Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 33

Morgunblaðið - 25.01.2003, Side 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 33 ✝ Guðmunda Ás-geirsdóttir fædd- ist á Stokkseyri 14. september 1909. Hún lést á dvalar- heimilinu Seljahlíð föstudaginn 17. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Jónas- son, f. 26. ágúst 1869, d. 30. júlí 1924, og Þorbjörg Guðmundsdóttir, f. 4. júní 1867, d. 12. nóvember 1950. Systkini hennar voru Anna, f. 27. júní 1894, d. 13. júní 1982, Þorbjörg, f. 27. okt. 1895, d. 7. nóv. 1970, Ólína, f. 19. febrúar 1898, d. 18. ágúst 1936, Þorgeir, f. 8. desember 1899, d. 9. febrúar 1973, Einar, f. 16. ágúst 1902, d. 4. apríl 1996, Ingi- björg, f. 24. janúar 1905, d. 16. ágúst 1984, og Jónas, f. 13. febrúar 1906, d. 25. desember 1992. Guðmunda ólst upp í foreldrahús- um í Ásgarði á Stokkseyri og flutt- ist síðan með móður sinni og bræðrum til Reykjavíkur þar sem hún starfaði lengst af í Kjötbúð- inni Borg og síðar hjá Afurðasölu Sambandsins. Guðmunda var ógift og barn- laus. Útför Guðmundu verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég vil með fáum orðum fá að kveðja mína elskulegu móðursystur Guðmundu Ásgeirsdóttur, sem lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 17. janúar sl. á 94. aldursári. Munda frænka var yngst af átta í systkinahópnum frá Ásgarði á Stokkseyri. Elstu systk- inin fæddust í Djúpadal, en yngstu þrjú í Ásgarði, litlu koti austast á Stokkseyri. Munda var á 12. árinu þegar faðir hennar lést við vinnu sína í Vest- mannaeyjum. Fátæktin var mikil og fór hún að vinna barn að aldri. Fram- an af ævi átti Munda við heilsuleysi að stríða og örlögin höguðu því þann- ig að hún giftist ekki og eignaðist ekki sín eigin börn. Hún og mamma voru afar nánar og hittust daglega. Munda var viðstödd fæðingu mína og minna systkina og var okkur alla tíð sem önnur móðir. Hún var líka nátengd hinum systkinum sínum og mikið af þeirra börnum. Hennar mestu dyggðir voru hjálpsemi, samviskusemi og reglu- semi. Það má með sanni segja að Munda frænka hafi lifað lífi sínu við að annast aðra á einn eða annan hátt. Ung að árum þá flutt til Reykja- víkur sagði hún starfi sínu lausu og fór austur á Stokkseyri til þess að annast móður sína og halda heimili fyrir bræður sína, Þorgeir og Jónas. Þannig var tíðarandinn og staða kon- unnar almennt. Hin systkinin voru gift með börn og farin að lifa sínu lífi. Þau fluttu nokkrum árum síðar til Reykjavíkur öll fjögur og bjuggu í lítilli tveggja herbergja íbúð í Eski- hlíð 12a, en í sama húsi bjó einnig Einar bróðir Mundu og hans fjöl- skylda. Amma dó hjá Mundu, en hún hélt áfram að halda heimili fyrir bræður sína. Amma í Ásgarði hafði alið upp frænku okkar, Áslaugu Al- freðsdóttur, sem var systurdóttir Ásgeirs afa. Ása þjáðist af litninga- galla sem hamlaði henni líkamlega og í andlegum þroska. Þegar amma veiktist fór Ása til Þorbjargar systur Mundu, sem bjó í Merkigarði á Stokkseyri. Síðast var hún flutt til Reykjavíkur, þá á miðjum aldri á Elliheimilið Grund. Ekki voru önnur betri úrræði í þá tíð. Þar tók Munda frænka við. Hún var þar alltaf þegar hún gat gerandi sitt besta svo að erf- iða ævin hennar Ásu yrði bærilegri. Sem