Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR 40 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ virtist geta komið í veg fyrir sigur Kópavogsliðsins. Framarar voru á öðru máli, þeir tóku leikhlé, endur- skipulögðu leik sinn og tóku m.a. Garcia úr umferð í framhaldinu. Það virkaði vel, bitið datt úr sókn HK- liðsins og Fram gekk á lagið, skoraði fimm mörk í röð og fór Hjálmar Vil- hjálmsson mikinn á þessum kafla. Eftir átta misheppnaðar sóknir í röð tókst Má Þórarinssyni að binda enda á þrautagöngu HK og jafna metin þegar 50 sekúndur voru eftir af hefð- bundnum leiktíma. HK-liðið byrjaði betur í framleng- ingunni og nýtti sér það vel að vera með einum manni fleiri á leikvellin- um eftir að Björgvin Þór Björgvins- syni var vikið af velli í þriðja sinn skömmu fyrir lok hefðbundins leik- tíma. Heimamönnum tókst að kom- ast í tveggja marka forystu, 31:29, en Framliðið neitaði að gefast upp og Héðinn Gilsson jafnaði metin fyrir Fram, 34:34, í þann mund sem leik- tíminn rann út í fyrri framlengingu. Framliðið byrjaði síðari framleng- inguna betur. Guðjón Drengsson og Héðinn skoruðu sitt hvort markið og Framarar voru sterkari í fyrrihálfleik en gekk illa að hrista HK-menn af sér og nýta sér góða markvörslu Sebastí- ans Alexandersson- ar. Bæði lið léku 5+1 vörn sem virkaði vel hjá Fram-liðinu þar til að Jaliesky Garcia flutti sig yfir á hægri vænginn fékk hann að leika lausum hala, skoraði 7 mörk í fyrri hálfleik og átti auk þess fjórar línu- sendingar, þrjár af þeim gáfu mörk. Óskiljanlegt var að framliggjandi varnarmaður Fram elti ekki Garcia heldur hélt sig vinstra megin og fylgdi Vilhelm Gauta Bergsveinssyni eftir. Vörn HK gekk illa og Björgvin Gústafsson náði sér ekki á strik í markinu. Eftir rúmlega 20 mínútna leik skipti hann við Arnar Frey Reynisson og hafði sú skipting til- ætluð áhrif því Arnar varði vel það sem eftir lifði af þessum langa leik. Fram var marki yfir í hálfleik, 16:15. Snemma í síðari hálfleik náði HK að hrifsa til sín frumkvæðið og eftir rúmlega 18 mínútna leik var forysta liðsins fjögur mörk, 28:24, og ekkert tryggðu liðinu tveggja marka for- skot. Á þessum kafla var Garcia far- inn að haltra og útlitið ekki gott hjá HK. En skjótt skipuðust veður í lofti, Hjálmar var rekinn út af og Ólafur Víðir minnkaði muninn í eitt mark úr vítakasti, 36:35, Fram missti knött- inn og Már jafnaði metin. Hjálmar kom inn á en þá missti HK Atla Þór Samúelsson út af í 2 mínútur. Það nýttu Framarar sér og komust marki yfir áður en flautað var til leik- hlés í síðari framlengingu. Einum færri voru HK-menn ekki af baki dottnir. Ólafur Víðir jafnaði metin, 37:37. Fram svaraði með tveimur mörkum, 39:37, og rétt áður en Hjálmar skoraði 39. markið var Jóni Heiðari Gunnarssyni vísað af leikvelli í liði HK. Fram tveimur mörkum yfir, einum leikmanni fleiri og tvær mínútur og tíu sekúndur eft- ir. Einum leikmanni færri tókst HK að minnka muninn, 39:38, með marki frá Garcia sem hafði brugðið sér inn á línuna. Misheppnuð sending á Guð- jón Finn gaf HK kost á hraðaupp- hlaupi sem Samúel Árnason skoraði úr og jafnaði, 39:39, þegar 1,05 mín- útur voru eftir. Fram hóf sókn sem endaði hálfri mínútu