Morgunblaðið - 25.01.2003, Qupperneq 22
LANDIÐ
22 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
SMÁSÖLUVERÐ á 26 af 37 vöruteg-
undum hefur hækkað meira undan-
farnar vikur, en sem nemur 3,36%
hækkun á heildsöluverði, samkvæmt
könnun Verðlagseftirlits ASÍ á mjólk-
urvörum í verslunum á höfuðborgar-
svæðinu. Mesta hækkunin nemur 6%,
en skoðuð var breyting á meðalverði
milli tveggja kannana. Hækkun á
heildsöluverði er ákvörðun Búvöru-
nefndar.
„Verðlagsnefnd búvara ákvað í lok
síðasta árs að frá og með 1. janúar
kæmi til 3,36% meðalhækkunar á
heildsöluverði mjólkur og mjólkuraf-
urða. Þessi hækkun samsvarar 0,1%
hækkun á vísitölu neysluverðs, sam-
kvæmt útreikningum verðlagsnefnd-
arinnar. Í tengslum við fyrirhugaða
hækkun gerði Verðlagseftirlit ASÍ
tvær kannanir með það að markmiði
að skoða hvaða áhrif þessi hækkun
hefði á smásöluverð. Fyrri könnunin
var gerð 19. desember 2002, það er
áður en hækkunin tók gildi, en sú
seinni 16. janúar 2003,“ segir í nið-
urstöðum ASÍ.
Vörunum var skipt í tvo flokka,
annarsvegar mjólkurvörur og hins-
vegar ost og smjör, alls 37 vöruteg-
undir. Í ljós kom, að allar mjólkurvör-
ur (fyrir utan ost og smjör) hækkuðu
milli kannana, 26 vörutegundir hækk-
uðu um meira en 3,36% og þrjár teg-
undir hækkuðu um rúmlega 6%.
„Ef litið er á einstakar vörur má til
dæmis sjá að meðalverð nýmjólkur í
eins lítra umbúðum hefur hækkað um
3,23%, léttmjólk í eins lítra umbúðum
um 3,70% og AB mjólk m/perum hef-
ur hækkað um 6,15%.“ Skoðaðar voru
20 tegundir í flokknum ostur og smjör
og hækkuðu 16 vörur í þeim flokki en
fjórar lækkuðu.
„Þegar þessi hækkun á heildsölu-
verði er metin, virðist sem neytand-
inn taki hana að mestu á sig og í
nokkrum tilfellum ríflega,“ segir í
fréttatilkynningu frá ASÍ.
Könnunin var gerð í átta stærstu
verslunarkeðjum á höfuðborgarsvæð-
inu: Bónusi, Smáratorgi, Nóatúni,
Nóatúni, Hagkaupum, Skeifunni, 10-
11, Barónsstíg, 11-11, Skúlagötu,
Fjarðarkaupum, Hólshrauni, Nettó,
Þönglabakka og Europris, Skútuvogi.
Endurspegla þessar verslunarkeðjur
ríflega 90% markaðar á svæðinu.
Morgunblaðið bætti heildsöluverði
sem tók gildi áramótin 2002 og 2003
við útreikninga ASÍ, lagði á 14% virð-
isaukaskatt og bar saman hæsta og
lægsta verði tiltekinna tegunda sem
valdar voru úr könnuninni. Niður-
stöðurnar sjást í meðfylgjandi töflu.
Með því að bera saman heildsöluverð
1. janúar 2003 með virðisaukaskatti
við hæsta og lægsta verð í könnun
ASÍ 16. janúar má fá smjörþefinn af
álagningu verslananna sjálfra.
Heildsöluverð stundum
hærra en lægsta smásöluverð
Athygli vekur þegar taflan er skoð-
uð, að heildsöluverð með vsk. er í
sumum tilvikum hærra en lægsta
verð í verðkönnun ASÍ 16. janúar.
Lægsta verð á AB-mjólk með perum
er til að mynda 119 krónur í könn-
uninni en heildsöluverð með vsk. rúm
121 króna. Lægst verð kotasælu er 98
krónur, heildsöluverð rúmar 106,
lægst verð á Smjörva 148 krónur,
heildsöluverð tæpar 162 krónur,
lægst verð á Léttu og laggóðu 125
krónur og heildsöluverð rúmar 164
krónur. Þá má nefna Kastala, sem
kostar minnst 157 krónur í verðkönn-
un ASÍ en heildsöluverðið er rúmar
192 krónur.