verkakona vann hún hörðum höndum allt sitt líf. Hún hafði ekki mikinn tíma fyrir áhugamál. Hún hafði unun af handavinnu og var mikil listakona á því sviði. Í frístundum hjálpaði hún systk- inum sínum eins vel og hún gat. Munda bakaði heimsins bestu flat- kökur, saumaði föt og sængurver. Tók slátur fyrir okkur, passaði börn- in og studdi okkur í lífsbaráttunni á allan hátt. Slíkt er ómetanlegt og verður aldrei fullþakkað. En það var erfitt að þakka þessari góðu konu, því þetta var allt sjálfsagt og ekki til að minnast á. Munda var heldur ekki alin upp við að flíka tilfinningum sín- um. Hún naut mikillar væntumþykju og virðingar allrar fjölskyldunnar. Iðulega fór hún á sumrin og dvaldi hjá börnum Önnu systur sinnar á Sýrlæk í Villingaholtshreppi. Þeirra orlofa naut hún mjög. Eftir að hún flutti í Seljahlíð naut hún náins sam- bands við stóran hóp afkomenda systkina sinna, sem heimsóttu hana og sinntu henni vel. Síðustu árin voru Mundu erfið vegna veikinda. En hún hélt reisn sinni og andlegu atgervi til hinsta dags. Eflaust var hún Munda mín hvíldinni fegin eftir langa og oft á tíðum stranga ævi. Dauðinn kemur þá oft sem líkn. En þegar svona góð og vönduð manneskja kveður þá er söknuður- inn og sorgin samt sár. Þarna fór hún, konan, sem ég hef alltaf getað reitt mig á í lífinu. Grandvör, æðru- laus og tilbúin að gera allt fyrir aðra. Ég bið góðan Guð að geyma Mundu frænku mína. Megi hún hvíla í friði. Helga Óskarsdóttir. Með þessu ljóði vil ég kveðja Mundu frænku mína: Söngurinn göfgar og glæðir guðlegan neista í sál, lyftir oss hærra í hæðir helgar vort bænamál. Sameinar ólíka anda eykur kærleikans mátt, bægir frá böli og vanda bendir í sólarátt. Harmur úr huganum víki hamingjan taki völd, ástin að eilífu ríki, eflist hún þúsundföld. Farsæld og fegurð glæðir forðast hatur og tál, Söngurinn sefar og græðir söngur er alheimsmál. (Þuríður Kristjánsdóttir.) Hvíl í friði Ásgeir Þór. Munda kom inn í líf mitt fyrir tæp- um 40 árum er ég giftist Ásgeiri systursyni hennar. Fljótt varð hún mikill heimilisvinur og stór þáttur í lífi okkar. Munda var ógift og barn- laus og var því til hennar leitað ef að- stoð þurfti við barnapössun. Þar sem ég var með þrjú lítil börn hefði ég ekki komist af bæ ef Mundu hefði ekki notið við. Þannig tengdist hún dætrum okkar traustum böndum og var þeim alla tíð síðan sem besta amma, sem þær fengu að njóta svo lengi. Einnig fengu þær góð ráð fyrir sín börn er þau komu í heiminn og voru þá gömlu húsráðin í heiðri höfð eins og að hola gulrófu og fylla með kandís og gefa síðan vökvann við kvefi. Svo ég tali nú ekki lýsið og ull- arbolinn. Helsta tómstundargaman Mundu voru hannyrðir og álít ég hana hafa verið afburða vandvirka. Eftir hana liggur mikið magn hannyrða sem farið hefur víða á sýningar og hún var síðan óspör á að gefa vinum og vandamönnum. Einnig hafði hún mikið yndi af söng og tónlist og söng í mörgum kórum um ævina svo sem Kvennakór Slysavarnafélagsins, Verkalýðskórnum og síðast með Ár- nesingakórnum. Oft talaði hún um vorið þegar hún var að syngja með þremur kórum og endaði svo á Lýð- veldishátíðinni á Þingvöllum. „Þá var nú gaman,“ sagði Munda með glampa í augum. Ekki lét hún sitt eftir