Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 42. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 mbl.is Þrír einleikarar Vovka Azhkenazy, Judith Ingólfsson og Bryndís Halla Gylfadóttir | Listir 23 Afturelding áfram Spenna í bikarnum í handknatt- leik | Íþróttir 41/43 Gettu betur Flensborg og MR ríða á vaðið | Fólk 51 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra boðaði skattalækkanir í ræðu sinni á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Ís- lands í gær. Í samtali við Morgun- blaðið sagði hann að fastmótuð áætl- un um skattalækkun yrði lögð fram á næstu vikum en meðal þess sem þyrfti að huga að væri lækkun á beinum sköttum fólks, afnám eigna- skatts og lækkun skatta á helstu nauðsynjar. Lækkanirnar muni koma til framkvæmda á næsta kjör- tímabili. Raunhæfar væntingar „Sterk staða ríkissjóðsins nú og tekjuaukinn sem sannarlega mun fylgja hagvextinum gerir það að verkum að það er engin goðgá að huga að breytingum á sköttum í rétta átt, til lækkunar, en ekki hækk- unar,“ sagði Davíð á viðskipta- þinginu í gær. Í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð að þó svo að ýmsir skattar hefðu verið lækkaðir undanfarið, s.s. hátekjuskattur, eignaskattur og tekjuskattur, þá væri staða ríkis- sjóðs nú svo sterk að ekki væri óeðli- legt að gera áætlun um hvernig lækka mætti skatta í áföngum á næsta kjörtímabili. „Ég tel að staðan sé orðin slík að það sé hægt að gefa raunhæfar væntingar um það. Og jafnframt tryggja sterka stöðu rík- issjóðs og möguleika okkar á því að halda hér uppi þeirri þjónustu og vel- ferð sem við öll viljum,“ sagði Davíð. Aðspurður hvaða skattar yrðu lækkaðir sagði Davíð að nákvæm áætlun um það yrði birt innan nokk- urra vikna. Hann nefndi sem dæmi beina skatta fólks og um leið þyrfti að huga að persónuafslættinum. Einnig þyrfti að taka á erfðafjár- skattinum sem væri gamaldags og sköttum á mestu nauðsynjar hverrar fjölskyldu. Þá mætti afnema eigna- skattinn. „Það er þegar búið að minnka eignaskattinn um rúmlega helming og það er ekkert mál að af- nema hann,“ sagði Davíð og bætti við að flestar þjóðir væru þegar búnar að því. „Ég held að það þurfi að skoða skattkerfið í heild sinni og sýna með fastmótaðri áætlun fram á hvernig hægt sé að gera skattkerfið öllum landsmönnum hagstæðara,“ sagði Davíð. Í ræðu sinni á viðskiptaþingi gagn- rýndi forsætisráðherra Seðlabanka Íslands og sagði hann hafa byrjað vaxtalækkunarferil sinn of seint. Það væri ein af ástæðunum fyrir því að gengi krónunnar væri óþarflega hátt. Lækkandi vextir myndu þó stuðla að betra jafnvægi í gengismál- um þegar fram í sækir. Við þessar aðstæður hlyti ríkisstjórnin að velta því fyrir sér hvort hún geti breytt er- lendum skuldum í innlendar skuldir. „Alltof háir“ vextir og óstöðugt gengi Bogi Pálsson, formaður Verslun- arráðs Íslands sagði í ræðu sinni að stjórnendur í íslensku atvinnulífi hefðu helst áhyggjur af stöðu gengis- og vaxtamála. Þar yrði að ná viðun- andi jafnvægi. Vextir væru hér „allt- of háir“ sem skerti samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja verulega og hin sterka staða krónunnar kæmi hart niður á útflutningsfyrirtækjum. Nauðsynlegt væri að lækka vexti enn frekar. Skattar verði lækkaðir Forsætisráðherra segir að áætlun um skattabreytingar verði kynnt á næstu vikum Vill afnema eignaskatt, lækka beina skatta og skatta á helstu nauðsynjar  Engin goðgá/26 GEORGE Tenet, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði í gær að sérfræðingar hennar væru að rannsaka hljóðupptöku, sem sögð er geyma nýtt ávarp frá Osama bin Laden, til að ganga úr skugga um hvort þar væru vísbendingar um að samtök hans, al- Qaeda, hygðust fremja hryðjuverk á næstu dögum. „Ef þetta er merki um að árás sé yfirvofandi, erum við að