Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Belgíu úrskurðaði í gær að belg- ísk lög heimili að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi, en aðeins þó eftir að hann lætur af embætti. Talsmenn Ísraels- stjórnar brugðust þegar hart við úrskurðinum. Ísraelski sendi- herrann í Brussel var kallaður heim „til skrafs og ráðagerða“ og ísraelska ríkissjónvarpið hafði eftir ónafngreindum stjórnartalsmanni í Tel Aviv að úrskurðurinn væri „hneyksli“. 23 Palestínumenn, sem lifðu af fjöldamorð sem líbanskir bandamenn Ísraela frömdu í flóttamannabúðum í Líbanon árið 1982, eru að reyna að fá Sharon, sem var varnarmála- ráðherra Ísraels á þessum tíma, dreginn fyrir dóm fyrir hans þátt í ábyrgðinni á voðaverkun- um. Ísraelskur dómstóll úr- skurðaði árið 1983 að Sharon hefði borið óbeina ábyrgð á ódæðinu og var hann í kjölfarið þvingaður til að segja af sér. Átök á Filippseyjum GLORIA Arroyo, forseti Fil- ippseyja, fyrirskipaði í gær hernum að taka með áhlaupi að- albúðir stærstu samtaka að- skilnaðarsinnaðra múslima í suðurhluta landsins, eftir að sjö- tíu manns voru sagðir hafa fallið í alvarlegustu átökum sem kom- ið hefur til á þessum slóðum í langan tíma. Stjórnvöld saka MILF, lögleg samtök aðskilnað- arsinna, um að hafa skotið skjólshúsi yfir eftirlýsta öfga- menn í búðum sínum á miðri Mindanao-eyju. Ebóla í Kongó FARALDUR í Lýðveldinu Kongó, sem talinn er orsakaður af ebóla-veirunni illræmdu, hef- ur á síðustu dögum dregið 48 manns til dauða og sýkt marga til viðbótar, eftir því sem hátt- settur embættismaður í höfuð- borginni Brazzaville greindi frá í gær. Talsmenn heilbrigðismála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) í Genf staðfestu í gær að fulltrúar stofnunarinnar væru á leið til faraldurs-svæðisins í norðvesturhluta Kongó til að fá úr því skorið hvort hér sé í raun hin skæða ebóla-veira á ferðinni. STUTT Sækja má Sharon til saka HÖRÐ orð hafa fallið á Bandaríkja- þingi vegna deilnanna við Frakka og Þjóðverja um stefnuna í málefnum Íraks, að sögn dagblaðsins The Wash- ington Post. Þeir hafa rætt hugmynd- ir um að refsa Frökkum með því að beita þá viðskiptalegum refsiaðgerð- um og einnig hefur verið lagt til að bandarískir hermenn verði fluttir frá Þýskalandi. „Frakkar og Þjóðverjar glata trúverðugleika sínum með hverjum deginum sem líður og að mínu áliti minnkar einnig álit þeirra á alþjóðavettvangi,“ sagði repúblikan- inn Tom DeLay, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeildinni, á þriðjudag. „Þeir feta einstigi sem er mjög hættulegt.“ Frakkar og Þjóðverjar eru andvíg- ir því að gerð verði hernaðarárás á Írak og vilja að vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna verði gefinn meiri tími til að kanna hvort Írakar eigi og framleiði gereyðingarvopn. Franskt vín og stimpillinn „ógeð“ Dennis Hastert, forseti deildarinn- ar og repúblikani, er einnig reiður Frökkum vegna deilna um alþjóðavið- skipti með landbúnaðarafurðir. Hann hefur sagt samstarfsmönnum sínum að hann sæi gjarnan að spjótinu yrði beint gegn tveim mikilvægum út- flutningsvörutegundum Frakka: drykkjarvatni á flöskum og dýru víni. Hastert hefur lengi gagnrýnt Frakka fyrir margt. Hann hefur lagt til að menn velti fyrir sér að setja ný lög þar sem kveðið verði á um heil- brigðisstaðla gagnvart Evian- drykkjarvatni á flöskum og öðrum tegundum af frönsku vatni. Frakkar flytja meira af