Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 27
„Það eru því orð í tíma töluð þegar forsætisráðherra varar í áramóta- skaupi stjórn- málamenn við að fara með ósannindi enda gæti slíkt leitt ógæfu yfir þjóðina!“ Í „ORÐSENDINGU til E.B. Schram“ sem birtist í Morgunblaðinu 1. feb. sl. skarst neðan af tveim dálkum lesmáls. Hinn fyrri skurður varð þar sem sagði: „Eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins í október 2001 birtist eftirfarandi á vefsíðu Ágústs (þ.e. Ágústs Einarssonar. Innsk.) og einnig í Fréttablaðinu 16. október undir fyrirsögninni: „Merk tíðindi af landsfundi Sjálfstæðisflokksins“. Þar segir hinn nýi sessunautur þinn í þjóð- málum m.a.: „Yfirgnæfandi stuðningur Sjálfstæðisflokksins við veiðileyfagjald eru stórmerk tíðindi … o.s.frv. Síðari afskurðurinn varð þar sem sagði: „Mundu orð mín: Ef Samfylkingin á eftir að semja við annan hvorn kvóta- flokkanna um stjórn landsins verður hin yfirborðskennda sjávarútvegsstefna þeirra fyrsta málið sem þeir taka af dag- skrá, enda hefir Ágúst Einarsson raunar lýst yfir að svo hafi verið gert með af- greiðslu laganna um auðlindagjald.“ Vegna athugasemda frá Jóhanni Ár- sælssyni þingmanni í Morgunblaðinu 8. febrúar sl. skal þetta tekið fram: Það verður ekki misskilið hvaða nefnd und- irritaður átti við í grein sinni, enda sú nefnd auðgreind með stórum staf: Auð- lindanefnd. Honum var hins vegar full- kunnugt um afstöðu Jóhanns í hinni svo- nefndu „sáttanefnd“. Margréti Sverrisdóttur varð það einnig á að mis- mæla sig og kalla Auðlindanefndina „sáttanefnd“. Það á heldur ekki við, að sá sem hér heldur á penna troði illsakir við þann þingmann Samfylkingar sem frá upphafi hefir barizt einarðlega gegn stefnu rík- isstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum – meðan lunginn úr þingflokki Fylking- arinnar hefir lent meira og minna í haf- villum í málinu. Það er einnig augljóst, að sá sem hefir átt drýgstan þátt í að rugla áttavita Samfylkingar er varaþing- maður hennar; lénsherrann Ágúst Ein- arsson, fv. formaður framkvæmda- stjórnar flokksins. Í sem stytztu máli: Hin eina og sanna Auðlindanefnd skilaði á sínum tíma til- lögum um tvær leiðir: Fyrningarleið og auðlindagjaldsleið. Allir nefndarmenn rit- uðu nöfn sín undir álitið en þrír fulltrúar lénsherranna, með fyrirvara, þar sem þeir kusu sér auðlindagjald. Aðrir skrif- uðu undir fyrirvaralaust, þ.m.t. allir þrír þingmenn Samfylkingar. Meira að segja Margrét Frímannsdóttir, sem hafði þó að kalla ekkert tekið þátt í nefndarstörfum (mætti aðeins á fjóra fundi af rúmlega sextíu), lagði blessun sína yfir málið. Hvaða málstað studdi hún eiginlega með afskiptaleysi sínu og lokaafstöðu? Það blasti við öllum, sem vildu sjá, að stjórnvöld myndu velja málamyndaauð- lindagjaldið. Um það hafði verið samið milli þeirra og LÍÚ frá upphafi. Allur annar málatilbúnaður í því sambandi voru blekkingar eingöngu, sem enginn hefði þurft að mistaka sig á, enda marg- sinnis á það bent í ræðu og riti. Raunar var allt sáttatal stjórnarherranna frá upphafi augljós blekking. Af þeirra hálfu stóð aldrei annað til en að þjóna sægreif- unum að þeirra vild. Það eru því orð í tíma töluð þegar for- sætisráðherra varar í áramótaskaupi stjórnmálamenn við að fara með ósann- indi enda gæti slíkt leitt ógæfu yfir þjóð- ina! Lénsherrar fyrri tíma gættu hlunninda sinna með hervaldi. Lénsherrar