Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 22
ÁHRIF þýska Bauhaus-listaskólans á seinni tíma hönnun, sem og viðhorf til fjöldafram- leiddrar hönnunar, eru óumdeilanleg. Á starfs- árum skólans, sem fyrst var til húsa í Weimar (1919–25), Dessau (1925–32) og Berlín (1932– 33), var lögð mikil áhersla á að sameina iðn- hönnun, byggingarlist og myndlist. Hlutur handverksmannsins óx að virðingu og kennsla byggðist á samtvinnun hins hagnýta þáttar, verkkunnáttu og listfengis er kristallaðist í munum, jafnt sem byggingum, er tóku ekki síð- ur tillit til félagslegra þátta en formfegurðar og notagildis. Bauhaus-ljósmyndasýningin sem nú stendur yfir í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi geym- ir myndir sem sagðar eru teknar á tímabilinu 1921–1981, þótt ekkert ártal sé skráð eftir lok fjórða áratugarins. Ljósmyndirnar 124 eru all- ar verk þýskra ljósmyndara sem aðhylltust Bauhaus-stefnuna. Stærstur hluti myndanna er frá starfsárum skólans og menn á borð við Lászlo Moholy-Nagy, kennara við skólann, og Josef Albers eru meðal þeirra rúmlega fjögurra tuga ljósmyndara sem sýningin geymir verk eftir. Líkt og búast má við er verk svo margra listamanna eru samankomin kennir þar margra grasa. Portrett, sjálfsmyndir, uppstillingar, abstraktstúdíur, myndir þar sem byggingarlist er höfð í hávegum, efnisáferð, rýmistök eða leikur ljóss og skugga eru aðeins nokkur dæmi um þau viðfangsefni sem þar er að finna. Þann- ig tekur George Muche á rýminu í verki sínu Vinnustofu í Gartenkugel og glampandi speg- ilflötur kúlulaga forms er látinn endurspegla vinnustofuna sem skilar á skemmtilegan máta samtvinnun forgrunns og baksviðs. Ofanítökur Herberts Bayers, þar sem ljósmyndarinn leik- ur sér að því að vinna sjálfsmyndir sínar hverja ofan í aðra, ýmist hlið við hlið, á ská og skjön eða jafnvel grófkorna, sýna sömu tilraunagleð- ina, og það er kannski hún sem öðru fremur ein- kennir ljósmyndirnar á Bauhaus-sýningunni. Tilraunir með efnivið, uppstillingar og myndatæknina sjálfa eru þannig einkennandi fyrir mörg verkanna ásamt agaðri myndbygg- ingu. Í þessum verkum er sjaldan neitt tilviljunum háð, í sumum er myndbygg- ingin meistaralega úr garði gerð, annars staðar mynd- vinnslan og víða lýsa verkin þeirri staðföstu skoðun ljós- myndarans að ljósmyndin sé ekki síður miðill sem skapa megi listaverk með en penslar og olíulitir. Það er þessi tilraunagleði í verk- um Bauhaus-ljósmyndar- anna sem gerir sýninguna áhugaverða á að líta, ekki síður en vel kunn verk á borð við Móðir Evrópa hlúir að nýlendunum eftir Lászlo Moh- oly-Nagy. Að ósekju hefðu skipuleggjendur sýningarinnar því mátt leggja meiri vinnu í uppsetninguna sjálfa, því þótt áhrif Bauhaus- stefnunnar á okkar nánasta umhverfi í dag séu óumdeilanleg eru þau ekki öllum kunn. Auknar upplýsingar um ljósmyndarana, skólann og myndverkin sjálf hefðu því verið kærkomin við- bót. X-kynslóðin Sýningin Young Nordic Design – Generation X sem nú stendur yfir í Norræna húsinu gerði víðreist áður en hún kom okkur Íslendingum fyrir sjónir, en sýningin var opnuð í nóvember 2000 í Scandinavia House í New York og hefur síðan farið víða um heim, m.a. verið sett upp í Washington, Mexíkóborg, Berlín, Montréal, Vancouver og Ottawa. Ungu norrænu hönnuðirnir sem þar eiga verk virðast ekki sýna minna hugvit við hönnun sinna muna en einkenndu blómaskeið Bauhaus- skólans og takast þeir á við gerð jafnólíkra gripa og reiðhjóla, skartgripa, húsgagna og