Morgunblaðið - 13.02.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.02.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BOÐAR SKATTALÆKKUN Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði skattalækkun í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í gær. Sterk staða ríkissjóðs og tekjuauki vegna hag- vaxtar gerðu þetta mögulegt, ef rétt væri haldið á spilunum. Þá gagn- rýndi hann Seðlabankann fyrir að lækka vexti seint og sagði það m.a. hafa stuðlað að óþarflega háu gengi. Ná til Bandaríkjanna George Tenet, yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar, sagði í gær að Norður-Kórea réði yfir kjarn- orkueldflaugum sem gætu hæft skotmörk í Bandaríkjunum. Sama dag lýsti Alþjóðakjarnorku- málastofnunin því yfir að stjórn N- Kóreu hefði brotið alþjóðasáttmála til að hindra útbreiðslu kjarn- orkuvopna. 19–40% hærri gjöld Árið 2002 greiddu íbúar á höf- uðborgarsvæðinu að meðaltali 19– 40% hærri fasteignagjöld en þeir gerðu árið 2000. Verðbólga var 15% á tímabilinu. Fasteignagjöld eru að meðaltali lægst í Reykjavík en hæst í Kópavogi. Fasteignaskattur er lægstur í Garðabæ en hæstur á Sel- tjarnarnesi og í Hafnarfirði. Þungorðir þingmenn Bandarískir þingmenn hafa látið þung orð falla í garð Frakka og Þjóðverja vegna stefnu þeirra í mál- efnum Íraks. Rætt hefur verið um viðskiptaþvinganir gegn Frökkum og að draga bandarískt herlið frá Þýskalandi. Met í blindskák Helgi Áss Grétarsson stórmeist- ari setti Íslandsmet í blindskák- arfjöltefli í gær þegar hann tefldi við 11 skákmenn í höfuðstöðvum Olís. Helgi Áss vann fimm skákir, gerði tvö jafntefli og tapaði fjórum. Hann þurfti rúmlega tvo og hálfan tíma til að slá metið. Microsoft á Íslandi Á næstu mánuðum mun stórfyr- irtækið Microsoft setja á fót eigin skrifstofu hér á landi og hefur Elvar Steinn Þorkelsson, fyrrv. forstjóri Teymis hf., verið ráðinn fram- kvæmdastjóri. Fyrirtækið vill styrkja stöðu sína hér á landi. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F FLUGFISKUR AUGLÝSINGAR FÓLK Ferskum fiskflökum er nú flogið beint frá Ís- landi á Humber svæðið í Englandi. Athyglisverðustu aug- lýsingar ársins verða valdar fljótlega. Þórdís Sigurðardóttir hef- ur tekið við starfi for- söðumanns MBA-náms við Háskólann í Reykjavík FLUGFISKUR/4 ATHYGLIVERÐUSTUR/6 SKREFI/11 VANSKIL hjá innlánsstofnunum minnkuðu á síðasta fjórðungi síðasta árs eftir nær stöðugan vöxt frá ársbyrjun 2001, sam- kvæmt tölum Fjármálaeftir- litsins um vanskil um- fram einn mánuð. Vanskil námu um síð- ustu áramót ríflega 26 milljörðum króna og voru um 3,52% af útlánum. Vanskil drógust saman hjá bæði fyrirtækjum og einstaklingum á síðasta fjórðungi. Vanskil einstaklinga námu rúm- um 11 milljörðum króna eða um 6,14% af útlánum en vanskil fyrirtækja voru rúmir 15 milljarðar króna sem eru 2,68% af út- lánum. Björn Björnsson, aðstoðarforstjóri Ís- landsbanka, segir að vanskil í bankanum hafi stöðugt minnkað frá því í september 2001. Vanskil í bankanum hafi einnig minnkað umtalsvert í krónum talið, þar sem útlán hafi dregist lítillega saman á sama tímabili. Björn segir að svo virðist sem einstaklingar séu nú gætnari í lántök- um, fyrirtæki fari gætilegar í fjárfest- ingum og