Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRMAGNIÐ sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja í sérstökum aðgerðum til atvinnusköpunar, rúm- ir 6 milljarðar króna, dreifist nokkuð jafnt um landið, sbr. meðfylgjandi kort. Sé miðað við nýju kjördæma- skipunina er dreifingin heldur jöfn milli landsbyggðarkjördæmanna en flestar fyrirhugaðar framkvæmdir falla utan marka Reykjavíkurborg- ar. Mest kemur til með að renna til framkvæmda í Suðurkjördæminu nýja, eða tæpir tveir milljarðar, auk framkvæmda sem á að flýta en hafa þegar verið ákveðnar. Helgi Hallgrímsson, fráfarandi vegamálastjóri, sagði við Morgun- blaðið að flestar þær vegafram- kvæmdir sem hægt væri að ráðast í á næstu 18 mánuðum þyrftu ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Yf- irleitt yrði um endurbætur á eldri vegum að ræða og á stöku stað væri vinna vegna umhverfismats að baki. Helgi sagði að nú færi í hönd vinna við að ákveða hvaða framkvæmdir nákvæmlega yrði ráðist í. Vegamálastjóri sagði að á Norð- austurlandi væri t.d. brýnt að ráðast í frekari endurbætur á Norðaustur- vegi um Öxarfjörð, Melrakkasléttu, Þistilfjörð, Langanes og austur til Bakkafjarðar. Einnig væri mikið verk fyrir höndum að tengja Vopna- fjörð betur við hringveginn. Að sögn Gísla Eiríkssonar, um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar á Vestfjörðum, er brýnt að ráðast t.d. í vegabætur um Ísafjarðardjúp og á leiðinni milli Ísafjarðar og Patreks- fjarðar. Þörf væri á nýju slitlagi víða um Vestfirði en eftir væri að ákveða þessar framkvæmdir nánar. Hann sagði áætlanir Vegagerðarinnar hafa miðað við 5–6 milljarða kr. kostnað við að koma bundnu slitlagi á vegina til Ísafjarðar og Patreks- fjarðar. Einn milljarður myndi því hafa töluvert að segja fyrir svæðið. Mikil viðbót fyrir Byggðastofnun Ekki liggur fyrir hvernig Byggða- stofnun mun ráðstafa þeim 700 millj- ónum króna sem verja á til sérstaks atvinnuþróunarátaks. Að sögn Aðal- steins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar, er af nægum verkefnum að taka og erfitt að nefna eitt frekar öðru sem brýnt sé að ráð- ast í. Unnið verði að málinu með stjórn Byggðastofnunar og iðnaðar- ráðuneytinu á næstunni en væntan- lega verði haft að leiðarljósi að dreifa verkefnunum sem mest um landið. Aðalsteinn segist aðspurður ekki hafa vitað af ákvörðun ríkisstjórnar- innar fyrr en hún var tilkynnt sl. þriðjudag. Til marks um hve þetta er mikil viðbót fyrir Byggðastofnun þá námu framlög til atvinnuþróunarfélaga í landinu rúmum 100 milljónum króna á síðasta ári og útlán stofnunarinnar á þessu ári verða um 2,8 milljarðar króna. Aðalsteinn segir að líklega verði 700 milljónunum ráðstafað í samráði við atvinnuþróunarfélögin. Fé til atvinnusköpun- ar dreifist um landið               ! " #                $!% &   ' !   $    ( ) '     &     ' )        *   +  ' %    ) % !                        ) % (  '  )  $!  ,%   -    .                      ! " ! #   &)  /  0  ()1 '  ,  2% '"# 1  3 2     " #   3 2     " $  02 , ) '   $   ' ! ' )  2% ! %'4 &   %   !   "     ."   