Morgunblaðið - 13.02.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 13.02.2003, Qupperneq 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 41 RÚNAR Sigtryggsson, lands- liðsmaður í handknattleik, verður áfram hjá spænska lið- inu Ciudad Real á næstu leiktíð. Rúnar óttaðist að samningi hans yrði sagt upp þar sem fé- lagið hefur á undanförnum misserum sankað að sér nýjum leikmönnum en honum hefur nú verið tjáð af forráðamönn- um félagsins að ekki standi til að segja honum upp. „Það var ákveðinn léttir að fá að vita þetta. Ég var búinn að heyra ýmsar sögur, þar á meðal að samningi mínum yrði sagt upp en svo verður ekki þó svo að félagið hafi keypt nokkra nýja menn og ætli að kaupa fleiri,“ sagði Rúnar við Morgunblaðið en hann gerði tveggja ára samning við spænska liðið síðastliðið sumar. Ciudad Real ætlar sér stóra hluti í framtíðinni en liðið hefur tryggt sér fjóra nýja leikmenn. Þar er fremstur í flokki Ólafur Stefánsson, sem yfirgefur Magdeburg í sumar og gengur í raðir spænska liðsins. Hinir eru Egyptinn Hussein Zaky, markakóngur á HM, sem kom til Ciudad Real í síðustu viku og lék sinn fyrsta leik um síðustu helgi, Frakkinn Didier Dinart, sem talinn er besti varn- armaður heims, og slóvenska skyttan Ales Pajovic, sem á að koma til félagsins 2004 en for- ráðamenn Ciudad róa að því öllum árum að fá hann í sumar. Einn leikmaður er fallinn úr skaftinu en Rússinn Sergei Pogarelov yfirgaf Ciudad Real í síðustu viku í kjölfar komu- Zaky og er Pogarelov genginn í raðir Lyon í Frakklandi. Rúnar um kyrrt hjá Ciudad Real Rúnar Sigtryggsson BJÖRGVIN Björgvinsson var í gær dæmdur úr leik eftir fyrri ferðina á heimsmeistaramótinu í stórsvigi í St.Mortiz, þar sem keppnisgalli hans var ólöglegur. Björgvin var í 46. sæti eftir fyrri ferðina af 125 keppendum. „Gallinn verður að sleppa út ákveðnu magni af lofti og það kom í ljós að galli Björgvins var rétt undir þeim stuðli sem upp er settur. Ég hélt að allir gallarnir sem við erum komnir með væru prófaðir hvað þetta varðar en þetta eru þeir sömu og við höfum ver- ið með og koma frá góðu fyrirtæki. Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður og við reyndum að malda í móinn en ákvörðuninni varð ekki hnik- að,“ sagði Kristinn Björnsson, fyrrverandi skíðamaður, sem er fararstjóri og þjálfari hjá ís- lenska skíðafólkinu á HM. Björgvin keppir í svigi á sunnudaginn en þá getur hann keppt í gallanum sem hann notaði í gær þar sem staðl- arnir í sviginu eru öðruvísi. Björgvin í ólög- legum galla Árni réð sér ekki fyrir kæti þegarMorgunblaðið dró hann afsíðis í sigurstemningu HK-inga í Digranesi í gærkvöld en eins og ávallt lifði Árni sig inn í leikinn af lífi og sál og tók virkan þátt í honum af hliðarlín- unni. „Okkar aðalsmerki í vetur hefur verið stemningin og það má svo sann- arlega segja að hún hafi verið okkar aukamaður í leiknum. Við fórum svo- lítið illa að ráði okkar í venjulegum leiktíma. Ég hélt að við værum að slíta þá frá okkur þegar við náðum fjögurra marka forskoti en við misst- um dampinn og eftir það var leikur- inn barátta upp á líf eða dauða. Framararnir stálu sigri af okkur í Digranesi í haust og þeir stálu stigi af okkur í Safamýrinni. Auðvitað runnu ýmsar hugsanir í kollinum á mér undir lokin vitandi af þessu en sem betur fer datt þetta okkar megin.