fjármálastjórn hafi almennt batnað. Eins hafi starfsmenn bankans lagt sig fram við að leysa þau vandamál sem upp hafa komið. Vanskil séu því ekki al- varlegt vandamál í bankanum í dag. Þór Þorláksson, framkvæmdastjóri áhættustýringasviðs Landsbankans, telur að vanskil hafi náð ákveðnu hámarki á síð- ari hluta síðasta árs. Þróunin verði von- andi sú að enn dragi úr vanskilum. Hann segir mörg dæmi um að fyrirtæki og ein- staklingar hafi komið skipulagi á sín fjár- mál og það skýri að hluta minni vanskil. Jafnframt sé nú verið að vinna úr gjald- þrotum fyrirtækja og einstaklinga og af- skrifa lán þeirra. Hann segir vanskil enn meiri en þegar þau voru minnst fyrir um 3 til 4 árum en mun minni en fyrir um ára- tug. V I Ð S K I P T I Dregur úr vanskilum Í fyrsta sinn eftir stöðugan vöxt í tvö ár                         STÓRFYRIRTÆKIÐ Micro- soft Corporation mun á næstu mánuðum setja á fót eigin skrif- stofu hér á landi. Elvar Steinn Þor- kelsson, fyrr- verandi for- stjóri Teymis hf., hefur ver- ið ráðinn framkvæmda- stjóri Micro- soft Ísland og verður hann ábyrgur fyrir starfsemi Microsoft hér á landi. Elvar var ábyrgur fyrir öllu sölu- og markaðsstarfi Oracle Corporation á Íslandi frá árinu 1991 og stofnaði fyrirtækið Teymi hf. ásamt Opnum kerfum og Tæknivali árið 1995. Hann var forstjóri fyrirtækisins þar til síðastliðið haust er Teymi og Skýrr sameinuðust. Alfarið í eigu Microsoft Elvar segir að til að byrja með verði starfsemi Microsoft Ísland stýrt frá Microsoft í Danmörku, og eins og þar í landi verði fyr- irtækið alfarið í eigu Microsoft. Hann segir að ástæðan fyrir því að Microsoft vilji koma sér fyrir á Íslandi sé sú að fyrirtækið vilji styrkja stöðu sína hér á landi, með samhæfðu og öflugu sam- starfi við sína samstarfsaðila. Horft verði til núverandi sam- starfsaðila jafnt sem nýrra aðila, sem séu tilbúnir að bjóða fram krafta sína og virðisauka til handa viðskiptavinum Microsoft hér á landi. Í annan stað sé mik- ill vilji fyrir því að reyna að koma höfundarréttarmálum í viðunandi horf fyrir Microsoft, en þau séu alls ekki í góðu lagi hér á landi. Á fullri ferð í þróun „Áhrifa Microsoft gætir á öllum stigum upplýsingatækninnar. Með .NET-grunntækninni býður Microsoft þá tækni, sem gerir næstu kynslóð Netsins að veru- leika. Microsoft er á fullri ferð í þróun þessarar grunntækni, sem gerir kleift að allar núverandi upplýsingar má hagnýta og dreifa, óháð stýrikerfum, gagna- grunnum eða forritunarmálum. Markaðssetning á XP og Of- fice XP hefur gengið mjög vel frá því að þessi hugbúnaður kom á markað, og ennfremur ýmiss konar annar hugbúnaður og tölvubúnaður, sem Microsoft markaðssetur. Á næstu mánuð- um og misserum verður engin breyting á, nýjar vörur, nýjar út- gáfur munu líta dagsins ljós á öllum sviðum starfseminnar. Ég hlakka því mikið til þess að vera í forsvari fyrir þetta stærsta og öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki heims á Íslandi,“ segir Elvar. Helstu samstarfs- aðilarnir fjórir Tölvudreifing hf. sér um dreif- ingu á öllum Microsoft hugbún- aði á Íslandi. Þá eru Aco-Tækni- val hf., EJS hf., Opin kerfi hf. og Nýherji hf. helstu söluaðilar Microsoft hér á landi. Á síðasta ári var greint frá því að