Samkvæmt upplýsingum frá
Mjólkursamsölunni er staðgreiðsluaf-
sláttur af heildsöluverði til verslana
um 0,5%. Magnafsláttur er 1-3%.
Osta- og smjörsalan mun að jafnaði
veita svipuð kjör.
!
"
#$
%&
'( '
)
*+
,
!
-+
.
*/(
0
)
*1*
&
!
"
#
234
'(
)
2,4
/,5
6
+
6(7
) 0
(/
'
-/6(
) 0
869
)
*
:
#
6
6
;
)!
8
)!
<'(6(
!
# 0
# .#0
!$0
0
# $0
! 0
0
! !0
! #0
0
!0
! 0
) .0
0
4# .!0
# )!0
4 .0
!0
4) 0
0
=/,&
5>#
5
. #
#
).
. #
)$ )$
! )!
! !
!$ #
!# #.
#
#. )!
$ )$
$!! ..
5 #
) )!
!
! ..
$ .
) !
..
.)
$ )
)# !
) $ !!
#!
! .)
. $
. ) .
) #
! )$
!$ #
) )
.
#
##
$ $#
) $
))
)!$
##
! !)
!) .#
#! $
!
)
#
.
.$) )
)
..
)
$)
! $)
) 0
)0
.0
$0
. .0
$ !0
) 0
)! !0
## .0
!0
) 0
) 0
! #0
! #0
# .0
) 0
!$ )0
) 0
!. 0
$ 0
1/:/
$5
75?)
1/:/
5
5?#
7
(4
:/
5
?)
5:
7
(4
:/
5
?#
5:
9 :/
5
5
9 :/
5
5
1((
@
9
6
9
!
"##"
$%
&'&
"##(
Smásöluverð hækkar
umfram heildsöluverð
ASÍ gerir
verðkönnun á
mjólkurvörum
ALTEX ehf. seg-
ir frá nýjum lista
frá Margaretha,
sem er póstversl-
un með hann-
yrðavörur. „Í list-
anum er mikið
úrval af útsaums-
vörum fyrir byrj-
endur og fagfólk
og er honum dreift um landið fólki að
kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu.
Sjá einnig www.margaretha.is.
NÝTT
Vor- og sum-
arlisti með
hannyrðir
HEILSA ehf. hefur sett á markað
sterkar hvítlaukstöflur en hvítlauks-
töflur eru til dæmis notaðar til þess
að fyrirbyggja æðakölkun og lækka
kólesteról í blóði, segir í tilkynningu.
„Rannsóknir benda jafnframt til
að regluleg notkun hvítlauks fyrir-
byggi kvef og flensu. Töflur úr fersk-
um hvítlauk eru
þeim mun virkari
sem þær innihalda
meira af virka efn-
inu allicin og hafa
rannsóknir sýnt
bestan árangur
þar sem magnið
er yfir 3,6 mg.“
Nýju hvítlaukstöflurnar frá
Heilsu innihalda 4 mg af allicin í
hverri töflu og eru lyktarlausar.
Sterkar hvít-
laukstöflur
IÐNMARK hef-
ur sett nýtt
Stjörnusnakk á
markað, Stjörnu-
Nachos, sem
hefur þá sér-
stöðu að vera
eingöngu búið til
úr maís og létt-
steikt úr fljót-
andi jurtaolíu, að því er segir í til-
kynningu. Á snakkinu er einnig
Nachos ostakrydd sem gefur gott
ostabragð og gerir snakkið brak-
andi stökkt. Hefur Iðnmark unnið
að þessu verkefni í 2 ár. „Hollusta
þessarar vöru er fólgin í hlutföll-
um milli kolvetna, olíu og próteins,
nánar tiltekið prótein 6 g, kolvetni
64 g og olía 25 g. Þess má til gam-
ans geta að Stjörnu-Nachos verður
á vörusýningu í Barcelona í júní,
þar sem helstu snakkframleiðend-
ur heims koma saman og kynna
nýjungar.“
Meðfylgjandi eru tvær tillögur
að snakki fyrir laugardagskvöld
frá Iðnmarki.
