Morgunblaðið - 25.01.2003, Síða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Námskeiðið „Trúarsýn formæðra okkar“
verður haldið í Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, stofu V, fjóra
þriðjudaga frá 28. janúar til 18. febrúar kl. 20:00-22:00.
Kennari: Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur. Verð kr. 4.000.
Skráning á Biskupsstofu í síma 535 1500.
www.kirkjan.is/leikmannaskoli/
Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar
sagði Guðbjörg Glóð Logadóttir
fisksali og verðlaunahafi um AUÐ-
AR-námskeiðið. Efst í huga Ing-
unnar Egilsdóttur og Maríu Más-
dóttur, stofnenda Blómahönnunar
ehf., sem einnig voru verðlauna-
ðar, var „alveg hellingur af þakk-
læti“ til allra sem að verkefninu
komu. Guðrún Möller, sem opnað
hefur Thyme Maternity-verslanir á
Íslandi og í Svíþjóð, sagði um verk-
ÞÓTT verkefninu AUÐUR í krafti
kvenna hafi formlega lokið í gær
er langt því frá að kraftur
kvennanna sem tóku þátt í verkefn-
inu sé á þrotum. Við lok verkefn-
isins, sem á rætur sínar að rekja í
Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins,
stendur eftir 51 fyrirtæki sem
stofnað var af þátttakendum í
AUÐI. Alls sköpuðust 217 störf í
kringum fyrirtækin sem spruttu úr
hugmyndum 163 kvenna sem sátu
námskeiðið FrumkvöðlaAUÐUR.
Krafturinn og hinn góði andi
sem fylgt hefur AUÐAR-verkefn-
inu frá upphafi sveif yfir stóra sal
Borgarleikhússins í gær þegar
uppskeruhátíð þess var haldin.
„Uppskeran er margföld á við það
sem bændurnir þorðu að vona þeg-
ar þeir lögðu af stað,“ sagði Guð-
rún Pétursdóttir, formaður verk-
efnisstjórnar.
Guðfinna Bjarnadóttir, rektor
Háskólans í Reykjavík, sagði að
ekki væri hægt að ljúka svo árang-
ursríku verkefni nema skora á yf-
irvöld og þjóðina alla að hlúa að
nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi.
Hún sagðist telja Ísland hafa alla
burði til að verða nýsköpunarland
en til þess þyrfti að mennta frum-
kvöðla.
Konur ekki konum verstar
Þær „Auðir“ sem skara þóttu
fram úr voru verðlaunaðar á hátíð-
inni í gær. „Konur eru konum
verstar afsannaðist þar og þá,“
efnið að það hafi verið „mikið æv-
intýri en enn meiri skóli.“
Afl „betri helmingsins“ virkjað
Lokaorð hátíðarinnar átti Davíð
Oddsson, forsætisráðherra, sem
veitti áskorun til þjóðarinnar frá
AUÐI viðtöku. Hann sagði nýsköp-
un vera Íslendingum, sem hefðu
barist við óblíð veðuröfl um árabil,
í blóð borna. „Það er gæfa okkar
Íslendinga hve margir eru tilbúnir
að leggja á djúpið þó ekki sjáist til
lands.“ Davíð sagði nýsköpun oft
vera rædda á tyllidögum en AUÐ-
AR-verkefnið hefði svo sannarlega
farið frá orðum í athafnir og náð
að virkja það afl sem býr með
„betri helmingi landsmanna,“ sagði
Davíð Oddsson og lauk þar með
þriggja ára sýnilega árangursríku
verkefni, AUÐI í krafti kvenna.
Yfir 200 ný
störf í krafti
AUÐAR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
AUÐAR-verðlaunin að þessu sinni hlutu María Másdóttir og Ingunn Egilsdóttir hjá Blómahönnun, Guðrún Möller
hjá Thyme Maternity og Guðbjörg Glóð Logadóttir sem rekur fiskbúðina Fylgifiska.
Forsætisráðherra sagði mikinn
heiður að fá að hafa lokaorðin um
svo árangursríkt verkefni.
DELOITTE & Touche hefur sent
frá sér yfirlýsingu þar sem það vís-
ar ásökunum endurskoðunarfyrir-
tækisins KPMG um rangt verðmat
Deloitte & Touche á Frjálsa fjár-
festingarbankanum á bug. Endur-
skoðunarfyrirtækið Deloitte &
Touche stendur við verðmat sitt um
að verðmæti Frjálsa fjárfestingar-
bankans sé 2,4 til 2,9 milljarðar
króna. Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis greiddi Kaupþingi rúma
3,8 milljarða króna fyrir bankann í
lok september í fyrra.