nútímans beita öðru afli, sem jafnan hefur reynzt enn haldbetra: Peningavaldi. Það er við það vald, sem Jóhann Ársælsson og hans nýi samherji Ellert B. Schram þurfa á næstunni að kljást í Samfylkingunni og vinna sigur, ef stefna þeirra í sjáv- arútvegsmálum á að verða ofan á – en ekki stefna Ágústs Einarssonar og fylgi- fiska hans í flokknum. Meðal annarra orða: Af hverju opnar Samfylkingin ekki bókhald sitt, eins og hún hefir lagt til að allir stjórn- málaflokkar geri? Þótt formaður Sjálf- stæðisflokksins veigri sér við að sýna framlög í sinn kosningasjóð, og formaður Framsóknarflokksins þori ekki, er eng- inn sem bannar öðrum flokkum að fylgja stefnu sinni í þeim málum. Fjármál Frjálslynda flokksins eru öll- um opin, enda ekki líklegt að hann þurfi að fela framlög frá sjóræningjum. En undir núverandi ráðstjórn heldur hið nýja auðvald áfram að sauma að af- komu almennings um land allt og gera eignir hans verðlausar. Að óbreyttu mun auðvaldið ráða eitt ofar hverri kröfu. Engir geta stemmt stigu við því nema kjósendur 10. maí nk. Auðlindin Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 27 ÁKVÖRÐUN ríkisstjórnarinnar um aukin framlög til vegamála hefur almennt verið tekið vel. Með einni undantekningu þó. Mik- ilvægri undantekningu. Össur Skarphéð- insson, hinn glaðsinna formaður Samfylk- ingarinnar, hefur allt á hornum sér í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag, og finnur þessari ákvörðun flest til foráttu. Og hvað ætli ergi formanninn nú á þorranum? Jú, það fer ekki á milli mála. Honum finnst hlutur landsbyggðarinnar í vega- framkvæmdunum sem framundan eru vera of stór. Það var og. Hann orðar þessa skoð- un sína að vísu aðeins klókindalegar og talar um að hlutur höfuðborgarsvæðisins sé of rýr. En það gildir einu. Merkingin er skýr. Blaðið hefur eftir honum: „Hann (þ.e. Öss- ur) segir að þó það sé alveg ljóst að taka þurfi til hendinni á landsbyggðinni til að treysta atvinnulífið þar þá sé eigi að síður ljóst að hlutfallið milli landsbyggðar og höf- uðborgarsvæðisins, eins og það birtist í áætlun ríkisstjórnarinnar um auknar vega- framkvæmdir, sé óviðunandi að sínum dómi.“ Þá höfum við það. Athyglisvert er hins vegar að aðrir þeir sem hafa tjáð sig um þessi mál, hafa ekki farið niður á það plan héraðarígs, eins og þarna birtist. Við sem á landsbyggðinni búum gleðjumst yfir okkar hlut – og því að ráðist verði í nauðsynlegar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Gild- ir þá einu hvort menn búi austan lands eða vestan. Á höfuðborgarsvæðinu hefur mað- ur fundið góðan skilning á nauðsyn vega- gerðar á landsbyggðinni jafnframt því að unnið sé að samgöngubótum í helsta þétt- býli landsins. Nú hefur hins vegar birst ein undantekning frá þessum viðhorfum. Tals- maður Samfylkingarinnar – sjálfur for- maðurinn. Þetta er athyglisvert. Samfylk- ingin hefur talað. Eftir Einar K. Guðfinnsson „Á höfuðborgar- svæðinu hefur maður fundið góðan skilning á nauðsyn vega- gerðar á landsbyggðinni jafnframt því að unnið sé að samgöngubótum í helsta þéttbýli landsins.“ Of mikið til lands- byggðar – segir Össur Höfundur er alþingismaður. peningamálapólitík. vaxtastig eigi að vera henti okkur eður ei marklaust ef allar lútandi yrðu teknar í anka, sem hefði eng- ti ekki að hafa neinn væri að gerast í ör- eiginlegs myntsvæð- ð koma flestum uleysisbótum ð atvinnuleysi hafi síðustu mánuðum en ægsta sem þekkist í uta. „Atvinnuleysis- g það lifir enginn lífi arvert á atvinnuleys- í. En hitt er þó stað- ttur slíkra bóta hefur rt á síðastliðnum sjö pikeflið hlýtur þó að flestum af þeim bót- hækka þær.