Morgunblaðið - 11.01.2003, Side 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast …
(Sálmur 23.1).
Hvílast – hve oft fannst mér ekki
að amma þyrfti að hvílast! Því hún
var alltaf að, hún unni sér aldrei
hvíldar. Jafnvel þegar hún gerði
ekkert og sagði ekki orð (sem var
ekki oft!), var hún samt að: hún var
að hugsa! Hugur ömmu var alltaf á
ferð og flugi, síkvikur, sjaldan eða
aldrei kyrr. Hugsun hennar var ekki
markviss og kryfjandi, heldur svíf-
andi, óróleg og flögrandi frá einni
mynd til annarrar sem stundum virt-
ist alls óskyld þeirri næstu á undan.
Hún bjó yfir hugarflugi listamanns-
ins – amma var í öllu eðli sínu lista-
maður. En því miður naut hún
hvorki menntunar né þess skilnings
og stuðnings umhverfisins sem
nauðsynlegur er til þess að þroska
slíka hæfileika og veita þeim útrás á
IDA
JENSEN
✝ Ida Jensen fædd-ist á Eskifirði 3.
júní 1912. Hún lést á
Landspítalanum
hinn 20. desember
síðastliðinn. Hún var
dóttir Rósu Konráðs-
dóttur Kemp og Vil-
helms Jensen. Ida
ólst upp á Framnesi
við Reyðarfjörð en
fluttist til Reykjavík-
ur um 1930 þar sem
hún giftist Ísak M.
Jónssyni bakara-
meistara, f. 13.10.
1903, d. 6.9. 1989.
Börn þeirra: Hörður Þór, f. 31.3.
1934, d. 29.6. 1986; Rósa Ólafía, f.
11.9. 1942. Einnig ólu þau upp
sonarson sinn, Ísak Harðarson.
Barnabörn Idu og Ísaks eru sex
talsins, barnabarnabörnin fimm.
Útför Idu fór fram í kyrrþey, að
hennar ósk, hinn 30. desember
síðastliðinn.
markvissan hátt – enda
stóð slíkt konum (og
körlum) ógjarnan til
boða á þeim árum.
Amma var því lista-
maður án þess að hafa
hugmynd um það sjálf,
hún var listamaður án
penna, pensils eða
hljóðfæris (þótt hún
blési stundum í munn-
hörpuna). Næmi henn-
ar og frumleiki braust í
staðinn út í stöðugri
taugaspennu, í ódrep-
andi áhuga og forvitni
um allt og ekkert; þetta
setti óafmáanlegt mark á allt hennar
líf og umhverfi: krafturinn sem í
henni bjó, og fékk aldrei markvissa
og fullnægjandi útrás, hafði mikil
áhrif á alla í kringum hana. Eftir á að
hyggja var amma mín mesta ögrun
og örvun – án þess að ætla sér það á
neinn meðvitaðan hátt … Svona man
ég ömmu frá fyrstu tíð. Og þannig
mun ég alltaf muna hana – auk hinna
dýrmætu, sárasjaldgæfu stunda
þegar friðurinn náði að hjarta henn-
ar og hún ljómaði á alveg sérstakan
hátt sem ég mun aldrei gleyma …
Hvílast – nú trúi ég að loksins loks-
ins hvílist hún amma og ljómi í náð-
arfaðmi Guðs.
Aldrei hef ég séð betur en nú, hvað
hún amma var óvenjuleg manneskja!
Í vitund minni var hún og verður
sjálfsagt alltaf eins og huldukona í
mistri – það var svo margt óljóst við
hana. Ástæðan getur að vissu leyti
verið mín eigin þokukennda hugsun.
Þannig veit ég svosem að amma var
fædd og uppalin fyrir austan. En
eins og Austfjarðaþokan máir út all-
ar línur og skil, rennur síðan allt
saman í einn hrærigraut: Var amma
örugglega fædd 1912 en ekki 1913
eins og virðist hafa misritast í kirkju-
bækur og þjóðskrá? Var hún fædd á
Eskifirði og alin upp við Reyðarfjörð
– eða öfugt? Ólst hún örugglega upp
hjá mömmu sinni á bænum Fram-
nesi þar sem móðursystir hennar var
húsfreyja? Hét sú örugglega Þóra?