Yfirlýsing Deloitte & Touche fer
hér á eftir:
„Í yfirlýsingu frá endurskoðun-
arfyrirtækinu KPMG í Morgun-
blaðinu í gær koma fram yfirlýs-
ingar um að Deloitte & Touche
(D&T) hafi vanmetið verðmæti
Frjálsa fjárfestingabankans (FF)
um 1200 milljónir króna. Þessum
ásökunum KPMG er hér með vísað
á bug og lýst vonbrigðum með að
eitt stærsta endurskoðunarfyrir-
tæki landsins skuli taka út einstaka
þætti eins og vaxtamun og framlög
í afskriftareikning án þess að skoða
áhrif þeirra á aðra þætti sem auð-
vitað hafa áhrif á verðmatið. Del-
oitte & Touche stendur því í einu
og öllu við verðmat sitt á Frjálsa
fjárfestingarbankanum og telur
virði bankans, að teknu tilliti til
arðgreiðslna til Kaupþings, sé á
bilinu 2,4–2,9 milljarðar króna.
Við mat Deloitte & Touche á
vaxtamun hjá FF var tekið mið af
þróun vaxtamunar á undangengn-
um árum hjá Samvinnusjóðnum,
sem er forveri FF. Jafnframt var
litið til útkomu hjá sambærilegum
fyrirtækjum erlendis. Það er ein-
faldlega rangt að D&T hafi miðað
við vaxtatekjur 9 mánaða í stað
þess að líta til heils árs. Forsendur
D&T byggja á áætlaðri meðalstöðu
heildareigna FF á árinu 2002 þegar
búið er að taka tillit til arðgreiðslna
og lækkunar CAD-hlutfalls. D&T
telur að sú aðferð að lækka CAD-
hlutfallið, gefi hagstæðari niður-
stöðu fyrir eigendur FF en að
reikna með aukningu lánsfjármögn-
unar. Að teknu tilliti til þeirrar for-
sendu um fjármagnsskipan FF er
óeðlilegt að gera ráð fyrir því að
vaxtamunur haldist svo hár sem
fram kemur í athugasemdum
KPMG.
Hvað varðar framlag í afskrift-
areikning útlána hjá FF hefur það
verið jafnt eða lægra en endanleg
útlánatöp. Á síðustu 5 árum nema
útlánatöp að jafnaði 1,24% af útlán-
um og hefur þá verið litið til þess
sem var hjá Samvinnusjóðnum.
Hér verður líka að hafa í huga að í
árshlutareikningi 30. september sl.,
kemur fram að vaxtafryst útlán FF
jukust verulega á árinu 2002. Við
mat á framlagi í afskriftareikning
útlána er einnig litið til heildarútl-
ánasafns bankans, en fyrirliggjandi
upplýsingar benda til þess að bank-
inn hafi þurft að leysa til sín tölu-
verðan hluta eigna til að verja útlán
sín, m.a. til verktaka. Jafnframt
skal bent á að afskriftareikningur
útlána FF er töluvert lægri en hjá
eignarleigufyrirtækjum sem eru í
svipaðri útlánastarfsemi og hann.
Forsendur í verðmati D&T miðast
hins vegar við sambærilegt hlutfall
og þekkt er hjá viðskiptabönkun-
um, sem ýtir undir hærra verðmat
á FF.“
Mat á Frjálsa fjárfestingarbankanum
Deloitte & Touche
vísar gagnrýni
KPMG á bug
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÁÆTLANIR Landsvirkjunar gera
ráð fyrir að á þessu ári verði boðin
út verk vegna Kárahnjúkavirkjunar
fyrir samtals 22–24 milljarða króna.
Þar af er gert ráð fyrir bygginga-
framkvæmdum upp á 7–8 milljarða
og véla- og rafbúnaði fyrir 15–16
milljarða. Þetta kom fram í máli
Agnars Olsen, framkvæmdastjóra
verkfræði- og framkvæmdasviðs
Landsvirkjunar, á árlegu Útboðs-
þingi Samtaka iðnaðarins og Félags
vinnuvélaeigenda í gær.
Inni í þessum tölum er ekki útboð
Landvirkjunar frá því fyrir áramót
á stíflu og aðrennslisgöngum virkj-
unnarinnar þar sem ítalska fyrir-
tækið Impregilo bauð lægst eða 44
milljarða króna.
Á þinginu gerðu fulltrúar helstu
verkkaupa opinberra framkvæmda
grein fyrir áætlunum þeirra. Agnar
sagði að áætluð unnin ársverk
starfsmanna verktaka við Kára-
hnjúkavirkjun til ársins 2009 yrðu
um 3.200. Þegar mest verði muni
um 1.200 manns starfa við virkj-
unina, á miðju ári 2005.
Heildarfjárfestingar Landsvirkj-
unar á tímabilinu frá árinu 2001 til
ársins 2009 verða væntanlega um 95
milljarðar króna, án virðisauka-
skatts, að því er fram kom í máli
Agnars.