Skyr-salsa með
Stjörnu Nachos
Kea-skyr hreint
½ dós salsa sósa
½ hvítlaukur
Stjörnu Nachos
í ofni
200 g Stjörnu Nachos
1 dós salsa sósa
Jalapeno
Rifinn ostur
Takið snakkið og setið á hitaþol-
inn disk, setjið salsasósu í litlum
skömmtum í kring, jalapeno ávöxt-
inn inni á milli og rifinn ost yfir.
Bakað í ofni við 150 gráður í 15
mínútur.
Nachos
Stjörnusnakk
KEYPT hefur verið ný slökkviliðs
bifreið til Patreksfjarðar. Bíllinn er
af gerðinni MAN og er hann árgerð
1997. Búið er að setja í hann flestan
þann búnað sem þarf til slökkvi-
starfa. Hann er með 8.000 lítra tank
en hann getur einnig sótt vatn í
vatnsból.
Dælan sem sett hefur verið í bílinn
getur afkastað 4.200 lítrum á mínútu,
og er hún af gerðinni Bedford. Fyrir
framan tankinn er 5 fermetra kassi
þar sem hægt er að geyma flestan
þann búnað sem nota þarf við
slökkvistörf. Þar er m.a. krani með
lyftigetu fyrir eitt tonn.
Bifreiðin er Patreksfirðingum vel
kunn, þar sem hún var áður notuð til
mjólkurflutninga. Fyrir átti slökkvi-
stöðin Bedford slökkvibíl sem hefur
þjónað Patreksfirðingum í áratugi,
hann mun verða áfram á staðnum en
tveir aðrir bílar, tankbíl og pallbíl
með lausri dælu verða látnir fara.
Slökkviliðið er komið í góð húsa-
kynni og er aðbúnaður þar þokkalega
góður. Fyrir nokkru kom á staðinn
klippibúnaður, sem geymdur verður í
flutningshúsi nýja bílsins. Einnig
veður geymdur þar annar búnaður
s.s. laus dæla og léttvatnstankur.
Slökkviliðið leggur upp með 12
menn í aðalliði og svipaður fjöldi er til
reiðu sem varamenn.
Ný slökkvibifreið
í Vesturbyggð
Patreksfjörður
Morgunblaðið/Birna Mjöll
Frá vinstri, Guðmundur Sævar Guðjónsson, Þuríður Ingimundardóttir,
Kolbrún Pálsdóttir, Jón B.G. Jónsson og slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar,
Sigurður Pétur Guðmundsson.
GOLFKLÚBBUR Borgarness hélt
upp á 30 ára afmæli sitt 21. jan-
úar síðastliðinn. Um 50 manns
mættu í afmælisboðið sem haldið
var í Golfskálanum Hamri. Fé-
lagar í klúbbnum eru um 150 tals-
ins og hefur fjölgað undanfarin
ár. Rekinn er 9 holna völlur við
Hamar en til stendur að stækka
hann. Búið er að teikna 18 holna
völl, og verður byrjað á að
stækka í 12 holur eftir 1–2 ár.
Mikil aðsókn er á golfvöllinn og
segir Ásdís Helgadóttir, formaður
klúbbsins, hafa orðið vör við tals-
vert aukna aðsókn eftir að Hval-
fjarðargöngin komu. Golfvöll-
urinn sé í klukkutíma
akstursfjarlægð frá höfuðborg-
arsvæðinu og því hentugt fyrir
golfáhugamenn þar að skreppa í
Borgarfjörðinn. Eins noti margir
sumarbústaðaeigendur aðstöðuna.
Á Hamri er rekið farfuglaheim-
ili auk veitingareksturs á sumrin.
Tveir starfsmenn eru í fastri
vinnu hjá klúbbnum allt árið.
Á afmælinu var Gísli Kjart-
ansson sparisjóðsstjóri gerður að
heiðursfélaga, en hann var einn
af frumkvöðlunum í undirbúningi
við stofnun klúbbsins. Gísli var
fyrsti formaður og gegndi þeirri
stöðu í alls 8 ár.
Áður hafa verið gerðir heið-
ursfélagar þeir Albert Þorkelsson
og Einar Jónsson sem einnig
komu að undirbúningi og hafa
unnið mikið sjálfboðasstarf fyrir
Golfklúbb Borgarness.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Ásdís Helgadóttir, formaður Golfklúbbs Borgarness, og Gísli Kjartansson,
sparisjóðsstjóri og heiðursfélagi.
Stækkun fram-
undan á Hamri
Borgarnes