Morgunblaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
KÁRAHNJÚKAVIRKJUN er stað-
reynd. Sumir fagna, aðrir syrgja. Ég
sendi náttúru Austurlands innilegar
samúðarkveðjur. Ég er fædd og upp-
alin í Þýskalandi og kom fyrst til Ís-
lands sem ferðamaður árið 1973.
Stórbrotið landslagið hafði strax
djúp áhrif á mig. Hér fann ég sköp-
unarneista í náttúrunni sem er löngu
horfinn annars staðar. Þýskaland
hefur vissulega fjölbreytt landslag
frá sjó til fjalla, en þar er hver einasti
ferkílómetri skipulagður af manna
völdum. Ég varð svo heilluð af Ís-
landi að ég sótti um starf hjá Sinfón-
íuhljómsveit Íslands sem hörpuleik-
ari, og hef gegnt því starfi síðan.
Ekki voru það launin sem freistuðu.
Þau voru talsvert lægri en fengust
fyrir sama starf í Þýskalandi. Ást
mín á íslenskri náttúru leiddi mig
svo í Leiðsögumannaskólann árið
1979. Síðan hef ég ferðast með þýsk-
um ferðamönnum og hópum um
landið allt, sem ég þekki eins og lóf-
ann á mér. Enn í dag finnst mér mik-
ilvægast í þessu starfi, að erlendir
sem innlendir ferðamenn fái tæki-
færi að komast í nánd við ósnortna
náttúru.
Það er upplifun sem er ekki mæl-
anleg í krónum og aurum.
Landslag af manna völdum
Landslagið hefur breyst nógu
mikið síðan ég hóf starfsferil minn
sem leiðsögumaður. Ef leiðin liggur
á Sprengisand, þarf maður að fara í
gegnum stórt virkjunarsvæði á Suð-
vesturlandi. Sprengdir skurðir,
brýr, stíflur, uppistöðulón og stein-
steypt mannvirki er það sem blasir
við sjónum ferðamannsins. Búrfells-
virkjun 210 MW, Sultartangavirkjun
120 MW, Hrauneyjarfossvirkjun 210
MW, Sigölduvirkjun 150 MW, og
nýjasta barnið er Vatnsfellsvirkjun
90 MW. Háspennulínur fylgja manni
svo langleiðina inní Landmannalaug-
ar. Ferðamenn hafa lítinn áhuga á að
taka ljósmyndir af uppistöðulónum,
það veit ég af fenginni reynslu. Það
er villt náttúran sem þeir sækjast
eftir, og eru tilbúnir til að borga stór-
ar fjárhæðir fyrir það eitt að sjá það.
Nú á að rústa náttúrunni á Austur-
landi. Nú er byrjað að sprengja,
leggja vegi og brátt verður stíflað,
landinu sökkt og skapað enn eitt
mannvirkið í íslenskri náttúru. Allt í
þágu stóriðju fyrir erlend fyrirtæki.
Næst á dagskrá er fyrirhuguð Norð-
lingaölduveita. Hvað kemur þar á
eftir?
Eitt X á 4 ára fresti
Ég tilheyri þeim hópi sem finnst
íslensk náttúra dýrmæt og einstök
og vil ekki fórna henni á þennan
máta. En hvað get ég gert? Skrifað
þessa grein? Skrifað nafnið mitt á
undirskriftalista? Senda póstkort til
ráðherra og ráðamanna landsins?
Spila ljúfa tóna á hörpuna mína í
mótmælaskyni? Þetta er ég allt búin
að gera og mér líður eins og skellt
hafi verið skollaeyrum við mér. Ég
er íslenskur ríkisborgari og ég finn
bara til vanmáttar. Er ég ekki þegn í
lýðræðissamfélagi? Ég má merkja X
á kjörseðil á 4 ára fresti, og svo
hlustar enginn á mig þess á milli.
Þjóðaratkvæðagreiðsla
er lýðræði
Ég öfunda Svisslendinga sem hafa
þjóðaratkvæðisrétt í sinni stjórnar-
skrá.
Þegnarnir eru spurðir í öllum mik-
ilvægustu málum landsins. Mál á
borð við Kárahnjúkavirkjun væri
lagt á borð fyrir þjóðina. Ég gæti þá
betur sætt mig við virkjun á Austur-
landi ef ég vissi að meirihluti þjóð-
arinnar væri hlynntur þessu. Þá
bara myndi ég tilheyra minnihlutan-
um, og það er í lagi.
Það er lýðræði! Ég er ekki tilbúin
að borga tapið af Kárahnjúkavirkjun
ef það verður. Ég var ekki spurð. Ég
veit að fólki í landinu er skipt í tvo
hópa: Þeim sem fagna fréttunum um
Fjarðaál á Austurlandi með kampa-
víni og stjörnuljósum – og svo þeim
sem eru með sorg í hjarta undir
norðurljósum himinsins. Ég er ein
þeirra.
MONIKA ABENDROTH,
tónlistarmaður og leiðsögumaður.
Samúðarkveðjur til
náttúru Austurlands
Frá Moniku Abendroth:
HRYÐJUVERKAMENN (úlfur,
úlfur), lemur á eyrum okkar dag
eftir dag, ár eftir ár. Innrásarher
gyðinga fremur nær daglega
hryðjuverk á íbúum Palestínu en
alltaf eru ástæður fyrir glæpnum.
Oftast eitthvað eins og „þetta voru
bara hryðjuverkamenn; við höfum
sannanir fyrir því“.
En við sem þetta lesum fáum
aldrei að heyra neinar þessara
sannana sem þá eru kallaðar „hern-
aðarleyndarmál“. Nú, oftast er „þar
að auki verið að hefna fyrir óþokka-
verk sem einn af þessum sjálfs-
morðsóþokkum Palestínumanna
framdi á góða innrásarliðinu okkar.
Þess vegna er okkar hryðjuverk
líka allt í lagi og þetta eigið þið sko
að skilja“.
Ég sem þetta skrifa er orðinn
mjög þreyttur á að hlusta á þetta
hryðjuverkavæl í þessum foringjum
hryðjuverkanna. Það má vera að
margir séu svo áhrifagjarnir að þeir
fari að trúa þessu, þegar sama tugg-
an er bara tuggin nógu oft ofan í þá.
En ég er bara ekki einn af þeim.
KARL JÓNATANSSON,
Hólmgarði 34, 108 R.
Gyðingar og
hryðjuverkamenn
Frá Karli Jónatanssyni: