Morgunblaðið - 25.01.2003, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
– leiðandi í lausnum
Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að Inn-
heimtustofnun sveitarfélaga hefði átt að fall-
ast á kröfu manns um að fá endurgreitt með-
lag í kjölfar dóms þar sem
faðernisviðurkenning hans var ógilt vegna
þess að sannað þótti að hann væri ekki raun-
verulegur faðir barnsins. Umboðsmaður taldi
að eftir ógildinguna hefði einnig orðið ljóst að
sú forsenda sem upphaflega lá til grundvallar
greiðsluskyldu hans á meðlaginu hefði verið
röng. Því kynni stjórn Innheimtustofnunar að
hafa verið skylt á öðrum grundvelli, t.d. al-
mennra reglna kröfuréttar, að fjalla efnislega
um hvort rétt hefði verið að verða við beiðni
mannsins að hluta eða að öllu leyti. Umboðs-
maður beinir því þeim tilmælum til stjórnar
Innheimtustofnunar að taka mál mannsins til
endurskoðunar fari hann fram á það.
Í janúar 2001 vöknuðu grunsemdir hjá
manninum um að hann væri ekki faðir barns-
ins sem fæddist í nóvember árið 1999 og fór
hann í kjölfarið fram á DNA-rannsókn. Rann-
sóknarstofa Háskólans í meinafræði komst að
þeirri niðurstöðu að útilokað væri að maðurinn
væri faðir barnsins. Maðurinn krafðist þess þá
af Innheimtustofnun endurgreiðslu meðlags
en því hafnaði stofnunin og sagði að ekki hefði
verið staðfest hver réttur faðir stúlkunnar er
og því ekki hægt að fella niður greiðslur eða
meðlagsskyldu.
Greiddi með barni
sem hann átti ekki
Fékk með-
lagið ekki
endurgreitt
ÁRNI M. Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra hefur aukið ufsa-
kvóta yfirstandandi fiskveiðiárs
um 8 þúsund tonn, úr 37 þúsund
tonnum í 45 þúsund tonn. Aukn-
ingin er í andstöðu við ráðlegg-
ingar Hafrannsóknastofnunar-
innar en Árni segir að veiðistofn
ufsa sé nú jafn stór og stofnunin
spáði að hann yrði eftir tvö ár.
Þá hafi ufsaafli aukist mjög á
síðustu árum og sjómenn segi
greinileg merki um aukna ufsa-
gengd á miðunum. Þess vegna
hafi hann ákveðið að auka kvót-
ann.
Hafrannsóknastofnun lagði til
að aflinn á þessu fiskveiðiári
kvóti ársins aukinn um 36
þúsund tonn og úthafskarfakvót-
inn um 10 þúsund tonn. Samtals
nema auknar aflaheimildir um
12 þúsund þorskígildistonnum
sem er meiri aukning en sem
nam samdrætti í leyfilegum
heildarafla þorsks á yfirstand-
andi fiskveiðiári. Ætla má að út-
flutningsverðmæti sjávarafurða
aukist með þessu um 2,5–2,8
milljarða króna eða um liðlega
2% frá fyrri áætlunum. Er þá
gert ráð fyrir að verðmæti út-
fluttra sjávarafurða á þessu ári
verði 130 milljarðar króna.
farið yfir þá þætti í nýliðun og
veiðum sem legið hafi fyrir, en
mikil óvissa sé í stofnstærðar-
mati á ufsa, sérstaklega hvað
nýliðun snertir.
„Hrygningarstofninn hefur
verið talinn í lágmarki síðustu
ár og þótt hann hafi sýnt ein-
hver batamerki, þá teljum við
einmitt í ljósi óvissunnar að fara
verði varlega,“ segir Sigfús.
Samtals 12.000
þorskígildistonn
Ráðherrann kynnti einnig í
gær aukingu á sandkolakvótan-
um úr 4 þúsund tonnum í 7 þús-
und tonn. Þá verður kolmunna-
yrði ekki meiri en 35.000 tonn.
Sigfús A. Schopka fiskifræðing-
ur segir að ufsaafli á almanaks-
árinu 2002 hafi orðið 41.000 tonn
og ljóst sé að afli á sóknarein-
ingu hafi aukist. Stofnunin hafi
Sjávarútvegsráðherra eykur ufsakvótann um átta þúsund tonn
Aukningin í andstöðu
við ráðleggingar Hafró
!"#$%%$
((- +
:
:
:
: : : : :
: : Útflutningsverðmæti/14
í húsinu sem er einkar glæsilegt.
