Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ H vers vegna er þjálf- aður stjórn- málaleiðtogi eins og Tony Blair í Bretlandi nú kom- inn í þá stöðu að fylgið hrynur af honum og æstir andstæðingar hans saka hann um að vera í senn kjölturakki Bush og blóðþyrst skepna? Blair hefur ekki verið sakaður um að skorta pólitískt nef og varla er hann búinn að týna því, það sæist þá á myndum. En skýringin er einföld. Ráð- herrann er sannfærður um að al- menningur hafi rangt fyrir sér í Íraksmálunum og leiðtogum beri að fylgja eigin sannfæringu, ekki elta heldur leiða, jafnvel þótt meiri- hlutinn streit- ist á móti. Og stundum þurfi að toga. „Sá sem hefur séð börn tætt í sundur með vélbyssuskothríð veit að stríð ætti aldrei að vera annað en síðasta úrræðið,“ segir banda- ríski fréttaskýrandinn Nicholas D. Kristof réttilega í grein fyrir skömmu. Enginn vandi er jafn- mikill fyrir stjórnmálaleiðtoga og sá að ákveða hvort beita beri vopnavaldi, vitandi að saklaust fólki deyi. Það gerir enginn sið- aður leiðtogi án þess að líða sál- arkvalir, hversu borginmann- legur sem hann reynir að vera út á við. Sé fólk búið að taka þá afstöðu að undir engum kringumstæðum sé réttlætanlegt að beita vopnum er í raun óþarfi að ræða málin eitthvað frekar. Þá leggja menn niður heri sína á morgun – en þá er síðasta úrræðið líka horfið. Aldrei verður hægt að verjast eða koma öðrum til hjálpar með vopnavaldi, aðeins hægt að harma ef ofbeldisseggir fara sínu fram. Andstæðingar Bush og Blair segja að málið snúist aðeins um olíu. En ef svo er hvers vegna hætta mennirnir þá ekki einfald- lega að amast við Saddam Huss- ein sem vill ólmur fá að selja þeim sína olíu en fær það ekki? Myndu tvö vestræn lýðræðisríki komast upp með að hernema Írak, ræna olíunni og láta þjóðina fara á ver- gang? Auðvitað ekki, þau yrðu að kaupa hana á markaðsverði. Það gerir málið brýnna en ella að Írak skuli vera á helsta olíu- lindasvæði heims. Reiknað hefur verið út að Saddam gæti, ef hann kæmist yfir kjarnorkusprengju, hótað að varpa henni á mikilvæg- ustu olíulindir Sádi-Araba í aust- urhluta landsins, svæðið yrði geislavirkt og 90% olíufram- leiðslu landsins yrðu úr sögunni næstu þúsund árin. Þetta yrði gíslataka sem tekið yrði eftir. Vesturlandamenn hafa af skamm- sýni gert olíuna að líftaug sem er alltaf í mikilli hættu og ef taugin brysti gæti niðurstaðan orðið efnahagslegt hrun um allan heim. Slíkt áfall kæmi illa við okkur en verst niður á fátækum ríkjum án olíu, ríkjum sem eiga svo mikið undir aðstoð ríkra. Þar yrði ástandið víða skelfilegt, neyðin al- ger. Áðurnefndur Kristof fullyrðir að Írakar gætu alls ekki komist yfir kjarnorkusprengju ef vopna- eftirlitsmenn yrðu áfram við störf. En fjölmargir sérfræðingar segja að Saddam gæti látið stunda þróunarvinnuna í neð- anjarðarbyrgjum. Aðrir benda á að hann gæti á endanum keypt slík vopn á svörtum markaði. En af hverju ekki að bíða, karl- inn hlýtur þó að deyja eins og annað fólk? Svarið er að flest bendir til að þá tæki annar hvor sonurinn við og þeir eru taldir sýnu verri. Jafnframt ber að hafa í huga að Íraksforseti styðst við valdaklíku sem að miklu leyti samanstendur