drykkjarvatni í flösk- um til Bandaríkjanna en nokkur önn- ur þjóð, hátt á þriðja hundrað millj- ónir lítra árið 2001. Þingforsetinn kannar nú einnig hvort rétt sé að Bandaríkin krefjist þess að settur verði sérstakur „appelsínugulur við- vörunarmiði“ á öll frönsk vín sem hafi verið síuð með nautgripablóði. „Almenningur á að fá að vita hvern- ig Frakkar búa til vín,“ sagði talsmað- ur Hasterts, John Feehery. Reyna repúblikanar nú að kanna hve mikið af frönsku víni sé til framleitt með þessari aðferð en hún var bönnuð seint á síðasta áratug vegna hættunn- ar á kúariðusmiti. Vínsérfræðingar sem The Washington Post ræddi við sögðu að nokkrir franskir vínfram- leiðendur hefðu notað nautgripablóð fyrir bannið. Ef vínið yrði merkt með viðvörunarmiða af áðurnefndu tagi jafngilti það því að stimpla það með orðinu „ógeð“, sögðu sérfræðingarn- ir. Feehery sagði að Hastert væri orð- inn langþreyttur á takmörkunum sem Frakkar hefðu sett á innflutning ákveðinna landbúnaðarafurða frá Bandaríkjunum en einnig vegna and- stöðu Frakka við stefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta í málefnum Íraks. Bandaríkin hafa rúmlega 71.000 hermenn í bækistöðvum í Þýskalandi. Vaxandi stuðningur er nú í báðum þingdeildum Bandaríkjaþings við að flytja marga af þessum hermönnum frá Þýskalandi, að sögn heimildar- manna. Fyrir skömmu sagði nýr yf- irmaður herliðs Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í Evrópu, James Jones hershöfðingi, nokkrum þing- mönnum frá áætlun sem verið væri að semja um miklar breytingar á viðbún- aði Bandaríkjamanna í Evrópu, eink- um með brottflutningi verulegs liðs frá þýskum bækistöðvum. Markmið breytinganna er sagt vera að gera liðsaflann í Evrópu sveigjanlegri og síður háðan föstum bækistöðvum í Þýskalandi. Repúblikaninn Duncan Hunter, formaður varnarmálanefndar full- trúadeildarinnar, sagði að afstaða Frakka og Þjóðverja til stefnu Bush í Íraksmálinu myndi gera auðveldara en ella að fá stuðning á þingi við um- rædda uppstokkun á viðbúnaði Bandaríkjamanna í Evrópu. Ef her- mennirnir fengju nýjar bækistöðvar „hjá traustum bandamönnum“ myndu bandarísku hermennirnir sjálfir fagna því mjög, að sögn Hunters. Hann sagði um Þjóðverja að „gleði- tárin yfir þeim fórnum sem Banda- ríkjamenn færðu til að tryggja þeim frelsi“ hefðu þornað mjög fljótt. Hópur þingmanna úr röðum repúblikana jafnt sem demókrata undir forystu Johns McCains og Jo- sephs Liebermans kynnti í vikunni hugmynd um að leggja fram ályktun þar sem 18 nafngreindum þjóðum í Evrópu yrði þakkað fyrir að styðja Bandaríkjamenn gegn Frökkum og Þjóðverjum. „Mest ber á Frökkum og Þjóðverj- um í fréttum núna – og þeir eru mik- ilvægir bandamenn Bandaríkjanna – en í þessu máli hefur tónninn í and- stöðu þeirra og það hve öflug hún er valdið því að hætta er á að rödd nær sameinaðrar Evrópu heyrist ekki,“ sagði Lieberman. „Talarðu þýsku?“ Tom DeLay sagði fréttamönnum að hann hefði nýlega verið viðstaddur samkomu vegna þjóðhátíðardags Indlands. Frakki hefði komið til sín, hann hefði farið að ræða Íraksmálin en komið hefði í ljós að þeir yrðu ekki sammála. „Ég sagði: Bíddu aðeins, talarðu þýsku?“ spurði ég. Hann horfði svolít- ið undarlega á mig og svaraði svo: „Nei, ég tala ekki þýsku.“ Og ég sagði „Verði þér að góðu“ og gekk á brott.