liggja að sinna sjúku og öldruðu fólki og verð ég þar að nefna Ásu uppeldissystur hennar sem lá á Grund og ekki gekk heil til skógar. Hana heimsótti Munda vikulega í fjölda ára. Ég á Mundu mikið að þakka og tel hana eina eðlisgreindustu og bestu manneskju sem ég hef kynnst. Blessuð sé minning hennar. Svanlaug Torfadóttir. Hún Munda frænka er dáin. Hún var síðust af Ásgarðssystkininum frá Stokkseyri, en hún var alla tíð ein- lægur Stokkseyringur í sér og hafði óbilandi áhuga á að fylgjast með öllu þar eins og hún gat, jafnvel eftir yfir sextíu ára búskap í Reykjavík. Hún bjó sér afar fallegt heimili í Eskihlíðinni og til hennar var gaman að koma. Hún var mikil handverks- kona enda bar heimilið þess fagurt vitni. Útsaumuð listaverk hvarvetna. Hún gaf mér fyrsta krosssaums- stykkið mitt þegar ég var átta ára og ekki var annað tekið í mál en að það væri klárað og sett upp. Fyrir mig sem barn var heimili Mundu heill ævintýraheimur. Munda bjó lengstum ein og hafði yndi af því að taka á móti gestum og ekki síst börnum og á móti þeim var tekið af gestrisni sem fullorðin væru. Þess nutum við systurnar enda var eins og hún ætti okkur sem sín börn. Munda var, eins og systkini henn- ar, afar söngelsk og músikölsk. Hún söng í Árnesinga-kórnum og fleiri kórum og hafði af því mikið yndi. Hún var alltaf viðstödd tímamót í fjölskyldu okkar, fermingar og skírnir, og yfirleitt var til siðs að taka lagið. Munda var ömmusystir mín og sannkölluð frænka, en segja má að hún hafi þó að nokkru leyti komið í ömmu stað, en amma féll frá löngu fyrir mína tíð. Síðustu árum ævi sinnar eyddi hún á Dvalarheimilinu í Seljahlíð. Hún gerði sér alltaf far um að líta vel út og vera vel til höfð. Það var eins og væri hún hvern dag að undirbúa sig til veislu. Í Seljahlíð átti hún góða daga og á starfsfólk þar miklar þakk- ir skildar fyrir góða umönnun við Mundu. Með henni er fallin frá merkileg kona sem gaf af sér meira en hún ætlaðist til að fá. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður Þórarinsdóttir. Munda frænka var einstök. Þegar við hugsum um hana skynjum við frið og kærleika. Hún var systir ömmu okkar og okkur fannst hún alltaf mjög gömul. Hún var ógift en engu að síður mikil fjölskyldumann- eskja. Hún hafði mikið samband við systkini sín, og fylgdist af áhuga með fjölskyldum þeirra. Eins hélt hún góðu sambandi við vini sína og þeirra fjölskyldur. Henni þótti sjálfsagt að hugsa um móður sína í ellinni, Ásu uppeldissystur sína og rétta fram hjálparhönd hvar sem hennar var þörf. Við systurnar nutum þessa, hún passaði okkur þegar við vorum litlar og dvaldist á heimilinu meðan foreldrarnir skruppu til útlanda. Milli heimila okkar var mikill sam- gangur, hún var hjá okkur á jólunum og fór oft með okkur austur fyrir fjall. Hún var því einskonar amma okkar og vorum við henni nákomnar. Munda vann ýmis störf um ævina og fór svo vel með peninga að henni tókst að veita sér það sem hún vildi. Hún veitti gestum sínum af reisn, gaf myndarlegar gjafir, ferðaðist oft til útlanda, var vel klædd og hélt öllu fínu í kringum sig. Hún hélt alltaf tryggð við æsku- slóðirnar á Stokkseyri og naut þess að fara þangað og dveljast meðan hún hafði heilsu til. Heimili