af ætt hans, hún er kennd við bæinn Tikriti. Ættina hefur hann gert meðseka um hvers kyns illræðisverk á löngum valdaferli, hún mun ekki sleppa takinu baráttulaust. En við erum á móti stríði. Skoðanakannanir voru ekki gerð- ar á árunum fyrir seinni heims- styrjöld. Sagnfræðingar eru þó sammála um að almenningur í Frakklandi og Bretlandi, ríkj- unum sem helst hefðu getað stöðvað Hitler í tæka tíð með litlu mannfalli, hefði aldrei samþykkt fyrirbyggjandi árás þótt markmið nasista væru öllum ljós. Seinna hóf Foringinn landvinningastríð sem kostaði tugmilljónir lífið. Menn hafa því áður þurft að ræða hvenær stöðva beri valdagráðuga harðstjóra. Að sögn fræðimanna sem ritað hafa athyglisverðar bækur um feril Saddams á hann sér þann draum að gera Írak að nútíma- legu ríki sem taki forystu í nýju stórveldi araba. Hann stefni ekki að heimsyfirráðum eins og Hitler. En vegna legu Íraks og nýrra vopna gætu áhrifin af stefnu hans valdið slíkum hörmungum að allir myndu að lokum spyrja: Hvers vegna greip enginn í taumana? Spurningin er hvenær verði að spyrna við fótum. Er fyrst búið að staðfesta hættuna þegar búið er að varpa efna- og sýklavopnum á Kúveit eða Tel Aviv og myrða nokkur hundruð þúsund óvopn- aðra borgara? Þá munu leiðtogar Frakka og Þjóðverja þurfa að horfast í augu við ættingja fórn- arlambanna og segja að skort hafi sannanir fyrir ógninni af Saddam. Bandaríkin studdu áður af skammsýni við bakið á Saddam, töldu hann vera mótvægi við klerkana í Íran. Nú uppskerum við og niðurstaðan er miklu verri en af hjartnæmum stuðningi Frakka við mannætuna Bokassa, keisara í Mið-Afríku á áttunda áratugnum. Hann var þó ekki hættulegur öðrum en eigin sam- löndum. Bandaríkjamönnum ber að vísu fremur en öðrum skylda til að létta af írösku þjóðinni oki illvirkjans sem þeir studdu en aðrir eiga að aðstoða þá. Vafalaust verður öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að leggja blessun sína yfir stríð gegn Sadd- am komi til þess, ekki síst til að tryggja að eftirleikurinn, upp- bygging Írak, takist vel. En þeir sem vilja fresta aðgerðum hljóta að viðurkenna að sú lausn sé ekki endanleg, einhvern tíma hljóti ríki heims að segja að nóg sé komið. Skuldadagar gætu runnið upp. „Þá munu leiðtogar Frakka og Þjóð- verja þurfa að horfast í augu við ætt- ingja fórnarlambanna og segja að skort hafi sannanir fyrir ógninni af Saddam.“ VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Að elta eða toga ✝ SæmundurGíslason fæddistí Reykjavík 13. nóv-ember 1920. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Sæmundsson frá Núpum í Ölfusi, síðar verkamaður í Reykjavík, og Júl- íana Guðrún Gott- skálksdóttir frá Sogni í Ölfusi. Sæ- mundur var yngstur fimm systkina, en hin eru; Sæunn Gísladóttir, f. 1911, dvelur nú á Hrafnistu í Reykjavík; Gottskálk Þóroddur Gíslason, f. 1912, húsgagna- smíðameistari í Reykjavík, d. 1991, Guðmundur Ágúst Gísla- son, f. 1915, pípulagningameist- ari, d. 1983, og Jörundur Svavar Gíslason, f. 1918, d. 1935. Sæmundur kvæntist 12. júní 1943 Jóhönnu Blöndal Guð- mundsdóttur hárgreiðslumeist- ara, f. 29. október 1922, d. 12. feb. 2002. Synir þeirra eru: 1) Gísli arkitekt í Reykjavík, f. 29. júní 1956, maki Anna Día Brynj- ólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9. maí 1960. Synir þeirra eru Atli Magnús, f. 7. júní 1988, og Brynjólfur, f. 1. des. 1993. Dóttir Gísla af fyrra hjónabandi er Jó- hanna, ferðamálafulltrúi í Ósló, f. 8. júlí 1977. 