Morgunblaðið - 25.01.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 25.01.2003, Síða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nú liggja Danir í því, litli karl. Hann kemur til með að sjá alveg í gegnum okkur með þess- um nýju þrívíddar gleraugum. Styrkir úr Fornleifasjóði Reisn mála- flokks borgið Fornleifasjóður hefurnú tekið til starfaog í auglýsingu frá sjóðnum í Morgunblaðinu um síðustu helgi var óskað eftir umsóknum um styrki til verkefna sem stuðla að rannsóknum og varðveislu á fornleifum og forngrip- um. Í viðtalinu hér að neð- an má sjá að sjóðurinn fer rólega af stað. Honum mun vaxa ásmegin eftir 2006, er Kristnitökuhátíð- arsjóðurinn mun renna sitt skeið á enda, en veglegir styrkir til fornleifarann- sókna hafa fengist úr hon- um síðustu árin. Svo er því að sjá að þeir sem áhuga hafa á fornleifarannsókn- um í framtíðinni muni hafa a.m.k. í þetta nýja hús að venda. Þórir Stephensen er for- maður stjórnar Fornleifasjóðs og svaraði hann nokkrum spurning- um Morgunblaðsins. – Hvar og hvenær verður veitt úr sjóðnum? „Úthlutað verður tvisvar á ári. Umsóknarfrestir eru nú til 17. febrúar og 18. ágúst. Að loknum fresti verða umsóknir sendar til umsagnar fagaðila. Fyrsta úthlut- un úr sjóðnum gæti orðið í byrjun apríl. Menntamálaráðuneytið sér um afhendinguna.“ – Hér er um nýjan sjóð að ræða, hver er tilurð hans og tilgangur? „Sjóðurinn var stofnaður sam- kvæmt ákvæðum þjóðminjalag- anna frá 2001. Hann fékk ekki fjárveitingu fyrsta árið. Honum var hins vegar skipuð stjórn og settar úthlutunarreglur. Sam- kvæmt þeim á stjórn sjóðsins að úthluta styrkjum bæði til rann- sókna og varðveislu. Hvað rannsóknirnar varðar er einkum hugsað til grunnrann- sókna í fornleifafræði, forvörslu og minjaverndar. Þar er einnig talað um forvarnir og rannsóknir á minjastöðum sem eru í uppnámi vegna náttúruafla. Loks er sjóðn- um ætlað að styrkja rannsóknir og fornleifaskráningu á vegum að- ila, sem þjóðminjalög skylda til slíkra verkefna. Með varðveislu er hugsað til minja staða, sem friðaðir eru sam- kvæmt þjóðminjalögum, einnig til aðgengis þar og kynningar.“ – Hvað fær sjóðurinn mikla fjármuni til úthlutunar? „Að þessu sinni hefur hann að- eins fimm milljónir króna, sem er í raun allt of lítið. En hafa verður í huga, að Kristnihátíðarsjóður, sem starfar í fimm ár og er mjög öflugur, styrkir stóru verkefnin, sem nú eru í gangi, og hefur gjör- breytt allri aðstöðu á þessu sviði. Þegar styrkja hans nýtur ekki lengur við, þ.e. eftir árið 2006, þá á að efla Fornleifasjóð, svo að hann geti tekið við og haldið uppi þeirri reisn, sem nú einkennir þennan málaflokk. En ég hygg að það muni koma í ljós nú, þegar um- sóknir fara að koma til Fornleifa- sjóðs, að hann þurfi að fá ríflegri framlög á næstu árum til þess eins að hægt verði að framfylgja ákvæðum þjóðminjalaganna. Ég nefni þar sem dæmi að þegar fornleifar koma í ljós við verkleg- ar framkvæmdir og Fornleifa- nefnd ríkisins ákveður að fara skuli fram ítarleg rannsókn, þá ber framkvæmdaaðila að kosta hana. Þegar slíkt hendir hjá einkaaðilum, sem ekki hafa til þess efni, hugsanlega bændum, sumarbústaðaeigendum og öðr- um, þá þurfa þeir að geta leitað styrks í sjóði sem þessum. Sé þeirri aðstoð ekki til að dreifa, skapast óneitanlega hætta á, að fornleifum verði leynt og jafnvel eytt. Varla vilja menn skapa þær aðstæður.