Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 49 FJÖLMIÐLASLAGURINN um bandarísku poppstjörnuna Michael Jackson heldur áfram og hefur sjónvarpsstöðin Fox fallist á að sýna myndband sem Jackson lét sjálfur taka og sýna samtöl breska sjón- varpsmannsins Martins Bash- irs og Jacksons. Áformað er að sjónvarpsþátturinn, sem nefnist Michael Jackson, taka tvö: Viðtalið sem þeir vildu ekki sýna, verði sýndur í Bandaríkjunum 20. febr- úar. Þátturinn verður tveggja tíma langur. Bandarískar sjónvarpsstöðvar hafa nýtt sér þá athygli sem málefni Jacksons hafa vakið. Þáttur Bas- hirs var sýndur á ABC sjónvarps- stöðinni í síðustu viku og horfði 27,1 milljón manna á þáttinn í Banda- ríkjunum. Jackson reiddist því hvaða mynd Bashir dró upp af honum, sem skrítnum óþroskuðum manni sem segist stundum leyfa börnum að sofa hjá sér í rúminu. Jackson lýsti því yfir að hann hefði látið starfs- menn sína taka samtöl þeirra Bash- ir upp og þær upptökur sýni greini- lega að klippt hefði verið í burtu allt það lof og skjall sem Bashir á að hafa borið á Jackson, yfirlýsingar um hversu góður faðir hann væri og hversu sér þætti leitt hve allir væru fljótir að gagnrýna Jackson. Talsmaður Fox segist ekki vita hvað Jackson fái greitt fyrir mynd- böndin. ABC mun hafa greitt bresku sjónvarpsmönnunum nærri 400 milljónir króna fyrir upp- haflega þáttinn. Stuart Backer- man, talsmaður Jacksons, sagði að Fox hefði orðið fyrir valinu þar sem sjónvarpsstöðin hefði boðist til að meðhöndla efnið af nærgætni gagn- vart Jackson. Nokkrar aðrar stöðv- ar hefðu haft áhuga, þar á meðal stóru stöðvarnar þrjár. Backerman segir að myndbandið sýni m.a. við- tal við Debby Rowe, fyrrum eig- inkonu Jacksons og móður tveggja barna hans. Jackson er sagður hafa samþykkt að ræða við Ed Bradley í sjón- varpsþættinum 60 mínútum um helgina en hætti við á síðustu stundu og Bradley fór tómhentur frá Neverland, búgarði Jacksons. Sjónvarpsstöðin NBC mun bráð- lega sýna sjónvarpsþátt um meint- ar lýtaaðgerðir sem Jackson er sagður hafa lát- ið gera á andliti sínu …Nicole Kidman neitaði því að hún hefði átt í ástarsam- bandi við Jude Law við frum- sýningu á The Hours, í Lond- on. Law og eig- inkona hans, Sadie Frost, hafa átt í erfiðleikum að undanförnu og hefur leikarinn gefið út yfirlýsingu til fjölmiðla varðandi málið. Biður hann fjölmiðla um að halda aftur af sér og gefa þeim tækifæri til að vinna úr vandanum. FÓLK Ífréttum ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5 og 8. B. I. 16. Sýnd kl. 5, 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10. Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4. Ísl tal. / Sýnd kl. 4. Ísl. tal. / Sýnd kl. 6. Ísl. tal. KRINGLAN ÁLFABAKKI AKUREYRI Sýnd kl. 4, 6 og 8. kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. / kl. 8 og 10. B. i. 14. / kl. 6 og 8. B. i. 14. Sýnd kl. 10.30. Radíó X SV MBL HK DVÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Missið ekki af einni skemmtilegustu mynd ársins. Leonardo diCaprio og Tom Hanks hafa aldrei verið betri. KEFLAVÍK / AKUREYRI Sýnd kl. 8. / Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 4 og 6 ÁLFABAKKI / KRINGLAN ÁLFABAKKI KRINGLAN Kvikmyndir.isRadíó X a. Sýnd kl. 5. ísl. tal. / Sýnd kl. 8. enskt tal. ÁLFABAKKI KEFLAVÍK AKUREYRI 2Tilnefningar til ÓskarsverðlaunaAukahlutverk karla: Christopher WalkenBesta tónlistin: John Williams

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.