2) Magnús, skóla- stjóri Gaulverjaskóla, Gaulverja- bæjarhreppi, f. 7. sept. 1965, maki Svandís Egils- dóttir myndlistar- maður, f. 13. júlí 1972. Synir Magn- úsar eru Sæmundur Andri, f. 29.2. 1992, Daníel Arnar, f. 20. júní 1994, og Gísli Aron, f. 1. okt. 1996. Sonur Svan- dísar er Gissur Atli Sigurðarson, f. 21. sept. 1995. Sæmundur lauk ungur prófi frá Verslunarskóla Ís- lands en að því loknu nam hann húsgagnasmíð- ar við Iðnskólann í Reykjavík og hjá Gottskálk bróður sínum. Hann réðst ungur til heildversl- unar H. Benediktssonar og vann þar lengst af áður en hann hóf störf hjá Almennum tryggingum hf., síðar Sjóvá-Almennum. Sæmundur stundaði íþróttir af kappi og átti að baki glæstan feril í knattspyrnu sem leikmað- ur hjá Knattspyrnufélaginu Fram og spilaði einnig sex fyrstu landsleiki Íslands í þeirri íþróttagrein. Hann sinnti einnig félagsmála- og stjórnunarstörf- um í þágu Fram, Knattspyrnu- sambands Íslands, Íþróttabanda- lags Reykjavíkur og Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. Útför Sæmundar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Fram Í dag kveðjum við Framarar heiðursfélaga félags okkar, Sæ- mund Gíslason, sem allt frá æsku- árum lagði Knattspyrnufélaginu Fram mikið starf af mörkum, inn- an leikvallar sem utan. Sæmundur var alinn upp í því hverfi í austurbæ Reykjavíkur þar strákar skipuðu sér almennt undir merki Fram. Hann hóf ungur að leika knattspyrnu með Fram og lék með öllum aldursflokkum félags- ins. Fljótlega kom í ljós að Sæ- mundur var yfirburða leikmaður og hóf hann að leika með meist- araflokki félagsins 18 ára gamall og lék með liðinu í hálfan annan áratug, lengst af sem fyrirliði á leikvelli. Hann var geysiduglegur leikmaður og mikill keppnismaður sem ætíð lét liðsheildina ganga fyr- ir. Sæmundur varð Íslandsmeistari með Fram í knattspyrnu árin 1939, 1946 og 1947 og þegar Íslendingar léku sinn fyrsta landsleik í knatt- spyrnu árið 1946 var hann meðal leikmanna og lék 6 fyrstu lands- leiki Íslendinga. Samhliða keppni í meistaraflokki félagsins hlóðust á Sæmund marg- vísleg félagsstörf í þágu Fram. Hann var kosinn í aðalstjórn Fram árið 1939, aðeins 19 ára gamall og sat í stjórn félagsins um langt ára- bil með nokkrum hléum. Það var ekki aðeins Fram sem naut starfs- krafta Sæmundar því hann gegndi margvíslegum störfum fyrir íþróttahreyfinguna í heild. Hann var um áratuga skeið fulltrúi Fram í stjórn Íþróttabandalags Reykja- víkur og sat í framkvæmdastjórn Í.B.R. árin 1962- 1984. Fyrir mikil störf í þágu Fram var Sæmundur gerður að heiðursfélaga félagsins og samtök íþróttamanna hafa heiðrað hann á ýmsan hátt fyrir störf í þágu íþróttahreyfingarinn- ar. Við gamlir félagar Sæmundar minnumst „Sæma í Fram“ með miklum hlýhug. Hann var einstakt prúðmenni og góður félagi, ekki orðmargur en lagði ætíð gott til mála. Sæmundur og kona hans Jó- hanna, sem er látin, voru ætíð mætt þegar eitthvað var um að vera hjá félaginu og áttu persónu- lega vináttu margra Framara. Hann fylgdist með sínu gamla fé- lagi og studdi það á meðan heilsa leyfði. Síðustu ár voru honum erfið og naut hann því ekki mikilla sam- skipta við gamla félaga. Stjórn Knattspyrnufélagsins Fram þakkar Sæmundi Gíslasyni fyrir mikil störf og stuðning og gamlir félagar hans í Fram þakka vináttu og samstarf um langt ára- bil. Sonum hans Magnúsi og Gísla og fjölskyldum þeirra eru sendar hug- heilar samúðarkveðjur. Sveinn H. Ragnarsson. Elsku afi. Ég veit að þér líður vel. Nú hittirðu ömmu og vini þína úr fótboltabransanum. Ég veit að þú færð góðar móttökur. Í mínum huga verður þú alltaf besti fótboltamaðurinn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Daníel Arnar Magnússon. SÆMUNDUR GÍSLASON Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Sæmundur Andri. HINSTA KVEÐJA Ragna var tölvu- snillingurinn okkar í námskeiðinu Heimur miðalda í Háskólan- um. Henni hafði tekist með krafti að gára lognmollu háskóla- heimsins með nýjung og var ný- breytni námskeiðsins örugg í henn- ar höndum. Hún hannaði og stýrði RAGNA GARÐARSDÓTTIR ✝ Ragna Garðars-dóttir fæddist í Reykjavík 5. október 1973. Hún lést í London 24. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garða- kirkju 10. janúar. virkri vefsíðu nám- skeiðsins af mikilli kunnáttu en umfram allt léttri lund. Við kíktum gjarnan inn á skrifstofu hennar til að ræða námskeiðið eða til að fá ráðlegg- ingar um verkefnin sem voru fyrir hönd- um og þótt oftast hafi verið ætlunin að staldra við í stutta stund virtist það aldr- ei mögulegt. Hún tók okkur, kennurum sem nemendum, opnum örmum og áður en við vissum af varð nokkurra mínútna spjall að klukkutíma umræðum um allt milli himins og jarðar. Örlæti hennar og glaðværð þrátt fyrir miklar annir samhliða við önnur verkefni var engu lík. Ragna var ekki ein af þeim sem læðast inn og út úr lífi manns spor- laust því þótt kynni okkar af henni hafi verið stutt voru áhrif þeirra langvarandi. Eftir að hún hélt út í doktors- nám spurðum við reglulega hvort eitthvað hefði frést af henni, hvort einhver okkar hefði hitt hana á förnum vegi og spjallað við hana í aðeins fáeinar töframínútur sem við vissum að breyttust ávallt á einhvern undarlegan hátt í líflegar og gefandi umræður um allt sem skiptir máli. Aldrei varð neitt um svör en þó rákumst við á skemmti- lega grein eftir hana í Nýrri sögu en vissum of seint um kristaltær pistlaskrif hennar á kistan.is. Þeg- ar hún birtist okkur aftur á síðum blaðanna hefðum við óskað einskis heitar en að lesa innblásna grein eftir hana sjálfa fulla af tilþrifa- miklum bollaleggingum og lærðri umfjöllun um kenningar manna með skrýtin nöfn. Þess í stað birt- ust okkur minningargreinar sem tilkynntu okkur óvænt lát hennar. Við erum harmi slegnar. Okkur er sárlega ljóst hversu mikið við höfð- um hlakkað til að hitta hana aftur og hversu stóran sess hún, sem við þekktum þó svo lítið, skipaði í hjörtum okkar. Við viljum votta hennar nánustu alla samúð okkar. Guðrún, Hanna Steinunn og Íris. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.