Hann lagði áherslu á að fjárfest-
ingar Landsvirkjunar væru að sjálf-
sögðu háðar því að virkjunarfram-
kvæmdir yrðu að endingu
samþykktar af þar til bærum yf-
irvöldum. Það ætti jafnt við um
Kárahnjúkavirkjun og fyrirhugaða
Norðlingaölduveitu. Áætlanir
Landsvirkjunar geri ráð fyrir að
boðin verði út verk vegna hennar
fyrir upp á 6–7 milljarða króna á
þessu ári, ef grænt ljós fæst vegna
þeirra framkvæmda. Hann sagði að
hafa verði í huga að þær fram-
kvæmdir væru mjög umdeildar og
því verði að hafa allan vara á í sam-
bandi við þær.
Mest framkvæmt fyrir
menntamálaráðuneytið
Óskar Valdimarsson, forstjóri
Framkvæmdasýslu ríkisins, sagði
að umfang framkvæmda á vegum
Framkvæmdasýslunnar fyrir ráðu-
neyti verði væntanlega um 5,5 millj-
arðar króna á þessu ári og að mest
verði væntanlega boðið út á fyrri
hluta ársins. Hann sagði að ef
ákvörðun verði tekin um byggingu
stjórnsýslubyggingar á Keflavíkur-
flugvelli fyrir embætti sýslumanns
og flugvallarstjóra, sem heimild sé
fyrir í fjárlögum, geti umfang fram-
kvæmda Framkvæmdasýslunnar
aukist um 800–1.000 milljónir
króna.
Óskar gerði grein fyrir fram-
kvæmdum á vegum einstakra ráðu-
neyta á árinu og kom fram í máli
hans að menntamálaráðuneytið veg-
ur þar þyngst með áætlaðar fram-
kvæmdir upp á um 1,9 milljarða
króna. Umhverfisráðuneytið kemur
næst með um einn milljarð.
Flýting framkvæmda
í Reykjavík
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagði að áætlað umfang
framkvæmda Reykjavíkurborgar á
þessu ári væri um 11,8 milljarðar
króna. Það væri rúmum milljarði
króna lægri fjárhæð en varið var til
framkvæmda á síðasta ári, sem
skýrist fyrst og fremst af minni
framkvæmdum Orkuveitunnar.
Aðrar framkvæmdir væru svipaðar
og verið hefur.
Hún greindi frá samþykkt borg-
arráðs frá 21. janúar sl. þess efnis
að borgarverkfræðingi og forstjóra
Orkuveitunnar hefði verið falið að
gera tillögur um flýtingu fyrirhug-
aðra framkvæmda á árunum 2003
og 2004, sem hugsanlegar mótvæg-
isaðgerðir vegna virkjana- og ál-
versframkvæmda. Að stærstum
hluta væri verið að skoða flýtingu
framkvæmda við skólabyggingar,
íþróttamannvirki, gatnagerð og
orkuframkvæmdir.
Samgönguáætlun hefur
ekki verið samþykkt
Gísli Viggósson, forstöðumaður
hafnasviðs Siglingastofnunar, og
Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðu-
maður framkvæmdadeildar Vega-
gerðarinnar, gerðu hvor fyrir sig
grein fyrir fyrirhuguðum fram-
kvæmdum á vegum þessara stofn-
ana á árinu. Fram kom í máli þeirra
að tillaga til þingsályktunar um
samgönguáætlun fyrir tímabilið
2003 til 2014 hefði verið lögð fyrir
Alþingi en ekki samþykkt enn og
því liggi ekki endanlega fyrir skipt-
ing fjárveitinga á verkefni.
Gísli sagði að samkvæmt fjárlög-
um fyrir árið 2003 sé gert ráð fyrir
að verja tæpum 2,4 milljörðum
króna til nýframkvæmda við hafnir.
Fjármagn til þessara verkefna hafi
stöðugt farið vaxandi frá árinu 2000.
Í máli Rögnvaldar kom fram að
hann geri ráð fyrir að framboð á
verkum, sem verktakar muni geta
gert tilboð í á þessu ári, verði ekki
minna en á síðasta ári. Því til við-
bótar komi væntanleg jarðgöng.
Sveinn Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, tók sér-
staklega fram að hann fagnaði því
að Kópavogsbær skyldi nú í fyrsta
skipti gera grein fyrir fyrirhuguð-
um framkvæmdum á vegum sveitar-
félagsins á Útboðsþinginu, en Gunn-
ar I. Birgisson, formaður bæjarráðs
Kópavogs, sagði frá helstu fyrirhug-
uðu framkvæmdum á vegum bæj-
arins í ár og á næstu tveimur árum.
Um 3.200 ársverk í
Kárahnjúkavirkjun