síðar þegar tek- ist hafði að opna vörn HK, en línu- sending á Harald Þorvarðarson var ónákvæm, hann náði ekki að koma höndum á boltann og HK hafði öll tromp á hendi. Sjötti maður þeirra bættist við sóknina og þeir léku af yf- irvegun allt til loka að Ólafi Víði tókst að finna Alexander á línunni sem brást ekki bogalistin. Gríðarlegur fögnuður braust út á meðal leikmanna HK og stuðnings- manna sem höfðu svo sannarlega ástæðu til að gleðjast eftir að hafa fetað nær allan tilfinningaskalann á meðan á leiknum stóð. Eftir jafnspennandi og þetta var synd að annað liðið varð að bíta í það súra epli að tapa. Framliðið á ekkert síður en HK-liðið heiður skilinn fyrir að leggja sig fullkomlega fram og berjast til síðasta blóðdropa, en svona eru íþróttirnar, því miður verður alltaf einhver að tapa og að þessu sinni var það Fram. Það hefði hæglega getað verið á hinn veginn. Morgunblaðið/Sverrir Alexander Arnarson, til vinstri, gerði sigurmarkið, 40:39, eftir tvíframlengdan leik við Fram, eftir sendingu frá Ólafi Víði Ólafssyni. Hér fagna þeir félagar sætinu í úrslitaleik bikarsins. Alexander var hetjan ALEXANDER Arnarson tryggði HK sæti í úrslitum bikarkeppninnar þegar hann tryggði sínu liði sigur með marki á síðustu sekúndu í tvíframlengdum spennuleik í Digranesi, 40:39, eftir sendingu frá Ólafi Víði Ólafssyni. Leikurinn var ævintýralega jafn og svo virtist sem Fram væri að tryggja sér sæti í úrslitum þegar liðið var með tveggja marka forskot, 39:37, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir auk þess að vera einum leikmanni fleiri. Baráttan hefur ævinlega verið aðal HK-liðsins, leikmenn liðsins neituðu að gefast upp og með gríðarlegri seiglu skoruðu þeir þrjú síðustu mörk leiksins og innsigluðu sér sæti úrslitum bikarsins um aðra helgi. Ívar Benediktsson skrifar   & :; < 9; 4 88- 8 4; & $  9% 2 =    >  > ? =    $  9% 2    5 67 > >= >@ @ > - "-  " %   89 66 > =? > > > 4A          ÞÝSKA 3. deildar liðið TSG Burgdorf datt held- ur betur í lukkupottinn þegar það dróst gegn Guðjóni Val Sigurðssyni og Patreki Jóhannessyni og samherjum í Tusem Essen í 8 liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. For- ráðamenn félagsins ákváðu að taka íþrótta- höll í Hannover á leigu fyrir leikinn og nú er uppselt á hann, alls hafa rúmlega 5.000 miðar verið seldir á viðureign- ina sem fram fer 2. mars nk. og ljóst að þetta litla félag fær drjúgar tekjur, en það leikur alla jafna í litlu íþróttahúsi sem rúmar nokkur hundruð áhorfendur. Gríðarlegur áhugi er fyrir þýsku bikarkeppn- inni að þessu sinni og þegar hafa selst 6.500 miðar á undanúrslita- og úrslitaleikina sem fram fara í Color Line- íþróttahöllinni í Ham- borg 12. og 13. apríl þótt enn sé ekki ljóst hvaða lið verða í undanúrslit- unum því 8 liða úrslit eru enn ekki hafin. Íþróttahöllin í Hamborg rúmar vel á annan tug þúsunda áhorfenda. Tvö „Íslendingalið“ geta komist til Hamborgar, Wallau Massenheim, sem Einar Örn Jónsson leik- ur með og tryggði sér sæti í gær, og Essen, sem Guðjón Valur og Patrekur leika með. TSG Burg- dorf datt í lukku- pottinn 80% A FS LÁ T T U R ÚTSALA 7.-23.FEB ALLT AÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.