“ – Mun sjóðurinn á einhvern hátt fylgja eftir styrkjum sínum? „Meginreglan er að styrkþega ber ætíð, að verkefni loknu, að kynna árangur og niðurstöður fyrir stjórninni með skriflegri skýrslu. En svo er styrkþegum skylt að kynna fulltrúa stjórnar- innar stöðu verksins, hvenær sem þess er óskað. Einnig er hægt að óska eftir áfangaskýrslum. Loks er hægt að svipta umsækjanda styrk, sé mikið að.“ – Hverjir geta leitað eftir styrkjum og hversu vítt má sviðið vera? „Í raun geta allir, sem þurfa að fást við verkefni á sviði sjóðsins, sótt um styrk. Ég á þar við að ein- staklingar, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir eru jafngjaldgeng, svo framarlega sem verkefnið sjálft verður talið styrkhæft og umsækjandi tryggir að sérmennt- að fólk verði fengið til að vinna verkið.“ – Hvaða þýðingu telurðu þetta hafa fyrir rannsóknir á fornleifum í landinu? „Eins og ég sagði hér fyrr, þá hafa styrkir Kristnihátíðarsjóðs verið mikil lyftistöng fyrir íslensk- ar fornleifarannsóknir. Þær áttu áður fáa aðra kosti en fjárveiting- ar til Þjóðminjasafns og byggða- safna, styrki Rann- sóknarráðs og um tíma Þjóðhátíðarsjóðs. En það, sem nú er að ger- ast, er að leiða í ljós bæði nýjan og aukinn skilning á sögu okkar og menn- ingu. Þetta hefur t.d. haft þau áhrif, að sífellt fleiri stofnanir og fyrirtæki, sem styrkja menning- armál, einnig erlendir háskólar, hafa lagt íslenskum fornleifarann- sóknum lið. Vel menntað og fram- sækið lið íslenskra vísindamanna, sem hafa unnið vel saman að þess- um rannsóknum, mun skila æ dýr- mætara verki.“ Þórir Stephensen  Þórir Stephensen er fæddur í Reykjavík 1. ágúst 1931. Lauk guðfræðiprófi og hlaut prests- vígslu 1954. Til ársins 1989 sókn- arprestur á Hvoli í Saurbæ, Sauðárkróki og við Dómkirkjuna í Reykjavík. Síðustu starfsárin staðarhaldari í Viðey. Lauk MA- prófi í kirkjusögu við HÍ síðasta vor. Þórir vinnur enn prestsstörf og stundar sagnfræðirannsóknir. Hann er og formaður stjórnar Fornleifasjóðs. Eiginkona hans er Dagbjört G. Stephensen og eiga þau þrjú börn. … og aukinn skilning á sögu okkar Taktu Ford á rekstrarleigu Hafðu strax samband við ráðgjafa okkar og fáðu nánari upplýsingar um hagstæðu rekstrarleigu Brimborgar. Hlutverk okkar hjá Brimborg er að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu fyrir heimsþekkt merki sem skara framúr: Nú getur Brimborg boðið alla verðlaunabílana frá Ford á einstaklega hagstæðum rekstrar- leigukjörum. Settu öryggi og þjónustu ofar öllu öðru. Vertu í hópi með þeim sem vita hvað góð hönnun er – vertu í Ford hópnum; leigðu nýjan verðlaunabíl frá Ford. Misstu ekki af tækifærinu. Komdu í Brimborg. Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • Brimborg Akureyri sími 462 2700 • Bílavík Reykjanesbæ sími 421 7800 • brimborg.is Lausnin er í Brimborg – leigðu nýjan verðlaunabíl frá Ford Smur- og þjónustuskoðanir eru innifaldar í leigugreiðslu Rekstrarleiga m.v. mánaðarlegar greiðslur í 36 mánuði og er háð breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra. Ford Mondeo frá kr. 33.950 á mánuði í 36 mánuði. Ford Fiesta frá kr. 24.950 á mánuði í 36 mánuði. Ford Focus frá kr. 27.950 á mánuði í 36 mánuði. Vertu á ný jum Vertu á ný jum Vertu á ný jum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.