Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 31
Elsku Anna amma, við systurnar eigum góðar minningar um þig í hjartar okkar. Við vitum að það verður tekið vel á móti þér og að þú hefur aftur fengið alla þá lífsgleði sem fylgdi þér. Megi Guð og hans englar vaka yfir þér, elsku amma. Okkur systurnar langar að kveðja þig með þessu ljóði: Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. ANNA VILMUNDARDÓTTIR ✝ Anna Vilmund-ardóttir fæddist í Löndum í Staðar- hverfi í Grindavík 30. júlí 1916. Hún lést á elliheimilinu Grund 7. janúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Grindavíkurkirkju 18. janúar. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Guð geymi þig þar til við hittumst á ný. Anna Ágústa, Sig- ríður Kristín og Kristjana Hall- dórsdætur. Elsku langamma, okkur langar til þess að kveðja þig með þessari bæn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín langömmubörn í Borgarnesi og á Akureyri. Föstudaginn 24. jan- úar sl. var jarðsunginn frá Hafnarkirkju að við- stöddu fjölmenni Stein- dór Guðmundsson bóndi, Hvammi í Lóni. Þann sama dag hlaut hann legstað í Stafafellskirkjugarði, þar sem for- eldrar hans og bróðir eru jarðsett. Um miðja síðustu öld varð að ráði að við hjón skyldum hefja búskap á austasta bæ í Lóni. Þá kom það í hlut Eiríks, bróður Steindórs, að flytja okkur á áfangastað. Hann hafði eign- ast vörubíl, hentugan til flutninga við erfiðar aðstæður. Þá voru vegir víða slæmir og óbrúaðar ár sem fengu að flæmast um undirlendið eins og nátt- úrulögmálin buðu. Víðáttumiklir aur- ar og gróðurlausir báru þessu vitni. Þegar ferð okkar var þar komið, að Almannaskarð var að baki og talsvert eftir í leiðarlok tók bílstjórinn stefn- una óumbeðið heim í Þorgeirsstaði, en þaðan voru þeir bræður. Taldi hann okkur þurfa smáhressingu. Þar tóku á móti okkur höfðingshjónin Ingibjörg og Guðmundur, sem þarna höfðu búið með sóma um árabil. Þau hjón höfðu, auk Steindórs og Eiríks, eignast soninn Karl og dótturina Sig- nýju. Öll fengu þessi börn þeirra myndarskap til verka og dugnað í vöggugjöf. Aldrei munu þau hafa lent á þeim hrakhól-um í uppvextinum, að þessir hæfileikar gætu ekki dafnað. Um þetta leyti voru þrjú þessara systkina að fara að heiman og stofna heimili, Steindór, Eiríkur og Signý, en Karl varð eftir í Þorgeirsstöðum og tók við búi þar. Af þessum systk- inum eru nú látnir þeir Eiríkur, sem lést fyrir aldur fram, hafði þá unnið sinni sveit mikið og vel, og Steindór sem hér er minnst. Steindór flutti að Hvammi og hóf STEINDÓR GUÐMUNDSSON ✝ Steindór Guð-mundsson fædd- ist í Firði í Lóni 5. nóvember 1922. Hann lést á hjúkrun- ardeild HSSA á Höfn 16. janúar síðastlið- inn og var útför hans var gerð frá Hafnar- kirkju 24. janúar. þar búskap með heima- sætunni Steinunni Mar- gréti Sigurðardóttur. Þau giftust og eignuð- ust 11 börn. Þarna þurfti sannarlega að taka til hendinni og ekki var slegið slöku við, hvorki úti né inni. Fyrstu árin mun Ragn- ar mágur Steindórs hafa verið í heimilinu og einnig Guðrún móðir Steinunnar. Þarna voru hjálparhendur til stað- ar, sem komu sér vel. Á þessum árum var líka samhjálp ríkjandi í sveitinni, menn fóru oft á milli bæja til verka ef þurfa þótti og voru Þorgeirsstaðamenn þar framarlega í flokki. Fljótlega fóru börnin í Hvammi að hjálpa til við bú- skapinn. Þar var vel farið með búfé, nýtni og snyrtimennska í fyrirrúmi. Óhætt er að segja, að Steindór hafi verið verðugur fulltrúi þeirra bænda sem sómi er að í bændastétt. Hann lifði þá tíma, að tæknin gerði bændum auðveldara að afla fóðurs og vetrar- beit var aflögð. Það hefur viljað gleymast, hvað sauðkindin og þeir sem henni héldu til beitar, áttu stóran þátt í því að fólkið lifði í landinu. Steindór var einn þeirra sem átti ótal- in spor við fjárvörslu og smala- mennsku. Hann