rannsaka það,“ sagði Tenet á fundi með hermálanefnd öldungadeildar Banda- ríkjaþings. Hann bætti við að sérfræðing- ar CIA í arabísku væru að kanna hvort í ávarpinu kynnu að vera dulin skilaboð til liðsmanna al-Qaeda. Tenet benti á að slík ávörp frá bin Lad- en hefðu áður verið send út skömmu fyrir árásir al-Qaeda. Tengsl við Íraka sönnuð? Talsmaður þýsku stjórnarinnar sagði í gær að í ávarpi bin Ladens væri ekkert sem benti til tengsla milli al-Qaeda og stjórnar Saddams Husseins Íraksforseta og lýsti ávarpinu sem „lið í fjölmiðlaher- ferð“ samtakanna. Talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta sagði að þessi ummæli væru „óskiljanleg“ og bentu til þess að þýska stjórnin væri „í afneitun“ þar sem ávarpið sannaði að tengsl væru á milli Íraksstjórnar og al-Qaeda. Gæti verið merki um yfirvofandi hryðjuverk Sérfræðingar CIA rann- saka ávarp bin Ladens Washington. AFP.  Höfðust við í skotgröfum/16 Osama bin Laden STARFSMAÐUR byggingavöruverslunar í Falls Church í Virginíu afgreiðir viðskiptavini sem keyptu ýmsan varning til að verjast hugsanlegum hryðju- verkum. Biðraðir mynduðust í bandarískum verslunum eft- ir að yfirvöld hvöttu almenning til að birgja sig upp af vatnsflöskum, rafhlöðum, plastklæðningu, sterku límbandi og öðrum varningi vegna hættu á árásum með efna- og sýklavopnum eða geislasprengjum. Bandarískir embættismenn segja að hættan á slíkum árásum sé nú meiri en nokkru sinni fyrr frá hryðju- verkunum 11. september 2001. Hermenn voru á varðbergi við mikilvægar byggingar í Washington, herþotur flugu yfir borgina og loftvarnaratsjám og búnaði til að skjóta flugskeytum var komið fyrir í grennd við hana. Reuters Mikill öryggisviðbúnaður í Bandaríkjunum STJÓRN Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar, IAEA, lýsti því yfir í gær að stjórn Norður-Kóreu hefði gerst brotleg við alþjóðasáttmála sem miðast að því að hindra út- breiðslu kjarnavopna. Stofnunin vísaði málinu til örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna og það gæti orðið til þess að ráðið sam- þykkti efnahagslegar eða pólitískar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Yfirmaður stofnunarinnar, Moha- med ElBaradei, sagði þó að stjórn hennar væri andvíg því að gripið yrði strax til slíkra aðgerða. Stjórn Rússlands, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna í stjórn IAEA ásamt Kúbu, sagði að ekki væri tímabært að öryggisráðið tæki málið fyrir. George Tenet, yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, sagði í gær að Norður-Kóreumenn ættu að öllum líkindum eitt eða tvö kjarna- vopn og gætu nú þegar skotið kjarn- orkueldflaugum á vesturströnd Bandaríkjanna. Reuters Yfirmaður CIA telur N-Kóreu geta skotið eldflaugum á Bandaríkin. Brutu kjarnorku- sáttmála N-Kóreumálinu vísað til öryggisráðs SÞ Vín. AFP. RONALD Asmus, sem stýrði Evr- ópudeild bandaríska utanríkisráðu- neytisins í forsetatíð Bills Clintons, telur að sundrungin í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna Íraks- deilunnar kunni að vera svo mikil að ekki verði lögð fram ný ályktun um málið. Þetta kemur fram í viðtali við Asm- us í Morgunblaðinu í dag. „Hugsan- legt er að sundrungin sé í reynd svo mikil að ekki verði gengið til atkvæða um þetta mál; að engin ný ályktun verði lögð fram. Staðreyndin er sú að það hefði mun alvarlegri afleiðingar fyrir Sameinuðu þjóðirnar ef lögð væri fram ályktun, sem einhver myndi síðan beita neitunarvaldi gegn, heldur en ef menn verða sammála um að vera ósammála í Íraksmálunum,“ segir Asmus. Sendiherrum ríkja Atlantshafs- bandalagsins tókst ekki í gær að leysa deiluna innan bandalagsins um und- irbúning hugsanlegs stríðs í Írak. Engin ný ályktun lögð fram?  Sambandið/15 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.