fatnaðar og er þessi fjölbreytni strax lýsandi í verkum íslensku hönnuðanna. Þannig sýnir Tinna Gunnarsdóttir borðmottur sem m.a. byggjast á laufabrauðsmynstrinu, Sesselja H. Guðmundsdóttir frummynd af útvarpi, Linda Björk Árnadóttir og Bergþóra Guðnadóttir fatnað, Karólína Einarsdóttir blómlega gólf- lampa og körfu fyrir lautarferðir innan borg- armarkanna, Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir fín- lega skartgripi byggða á gróðri náttúrunnar, Ásmundur Hrafn Sturluson birtubreytingar í myndbandsverki og Oz fræðslunetleik. Hönnun hinna norrænu kollega þeirra er ekki síður áhugaverð á að líta og má sem dæmi nefna Chip, tilbrigði Finnanna Teppo Asikain- en og Ilkka Terho við hinn hefðbundna ruggu- stól. Hér er hefðbundið form stólsins brotið upp og áhersla lögð á mjúkar, einfaldar línur sem mannslíkaminn getur lagað sig að. Wembley, sófi Svíans Thomas Bernstrand, sýnir sams- konar uppreisn gegn hefðbundnum stöðlum þótt hönnuðurinn fari ólíka leið að þessu mark- miði sínu. En Wembley er þrepalaga og með því að hafa sófann á þremur „hæðum“ segir Bernstrand alltaf vera rúm fyrir fleiri enda engin „rétt“ aðferð við að sitja í sófanum. Það er þó ekki bara uppreisn gegn hefð- bundnum formum sem einkennir munina því hönnuðirnir virðast sér ekki síður meðvitandi um það rýmisleysi sem víða einkennir vistar- verur borgarbúa. FoldAbowl Norðmannsins Tore Vinje Brustad er gott dæmi um slíka hönnun. En Brustad hefur á áhugaverðan hátt náð að hanna snakkskál úr plasti sem tekur lítið geymslurými – skálin geymist nefnilega flöt og er síðan smellt saman, með venjulegum smell- um, fyrir notkun. Eins er Flying Carpet – sófi Finnans Ilkka Suppanen – gott dæmi um slíka hönnun, en bæði fyrirferðarlítill og auðveldur í flutningum mætir hann kröfum nútímaneyt- enda líkt og 3:1 – stólar og borð hinnar norsku Lindu Lien. Þótt Young Nordic Design geymi margt áhugaverðra muna og hafi e.t.v. náð að njóta sín til fulls í Scandinavia House henta sýning- arsalir Norræna hússins sýningunni illa. Lítil lofthæð og takmarkað rými þrengir hér að mununum og svo virðist sem sýningin hafi ver- ið flutt milli staða án þess að vera aðlöguð að- stæðum rýmisins. Þannig kemur það norræn- um sýningargestum spánskt fyrir sjónir að allir textar skuli vera á ensku, hæð hærri sýn- ingarpalla verður of mikil undir lágu lofti sal- arins og uppröðun muna of þétt og miðjustillt. Fyrir vikið nær sýningin ekki að skila sér sem skyldi og munirnir njóta sín ekki jafn vel og þeir hefðu getað gert. Litadýrð í vatnslitum Vatnslitir hafa hvergi notið álíka vinsælda og í Bretlandi á 18. og 19. öld. Félög lista- manna, sem og áhugalistamanna, sem sýndu vatnslitunum sérstakan áhuga, skutu þá víða upp kollinum. Enda miðillinn einstaklega vel til þess fallinn að fanga augnablik í náttúrunni og er Bretinn Joseph Mallord William Turner efalítið í hópi þekktari listamanna sem unnið hafa með miðilinn – einstök birta verka hans hefur fyrir löngu unnið honum sérstakan sess þeirra á meðal. Vatnslitir hafa hins vegar ekki notið sömu vinsælda meðal íslenskra listamanna og olíulitir og ryður tæknin sér ekki til rúms hér á landi fyrr en Ásgrímur Jónsson fer að beita henni. Þótt aðrir listamenn hafi í kjölfarið beitt miðl- inum á hinn fjölbreytilegasta hátt hafa vinsæld- ir vatnslita aldrei orðið sambærilegar olíulit- unum og er því vel að hópur listamanna sem leggur rækt við þennan miðil skuli kjósa að vekja athygli á honum með