Eftir Einar Pál Tamimi ÁLVER Á AUSTURLANDI Fátt virðist nú geta komið íveg fyrir að Kárahnjúka-virkjun verði byggð og ál- ver rísi á Austurlandi. Á stjórnar- fundum í Alcoa og Landsvirkjun í gær voru teknar grundvallar- ákvarðanir, sem munu greiða fyrir því að stóriðja verði að veruleika á Austurlandi. Fari svo á það eftir að leiða til mikilla breytinga á byggð- arlögunum í þeim landshluta. Mikilvægt er að hafa í huga að Kárahnjúkavirkjun hefur fengið alla þá málsmeðferð, sem lög gera ráð fyrir. Hið sama á við um fyr- irhugað álver. Það er ekki hægt að mæla gegn þessum framkvæmdum með sömu rökum og beitt var í um- ræðunum um Fljótsdalsvirkjun, þegar stjórnvöld gerðu þau grund- vallarmistök að setja þá virkjun ekki í umhverfismat, þótt gamalt virkjanaleyfi lægi fyrir. Engin slík andmæli er hægt að hafa uppi gegn Kárahnjúkavirkjun og hinu fyrir- hugaða álveri Alcoa á Reyðarfirði. Sumir hafa barizt gegn Kára- hnjúkavirkjun á þeirri forsendu, að hún standist ekki þær fjárhags- legu kröfur, sem til hennar verði að gera. Eftir að nefnd eigenda Landsvirkjunar skilaði áliti fyrir nokkrum dögum er ekki lengur hægt að berjast gegn virkjuninni á þeim forsendum. Eftir stendur sá grundvallar- ágreiningur, sem er til staðar á milli virkjunarsinna og þeirra, sem telja, að alls ekki eigi að fórna náttúru Austurlands fyrir þessa miklu virkjun. Það er sjónarmið, sem fólk hlýtur að sýna fulla virð- ingu. Við þær aðstæður, sem nú ríkja í efnahags- og atvinnumálum okkar Íslendinga, hvílir sú skylda hins vegar á þeim sem berjast gegn virkjun og álveri á þessum forsendum að útskýra á hverju þjóðin eigi að byggja afkomu sína í framtíðinni og þá íbúar Austur- lands sérstaklega. Skilmerkileg og raunhæf svör við þeim spurning- um hafa ekki fengizt. Þá er á það að líta, sem Morg- unblaðið hefur áður bent á, að býsna víðtæk pólitísk samstaða hefur tekizt um virkjunina og ál- verið. Líklegra má telja, að meiri ágreiningur verði um fyrirhugaða Norðlingaölduveitu. Ljóst er af viðbrögðum Austfirð- inga, að þeir fagna mjög þessari niðurstöðu mála. Ákvarðanir stjórna Alcoa og Landsvirkjunar munu auka þeim bjartsýni og margt mun fylgja í kjölfarið. Gangi þessi áform öll eftir verður mesti vaxtarbroddur atvinnulífsins á Austurlandi á næstu árum. Þeim sem starfa í atvinnulífinu er ljóst að íslenzkt efnahagslíf er að síga hægt niður í efnahagslægð. Flestar efnahagstölur eru jákvæð- ar. Verðbólgan er í lágmarki. Vextir fara lækkandi. Gengi krón- unnar er sterkt. Viðskiptajöfnuður er hagstæður. Hins vegar fer atvinnuleysi vax- andi, sem er til marks um þá lægð, sem við erum að sigla inn í. Ákvarðanir um Kárahnjúka- virkjun og álver fyrir austan og framkvæmdir við þessi verkefni á næstu mánuðum og misserum geta og munu breyta þessari stöðu í efnahagsmálum. Að því leyti til eru þessar framkvæmdir mikil- vægar fyrir þjóðfélagið allt, þótt ekki fari á milli mála, að ákvarð- anirnar skilja eftir ákveðin sár meðal hluta þjóðarinnar, sem get- ur ekki hugsað sér þá röskun á náttúru Íslands, sem fylgir í kjöl- farið. MIKILVÆGI UMFRAMSPARNAÐAR Sú mikla fjölgun er orðið hefur álaunþegum á almennum vinnu- markaði, er nýta sér þátttöku í líf- eyrissparnaði umfram samnings- bundið lágmark, er mikið fagnaðarefni. Nú er svo komið að 73% eða um þrír af hverjum fjórum launþegum nýttu sér þennan möguleika sl. haust samkvæmt gögnum kjararannsóknarnefndar. Í marsmánuði á síðasta ári nýttu 55% launþega sérheimild til um- framsparnaðar á lífeyri. Þá virðist ljóst að aukning hefur átt sér stað í lífeyrissparnaði nær allra stétta og eru framlögin í líf- eyrissjóði að jafnaði um 8,2–8,7% af launum. Mikilvægi þessarar þróunar mun koma í ljós á næstu áratugum. Það var mikil framsýni á sínum tíma er aðilar vinnumarkaðarins ákváðu að byggja hér upp öfluga lífeyrissjóði í stað þess að styðjast við gegnum- streymiskerfi, líkt og enn eru við lýði í mörgum nágrannaríkjum okkar. Nú standa þær þjóðir frammi fyrir því að eitt erfiðasta verkefni næstu ára verður að brúa bilið á milli innstreymis og út- streymis úr lífeyrissjóðum. Þjóð- irnar eldast. Fólk lifir lengur en áður. Fæðingartíðni hefur lækkað. Af þessum ástæðum verður hlutfall þeirra er standa undir því að greiða fyrir lífeyrinn stöðugt lægra. Við þekkjum vel vanda þeirra kynslóða hér á landi er sáu lífeyr- issparnað sinn brenna upp í verð- bólgunni. Þegar fram í sækir mun bilið á milli launatekna og lífeyr- istekna fara stöðugt minnkandi, ekki síst hjá þeim er sýna þá fyr- irhyggju að nýta sér möguleika til umframsparnaðar á lífeyri. Því til viðbótar bjóðast nú margvísleg sparnaðarform til að byggja upp sjóði áður en fólk fer á eftirlaun þótt þar sé ekki skattfrádráttur í boði. Hinar nýju tölur kjararann- sóknarnefndar sýna að mikil vakn- ing hefur átt sér stað í þessum efn- um. Því ber að halda við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.