“ Það dró töluvert af ykkur þegar Garcia fór að haltra í seinni hálfleikn- um. Vað það ekki áhyggjuefni? „Vilhelm og Garcia voru orðnir mjög sárir en það var ekkert annað fyrir mig að gera en að henda þeim inná til skiptis og segja þeim að þegja. Það hvíldi mikið á Ólafi Víði og þessi 19 ára strákur sýndi mikinn kjark og skoraði mikilvæg mörk. Það voru fleiri en Ólafur sem tóku af skarið. Már og Atli skoruðu mikilvæg mörk og Alexander reyndist hetjan okkar. “ Hvernig líst þér á að glíma við Aft- ureldingu í úrslitaleiknum? „Það verður bara gaman en ég verð að segja eins og er að ég átti ekki von á að Afturelding kæmist í úrslitin. Það breytir því ekki að hver sem andstæðingurinn er þá mætum við til leiks í Höllina með eitt að markmiði. Við mætum hungraðir og ætlum að vinna. Við settum okkur ákveðin markmið í haust og erum á góðri leið með að ná þeim. Breytt hugarfar er kannski lykillinn að góðu gengi í vetur. Menn eru farnir að trúa á sjálfan sig og þegar stemningin er til staðar getum við unnið hvaða lið sem er,“ sagði Árni og bætti því við menn yrðu að halda sig á jörðinni. „Við eigum leik við KA á laugardag- inn og ég vil landa sigri í þeim leik.“ Meiri löngun hjá okkur Ólafur Víðir Ólafsson, hinn 19 ára gamli leikstjórnandi HK-liðsins, var sigurreifur þegar Morgunblaðið náði tali af honum í sigurstemningu HK- inga. Ólafur tók hvað eftir annað af skarið. Hann skoraði átta mörk í leiknum og átti línusendinguna á Al- exander þegar hann skoraði sigur- markið. „Við erum orðnir vanir því að vera í þessari stöðu og eins og í leiknum við ÍR í 8-liða úrslitunum sýndum við mikla seiglu og gáfumst aldrei upp. Ég vil meina að það hafi verið meiri löngun hjá okkur að komast í Höllina. Stemningin var gríðarleg í liðinu, stuðningsmenn okkar frábærir og það kom ekki til greina að tapa.“ Spurður um úrslitaleikinn við Aft- ureldingu sagði Ólafur; „Það kom mér talsvert á óvart að Mosfellingar skildu taka Val. Hins vegar er Aftur- elding með reynt lið svipað og Fram og með góða einstaklinga svo ég reikna með hörkuleik. Ég var áhorf- andi á bikarúrslitaleik HK og Hauka fyrir tveimur árum. Þá sá ég HK tapa en ég í Höllina um aðra helgi til þess eins að vinna bikarinn,“ sagði Ólafur. Köstuðum sigrinum frá okkur „Það er auðvitað gríðarlega sárt að sætta sig við þessi úrslit. Við vorum tveimur mörkum yfir og manni fleiri þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og leikurinn því algjörlega í okkar höndum. En á hreint óskiljanlegan hátt köstuðum við sigrinum frá okk- ur,“ sagði Heimir Ríkharðsson, þjálf- ari Fram, við Morgunblaðið eftir leikinn. Heimir sagði að sínir menn hefðu farið illa að ráði sínu hvað nýtingu á færum varðar, ekki bara undir lokin heldur allan leikinn. „Við klúðruðum góðum færum trekk í trekk og þegar upp er staðið tapaðist leikurinn á þessu. Auðvitað ræður heppni tölu- vert miklu þegar leikir eru svona jafnir en við áttum að sigra en kannski ætluðu menn að reyna að hanga á forskotinu í stað þess að taka af skarið.“ Jaliesky Garcia var ykkur mjög erfiður lengi framan af leik en gripuð þið ekki of seint til þess að taka hann úr umferð? „Það var ákveðin vörn sem við vor- um búnir að leggja upp með. Við vild- um meina að Björgvin hefði átt að geta tekið Garcia en þegar við sáum að það gekk ekki ákváðum við að klippa hann út.