En hvað hét maður Þóru? Og hvað
voru uppeldissystkini ömmu nú aftur
(fjölda)mörg? Hvað hétu þau – og
börn þeirra og barnabörn? Og hann
Vilhelm langafi frá Danmörku, pabbi
ömmu. Strauk hann af skútu við Ís-
landsstrendur, settist hér óvart að
og hóf verslunarrekstur? Eða kom
hann hingað gagngert í þeim til-
gangi, jafnvel með nánum skyld-
mennum sínum? Ég veit fyrir víst að
langafi fór víða og gat ótal börn í
a.m.k. tveimur heimsálfum. En hvað
voru þau mörg, hvað hétu þau, hvað
heita börn þeirra og barnabörn? –
Ég reyndi nokkrum sinnum að
spyrja ömmu um allt þetta og öðlast
sýn yfir þessa sundruðu og sundur-
leitu föðurætt mína. En alltaf varð
ég að gefast upp, því fyrr en varði
hvarflaði amma frá aðalatriðum yfir í
aukaatriði, þaðan yfir í algjör smáat-
riði í ævi einstakra persóna eða sér-
stök einkenni þeirra (oft í afar löngu
og hlykkjóttu máli) – og þráðurinn
hvarf upp í nefið á mér. Í dag stend-
ur það eitt eftir í huga mér að amma
fæddist örugglega fyrir austan og ég
á urmul óþekktra ættingja hirst og
her. Og hvaða máli skiptir svosem
allt hitt? Ég vona bara að öllum heil-
sist vel og séu sæmilega hamingju-
samir!
Annað einkenni ömmu var það
hvað hún var stór. Persóna hennar
var stolt og mikil og áberandi, og á
mannamótum gat hún verið mjög
skemmtileg. Reyndar var amma
lengstum aldrei dauf. Það var nóg að
ömmustrákurinn kæmi í heimsókn –
þá lifnaði hún öll við og gat talað
endalaust um heima og geima. Og ef
langömmustelpurnar voru með í för,
var ekki óalgengt að amma brygði á
leik, segði sögur sem ung eyru
svolgruðu í sig, eða drægi upp gljá-
andi munnhörpuna og brysti í
fjörugt lag. Þess nutu allir – nema
kannski kötturinn Gutti (sem hafði
reyndar alltaf fremur vafasaman
músíksmekk). – Stærð ömmu olli
henni stundum óþarfa erfiðleikum.
Þannig var mikið stoltið oft við-
kvæmt og auðsært; það fauk oft í
ömmu en alltaf var hún tilbúin að
sættast og taka manni að nýju. Á
hinn bóginn gat hún stundum miklað
smáatriðin fyrir sér út í það óend-
anlega uns þau voru orðin að óyf-
irstíganlegum fjallgörðum. Og þann-
ig gat hún stundum með sjálfri sér
gert svo mikið úr eigin mistökum og
breyskleika (sem hlutu auðvitað að
vera meiri en allra annarra) að hún
efaðist jafnvel um að hún fengi nokk-
urn tíma aðgang að betri staðnum
handan móðunnar miklu (sem er
jafnvel þykkari en Austfjarðaþok-
an). – En elsku amma mín, veistu
það ekki núna:
Í miðjum dauðans
hönd þín
mýkri en vatn
og armur þinn
sem ljóstaug
upp á þurrt.
Lokuð sund –
en opinn
lófi þinn
ber Ísafold
úr greipum
dauðans burt!