“ l atvinnulausra væri ðað við flesta mæli- endingar sig ekki við menn eiga að geta fundið kröftum sínum viðnám í þessu landi,“ sagði hann og huggun væri í því að miklar framkvæmdir sem stæðu fyrir dyrum muni láta atvinnuleysi hverfa eins og dögg fyrir sólu. Tíma- bundnar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að draga úr atvinnuleysi með því að veita 6,3 milljörðum króna í vegafram- kvæmdir, atvinnuþróunarsjóði og menningarhús gætu haft jákvæð áhrif. „Slíkar aðgerðir til að draga úr at- vinnuleysi eru þó í raun yfirleitt ekki til mikils gagns þegar til lengri tíma er horft, en þetta er réttlætanlegt, nú þegar við brúum bil þar til að mestu framkvæmdir Íslandssögunnar hefjast af fullri alvöru.“ Kaupmáttur lægstu launa hefur hækkað um 58% Kaupmáttur launa eru orð sem skiptir töluverðan hóp miklu máli að mati Davíðs og snúa að beinhörðum raunveruleikanum. Auk þess sem kaupmáttur atvinnuleysisbóta hafi hækkað umtalsvert undanfarin sjö ár hefur kaupgeta lægstu launa vaxið um 58% á sama tímabili og kaupmáttur lágmarkstekjutryggingar um 65%. „Hlustið á þessar tölur,“ sagði hann og benti á að þetta væri auðskilið mál. „Ég fullyrði og því verður ekki mótmælt að aldrei áður hefur annað eins átak verið gert í málefnum þessara hópa. Þar hafa aðilar á vinnumarkaði og ríkis- valdið komið að.“ Á sama tíma hafi ver- ið reistar 2.200 félagslegar íbúðir. Á þessu ári mun kaupmáttur Íslend- inga aukast níunda árið í röð og síðan 1994 fæst þrisvar sinnum meira fyrir hverja krónu. Davíð sagði slík dæmi ekki þekkt í neinum nálægum löndum. „Skattbyrði íslenskra heimila er með því lægsta sem gerist innan OECD. Barnabætur til þeirra sem slíkra bóta njóta, hækkuðu um rúmlega tvo millj- arða króna á árunum 2000 til 2002. Per- sónuafsláttur hjóna verður að fullu millifæranlegur á þessu ári. Þetta var baráttumál margra. Húsaleigubætur eru nú skattfrjálsar.“ Hagvöxtur gefur færi á skattalækkunum Að sögn Davíðs er talið að hagvöxtur á þessu ári verði um 1,75% en 3% á því næsta og enn hærri næstu ár á eftir. „Sterk staða ríkissjóðsins nú og tekju- aukinn sem sannarlega mun fylgja hagvextinum gerir það að verkum að það er engin goðgá að huga að breyt- ingum á sköttum í rétta átt, til lækk- unar, en ekki hækkunar.“ Hann sagði að öflugur ríkissjóður eigi að geta staðið undir kröfum nú- tímaþjóðfélags en engin ástæða sé til að láta hann fitna um of. „Óþörf fita er engum til gagns, eins og Ásmundur hefur bent á. Það er betra, miklu betra, að skilja sem mest eftir hjá fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Þó að margt sé á reiki í hagvísindunum, er það þó margsannað að almenningur fer að jafnaði mun betur með peningana held- ur en stjórnmálamennirnir. Þessi möguleiki til skattalækkana sem við nú stöndum frammi fyrir, sé rétt haldið á málum, möguleiki sem við eigum svo sannarlega að nýta okkur, sýnir svo ekki verður um villst hversu mikilvægt það er að tryggja að þjóðarframleiðsl- an vaxi jafnt og þétt,“ sagði Davíð Oddsson. narferli Seðlabankans hafi farið of seint og hægt af stað goðgá að attalækkun Morgunblaðið/Árni Sæberg fluttu ræðu á viðskiptaþinginu voru Ingimundur