“ Morgunblaðið/Sverrir HK-menn fögnuðu gríðarlega eftir sigurinn á Fram í gærkvöldi – enda full ástæða til – sæti í úrslitaleiknum í bikarnum í höfn í annað sinn í sögu félagsins. Árni Stefánsson, þjálfari HK, var orðinn vonlítill Óskaði Frömur- um til hamingju EF ég á að segja þér alveg eins og er þá óskaði ég Frömurum til hamingju með sigurinn þegar Héðinn kom þeim í tveggja marka for- skot þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Svona á maður auðvitað ekki að hugsa. Það má aldrei gefa upp vonina og síst ég en útlitið var dökkt hjá okkur. Strákarnir sýndu hins vegar úr hverju þeir eru gerðir og ég er rosalega stoltur af þeim,“ sagði Árni Stefánsson, þjálfari HK, við Morgunblaðið eftir sigurinn dramatíska á Fram. Eftir Guðmund Hilmarsson  GABRIEL Batistuta hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd ítalska knattspyrnusam- bandsins. Batistuta, sem á dögunum fór frá Roma sem lánsmaður til Int- er, var fundinn sekur um að gefa andstæðingi sínum olnbogaskot í leik Inter á móti Reggina.  MARTIN Keown, varnarmaður Arsenal, hefur verið sektaður um 5.000 pund, jafnvirði 625.000 kr., fyr- ir að hafa hrint Ruud van Nistelrooy í viðureign Manchester United og Arsenal í desember. Atvikið fór framhjá dómara leiksins en náðist á myndband og var dæmt eftir því.  MARK Bosnich hefur áfrýjað dómi sem féll honum í óhag á dög- unum þegar hann höfðaði mál á hendur Chelsea fyrir ólöglega upp- sögn á samningi í framhaldi af því að hann féll á lyfjaprófi. Vinni Bosnich málið á hann inni rúmar 37 millj. króna hjá Chelsea.  HINN 35 ára varnarmaður Black- burn, Craig Short, hefur framlengt samning sinn við félagið til eins árs.  DAVID Batty, varnarmaður Leeds, lék með varaliði félagsins gegn Sheffield Wed. í gær, en Batty hefur verið frá vegna meiðsla í lang- an tíma. Reiknað er með að hann komi inn í aðallið Leeds fljótlega.  BRIAN Kerr, nýr landsliðsþjálfari Íra, er vonsvikinn vegna ákvörðunar Roy Keane, 31 árs, að hætta að leika með írska landsliðinu. Kerr segist hafa átt þriggja tíma fund með Keane í síðustu viku og þar hafi Kenae gefið sterklega í skyn að hann myndi gefa kost á sér í landsliðið á nýjan leik. Stuttu síðar hafi annað hljóð verið komið í strokkinn.  KERR, sem ætlaði að byggja lið sitt í undankeppni EM í kingum Keane, segir að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., hafi náð að snúa ákvörðun Keane – feng- ið hann til að hætta við að leika með Írlandi á ný.  FULHAM og Liverpool hafa bæði áhuga á að fá til sín ítalska þjálf- arann Fabio Capello, 54 ára, frá Roma. Barcelona og Bayern Münch- en hafa einnig hug á að fá þennan snjalla þjálfara, sem hefur þjálfað AC Milan og Real Madrid með góð- um árangri. Árstekjur hans hjá Roma eru 332 millj. ísl. kr.  TALANT Dujshebaev, spænski landsliðsmaðurinn í handknattleik sem leikur með Rúnari Sigtryggs- syni hjá Ciudad Real á Spáni, er með rifinn vöðva í læri og verður frá keppni og æfingum næstu fjórar vik- urnar.  SHAWN Kemp, körfuknattleiks- maður hjá Orlando, er kominn í leik- bann, þar sem hann féll á lyfjaprófi – og fær hann ekki laun á meðan hann tekur út leikbann sitt, en Kemp féll á sínu þriðja lyfjaprófi. FÓLK Einar Örn með tólf EINAR Örn Jónsson og félagar í Wallau Massen- heim, tryggðu sér í gær- kvöldi rétt til að leika í undanúrslitum þýsku bik- arkeppninnar með því að leggja Gummersbach 33:31. Einar Örn átti stór- leik í horninu og gerði tólf mörk fyrir Wallau. Göppingen komst einn- ig áfram í gærkvöldi með sigri á Spenge. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslit- um verða síðar, Flens- burg-Handewitt mætir Kiel 26. febrúar og 2. mars heimsækir Essen lið Burgdorf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.