hennar í Eskihlíð og síðar í Seljahlíð voru falleg og fyrir okkur ákveðið athvarf frá hvers kyns amstri og áreiti. Allt var hreint, hver hlutur á sínum stað, rúmið glæsilega uppábúið og hún sjálf fín með hvítt hárið fallega lagt. Hún tók alltaf hlý- lega á móti okkur og það var gaman að spjalla við hana því hún var skarp- greind og hafði áhuga á því sem var að gerast í kringum sig. Auk þess hafði hún góða kímnigáfu og sagði vel frá. Hjá henni var gestkvæmt. Minn- isstæðar eru kaffiveitingarnar í Eskihlíðinni en þá raðaði hún á disk jöfnum sneiðum af hvítri og brúnni jólaköku, hvítri og brúnni lagköku, auk þess sem hún smurði skonsur eða heimabakað brauð með kæfu eða öðru áleggi og bar á borð. Síðan dró hún fram kleinur og annað sem hún átti. Ekkert þýddi að mótmæla fyr- irhöfninni, svona vildi hún hafa þetta, heimabakað, fallega framborið og vel útilátið. Og ekki stóð á okkur að gera veitingunum skil. Þegar hún flutti í Seljahlíð hætti hún að baka en hélt áfram að gefa gestum sínum kaffi og með því og passaði uppá að eiga kók handa börnunum. Hún var frá upphafi mjög sátt við að vera í Seljahlíð og þar leið henni vel. Hún stundaði handavinnuna af kappi og kunni að meta þá góðu umönnun sem hún fékk á heimilinu. Þar naut hún áfram samvista við Einar bróður sinn og Möggu mág- konu sína meðan þau lifðu en áður höfðu þau búið á móti henni í Eski- hlíðinni. Munda var heimakær og sjálfri sér nóg, handavinnan var hennar líf og yndi. Handverk hennar var ein- staklega fallegt. Vettlingarnir sem hún gaf okkur voru útprjónaðir sparivettlingar, sængurverasettin notum við bara á jólunum, snjóhvít með hekluðum milliverkum og harð- angur- og klaustursaumi, og þannig mætti áfram telja. Hún valdi efnið af kostgæfni, setti liti saman af listfengi og vann hvert verk af sérstakri alúð og vandvirkni. Þrátt fyrir versnandi sjón hélt hún áfram án þess að slá neitt af kröfunum og útbjó gjafir handa börnum okkar systra, sæng- ursett, veggmyndir, útprjónaða stelpuvettlinga og bangsa. Hún vildi gefa yngri börnunum til jafns við þau eldri og tókst það með seiglunni. Á síðustu árum var heilsa Mundu orðin slæm en þó hélt hún fótavist og andlegri reisn. Við göntuðumst stundum með það að hennar minni væri mun betra en okkar. Hún stytti sér stundir með hljóðbókum þegar hún hætti að geta unnið að ráði í höndunum og njóta sjónvarps sem áður hafði veitt henni mikla ánægju. Við komum til með að sakna Mundu en við erum þakklátar fyrir að hún skyldi aðeins vera rúmföst í viku áð- ur en hún hlaut friðsælt andlát. Munda var fulltrúi gamalla gilda og sú síðasta sem kveður af „gamla fólkinu“ okkar. Reglufesta hennar og tryggð veitti okkur öryggi og hún kenndi okkur margt þótt við stæð- umst ekki væntingar hennar varð- andi hannyrðakunnáttu. Hún var strangheiðarleg og skuldaði aldrei neinum neitt. Hún leit ekki á það sem fórn að sinna öðrum. Henni var eiginlegt að leysa öll verk, stór sem smá, vel af hendi og fara vel með alla hluti. Hún var sátt og jákvætt við- horf hennar til lífsins er okkur til eft- irbreytni. Að leiðarlokum þökkum við henni allt það sem hún var okkur. Við gleðjumst yfir því að hafa átt hana svona lengi að og að börnum okkar skyldi auðnast