Sigfússon, n, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Sigurður Ein- Kaupþings. BOGI Pálsson, formaður Verslunarráðs, sagðií ræðu sinni á Viðskiptaþingi ráðsins í gær, að sveiflur í gengi krónunnar á undanförnum misserum hefðu valdið atvinnulífinu verulegum vandræðum, sem ekki sæi fyrir endann á. „Hin sterka staða krónunnar um þessar mundir kemur hart niður á útflutningsatvinnuvegum okkar og krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda og Seðla- banka. Við viljum auðvitað ekki hverfa aftur til þess tíma, þegar genginu var handstýrt af stjórn- völdum, en mikilvægt er að bæði stjórnvöld og Seðlabanki beiti þeim tækjum, sem þau hafa yfir að ráða, til að vinna gegn þessari þróun,“ sagði Bogi. Formaðurinn sagði að þar skiptu máli þættir eins og aðhald í ríkisfjármálum, áframhaldandi vaxtalækkanir og til skemmri tíma gjaldeyr- iskaup bankans. Þá sagði Bogi að hærri ríkisútgjöld og fjölgun opinberra starfsmanna væru algjörlega óvið- unandi. „Útþensla ríkis og sveitarfélaga veldur því að minna svigrúm er eftir fyrir einkaaðila og smám saman fer of stór hluti þjóðfélagsþegna að hafa beinan hag af því að viðhalda allt of stórri og óhagkvæmri samneyslu, til að tryggja sínar eigin launatekjur.“ Bogi sagði þetta vera þróun sem snúa yrði við. „Þess vegna þarf að halda áfram einkavæðingu opinberra fyrirtækja og jafnframt að færa til einkaaðila fleiri þjónustuþætti, sem nú eru í höndum opinberra aðila, til að auka þar sam- keppni og fjölbreytni, bæta kostnaðaraðhald og leyfa framtaki og frumkvæði einstaklinganna að njóta sín,“ sagði hann og bætti við að fela þyrfti einkaaðilum rekstur sem áður hefði alfarið verið í höndum ríkisins. Eftirlitsstarfsemi hindrun í vegi nýsköpunar Að sögn Boga er eftirlitsstarfsemi hins op- inbera sífellt kostnaðarsamari fyrir atvinnulífið, með beinum og óbeinum hætti. Hann sagði að auðvitað ætti opinbert eftirlit í mörgum tilvikum rétt á sér, en gæta yrði meðalhófs, þannig að eft- irlit og kröfur væru ekki meiri en nauðsyn krefði, með óhagræði og kostnaði fyrir fyrirtækin. Bogi sagði að Verslunarráð teldi að töluvert vantaði upp á að nýleg lög um opinbera eftirlits- starfsemi væru farin að skila áþreifanlegum ár- angri. „Það má nefna í þessu sambandi, að jafnan er talað um að reglubyrði og opinber eftirlits- starfsemi sé, ásamt skattamálum, ein helsta hindrunin í vegi nýsköpunar í atvinnulífinu. Ný fyrirtæki, einkum hin smærri, finna jafnan mest fyrir þeim kostnaði og fyrirhöfn sem fylgir flóknu regluverki og umfangsmikilli skýrslugerð til opinberra aðila. Vilji stjórnvöld raunverulega ýta undir nýsköpun í atvinnulífinu er mikilvæg- asta verkefnið að létta regluverki á þessu sviði.“ Bogi sagði að í opinberri umræðu væri stund- um talað um hagsmuni atvinnulífsins og almenn- ings sem andstæða póla; að það sem gott væri fyrir fyrirtækin væri slæmt fyrir fólkið. „Ekkert er fjær sanni. Ef atvinnulífið fær frelsi til að vaxa og dafna blómgast allt þjóðlífið. Og ef atvinnu- lífið dregst aftur úr í alþjóðlegum samanburði skaðast samkeppnisstaða þjóðfélagsins alls. Þess vegna hefur það verið grundvallarþáttur í mál- flutningi Verslunarráðs að hér verði að byggja upp atvinnulíf í fremstu röð, ella sé hætta á því að færasta fólkið og framsæknustu fyrirtækin leiti annað.“ Staða krónu kallar á aðgerðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.