Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 52
SAMKVÆMT niðurstöðum könn- unar Verðlagseftirlits ASÍ getur munur á hæsta og lægsta fiskverði ákveðinna vöruflokka verið meira en 90% á milli verslana. Í könn- uninni sem fór fram 29. janúar sl. var verð 37 vöruflokka kannað í sextán fiskbúðum og matvöru- verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 25 vöruflokkum sem voru til í meira en helmingi verslana, var munur á hæsta og lægsta verði í 19 tilvikum yfir 50% og í fjórum tilvikum meiri en 90%. Minnstur var munurinn á ýsu í sósu, eða 17,4%. 11 lægstir einhvern tímann Töluverð dreifing var á milli verslana varðandi hæsta og lægsta verð ef miðað er við aðrar mat- vörutegundir. Af þeim 16 versl- unum sem voru í könnuninni voru ellefu einhvern tímann með lægsta verð og tólf voru með hæsta verð í einhverju tilviki. Fjarðarkaup í Hafnarfirði var oftast með lægsta verð eða átta sinnum. Fiskbúð Einars kom næst, með lægsta verð á fjórum teg- undum. Melabúðin Hagamel var oftast með hæsta verðið, eða fjór- um sinnum. Fiskbúðin Hófgerði, Nóatún við Hringbraut og Fisk- búðin Vör voru allar með hæsta verðið fjórum sinnum. Fiskur hækkað um 1,9% Í frétt frá Alþýðusambandi Ís- lands segir að samkvæmt neyslu- vísitölu Hagstofunnar hefur liður- inn „matur og drykkjarvörur“ lækkað um 4,6% frá febrúar 2002 til febrúar á þessu ári. Hins vegar hefur undirliðurinn „fiskur“ hækk- að um 1,9%. Liðurinn „fiskur salt- aður reyktur og fleira“ hefur t.d. hækkað um 5% á tímabilinu. Þar sem verðlagseftirlit Alþýðu- sambands Íslands hefur ekki gert sambærilega könnun áður er ekki hægt að bera saman verðbreyt- ingar en tækifæri gefst til þess í kjölfar næstu könnunar. Þess skal getið að um beinan verðsamanburð var að ræða í könnun ASÍ. Í könnuninni var ekki lagt mat á gæði eða þjónustu sölu- aðila. 50 til 90% munur á fiskverði milli verslana AUGLÝSINGASTOFAN Hvíta húsið hlýtur flestar tilnefningar í samkeppni um athyglisverðustu auglýsingar ársins 2002. Hvíta húsið hlýtur nú 18 til- nefningar, Gott fólk McCann Ericsson kemur þar næst með 11 tilnefningar og Fíton þar á eftir með átta tilnefningar. Veitt eru verðlaun í 13 flokkum og er það ein- um flokki meira en í fyrra. Tveir nýir flokkar hafa bæst við síðan í fyrra; Almannaheillaauglýsingar og Raf- auglýsingar. Það er Félag íslensks markaðs- fólks – ÍMARK í samstarfi við Sam- band íslenskra auglýsingastofa, SÍA, sem stendur fyrir samkeppninni sem nú er haldin í sautjánda sinn. Verðlaunin verða afhent við hátíð- lega athöfn á Íslenska markaðsdeg- inum sem haldinn verður í Háskóla- bíói föstudaginn 21. febrúar. Hvíta húsið með flestar tilnefningar Auglýsingaverðlaun  Útnefningar/B6–7 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga www.isb.is Allt fyrir  flá sem  vilja spara! Þú átt það inni ... „DROTTNING drepur Gunnar 7, mát,“ sagði Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari í skák, þeg- ar hann bað um leik og lagði fyrsta mótherj- ann á leið sinni að Íslandsmeti í blindskák- arfjöltefli í gær, en þá tefldi hann við 11 skákmenn í höfuðstöðvum Olís við Sundagarða í Reykjavík. Helgi Ólafsson tefldi við 10 skák- menn árið 1977 og 1997 endurtók Dan Hansson leikinn, en Helgi Áss þurfti rúmlega tvo og hálfan tíma til að ljúka öllum 11 skákunum í gær og slá metið. Það er ekki sjálfgefið að kunna að tefla og hvað þá blindskák, að ekki sé talað um 11 blindskákir í einu. „Hvernig er þetta hægt?