Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-herra sagði í ræðu sinni áviðskiptaþingi Verslunar-ráðs Íslands í gær að vaxta- lækkunarferill Seðlabanka Íslands hafi farið of seint og of hægt af stað. Hon- um virtist stundum að vextir séu ekki alltaf ákveðnir til þess að hafa áhrif á verðbólguna heldur sendir til þess að elta hana. „Þannig á ekki að nota vexti. Vaxtaákvarðanir verða að vita að fram- tíðinni vegna þess hve hægt vaxta- breytingar virka sem efnahagstæki.“ Davíð sagði áhyggjur af hárri stöðu krónunnar um þessar mundir alls ekki óraunhæfar eða ómálefnalegar. Það sé hins vegar ekki lengur ríkisstjórnar- innar að ákvarða rétt gengi og gefa fyr- irmæli til Seðlabanka um að verja þá skráningu hvað sem tautar og raular. Flestir hafi fagnað þeim breytingum á starfsháttum og talið þær löngu tíma- bærar. „Hitt er annað mál, að það tekur okkur tíma að læra á hin nýju skilyrði og stundum er talað til ríkisstjórnar- innar eins og hún hafi þetta ennþá á valdi sínu og henni beri að tryggja að gengið sé rétt skráð og hagfellt fyrir atvinnulífið. Nú er hins vegar svo kom- ið að menn verða að horfa fremur í eig- in barm en til ríkisvaldsins, því for- ráðamenn fyrirtækja, að minnsta kosti samanlagðir, hafa mun meiri áhrif í þessum efnum, en sjálft ríkið og við eigum endilega að líta á þá breytingu sem öruggt merki framfara, en ekki sem afturför,“ sagði Davíð. Breyta erlendum skuldum í innlendar Að mati Davíðs hefur markaðurinn, við skráningu á gengi, tekið inn að verulegu leyti væntingar vegna stór- iðju. Lækkandi vextir Seðlabanka Ís- lands og stigvaxandi uppkaup hans á gjaldeyri, sem er notaður til að greiða niður skammtímaskuldir, ættu að stuðla að betra jafnvægi þegar fram í sækir þannig að útflutningsgreinarnar geti búið við þolanlega stöðu gengis. „Ríkið hlýtur einnig að velta fyrir sér við þessar aðstæður, hvort það geti breytt erlendum skuldum sínum í inn- lendar,“ sagði Davíð „þótt það verði vitaskuld að geta þess um leið að slíkar aðgerðir leiði ekki til ótímabærrar hækkunar á innlendum vöxtum.“ Hann segir þessa umræðu sýna, svo ekki verði um villst, mikilvægi þess að Íslendingar haldi áfram að hafa sína eigin mynt og „Allt tal um hvert v eða hvort gengið yrði fullkomlega ákvarðanir þar að fjarlægum Seðlaba an áhuga á, og æt áhuga á því, sem smáum hluta sam is.“ Keppikefli að af atvinnu Davíð sagði a vissulega aukist á sé þó með því læ þessum heimshlu bætur eru lágar og sem er eftirsókna isbótum, fjarri því reynd að kaupmát hækkað umtalsver árum. Meginkepp vera að koma sem um, fremur en að h Og þótt hlutfall lágt á Íslandi mið kvarða sættu Ísle það. „Vinnufúsir Davíð Oddsson sagði á viðskiptaþingi að vaxtalækkun Engin g huga að ska Staða Íslands meðal hag- sældarríkja var rædd á viðskiptaþingi Versl- unarráðs Íslands í gær. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sagði umræðuna um vaxtastefnu Seðla- bankans og hátt gengi krónunnar sýna mikilvægi þess að Íslendingar hafi sína eigin mynt og peningamálapólitík. Meðal þeirra sem f sendiherra í Japan arsson, forstjóri K Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði skattamál og vaxtamál að umræðuefni í ræðu sinni á viðskiptaþingi. SIGURÐUR Einarsson, forstjóri Kaupþings,sagði að engin ástæða væri til að ætla að tíma- bil hagvaxtar hér á landi sé á enda, í ræðu á Við- skiptaþinginu í gær. Hann sagði að hagvöxturinn myndi þó vart koma lengur frá hagræðingu held- ur þyfti nú að sækja hann út fyrir landsteinana. „Á meðan atvinnulíf okkar er frjálsara en gerist í grannríkjunum og skattar lægri, getur Ísland náð samkeppnisforskoti,“ sagði Sigurður. Þá sagði hann að í sókn Kaupþings á erlenda markaði hafi aðilar úr ýmsum áttum gert fyr- irtækinu erfitt fyrir og meðal annars sett af stað tilhæfulausar sögusagnir. „Mér hefur oft virst sem stjórnmálamenn átti sig alls ekki á því hve orð þeirra geta vegið þungt þegar til þeirra er vitnað á erlendum vettvangi og það er fyrirtækjum síst til góðs þegar þau verða að bitbeini á vettvangi stjórnmálanna.“ Sigurður sagði að forsvarsmenn félagasamtaka og fréttamenn mættu hafa það í huga að atvinnu- lífinu stafaði mikil ógn af því „offorsi sem oft hef- ur einkennt umræðu um einstök fyrirtæki á ákveðnum tímabilum“. Þannig hefðu tilraunir Kaupþings til að ná fótfestu í Svíþjóð, með kaup- unum á JP Nordiska, nær runnið út í sandinn vegna þess hver margir keppinautar á Íslandi og gagnrýnendur hefðu reynt að leggja stein í götu Kaupþings. Sigurður sagði að í ljósi óþægilega sterkrar stöðu krónunnar væri illskiljanlegt að Seðlabank- inn skyldi ekki hafa keypt meiri gjaldeyri en raun ber vitni. Þá sagðist hann telja að Íslendingar ættu að stórauka gjaldeyrisvaraforða sinn á næstu miss- erum og að miða ætti við nokkurra ára innflutning í stað 3–5 mánaða innflutning. Japanir spenntir fyrir vetnismálum Í ræðu sinni á þinginu sagði Ingimundur Sigfús- son, sendiherra Íslands í Japan, að allt að 30 Jap- anir hefðu komið til Íslands frá því í haust, ein- vörðungu til að kynna sér hugmyndir um vetnissamfélagið. Hann sagði að fátt heillaði Jap- ani meira en orkumál Íslendinga. „Japönsk fyr- irtæki, t.d. Toyota, Honda og mörg fleiri, eru mjög framarlega í rannsóknum á sviði prófana á notkun efnarafala og vetnis. Þau hafa því mikinn áhuga á að kynnast hugmyndum okkar um vetnissam- félagið á Íslandi,“ sagði Ingimundur. Ingimundur sagði Ísland vera lítt þekkt í Japan en sendiráðið ynni markvisst að því að kynna land og þjóð. Um 2.500 Japanir kæmu árlega til Íslands og að talan hefði haldist óbreytt í um áratug. Nauðsynlegt að leita á erlenda markaði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í ræðu sinni að nauðsynlegt væri fyrir íslensk fyr- irtæki að leita á erlenda markaði. „Íslenska hag- kerfið er örsmátt. Í vaxandi alþjóðlegri samkeppni verða fyrirtækin að leita út til að skapa sér nýjan markað og til þess að auka umsvif sín til að verða samkeppnisfær í kostnaði,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að til að þetta væri unnt þyrfti að tryggja fyrirtækjum viðskiptafrelsi. Jafnframt væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að stjórn- völd hér á landi huguðu að einhverju sem skapaði þeim forskot í alþjóðlegri samkeppni, til dæmis skattaumhverfi. Þá sagði hann að nú sem aldrei fyrr væri útrás íslenskra fyrirtækja þekking- arútrás. „Við erum ekki lengur hráefnisframleið- endur heldur útflytjendur þekkingar sem krefst menntunar í fremstu röð,“ sagði Sigurður. Hagvöxturinn kemur að utan „ALMANNARÓMUR“ EÐA STAÐREYNDIR? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætis-ráðherraefni Samfylkingarinnar, kom í samtali við Morgunblaðið í gær ekki fram með neinar frekari útskýring- ar á þeim ásökunum á hendur opinberum stofnunum, sem hún setti fram í ræðu sinni í Borgarnesi um síðustu helgi. Hún segir þvert á móti nú að það sé af og frá að hún hafi verið að saka embætti rík- islögreglustjóra og skattrannsóknar- stjóra um að hafa aðrar ástæður en fag- legar og málefnalegar fyrir rannsókn á annars vegar málum tengdum Baugi og hins vegar Norðurljósum. Ingibjörg Sól- rún segir að slík túlkun á orðum hennar sé „rifin úr öllu samhengi“ við það sem hún sagði í ræðunni. Það þarf þó ekki annað en að lesa aftur þann kafla ræð- unnar, sem vitnað var til hér í leiðara Morgunblaðsins sl. þriðjudag, til að sjá að slíkur skilningur er afar nærtækur, einmitt vegna samhengisins sem hún sjálf setti í orð sín um rannsókn á þessum fyrirtækjum: „Sama má segja um Baug, Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefnalegum og faglegum forsendum eða flokkspólitískum? Ertu í liði for- sætisráðherrans eða ekki – þarna er ef- inn og hann verður ekki upprættur nema hinum pólitísku afskiptum linni og hinar almennu gagnsæju leikreglur lýðræðis- ins taki við.“ Það er engin leið önnur en að skilja þetta svo að gefið sé í skyn að þær stofn- anir, sem hafa með höndum opinbera rannsókn á tveimur þeirra fyrirtækja, sem Ingibjörg Sólrún nefnir, láti stjórn- ast af flokkspólitískum sjónarmiðum. Það er alvarleg ásökun, raunar ásökun um lögbrot, eins og fram kom hér í blaðinu í gær. Ingibjörg Sólrún dregur nú í land. Hún segir í samtalinu við Morgunblaðið í gær: „Það sem ég var að tala um í ræðu minni er þessi skortur á trausti sem er orðinn í íslensku samfélagi. Fólk treystir ekki stofnunum samfélagsins … Ég færði rök fyrir því að það mætti m.a. rekja til þess að það væri búið að skapa þannig andrúmsloft í samfélaginu m.a. vegna pólitískra afskipta af ýmsum toga.“ En jafnframt gefur Ingibjörg Sólrún sér það að „þessar stofnanir [t.d. ríkislögreglu- stjóri, fjármálaeftirlit og Samkeppnis- stofnun] sinni sínu eftirlitshlutverki á al- gjörlega málefnalegum og faglegum forsendum. Ég gef mér það.“ Hvar er samræmið í þessu tvennu? Ingibjörg Sólrún vitnar í Morgun- blaðssamtalinu til „almannaróms“ og segir jafnframt: „Þegar gripið er til ein- hverra aðgerða, burtséð frá því hverjar þær eru, þá vakna þær spurningar hjá fólki hvort þessar aðgerðir séu af fagleg- um og málefnalegum toga eða hugsan- lega einhverjum öðrum. Það þarf ekki að vera með réttu sem þær röksemdir eða grunsemdir vakna hjá fólki, þær þurfa ekki endilega að eiga sér stoð í raunveru- leikanum, en andrúmsloftið í samfélag- inu er orðið þannig að þessi umræða kemur upp og menn geta ekki horft fram hjá því.