Amma var tilfinningamanneskja
og sveiflaðist gjarnan skyndilega frá
djúpri sút og tárum upp í hæstu
hæðir gleði og bjartsýni – og brast
þá ósjaldan í hjartanlegan söng, oft-
ast í dægurlög og revíusöngva, jafnt
á íslensku, dönsku og ensku. Á leið-
inni heim úr skólanum sem drengur
vissi ég aldrei hvað biði mín sem
meðlæti með hádegismatnum daginn
þann; sálarkvöl hins fordæmda eða
söngur engils. Annan daginn var ýs-
an maríneruð bjartri og áhyggju-
lausri gleði, næsta dag krydduð
brimsöltum tárum. En hvort sem sól
skein í heiði í sinni ömmu eða drottn-
aði svartasta myrkur, var ýsan alltaf
á sínum stað á eldhúsborðinu. Alltaf.
Amma stóð sig í því stykki sem ætl-
ast var til, hún var af þeirri kynslóð
íslenskra húsmæðra sem elduðu ýs-
una svikalaust í hádegismatinn á
hverjum degi, hvort sem lífið hafði
tilgang eða ekki og þótt oft væri úr
afar litlu að spila.
Svo stolt og tilfinningasöm mann-
eskja hlaut að hafa sitt stóra hjarta á
réttum stað. Amma þoldi ekki neitt
sem henni fannst bera keim af órétt-
læti og mátti ekkert aumt sjá. Um-
hyggja hennar og fórnfýsi voru al-
gjör þegar fjölskyldan átti í hlut.
Þegar ljóst var að foreldrar undirrit-
aðs gátu ekki haft hann hjá sér og al-
ið hann upp, vílaði amma ekki fyrir
sér að taka hann að sér og annast í
tuttugu ár. Það var svo sjálfsagt að
það var eins og að drekka vatn! Slíkt
þakkar maður ekki með orðum á
prenti – og þakkar sjálfsagt seint
eins og vera ber …
Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá
sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi
… Trúir þú þessu?“
(Jóh. 11.25).
Elsku amma mín, við komum til
þín um hálfri stund áður en þú skild-
ir við, hún Gunna mín og ég. Ég veit
ekki hvort þú varðst okkar vör, efast
fremur um það. Þú varst svo lítil og
magnvana á dánarbeðnum þínum að
mér datt ekki lengur í hug að þú
værir hún amma mín. Þú varst litla
stelpan mín – kannski hafðirðu lengi
þráð að vera það innst inni og nú
varstu loksins ekkert annað. Svo
ósköp lítil varstu orðin að þú varst í
þann veginn að fæðast – nýr og ljóm-
andi hvítvoðungur í ríki sjálfs Guðs
þar sem ekkert tekur framar enda. Í
gegnum stríðið þitt sá ég geisla af
einhverju svo eilífu og réttlátu og
kærleiksríku að ég reyni ekki að lýsa
því.
Ég yfirgaf sjúkrastofuna og þær
urðu eftir einar saman, hún amma
mín og mamma, háöldruð og södd líf-
daga, og yngri dóttir mín, þrettán
ára ung. Það var við hæfi að elsta
konan og ein þeirra yngstu ættu
saman síðustu stund á jörðu. Hvað
þeim fór á milli á þessum síðustu
andartökum, mun ég aldrei reyna að
grafast fyrir um. En ég veit að það
var eitthvað mjög satt, eitthvað mjög
gott. Og ég veit að um eilífð mun það
vera skráð í himininn.
Eins og flestir sem eru á förum,
hafði amma síðustu árin talsverða
þörf fyrir að tala um dauðann og það
sem tekur við hinum megin. Ég var
hins vegar ekki á förum – kornungur
maðurinn, að eigin hyggju – og því
oft svo mjög á kafi í daglegu amstri
að ég gaf mér of sjaldan tóm til að
tala við ömmu um það sem lá hjarta
hennar næst. Þó kom það fyrir að við
ræddum hispurslaust um dauðann.
Þá gerðist það stundum að ég reyndi
að slá á bjarta strengi og bað hana
endilega að taka frá gott herbergi
handa fjölskyldunni þegar hún yrði
útskrifuð af Hótel Jörð og kæmi
heim í himininn … Ömmu fannst
sonarsonurinn víst óþarflega gal-
gopalegur á þeim stundum.
