Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 54

Morgunblaðið - 11.01.2003, Page 54
54 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og powersýning kl. 11.45. kl. 3, 7 og 11. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.50. B.i.12. „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL YFIR 60.000 GESTIR Á 13 DÖGUM “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i DV RadíóX YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA BONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI Powersýning kl. 12 Powe rsýnin g kl. 11 .45. Frumsýning Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og powersýning kl. 12. B.i.14 ára Sýnd kl. 2. FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Fantaflottur spennutryllir með ofurtöffaranum Jason Stratham úr Snatch Hraði , spenna og slagsmál í svölustu mynd ársins. DV RadíóX “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i Sýnd kl. 5.30. B.i. 12 áraSýnd kl. 8 og 11.15. B.i. 16 ára YFIR 60.000 GESTIR YFIR 60.000 GESTIR Á 13 DÖGUM Sýnd kl. 2, 4, 8 OG 10. B.i. 12 ára TÓNLISTARMAÐURINN Birgir Konráð Sigurðsson, betur þekktur sem Bix eða Biggi Bix, hefur verið búsettur í Bandaríkjunum síðustu ár. Hann bjó og starfaði í Los Ang- eles í þrjú ár þar sem hann fékkst mikið við gerð tónlistar fyrir aug- lýsingar. Birgir er nú fluttur til New York þar sem hann býr ásamt unnustu sinni, fyrirsætunni El- ísabetu Davíðsdóttur. „Ég var í LA í þrjú ár. Ég tók að mér að gera svolítið mikið af aug- lýsingum í tvö ár af þessum þrem- ur. Mig langaði að taka mér pásu frá minni tónlist. Mér fannst ekki skemmtilegt það sem ég var að gera og var að leita að einhverju nýju,“ segir Birgir og bætir við að kaupið hafi verið gott og frítími nægur. Eftir hryðjuverkin 11. sept- ember gjörbreyttist þessi heimur, útskýrir hann, enda gætti sam- dráttar þar líkt og víðar. Stærsta verkefnið fyrir Xbox Þegar hryðjuverkin riðu yfir var Birgir að vinna í stærsta verkefn- inu sem hann hefur unnið að í aug- lýsingaheiminum. „Ég hannaði hljóð og músík fyrir Xbox,“ segir hann en um var að ræða stóra aug- lýsingaherferð fyrir leikjatölvuna og var verkefnið í fullum gangi 11. september. „Í byrjun október þurfti ég að fara til New York til að klára verk- efnið,“ segir Birgir, sem var tregur til ferðarinnar í fyrstu. „Þá þorði enginn að fljúga og allt var í lama- sessi en ég bara varð að fara.“ Þrátt fyrir að ástandið í New York væri óvenjulegt varð Birgir samt var við aðdráttarafl borg- arinnar. „Um allt voru hermenn með byssur og allt mjög skrýtið. Þó að ástandið væri svona var samt eitthvað sem mér fannst tosa mig til New York þarna strax. Á fyrsta degi langaði mig að flytja þangað,“ segir Birgir og áttu örlögin enn eft- ir að grípa í taumana. „Nokkrum dögum seinna hitti ég Elísabetu og það voru strax miklir töfrar á milli okkar,“ útskýrir Birg- ir. Hann flutti í byrjun apríl til borgarinnar sem aldrei sefur og búa hann og Elísabet, sem eru ný- lega trúlofuð, í Williamsburg í Brooklyn. Mikið breytingaskeið Birgir hefur dregið sig út úr aug- lýsingagerðinni að miklu leyti. „Það var erfitt því New York er dýrari borg að búa í en LA. Þetta hefur verið mikið breytingaskeið, sem er gott, því það hefur ýtt mér út í að semja aftur mína eigin tón- list,“ segir hann. „Ég geri