að kynnast henni og njóta umhyggju hennar. Guð blessi minningu hennar. Inga Ósk, Jóhanna og Guðmunda. Mig langar til að minnast Guð- mundu, eða Mundu á 12 eins og hún var oft kölluð heima, en þá er átt við Eskihlíð 12. Þessi blokk var ein af elstu blokkunum við Eskihlíðina, mjög virðuleg og alltaf hvítmáluð, stigagangurinn stífbónaður og allt svo fínt, sérstaklega þegar komið var inn til Mundu. Þar var nú aldeilis fal- legt og gat ég staðið lengi agndofa yfir öllum fallegu hlutunum sem hún hafði búið til, fallegan rennibekk, fína dúka, dúllur, útsaumaðar mynd- ir og ýmislegt fleira. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, hvort það var handavinna eða matargerð, það var allt bæði vel unnið og vand- að. Handbragðið hennar Mundu var auðþekkt. Ég var svo lánsöm að fá frá henni margan góðan grip og minnist ég sérstakleg fermingar- gjafarinnar. Það var sængurverasett með milliverki og flatsaumi og alveg einstakleg fallegt. Mamma og Munda voru einstak- leg góðar vinkonur og áttu mikil og góð samskipti. Ævinlega var hægt að leita til Mundu hvort sem til stóð að halda veislu eða sauma föt eða hekla. Munda var höfðingi heim að sækja og hvers manns hugljúfi. Hún hafði gaman af að ræða um menn og mál- efni og gat oft komið auga á spaugi- lega hlið mála. Hún hafði gaman af að gantast í góðra vina hópi og gera góðlátlegt grín á sinn hógværa hátt. Þegar ég var lítil stúlka og svolítið matvönd vildi ég ekki borða annað smjör en glanspakkað gæðasmjör. Það fannst Mundu algjör óþarfi og reyndi mikið til að fá mig til að skipta yfir í bögglasmjör eða 2. flokk sem þá var til. Nú sést hvorki böggla- smjör né 2. flokkur og margt annað er horfið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Mig langar til að þakka Mundu allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Góðar gjafir, hlýhug og alla hjálpina gegnum tíðina og einstaka vináttu. Katrín Þorsteinsdóttir. Okkur langar að kveðja hana Guð- mundu Ásgeirsdóttur, elskulega frænku okkar, með þessu fallega haustljóði og þakka henni samfylgd- ina. Er fjallið býst við fönn og norðanrosa, þá fléttar það sér kufl úr rauðu lyngi. Á draumaþingum dýrlingarnir brosa, þó dauðinn öllum klukkum sínum hringi. Þó fjúki lauf á vængjum kaldra vinda, og vetur nálgist óðum, frostið herði, þá njóta rætur náðar þeirra linda, sem niða leyndar undir freðnum sverði. Að kvöldi dags er kveikt á öllum stjörnum, og kyrrðin er þeim mild, sem vin sinn tregar, og stundum skýla jöklar jarðarbörnum, og jafnvel nóttin lýsir þeim til vegar. (Davíð Stefánsson.) Við trúum því að Munda sé nú komin í faðm systkina sinna , þeirra sem henni var svo annt um og sakn- aði mikið. Blessuð sé minning Guð- mundu Ásgeirsdóttur Jóna Þórarinsdóttir, Guðrún Björg, Þórarinn, Hafdís og Guðmunda Birna Ásgeirsbörn. GUÐMUNDA ÁSGEIRSDÓTTIR Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR EINAR JÚLÍUSSON matreiðslumeistari, Goðheimum 22, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 23. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Björg J. Benediktsdóttir, Auður R. Guðmundsdóttir, Guðmundur Hermannsson, Bjarni Þór Guðmundsson, Kristín V. Sigurðardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.