Að taka frá herbergi – hvílíkur
óþarfi! Allt er það ákveðið fyrirfram.
Um stutta stund erum við gestir og
hótel okkar er Jörðin. Síðan förum
við heim – heim í Eilífðina. Við þurf-
um ekki að hafa áhyggjur eða vasast
í einhverri herbergjaskipan eftir
okkar eigin skammsýna höfði. Hann
Pabbi hefur þegar séð fyrir öllu og
skipað okkur rúm einmitt þar sem
við eigum best heima í hjarta hans.
Og þar er engin Austfjarðaþoka –
þar er bjart.
Elsku amma mín, ég trúi að við lif-
um um eilífð í hjarta Guðs.
Ísak.
Mig langar að kveðja þig, elsku
amma mín, og þakka þér fyrir öll ár-
in sem við áttum saman. Frá því að
afi dó fyrir þrettán árum bjuggum
við saman og oft var hlýlegt og nota-
legt hjá okkur, þótt stundum væri
líka erfitt því báðar vorum við slæm-
ar til heilsunnar.
En hugurinn reikar enn aftar í
tímann til þess þegar ég var litla
ömmustelpan þín. Þá fékk ég stund-
um að gista hjá þér og afa á Snorra-
brautinni um helgar og það voru ljúf-
ar stundir. Ég veit að þá var ég
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
tengdasonur, bróðir og mágur,
BJARNI ÞRÖSTUR LÁRUSSON,
lést á sjúkrahúsi í Skien, Noregi, miðvikudaginn
8. janúar.
Halla Jörundardóttir,
Lárus Bjarnason, Einar Bjarnason,
Guðlaug Guðjónsdóttir, Margrét Einarsdóttir,
Þuríður Lárusdóttir, Hildur Jörundsdóttir,
Þórdís Lárusdóttir, Helga Jörundsdóttir,
Erla Lárusdóttir, Einar Jörundsson,
Jóhannes Lárusson, Sveinn Jörundsson,
Sveinbjörn Lárusson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ANNA SIGURÐARDÓTTIR,
Smyrilsvegi 29,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn
9. janúar.
Árni Kr. Þorsteinsson,
Anna Árnadóttir,
Ásta Árnadóttir, Böðvar B. Kvaran,
Þorsteinn Árnason, Hrefna Leifsdóttir,
Sveinn Árnason, Sigurlína Vilhjálmsdóttir,
Erna Þ. Árnadóttir, Benedikt Sigmundsson,
Ingibjörg H. Árnadóttir, Finnbjörn V. Agnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT JÓSAVINSDÓTTIR,
Staðarbakka,
lést á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, þriðju-
daginn 7. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 17. janúar kl. 13.30.
Jarðsett verður í Myrkárkirkjugarði.
Ásgerður Skúladóttir, Ólafur Eggertsson,
Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir,
Guðmundur Skúlason, Sigrún Franzdóttir,
Dóra Margrét Ólafsdóttir, Árni Freyr Antonsson,
Borghildur Ólafsdóttir, Friðrik Baldur Þórsson,
Birgitta Sigurðardóttir, Robert Lauis Pells,
Helga Margrét Sigurðardóttir, Tómas Jónsson,
Erla Elísabet Sigurðardóttir, Steingrímur Hannesson,
Sólveig Elín Þórhallsdóttir,
Auður María Þórhallsdóttir,
Hjalti Þórhallsson
og langömmubörn.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir og amma,
HJÖRDÍS GEIRDAL,
Laufengi 3,
Reykjavík,
er látin.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 16. janúar kl. 13.30.
Guðmundur Áki Lúðvígsson,
Erna Steina Guðmundsdóttir, Gestur R. Bárðarson,
Sigríður Guðmundsdóttir,
Erna Geirdal,
Ingólfur Geirdal
og barnabörn.