Sérstaklega er tekið tillit til for-
eldra og annarra aðstandenda á
nýja spítalanum en sjúklingarnir
dvelja á eins og tveggja manna stof-
um. Ásgeir sagði að mikil áhersla
væri lögð á dag- og göngudeildir í
þeim tilgangi að stytta innlagnir
eins og kostur er. Húsið ber ein-
kenni þess að vera sjúkrahús fyrir
börn, t.d. eru glefsur úr ævintýrum
sandblásin í gluggana og leikstofan,
sem er órjúfanlegur hluti af barna-
spítala, er einkar rúmgóð og útsýnið
til miðborgarinnar glæsilegt.
Almenningi gefst tækifæri til þess
að skoða nýjan Barnaspítala Hrings-
ins á milli kl. 14 og 18.30 á morgun.
„JÁ, ÞÚ mátt skoða lykilinn en þú
færð hann ekki strax, sýndu þol-
inmæði,“ sagði Hjálmar Árnason,
þingmaður og formaður bygging-
arnefndar Barnaspítala Hringsins,
í gríni við Ásgeir Haraldsson yf-
irlækni í gær. Þá var fréttamönn-
um boðið að skoða húsakynni spít-
alans sem verður vígður á morgun,
á 99 ára afmæli kvenfélagsins
Hringsins, sem hefur stutt dyggi-
lega með fjárgjöfum við byggingu
og tækjakaup sjúkrahússins.
Á næstu dögum verður svo hafist
handa við að koma fyrir lækn-
ingatækjum og húsgögnum og inn-
an skamms munu fyrstu sjúkling-
arnir og starfsfólkið hreiðra um sig
Morgunblaðið/Golli
Anna Ólafía Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri, ásamt læknunum Magnúsi Ólafssyni, Gunnlaugi Sigfússyni og Ásgeiri
Haraldssyni yfirlækni reyna að ná lyklinum að Barnaspítalanum af Hjálmari Árnasyni, formanni byggingarnefndar sjúkrahússins.
Læknarnir
vilja lyklavöldin
Í menntamálaráðuneytinu er ver-
ið að undirbúa tillögur um stofn-
un tónlistarsjóðs sem hefði það
hlutverk að veita styrki til tón-
listarverkefna hér á landi og er-
lendis. Að auki ætti sjóðurinn að
hafa það hlutverk að veita styrki
til útrásar íslenskrar tónlistar en
það væri nýtt viðfangsefni.
Þetta kom fram í máli Tómasar
Inga Olrich menntamálaráðherra
við afhendingu Íslensku tónlist-
arverðlaunanna í Borgarleikhús-
inu í fyrrakvöld „Er það ósk mín
að með þessu megi vegur ís-
lenskrar tónlistar vaxa og dafna
um ókomna tíð,“ sagði ráðherra í
ræðu sinni.
Ráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið að verið væri að
vinna að því að móta hugmyndir
um sjóðinn innan ráðuneytisins.
Hann gæti því ekki sagt á þessari
stundu nákvæmlega til um það
hvernig sjóðurinn yrði útfærður.
Ráðherra sagði heldur ekki
tímabært að segja til um það
hvenær sjóðurinn yrði formlega
stofnaður eða hve mikið fjármagn
færi í hann. Hann sagði þó ljóst
að fjárveitingavaldið, Alþingi,
kæmi til með að taka afstöðu til
sjóðsins þegar þar að kæmi.
Tónlistarsjóður í undirbúningi í menntamálaráðuneytinu
Styrki útrás ís-
lenskrar tónlistar
HEILDSÖLUVERÐ að
viðbættum virðisauka-
skatti, er hærra í sumum
tilvikum en lægsta smá-
söluverð í verðkönnun á
mjólkurvörum, sem ASÍ
gerði 19. desember og 16.
janúar síðastliðinn.
Lægsta verð á AB-mjólk
með perum var 119 krónur
í könnuninni en heildsöluverð með vsk. rúm
121 króna. Lægsta verð kotasælu var 98
krónur en heildsöluverð rúmar 106 krónur.
Lægsta verð á Smjörva var 148 krónur,
heildsöluverð tæpar 162 krónur, og lægst
verð á Léttu og laggóðu 125 krónur en heild-
söluverð rúmar 164 krónur. Þá má nefna ost-
inn Kastala, sem var lægstur á 157 krónur í
verðkönnun ASÍ, en heildsöluverð rúmar 192
krónur.
Heildsöluverð
stundum hærra
en lægsta verð
Smásöluverð/22
♦ ♦ ♦