Morgunblaðið - 11.01.2003, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.01.2003, Qupperneq 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRAMSÓKNARMENN í Norð- austurkjördæmi munu í dag kjósa í tíu efstu sæti fyrir næstkomandi al- þingiskosningar. Fimmtán fram- bjóðendur eru í boði, þar eru margir efnilegir frambjóðendur, fimm kon- ur og tíu karlar. Þegar litið er á frambjóðendur í fimm efstu sætum þá eru einungis tvær konur en tíu karlar sem sækjast eftir þeim sæt- um. Þær konur sem sækjast eftir sæt- um á listann eru mjög frambærileg- ar, þær hafa bæði mikla reynslu í stjórnmálum eða eru ungar og eiga framtíðina fyrir sér ellegar hvort tveggja. Þessum konum hefur verið treyst fyrir miklum ábyrgðarstöðum hvort sem það eru ráðherrastöður, mikilvægar trúnaðarstöður innan flokksins eða sveitarstjórnarstörf í þeirra heimahéröðum. Það er mikilvægt að hvetja fólk til að kjósa konur í efstu sæti til að tryggja að bæði kynin fái sem jafnast vægi á listanum, einnig er mikilvægt er að rödd kvenna heyrist á alþingi því kynin eru jú ólík og hafa mismun- andi sýn á þarfir þjóðfélagsins. Með breyttri kjördæmaskipan lít- ur út fyrir að hlutur kvenna verði lakari í næstu alþingiskosningum. Er það okkar framsóknarmanna að tryggja að svo verði ekki. Ég vil því hvetja framsóknarfólk til að kjósa konur og tryggja þeim örugg sæti. Tryggjum konum góða kosningu Eftir Bryndísi Bjarnarson Höfundur er jafnréttisráðgjafi og formaður jafnréttisnefndar Framsóknarflokksins. „Ég vil því hvetja Fram- sóknarfólk til að kjósa konur.“ ÞAÐ var einu sinni tröll – bara svona lítill geðþekkur tröllastrákur – sem átti heima á Hringbrautinni og var kallaður Landspítali. Einn dag- inn var hann vélaður til að éta yfir sig og hann gleypti miklu meira en hann hafði gott af – og það er afskaplega óhollt eins og allir vita. Hann breytt- ist í stóran þurs sem gat ekki hugsað skýrt og fór að gera alls kyns und- arlega hluti. Einu sinni sem oftar fékk þursinn verk í tærnar af því að hann var í of litlum skóm. Þá brást hann þannig við að hann skaut sig í fæturna og það hafði ægilegar afleið- ingar … Þetta er ekki ein af ofbeldisfullu þjóðsögunum úr safni Jóns Árnason- ar eins og lesandann grunar líklega. Þetta er saga sem varð til vegna lok- unar annarrar af tveimur heilabilun- ardeildum Landakots og þeirrar fréttar að ekki skuli staðið við að opna deildina aftur um áramót eins og lofað var á sínum tíma. Nýjustu fréttir herma að þar skuli nú komið fyrir (tímabundið) húðdeild, sem er algjörlega á skjön við aðra starfsemi í húsinu, en Landakot er öldrunarspít- ali eins og margir vita. Eiginlega hlýtur að verða fallið frá þeirri ákvörðun að koma húðdeild fyrir á öldrunarspítalanum því það kallar á breytingar á húsnæði sem vafalítið kosta sitt – það sér hver heil- vita þurs. Eða hvað? Vonandi verðum við hress gamalmenni Þegar við sem yngri erum hugsum til efri áranna vonumst við til að verða hraust og fær um að njóta lífs- ins þótt æskufegurð og líkamlegt at- gervi sé á undanhaldi. Við vitum samt að töluverðar líkur eru á að óskir okk- ar um „góða“ elli rætist ekki því hækkandi aldri fylgja ýmsir fylgi- kvillar sem geta komið í veg fyrir það. Einn ógnvænlegasti kvillinn í huga margra er heilabilun. Heilabilun er miskunnarlaus sjúk- dómur sem leggst á fólk, oftast eldra fólk, og getur rænt það sjálfsbjarg- argetu, sjálfsvirðingu og mannlegri reisn. Staða aldraðs einstaklings með heilabilun er því afar veik. Hann get- ur ekki varið sig eða barist fyrir rétti sínum. Skerðing á sérhæfðri þjónustu Á heilabilunardeildum Landakots hefur verið boðið upp á sérhæfða þjónustu fyrir sjúklinga með heilabil- un og aðstandendur þeirra. Með markvissri meðferð sérhæfðs starfsfólks er hægt að bæta lífsskil- yrði sjúklinganna verulega, sömu- leiðis er hægt að létta undir með að- standendum með ráðgjöf og stuðningi. Það getur verið mikið álag að ann- ast sjúklinga með heilabilun. Það er staðreynd að aðstandendur eru oft einangraðir og þreyttir og í mikilli þörf fyrir stuðning og hvíld. Það er einmitt eitt af hlutverkum starfsfólks heilabilunareiningar Landakots að grípa inn í í tíma. Þursinn áttar sig ekki á þessu og skýtur sig í lappirnar með því að tak- marka þjónustuna verulega og þrengja að skjólstæðingum og starfs- fólki. Afleiðingin er lakari þjónusta og í staðinn fyrir einn sjúkling fáum við marga. Stöðug streita og álag eru heilsuspillandi. Er ekki dýrt að fram- kvæma hjartaaðgerðir og kosta ekki taugapillurnar sitt? Á Landakoti er fólk mjög ósátt við þessar aðgerðir og miður sín. Starfsfólk heilabilunareiningar hafði byggt upp starfsemi sem vissu- lega hefur sannað gildi sitt. Nú má það fylgjast með hvernig þursinn trampar á því sem vel var gert. Hver stjórnar honum og hvar stígur hann niður næst? Í klóm risans Eftir Ingibjörgu Pétursdóttur Höfundur er iðjuþjálfi á Landakoti. „Heilabilun er miskunn- arlaus sjúk- dómur.“ MEÐ því að stytta þann tíma sem íslensk börn og unglingar ganga í skóla geta Íslendingar sparað gríðarlega fjármuni. Ávinn- ingurinn fram til ársins 2050 gæti numið kostnaði við Kárahnjúka- virkjun. Ávinningur á einu ári gæti jafngilt öllum fjárfestingum ríkisins í vegakerfi, skólum, heilbrigðis- stofnunum og höfnum á árinu 2003. Í flestum löndum OECD eru nemendur 18 ára þegar þeir ljúka framhaldsskóla og hefja nám á há- skólastigi eða þátttöku á vinnu- markaði. Flestir Íslendingar koma því tveimur árum seinna út á vinnumarkaðinn en tíðkast erlend- is. Því eru Íslendingar að jafnaði fleiri ár í skóla en íbúar annarra landa. Samkvæmt skýrslu sem Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir Verzlunarmannafélag Reykja- víkur um áhrif styttingar grunn- og framhaldsskóla á einstaklinga, sveitarfélög, ríkissjóð og þjóðar- framleiðslu væri ábatasamt að gera breytingar á íslenska skólakerfinu með það að markmiði að nemendur ljúki námi úr framhaldsskóla fyrr en nú er. Með því að hefja grunn- skólanám fimm ára, lengja hvert skólaár í grunnskóla og framhalds- skóla og stytta þannig námstímann mætti útskrifa nemendur allt að þremur árum fyrr úr framhalds- skóla en nú er gert. Ávinningurinn af styttingu skól- ans er margþættur. Ætla má að það dragi úr brottfalli úr fram- haldsskóla ef nemendum gefst kostur á að útskrifast fyrr. Því yngri sem nemendur eru við út- skrift því hærri verða ævitekjur þeirra. Einnig mundi breyting af þessu tagi draga úr því álagi sem fjölskyldur nemenda verða fyrir vegna mismunandi sumarleyfa í skólum og á vinnustöðum foreldra. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er reiknað út hve mikinn fjárhagsleg- an ávinning íslenskt þjóðarbú hefði af styttingu skólans (sjá meðfylgj- andi töflur). Áhrifin yrðu mismikil eftir því hvaða kostir yrðu valdir og hve langt yrði gengið. Ávinning- urinn væri mestur ef allir þrír kost- irnir yrðu fyrir valinu og gætu numið allt að 10,8 milljörðum króna á einu ári. Það jafngildir þeim fjár- hæðum sem ríkissjóður hyggst verja til fjárfestinga í vegakerfi, háskólum, framhaldsskólum, hafn- arframkvæmdum og heilbrigðis- stofnunum á næsta ári. Á næstu fimmtíu árum gæti ávinningurinn jafngilt um 157 milljörðum króna. Sú upphæð er talsvert hærri en sem nemur öllum kostnaði við framkvæmdir við Kárahnjúkavirkj- un. Eftir Gunnar Pál Pálsson „Ávinning- urinn fram til 2050 gæti numið kostnaði við Kárahnjúkavirkjun.“ Höfundur er formaður Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur. Styttri skóli – betri lífskjör Tafla 1. nettóávinningur af því fyrst í stað að breyta skipulagi skóla. Milljónir króna. A B C AogB AogC BogC A,BogC Áhrif á sveitarfélög -575 -900 0 -1.800 -575 -900 -1.800 Í % af gjöldum árið 2001 -,13 -1,76 0 -3,53 -1,13 -1,76 -3,53 Áhrif á foreldra 875 0 0 875 875 0 875 Áhrif á nemendur 3.100 3.250 4.000 6.500 5.000 5.300 8.300 Áhrif á ríkissjóð 0 0 85 0 85 85 85 Í % af gjöldum árið 2001 0 0 0,04 0,04 0,04 0,04 0,04 Samtals 3.400 2.350 4.085 5.575 5.385 4.485 7.460 Áhrif á þjóðarframleiðslu 5.600 3.950 4.100 9.700 6.000 6.500 10.800 Í % af þjóðarframleiðslu 2001 0,79 0,56 0,58 1,37 0,84 0,92 1,52 Heimild: Hagfræðistofnun. A=færa grunnskóla niður um eitt ár. B=stytta grunnskóla um eitt ár en lengja hvert skólaár. C= stytta framhaldsskóla um eitt ár en lengja hvert skólaár. Tafla 2. Nettóávinningur af því til lengri tíma litið að breyta skipu- lagi skóla. Tímabilið 2001–2050. Millj. kr. A B C AogB AogC BogC A,BogC Áhrif á sveitarfélög -9.300 -14.700 0 -30.200 -9.300 -20.700 -30.200 Í % af gjöldum árið 2001 -18,24 -28,82 0 -59,22 -18,24 -40,59 -59,22 Áhrif á foreldra 13.500 0 0 13.500 13.500 0 13.500 Áhrif á nemendur 44.400 47.300 68.700 94.600 72.600 77.600 121.700 Áhrif á ríkissjóð 0 0 1.400 0 1.400 1.400 1.400 Í % af gjöldum árið 2001 0 0 0,64 0,04 0,64 0,64 0,64 Samtals 48.600 32.600 70.100 77.900 78.200 58.300 106.400 Áhrif á þjóðarframleiðslu 78.400 56.500 68.500 139.200 86.800 93.000 157.300 Í % af þjóðarframl. 2001 11,04 7,96 9,65 19,60 12,22 13,09 22,15 Heimild: Hagfræðistofnun. A=færa grunnskóla niður um eitt ár. B=stytta grunnskóla um eitt ár en lengja hvert skólaár. C= stytta framhaldsskóla um eitt ár en lengja hvert skólaár. www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.