ennþá stöku auglýsingu hér og þar. Þá geri ég það í gegn- um fyrirtæki sem heitir Stimmung, það er fyrirtæki í Los Angeles,“ segir Birgir, sem er með stúdíó í Brooklyn en Stimmung hjálpar til við reksturinn. „Núna er ég að vinna plötuna mína, sem er búið að taka mörg ár. Ég er alltaf að byrja aftur og aftur á henni. Hún kemur út einhvern tímann fyrir 2010,“ segir Birgir en viðurkennir að í raun stefni hann á að klára hana í ár. Fer í hlutlausan í LA „Ég vil að tónlistin komi frá hjartanu,“ segir Birgir. Hann segir að New York veiti jafnframt inn- blástur og að hann hafi kynnst nýrri tónlist í borginni. „Hún er rosalega lífleg þessi borg. Maður fer bara í neðanjarðarlestina og sér eitthvað sem heillar mann, ein- hvern tónlistarmann eða stepp- dansara. Eitthvað sem kveikir hug- mynd.“ Birgir segir borgina mjög ólíka Los Angeles. „Þótt það sé voða þægilegt að vera í LA er það næst- um því of þægilegt. Maður fer eig- inlega í hlutlausan. Um leið og ég kom til New York gerðist eitthvað sem setti mig strax allavega í fyrsta gír.“ Birgir kom til Íslands ásamt El- ísabetu yfir hátíðirnar. Hann hefur reyndar haft í mörgu öðru að snú- ast en sækja jólaboð og skemmta sér. Tónlist við nýtt dansverk „Ég gerði tónlist fyrir tvær litlar auglýsingar fyrir ÍTR og Íslensku auglýsingastofuna. Ég gerði einnig tónlist ásamt Daníel Ágústi Har- aldssyni við Bursting Pipes, stutt- mynd Reynis Lyngdals, sem hann er að vinna með Íslenska dans- flokknum.“ Síðast en ekki síst hefur hann unnið að öðru verkefni ásamt Daníel Ágústi, þ.e. að semja tónlist við nýtt dansverk Íslenska dans- flokksins eftir Katrínu Hall, list- rænan stjórnanda dansflokksins. Dansverkið verð- ur sýnt ásamt tveimur öðrum verkum eftir Itzik Galili og Ed Wubbe í Borgar- leikhúsinu í febr- úar. Birgir og Daníel hafa áður fengist við verk af svip- uðu tagi því þeir, ásamt Gus Gus, sáu um tónlistina fyrir aðra sýningu Íslenska dans- flokksins, Diaghi- lev: Goðsagnirnar eftir Jochen Ul- rich, sem sett var upp árið 2000. „Það var meiri- háttar gaman síð- ast þegar við gerðum þetta og þess vegna var ég meira en til í að gera þetta aftur,“ segir Birgir. Frjálsara umhverfi Þeir störfuðu náið með Katrínu Hall því hugmyndirnar voru ekki fullmótaðar í upphafi. Auk þess að semja nýja tónlist notast þeir við tvö eða þrjú lög sem Daníel var bú- inn að semja og útfæra þau, en verkið er alls um 35 mínútur að lengd. „Það er mjög skemmtilegt að semja tónlist við dansverk. Það er miklu frjálsara umhverfi en í venju- lega tónlistarheiminum. Þarna er frjálsari sköpun,“ segir hann. „Þetta gefur manni margar nýjar hugmyndir til að vinna með seinna,“ segir Birgir og bætir við að þeir hafi einnig fylgst með dans- flokknum að störfum. Til Brooklyn frá Hollywood Tónlistarmaðurinn Bix hefur starfað síðustu ár í Los Angeles og New York. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hann um nýjasta verkefni hans, tónlist við dansverk Íslenska dansflokksins, og lífið í stórborgunum. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir Birgir Konráð Sigurðsson, Bix, er búsettur í Brooklyn, en gerði nú síðast tónlist við nýtt dansverk Íslenska dansflokksins ásamt Daníel Ágústi. Birgir Konráð Sigurðsson hefur starfað við auglýsingagerð í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.