0  %     &  "    Morgunblaðið/Arnheiður Starfsmenn Fyllingar ehf. á Hólmavík í vegaframkvæmdum á Ströndum. Flestar vega- framkvæmdir án umhverfismats BÆJARSTJÓRAR Grindavíkur og Ölfuss lýsa yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að verja 500 milljónum króna í Suður- strandarveg, sem hefur verið í und- irbúningi síðustu misseri milli Þor- lákshafnar og Grindavíkur. Um er að ræða tæplega 60 km langan veg sem leggja þarf frá grunni. Vinna við matsskýrslu vegna umhverfis- áhrifa er á lokastigi, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Áætl- aður kostnaður við veginn hefur verið 800–1.200 milljónir króna, eft- ir því hvernig vegarstæðið liggur. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ákvörðun rík- isstjórnarinnar vera mikið fagn- aðarefni og 500 milljónirnar muni koma verkinu vel á veg. Suður- strandarvegur hafi verið mikið bar- áttumál Grindvíkinga, Ölfusbúa og Sunnlendinga allra. „Við teljum þetta vera mikið hagsmunamál fyrir Sunnlendinga og Suðurnesjamenn,“ segir Ólafur Örn en hann átti ásamt fleiri sveit- arstjórnarmönnum úr Grindavík, Ölfusi, Árborg og Hveragerði fund með samgönguráðherra í síðustu viku þar sem Suðurstrandarvegur var helsta umræðuefnið. Í rökstuðningi til ráðherra er $!% &                                    !          "  .    "#     $     500 milljónum í Suð- urstrandarveg fagnað BÆJARSTJÓRARNIR á Ak- ureyri og Vestmannaeyjum, Kristján Þór Júlíusson og Ingi Sigurðsson fagna því mjög að ríkisstjórnin hafi staðfest að leggja einn milljarð til bygg- inga menningarhúsa í þessum byggðarlögum. „Ég er mjög ánægður með að þessi niðurstaða liggur nú fyrir og að ákveðið hefur verið að leggja þetta fé til verkefnisins. Ég er mjög sáttur,“ sagði Kristján Þór, en fyrsti fundur fulltrúa bæjarins og mennta- málaráðuneytis um málið verð- ur haldinn í dag, fimmtudag. Bandaríska ráðgjafarfyrir- tækið Artec skilaði skýrslu um menningarhús á Akureyri síð- astliðið sumar. Í henni er lagt til að í húsinu verði tónlistar- skóli, tónleikasalur fyrir allt að 700 manns og leikhús sem tæki um 350 manns í sæti. Kristján Þór sagði að þótt þessi skýrsla væri til kæmi í ljós hvaða hug- myndir úr henni yrðu notaðar. „Við sníðum okkur stakk eftir vexti,“ sagði hann. Nú þyrftu menn að einhenda sér í að koma málinu í formlegan farveg. Hvað staðsetningu varðar koma einkum tveir staðir til greina, á háskólasvæðinu á Sól- borg eða á uppfyllingu við Strandgötu. Tillögur heimamanna liggi fyrir í vor Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði Eyja- menn fagna því að ákveðið hefði verið að leggja fjármuni í menningarhús í Eyjum. Fyrir fáum árum var gerð tillaga að menningarhúsi í hrauninu, „það var stór og mikil hugmynd og við erum í raun enn spennt fyrir henni, en ekki nákvæmlega í þeirri mynd sem hún var sett fram í á þeim tíma,“ sagði Ingi. Þannig hafi samkvæmt tillög- unni verið gert ráð fyrir stórum sal í húsinu, en síðan hafi risið gott ráðstefnuhús í Eyjum. Ingi sagði að menn biðu nú eftir að ráðuneytið setti sig í samband við heimamenn til að fara yfir hugmyndir og út- færslur, en ætlunin væri að nú næsta vor yrði búið að vinna hugmyndir að húsi. Til greina kæmi að endurgera eldra hús og bæta við nýbyggingu eða byggja nýtt hús. Hugmyndin væri að í menningarhúsinu væntanlega yrði gosminjasafn, náttúrugripa- og fiskasafn sem og sýning um Tyrkjaránið auk þess sem þar yrði einnig salur t.d. fyrir tónleika og leiksýning- ar. Bæjarstjórar á Akureyri og í Vestmannaeyjum Fagna fjár- munum til byggingar menningar- húsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.