samsýningum. Sýn- ingin sem nú stendur yfir í Hafnarborg er fimmta samsýning Akvarell Ísland og alls taka þrettán af fimmtán félögum þátt að þessu sinni. Líkt og búast má við er svo stór hópur sýnir saman kennir þar margra grasa er listamenn- irnir ýmist leika sér með abstrakt form og lita- notkun, skapa raunsæislegar landslagsmyndir, portrett, kyrralífs- eða götumyndir og hafa lit- inn ýmist þéttan í sterkum litbrigðum eða við- kvæmnislega gagnsæjan, léttan og leikandi. Þannig eru sterkir rauðir, svartir og blá- grænir litir ríkjandi í verkunum Kvöldskini á glugga, Andstæðum og Sól í garði eftir Haf- stein Austmann, formin abstrakt en þó þoku- kennd og sýna hæfni listamannsins vel. Það er öllu léttara yfir Stemmum Eiríks Smith sem ýja að landslagi í ævintýralegum litum og Hafn- arfjall Kristínar Þorkelsdóttur er sömuleiðis áhugavert á að líta. Verkið verður allt að því ex- pressjónískt ásýndar er hraðar, ákveðnar pens- ilstrokurnar veita sýningargestum frekar til- finningu fyrir fjallinu en beina sýn. Eins er Heimþrá Torfa Jónssonar sterk og skemmtileg andstæða hins blæðandi, mjúka ævintýraheims sem hann býður upp á í myndum á borð við Tvo heima. Með þessum ólíku efnistökum sýnir listamaðurinn enda fyllilega tök sín á miðlinum. Ekki ná þó allir listamennirnir að sýna sömu tök og gætir sumstaðar nokkurs stirðleika og verða verkin fyrir vikið misáhrifarík. Akvarell- sýningin geymir þó engu að síður margt áhuga- verðra verka og er þarft framtak svo auka megi veg vatnslitanna í íslensku listalífi. MYNDLIST Menningarmiðstöðin Gerðuberg Sýningin er opin virka daga frá kl. 11–19 og frá kl. 13–17 um helgar. Hún stendur til 23. febrúar. BAUHAUS-LJÓSMYNDIR Í ANDA BAUHAUSSTEFNUNNAR Formfegurð og notagildi Norræna húsið Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. Henni lýkur 2. mars. YOUNG NORDIC DESIGN – GENERATION X Hafnarborg Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17. Henni lýkur 17. febrúar. AKVARELL ÍSLAND 2003 Erich Consemüller, Bauhaus-nemandi með Schlemmer-grímu í Brauer-stól, á sýningunni í Gerðubergi. Morgunblaðið/Golli Wembley eftir Bernstrand í Norræna húsinu. Leið: Út eftir Helgu Magnúsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Anna Sigríður Einarsdóttir LISTIR 22 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ GRÆNLENSKI listamaðurinn Thue Christiansen opnar sýningu á verk- um sínum í anddyri Norræna húss- ins í dag kl. 17. Hann sýnir þar list- iðnað og hönnun og notast við fjöl- breyttan efnivið, m.a. tálgustein, moskusuxaskinn og hvalskíði. Christiansen er mjög virkur í list- iðkun í Grænlandi, bæði sem lista- maður og sem kennari og stefnu- mótandi. Hann tók m.a. sæti í fyrstu heimastjórn Grænlands á árunum 1979–1983 sem mennta- og menn- ingarmálaráðherra, og er nú skrif- stofustjóri menningarmáladeildar grænlensku heimastjórnarinnar. Um þessar mundir er hann í leyfi frá því starfi, og gegnir þess í stað stöðu verkefnisstjóra víðtæks verkefnis á vegum stjórnarinnar er beinist að virkjun listamanna í Grænlandi og uppbyggingu listiðnaðar um landið allt. Einnig er Christiansen vel kunnur í Grænlandi og á Norður- löndunum fyrir listsköpun sína og hefur hannað mörg merki fyrir stofnanir og samtök, þar á meðal hér á Íslandi, myndskreytt bækur og gert skreytingar á opinberar bygg- ingar. Kunnastur er Christiansen ef- laust fyrir grænlenska fánann, sem hann hannaði árið 1985. „Á sýningunni nú sýni ég gripi sem eru unnir úr náttúrulegum efn- um frá