Microsoft Corporation hefði keypt danska fyrirtækið Navi- sion Software, sem varð í fram- haldinu hluti af Microsoft Bus- iness Solutions. Navision er dreifingaraðili fyrir viðskipta- lausnir Microsoft. Navision Ís- land dreifir þeim hugbúnaði hér á landi. Microsoft með skrifstofu á Íslandi Elvar Steinn Þorkelsson, fyrrverandi forstjóri Teymis, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Microsoft Ísland, sem verður alfarið í eigu fyrirtækisins Microsoft Corporation Elvar Steinn Þorkelsson  Miðopna: Auglýsingaverðlaun ÍMARK og SÍA Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Erlent 14/16 Minningar 30/33 Höfuðborgin 17 Skák 35 Akureyri 18 Bréf 36 Suðurnes 19 Kirkjustarf 34 Landið 20 Dagbók 38/39 Neytendur 21 Fólk 44/49 Listir 22/23 Bíó 46/49 Umræðan 24/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * VÍSITALA neysluverðs í febrúar 2003 er 224,3 stig og lækkaði um 0,18% frá í janúar. Ef ekki er reiknað með kostn- aði við húsnæði er vísitalan 220,9 stig og lækkaði um 0,36% frá í janúar. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3% sem jafngildir 1,1% verðbólgu á ári. Í fréttatilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að vetrarútsölur leiddu til 5,7% verðlækkunar á fötum og skóm. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 0,9%. Síðustu 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% og án húsnæðis um 0,3%. Í hálffimmfréttum Búnaðarbanka Íslands í gær kemur fram að greining- ardeild bankans hafði spáð að vísitala neysluverðs myndi standa í stað milli mánaða. „Vetrarútsölur leiddu til 5,7% verðlækkunar á fötum og skóm sem er svipuð lækkun og hefur verið síð- ustu ár milli janúar og febrúar. Hins vegar er heildarlækkun vegna vetr- arútsalna mun meiri en áður hefur mælst, eða samtals 14% lækkun frá því í desember, samanborið við 11% heildarlækkun síðustu árin. Lækkun- in nú er á skjön við verðbreytingar síðustu ára. Fylgni fataliðarins við gengisþróun krónunnar er afar lítil, þrátt fyrir að stærsti hluti hans sé innfluttur. Þessa þróun má væntan- lega rekja til aukinnar samkeppni í greininni. Forvitnilegt verður að sjá hvort vísitalan gengur að fullu til baka á næstu tveim mánuðum, eða hvort styrking krónunnar breytir því mynstri sem verið hefur undanfarin ár,“ segir í hálffimmfréttunum.                                  !" # $%  &'  (( )!"  *+,  -!"   ! " #  !$ !%&#'()  * $! # . /0' ( )!" %&#)*+# & ( ,+,  . 1  !" %+# '#+ $ -" ( +   - 2' &( &  )!" .# #/* $0*#  *!    % +   # (  1(   2  #  !"#$%&% '()"&* (+," -./ 3 3- ! 012 4 4! 3 3- 4 4 4 4 ! 3$ 3#! 3! 4 ! 3 Vísitala jafn- gildir 1,1% verðbólgu á ári Á GOLFVÖLLUM og öðrum túnbreiðum í ná- býli við mannfólkið má stundum sjá gæsir spóka sig í stórum flokkum. Golfvöllur Golf- klúbbs Kópavogs og Garðabæjar er enginn eftirbátur í þeim efnum. Í gær voru gæsirnar einu sinni sem oftar að spígspora um túnin í hægðum sínum þegar hvít grágæs, sem skar sig úr í hópi stallsystra, veittist að vinkonu sinni. Þeirri síðarnefndu varð auðvitað hverft við og gargaði og baðaði út vængjunum. Hin- um gæsunum þótti það hins vegar ekkert til- tökumál. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gargað á golfvellinum MAÐURINN sem lést í vinnuslysi í Grafarvogi á þriðjudag, hét Valdimar Gunn- arsson, til heimilis að Stekkjarbergi 4, Hafnarfirði. Valdimar var fæddur 12. mars 1973. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og 12 ára gaml- an son. Hinn látni féll rúmlega 8 metra niður af vinnupalli í Bryggjuhverfinu í Grafarvog- inum og lenti á steinsteyptu plani með fyrrgreindum afleið- ingum. Vinnueftirlit ríkisins var kvatt á vettvang til að kanna aðstæður á slysstað og er rannsókn málsins í höndum lögreglunnar í Reykjavík. Lést í vinnuslysi KJÓSA þarf á milli séra Kristjáns Vals Ingólfsson- ar, lektors og verkefnis- stjóra, og séra Jóns Aðal- steins Baldvinssonar, sendiráðsprests í Lundún- um, í annarri umferð kosn- ingar um nýjan vígslubisk- up Hólabiskupsdæmis. Kjörnefnd lauk talningu at- kvæða í gær og nú þarf að útbúa nýja kjörseðla til að senda þeim 63 kirkjunnar mönnum sem eru á kjör- skrá. Úrslit ættu að liggja fyrir í marsmánuði. Þrjú biskupsefni voru sérstaklega tilnefnd á kjör- seðli auk þess sem einn prestur til viðbótar hafði gefið formlega kost á sér. Alls bárust 63 gild atkvæði og féllu þannig að sr. Krist- ján Valur hlaut 27 atkvæði, eða 43%, sr. Jón Aðalsteinn fékk 18, sr. Dalla Þórðardóttir, prestur á Miklabæ í Skagafirði, 14 og sr. Guðni Þór Ólafsson, prestur á Mel- stað, 4 atkvæði. Samkvæmt starfsreglum þarf að kjósa á ný milli tveggja efstu manna fái enginn meiri- hluta atkvæða í fyrstu um- ferð. Fái tveir jafnmörg at- kvæði skal kosið á milli þeirra og fái fleiri en tveir jafnmörg atkvæði skal hlut- kesti ráða milli hverra tveggja kosið er. Formaður kjörnefndar er Anna Guð- rún Björnsdóttir lögfræð- ingur og aðrir nefndar- menn Arnfríður Einarsdóttir lögfræðingur og sr. Bragi Friðriksson, fyrrverandi prófastur. Sr. Jón Aðalsteinn Bald- vinsson hefur verið sendi- ráðsprestur í Lundúnum frá árinu 1983 en þjónaði áður Staðarfellsprestakalli. Sr. Kristján Valur Ingólfs- son hefur verið lektor við guðfræði- deild Háskóla Íslands frá árinu 2000 en þjónaði áður á Raufarhöfn, Ísa- firði og Grenjaðarstað. Önnur umferð nauðsynleg í vígslu- biskupskjöri Hólabiskupsdæmis Kosið á milli Kristjáns Vals og Jóns Aðalsteins Séra Kristján Valur Ingólfsson Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson OLÍUFÉLAGIÐ hf. tilkynnti hækkun á eldsneyti í gær- kvöldi og taka breytingarnar gildi frá og með deginum í dag. Lítrinn af bensíni hækkar um 2,60 krónur, lítrinn af dísil- olíu um 2,90 krónur, lítrinn af flotaolíu um 2,70 krónur og svartolíulítrinn um 1,60 krón- ur. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að breytingin endur- spegli mikla hækkun á heims- markaðsverði, en frá áramót- um hafi eldsneyti hækkað á bilinu 19–20% eftir tegundum. Orsök hækkana á heimsmark- aði megi rekja til langvarandi verkfalls í Venesúela, en síð- ustu vikur hafi heimsmarkaðs- verð hækkað meira vegna vax- andi ótta um átök við Persaflóa. 95,60 kr. í sjálfsafgreiðslu Lítrinn af 95 oktana bensíni með fullri þjónustu hjá Olíufé- laginu kostar nú 100,80 krónur og lítrinn af dísilolíu 49,00 krónur. Hjá Esso Express í sjálfsafgreiðslu er bensínlítr- inn á 95,60 krónur. Olíufélag- ið hækkar bensín- verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.