bar gæfu til að skila þeirri jörð, sem honum var trúað fyr- ir, betri eftir unnið ævistarf. Vel upp- byggður bær í Hvammi prýðir um- hverfið. Stórfjölskyldan hefur ekki legið á liði sínu við hagnýt störf. Í Hvammi var tengdabörnum vel tekið og ekki voru barnabörnin undanskilin. Marg- ir nutu gestrisni þeirra Steinu og Steindórs. Vorum við hjón þar á með- al. Trygglyndi Steindórs og vinátta brást aldrei árin sem við áttum heima í Lóni og breyttist ekki þó að við flytt- um á Höfn. Margs er að minnast og þakka þegar ævigöngu hans er lokið. Systkinum Steindórs, Steinunni og allri fjölskyldunni eru færðar samúð- arkveðjur. Megi minningarnar verða ljós á vegum þeirra í framtíðinni. Fyrir hönd okkar hjóna, Valgerður Sigurðardóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 31 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Fallegar, sérmerktar GESTABÆKUR Í Mjódd sími 557-1960www.merkt.is Það eru um það bil 28 ár síðan Guðrún vin- kona mín kynnti mig fyrir manni sem hún var nýfarin að hitta. Ég man eftir hávöxnum manni með leiftrandi augnaráð og þétt handtak. Það voru fyrstu kynni mín af Hjálm- ari Júlíussyni sem síðar varð eigin- maður Guðrúnar þó það lægi ekki ljóst fyrir á þeirri stundu. Við höfum fylgst að allar götur síð- an, mikið fyrstu árin en sjaldnar hin síðari eins og gengur. Einum sið héld- um við þó flest ár en það var að bjóða hvort öðru í mat einu sinni á ári. Hjálmar naut þess að taka á móti gestum, var höfðingi heim að sækja og lagði mikið á sig við matseldina. Enda maturinn ekki af verra taginu, gæs veidd af húsbóndanum og mat- reidd að hætti hans. Hjálmar var mjög stoltur af konu sinni, fallega heimilinu þeirra og drengjunum, Palla og Bensa. Honum þótti ákaflega vænt um Guðrúnu og var henni bæði góður og eftirlátur. Kom oft fram hvaða hug hann bar til hennar og sýndi hann það svo sannarlega í verki HJÁLMAR JÚLÍUSSON ✝ Hjálmar Júl-íusson fyrrver- andi skipstjóri fædd- ist í Grindavík 4. nóvember 1937. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 12. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grensás- kirkju 20. janúar. sl. 3 ár í erfiðum veik- indum hennar. Hann tók aukinni vinnu og ábyrgð með æðruleysi og kvartaði aldrei. Að- spurður sagði hann við mig ekki alls fyrir löngu; „þetta er bara svona Bergþóra mín og ekkert annað að gera en að standa sig“. Svo mik- ið er víst, að gefast upp var ekki til í hans orða- bók. Hjálmar var ekki margmáll um sína hagi og sagði yfirleitt ekki margt, en traustari og duglegri mann til vinnu hefði ekki nokkurt fyrirtæki getað fengið. Fyrir utan heimilið var vinnan honum allt og hef ég grun um að veikindadagar hafi verið fáir í gegn um tíðina. Eitt áhugamál átti Hjálmar en það var skotveiði. Leið honum vel einum uppi á fjöllum, á rölti í leit að bráð. Ég er ánægð með að hafa átt þátt í að hann komst í eina slíka ferð í haust, með því að sitja hjá Guðrúnu meðan hann fór. Hjálmar var vanur að fara með Guðrúnu í bíltúra um borgina og aðeins nokkrum dögum áður en hann dó vorum við að skipuleggja komu þeirra til okkar að skoða nýju íbúðina. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Elsku Guðrún mín. Missir þinn, drengjanna ykkar og fjölskyldunnar er mikill. Megi ykkur öðlast með sam- heldni og styrk að takast á við fram- tíðina. Vinur, far þú í friði. Bergþóra Þorsteinsdóttir. Elsku afi minn. Það var svo sárt þegar ég frétti að þú hefðir kvatt þennan heim. Tilfinningarnar eru blendnar, það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn, en allar góðu minningarnar flæða upp í huga mínum um allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Ég hef ákveðið að vera ekki sorgmæddur heldur að gleðjast, ég fagna lífi þínu og að þú fékkst að vera hjá okkur á þessari jörðu þetta lengi. Ég vil bara segja að ég elska þig og Guð blessi þig. Hvíldu í friði, elsku afi minn. David (Dabbi). ✝ Jón Guðmundur Þorsteinn Jó-hannsson fæddist 12. desem- ber 1915. Hann andaðist á elli- heimilinu Grund 4. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskapellu 12. febr- úar JÓN G. Þ. JÓHANNS- SON ✝ Páll M. Guð-mundsson fædd- ist á Neistastöðum í Flóa 13. febrúar 1918. Hann lést á Sól- vangi í Hafnarfirði 17. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Gunn- arsdóttir, f. í Vatns- dal í Eystra-Hreppi 23.11. 1891, d. 27.9. 1964, og Guðmundur Guðmundsson, f. í Seli í Holtum 28.8. 1888, d. í Hafnarfirði 26.6. 1981. Páll kvæntist 1941 Ingibjörgu Jónsdóttur, f. í Mósgerði í Fljótum 22.11. 1917, d. 8.1. 1989, þau bjuggu í Hafnarfirði. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru fimm: 1) Anna, f. 26.7. 1939, var gift Sig- ursteini Húbertssyni, f. 1.6. 1932, þau eiga þrjú börn. Þau slitu sam- vistir. Sambýlismað- ur Eiður Hilmars- son, f. 8.7. 1937. 2) Guðrún, f. 15.9. 1943, gift Sigurgeiri Þóri Jónassyni, f. 13.5. 1941, þau eiga þrjú börn. 3) Rúnar, f. 2.3. 1945, kvæntur Sif Eiðsdóttur, f. 29.3. 1945, þau eiga fjögur börn. 4) Reyn- ir, f. 2.3. 1945. 5) El- ín, f. 1.12. 1949, gift Aðalsteini Ísakssyni, f. 30.10. 1943, þau eiga fjögur börn. Barnabarnabörn Páls og Ingi- bjargar eru 24. Páll kvæntist 16.5. 1977 eftirlif- andi eiginkonu sinni Guðrúnu Est- her Halldórsdóttur, f. 27.10. 1933, þau bjuggu í Hafnarfirði. Útför Páls var gerð í Kapellunni í Hafnarfirði í kyrrþey 24. janúar. Fyrsta skiptið sem ég man eftir Palla afa mínum var þegar ég fékk að fara suður í heimsókn til ættingja og gisti ég þá venjulega hjá Önnu frænku minni. Afi bjó hjá henni þegar hann var í landi en hann var á sjó mest alla ævi sína, fyrst á togurum frá Hafnarfirði og síðan á togurum frá Bæjarútgerð Reykjavíkur og vann hann yfirleitt í vél þessara skipa. Ég man svo vel eftir gjöfunum sem afi gaf okkur krökkunum og sérstak- lega jólagjöfunum sem hann sendi okkur þegar við vorum lítil, það var alltaf mest spennandi að opna pakka frá Palla afa. Innihaldið í þessum miklu gjöfum var oftast keypt í út- löndum þegar farnir voru sölutúrar á togurum sem hann var á. Þetta voru bílar og annað dót sem yfirleitt gekk fyrir rafhlöðum en svona dót sást ekki á þessum tíma, a.m.k. ekki á Blöndu- ósi, hann hafði mjög gaman af því að kaupa miklar gjafir og vera svolítið örlátur og kannski ríflega það. Þegar Palli afi kom norður í heim- sókn sagði hann mér sögur af sjónum og man ég þær nokkrar enn. T.d. þeg- ar siglt var á stríðsárunum og ekki mátti vera ljóstýra um borð svo ekki sæist til ferða þeirra. Minnisstæðust er sagan af því þeg- ar hann slasaðist og missti framan af fingrum annarrar handar, svo gerði hann bara grín að því en ég ætla ekki að fara nánar út í það hér. Þegar ég fór í skóla suður bjó ég hjá Palla afa og Esther, þar var gott að vera. Þau höfðu skapað sér fallegt heimili sem afi var mjög stoltur af, það mikið að stundum var hann smá montinn með þetta nýja heimili sitt, ég skildi hann vel því allt var svo snyrtilegt og fínt hjá þeim. Þennan tíma sem ég bjó hjá þeim kynntist ég afa betur en ég hafði gert áður og þakka ég fyrir þær stundir sem ég átti með honum. Afi var nýlega hættur á sjónum þegar ég bjó hjá honum og ætlaði hann að hætta að vinna, en það hent- aði honum ekki og fékk hann vinnu sem vaktmaður í togurum hjá Bæj- arútgerðinni í mörg ár eftir það. Veikindi höfðu hrjáð afa í nokkur ár og þurfti hann að dveljast á sjúkra- húsi. Hann hefur nú fengið hvíld frá þessum erfiðu veikindum og fær nú önnur verkefni í veröld sem við þekkj- um ekki en eigum öll eftir að kynnast að lokum. Elsku Esther, ættingjar og vinir, guð veri með ykkur öllum. Jónas Þór Sigurgeirsson. PÁLL M. GUÐMUNDSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.