Grænlandi, eins og rekaviði, skinni, roði og þar frameftir götum. Ég hanna mikið af fatnaði, hús- gögnum og alls konar nytjahlutum, sem er meðal þess sem ég mun sýna í Norræna húsinu,“ segir Christian- sen. Hann notar grænlenskar iðn- aðarhefðir að nokkru marki í list- sköpun sinni. Á sýningunni gefur t.d. að líta úrval hnífa úr hans smiðju, og gripi úr moskusuxaskinni og -ull. „Náttúrulegur efniviður er mér mjög mikilvægur í listsköpun, þótt ég hafi einnig unnið gripi úr t.d. plexigleri. Í starfi mínu sem listiðn- aðarkennari kenni ég verkun á þessu skinni moskusuxans. Einnig mun ég fá konu frá Akureyri til Grænlands til að kenna verkun fisk- roðs, sem aftur er hægt að nýta í grænlenskum listiðnaði,“ segir Christiansen, en meðal gripanna á sýningunni er einmitt karlmanns- vesti hannað af honum, saumað úr selskinni og roði. „Mér er mjög umhugað um að grænlensk list hafi grænlensk ein- kenni og ég tel að uppvöxtur minn þar í landi hafi haft mikil áhrif á list- sköpun mína. Því notast ég mikið við form hluta úr grænlenskri menn- ingu, eins og t.d. kvennaveiðihníf- inn.“ Christiansen á þar við hinn kunna vest-grænlenska hníf, sem er með stóru bogadregnu blaði. Hann segir hnífinn og form hans hafa ver- ið sér innblástur í hönnun marg- víslegra verka. Næstkomandi laugardag kl. 14 mun Christiansen halda fyrirlestur í Norræna húsinu þar sem hann fjallar um listsköpun og aðstöðu listamanna á Grænlandi. Fyrirlest- urinn er haldinn í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, og fylgja fleiri fyrirlestrar um græn- lensk málefni í kjölfarið. „Metnaður minn liggur í því að byggja upp list- iðnað í Grænlandi og fyrirlestur minn mun fjalla um störf mín á þeim vettvangi. Ég hef verið fenginn til ýmissa starfa á því sviði, bæði sem skipuleggjandi og sem kennari. Markaðurinn fyrir listiðnað í Græn- landi er mjög stór, og ég hugsa að grænlenskt handverk sé selt fyrir allt að 50 milljónir danskra króna, innanlands sem utan, á hverju ári. Einnig hef ég hef stuðlað að skipu- lagningu á námi í listiðnaði og upp- byggingu verkstæða víðs vegar um Grænland. Þar eru ákveðin vand- kvæði bundin því að fjölmargir Grænlendingar vinna við listiðnað, en vita ekki hvernig þeir eiga að markaðssetja sig og koma list sinni á framfæri. Þetta verkefni sem ég hef átt þátt í að móta leitast við að koma til móts við þær þarfir og græn- lenska stjórnin hefur stutt það dyggilega,“. Sýningunni lýkur 16. mars. Grænlensk list með grænlenskum einkennum Morgunblaðið/Kristinn Thue Christiansen Nýhil efnir til upplestrarkvölds á Grandrokk kl. 21. Lesarar eru Gunnar Þorri, Ófeigur, Varði, Bjarni Delerium Klemenz, Pétur Már, Stína & Alli. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Á DAGSKRÁ Myrkra músíkdaga í kvöld eru orgeltónleikar Eyþórs Jónssonar í Hallgrímskirkju kl. 20. Þar leikur hann þrjú verk eftir Oli- vier Messiaen: Livre du Saint Sacre- ment, I, Adoro te, Livre du Saint Sacrement – IX , les ténèbres. Fjögur verk eftir Jón Leifs: Praeludia organo op. 16, Sá ljósi dagur liðinn er, Mín lífstíð er á fleygiferð og Alt eins og blómstrið eina. Eftir Hans-Ola Erics- son Melody to the Memory of a Lost Friend XIII. Tvö verk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson: Ionizations og Adagio. Eftir Torsten Nilsson Intro- duktion und Passacaglia. Forging eft- ir Steve Ingham og Það drýpur … eftir Báru Grímsdóttur. Orgelverk í Hallgríms- kirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.