“ Þingmenn vestra gagn- rýna gamla bandamenn Frökkum verði refsað með við- skiptahindrunum og herlið flutt frá Þýskalandi Reuters Hermenn úr fallhlífahersveit Bandaríkjahers bíða í röð í Fort Campbell í Kentucky eftir að verða bólusettir við miltisbrandi, taugaveiki, gulu og bólusótt áður en öll hersveitin er send áleiðis til Persaflóasvæðisins. Süddeutsche Zeitung, sem gefið er út í München, beinir hörðum gagnrýnisorðum að ríkisstjórninni í Berlín fyrir ranga forgangsröðun. Þjóðverjar hefðu getað tekið með hinum bandalagsþjóðunum í NATO þátt í að senda hergögn til Tyrk- lands en engu að síður staðið fastir gegn stefnu Bandaríkjamanna í Íraksmálinu. „Þess í stað ákvað stjórnin í Berlín að andstaðan við Íraksstefnu Bandaríkjanna væri henni mikilvægari en skuldbind- ingar hennar innan Atlantshafs- bandalagsins. Því er verið að fórna NATO á altari hinnar nýju utanrík- isstefnu Þýzkalands,“ skrifar Süd- deutsche Zeitung. „Kostnaðurinn sem hlýzt af þessari ákvörðun verð- ur gríðarlegur,“ varar blaðið við. Aznar sagður hunza álit Spánverja José Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, er líka látinn heyra það í tveimur virtustu dagblöðum landsins. Að áliti El Mundo hefur Aznar „stefnt Þjóðarflokknum í andstöðu við álit mikils meirihluta ÞÝZKA dagblaðið Handelsblatt segir þýzka utanríkistefnu í al- gjörri óreiðu á tímum þegar Evr- ópa stendur frammi fyrir mestu erfiðleikum í alþjóðamálum frá því kalda stríðinu lauk. Á meðan „NATO er að berjast fyrir lífinu“ skrifar Handelsblatt að „í Berlín [sé] síðasta vígi áreið- anleika og skýrrar sýnar í alþjóða- málum og diplómatískrar færni að hverfa inn í Bermúda-þríhyrning utanríkisráðuneytisins, kanzlara- embættisins og fjölmiðlaskrifstofu ríkisstjórnarinnar“. Gerhard Schröder kanzlari fær yfir sig megnið af skömmunum fyr- ir „ófremdarástandið“, en Joschka Fischer utanríkisráðherra er lýst sem „grænum útkjálkaráðherra sem grátbiður um að vera sýndur skilningur“. „Forusta? – ekki í Berlín, hvergi,“ klykkir Handelsblatt út með. Að áliti Die Welt, sem gefið er út í Berlín, „veit öxullinn Berlín-París ekki á gott fyrir Brussel, Evrópu, eða NATO“. Spánverja í fyrsta sinn frá því hann komst til valda“. Og El Pais varar við því að „flokkur og ríkisstjórn með hreinan meirihluta getur líka endað uppi einangruð“. Blaðið sak- ar stjórn Aznars um að „velja að vera fylgispakur skjaldarberi rík- isstjórnar Bush,“ í stað þess að styðja að ákveðin skref séu stigin í því markmiði að knýja fram af- vopnun Íraka án stríðsátaka. Franska blaðið Le Figaro segir að ráðamenn í Washington „leyfi sér ekki að láta bandalag milli Par- ísar, Berlínar og Moskvu hafa nein áhrif á sig“ og „stefni ótrauðir í átt að stríði“. „Að mati bandarískra ráðamanna er Frakkland, með sinni meintu ólæknandi andúð á Bandaríkjunum, þægilegri blóra- böggull en Rússland Pútíns,“ skrif- ar Le Figaro. „Forusta? – ekki í Berlín, hvergi“ Reuters Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, og Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, á blaðamannafundi eftir fund þeirra á eynni Lanzarote í gær. Þeir sæta báðir harðri gagnrýni af fjölmiðlum í heimalöndum sínum. Gagnrýni á utanríkisstefnu Þýzkalands er áberandi í leiðurum dagblaða gærdagsins RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Talstöðvar VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Allar gerðir talstöðva Áratuga reynsla w w w .d es ig n. is © 20 03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.