“ Ef forsætisráðherraefni Samfylking- arinnar hefur áhyggjur af andrúmslofti grunsemda um annarlegan tilgang með aðgerðum stjórnvalda, er þá ástæða til að hún ýti sjálf undir slíkar grunsemdir með málflutningi eins og þeim, sem hún hafði uppi í Borgarnesi - einkum og sér í lagi ef hún hefur fullt traust á umræddum stofn- unum? Og skiptir það ekki máli í þessu efni hvað er rétt og hvað rangt, hvað á sér stoð í raunveruleikanum og hvað ekki? Getur ábyrgur stjórnmálamaður leyft sér að styðjast við almannaróm en láta staðreyndir lönd og leið? SKYNSAMLEGAR AÐGERÐIR Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aðverja 6,3 milljörðum í fram-kvæmdir til að auka atvinnu í landinu á næstu mánuðum er réttmæt og skynsamleg. Ástandið í atvinnumálum er erfitt og að öllu óbreyttu hefur verið útlit fyrir að það gæti haldið áfram að versna. Fyrir nokkrum dögum var greint frá því að atvinnulausum hefði fjölgað um rúmlega þúsund frá áramótum og að at- vinnuleysi mældist nú 4% samanborið við 3% í desembermánuði. Á sama tíma í fyrra mældist atvinnuleysi 2,6%. Það er hins vegar jafnframt ljóst að þetta ástand er tímabundið vegna þeirra stórframkvæmda við virkjanir og álver sem framundan eru og munu leiða til verulegrar þenslu á næstu árum. Þá má gera ráð fyrir að ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta muni á næstu mánuðum smám saman fara að hafa áhrif í hagkerfinu og ýta undir fjárfestingar og framkvæmdir á vegum einkaaðila. Vaxtalækkanir eru hins vegar lengi að hafa áhrif og því ber að fagna þeirri innspýtingu sem felst í ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Aðgerðirnar sem kynntar voru af leið- togum ríkisstjórnarinnar eru miðaðar við næstu átján mánuði og verður 4,3 milljörðum varið til vegaframkvæmda, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem lands- byggðinni, 700 milljónum til atvinnuþró- unarátaks á vegum Byggðastofnunar og milljarði til byggingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Það er mat ríkisstjórnarinnar að þessar aðgerðir muni skapa hundruð starfa á næstu mánuðum. Þau störf verða ekki einungis í beinum tengslum við framkvæmdirnar sem fyrirhugaðar eru heldur mun hin mikla innspýting fjármagns í hagkerfið hafa áhrif í fleiri greinum. Ákvörðunin um fjármögnun fram- kvæmdanna hefur sömuleiðis jákvæð áhrif. Stefnt er að því að selja 2% hlut ríkisins í Búnaðarbanka og 9% hlut í Landsbanka á almennum markaði auk þess að bjóða út 40% hlut ríkisins í Ís- lenskum aðalverktökum með svipuðum hætti og gert var þegar ríkisbankarnir voru seldir á sínum tíma. Davíð Oddsson forsætisráðherra benti réttilega á það í ræðu á Viðskipta- þingi Verslunarráðs Íslands í gær að að- gerðir sem þessar „til að draga úr at- vinnuleysi eru þó í raun yfirleitt ekki til mikils gagns þegar til lengri tíma er horft, en þetta er réttlætanlegt, nú þeg- ar við brúum bil þar til að mestu fram- kvæmdir Íslandssögunnar hefjast af fullri alvöru“. Með því fyrirkomulagi sem hefur verið ákveðið er tryggt að að- gerðirnar eru tímabundnar. Þær miða að því að skapa störf hjá einkafyrirtækj- um í stað þess að fjölga starfsmönnum hins opinbera sem síðan gæti orðið erfitt að fækka á nýjan leik. Önnur afleiðing hinna boðuðu aðgerða er að enn er hald- ið áfram að færa fyrirtæki úr ríkiseigu í einkaeigu. Það eitt og sér er fagnaðar- efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.