“ spurði einn áhorfandinn í gær og eflaust hugs- uðu allir það sama. Helgi Áss sat úti í horni með lokuð augu og lengst af fól hann andlitið í höndum sér, spenntur og einbeittur, en lagaði bindishnútinn eftir um 100 mínútna setu. Hins vegar gátu mótherjarnir staðið upp á milli leikja en Andri Áss Grétarsson greindi frá leikjum þeirra hverju sinni og sá um að færa taflmennina fyrir hönd bróður síns í kjölfarið. Helgi Áss stýrði hvítu mönnunum og hafði 90 mínútur til að ljúka hverri skák en fékk 30 sek- úndur fyrir hvern leik og mátti aðeins leika þrisvar ólöglegum leikjum í hverri skák. And- stæðingarnir höfðu 45 mínútur til að ljúka skákinni og höfðu ótakmarkaðan tíma fyrir hvern leik. Herbragðið misheppnaðist „Þetta gekk ekki alveg eins og ég átti von á,“ sagði Helgi Áss, en hann hafði betur gegn fimm mótherjum, gerði tvö jafntefli og tapaði fyrir fjórum andstæðingum, þar af tveimur krökkum. „Í fyrsta lagi hafði ég of skamman tíma og í öðru lagi ætlaði ég mér að sigra krakkana sex tiltölulega fljótt og örugglega til að geta einbeitt mér að hinum fimm fullorðnu, en herbragðið misheppnaðist hrapallega. Krakkarnir voru mjög sleipir við að rugla mig í ríminu með því að tefla óhefðbundið og þeir voru útsjónarsamari en ég átti von á. Ég tapaði tveimur skákum á móti þeim og fékk aðeins þrjá og hálfan vinning af sex mögulegum þar sem ég ætlaði mér mun stærri hlut. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, sem er 10 ára, tefldi mjög vel og vann mig sannfærandi. Ég átti enga möguleika á móti henni en var annars alls staðar kominn með vænlega stöðu á tímabili.“ Árið 1994 tefldi Helgi Áss við átta skákmenn í blindskákarfjöltefli og segir að síðan hafi hann gælt við að slá metið. Hann segir að þar sem hann hafi átt eftir lítinn tíma á mörgum stöðum í einu í lokin hafi þetta verið mjög erf- itt enda hafi hann tapað einni skák á tíma, á móti Helga Brynjarssyni, 11 ára. „Eftir á að hyggja er frábært að hafa náð að halda þetta út,“ segir hann, „en ég held að andstæðingar mínir hafi verið sterkari en þeir sem öttu kappi við Helga og Dan á sínum tíma.“ Stórmeistarinn segir að álagið hafi óneit- anlega verið mikið en hann hafi hug á að gera betur og verði engin klukka notuð sé ljóst að hann geti teflt við mun fleiri. Í því sambandi má nefna að Norðurlandametið í blindskák- arfjöltefli er 28 mótherjar og heimsmetið 45 mótherjar. „Ég er samt mjög ánægður með að hafa getað barist í erfiðum stöðum og náð að ljúka öllum skákunum, en við þessar aðstæður er erfiðast að tefla vel. Það er minna vandamál að muna stöðuna en ég lærði mikið af þessu og sem formaður Taflfélagsins Hellis er ég mjög stoltur af því að eiga svona efnilega krakka.“ Morgunblaðið/Sverrir Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kúrir sig úti í horni en Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Elsa María Þorfinnsdóttir eru í viðbragðsstöðu. „Drottning drepur Gunnar 7, mát“ Helgi Áss Grétarsson setti í gær Íslandsmet í blindskákarfjöltefli AÐ meðaltali greiðir hver Hafnfirðingur 40% hærri fast- eignagjöld í ár en hann gerði árið 2000, sem er 22% raun- hækkun ef verðbólga, sem var 15% á tímabilinu, er tekin með í reikninginn. Hækkunin er 33% á hvern Kópavogsbúa, þegar ekki er tekið tillit til verðbólgu, 27% á hvern Garðbæing og 25% á hvern Seltirning. Minnst er hækkunin í Reykjavík eða 19%, sem er 3% raunhækkun. Hafa fasteignagjöld hækkað um 9.560 krónur að meðaltali á hvern Hafnfirðing frá árinu 2000, um 9.225 á hvern Kópa- vogsbúa, 7.867 krónur á hvern Garðbæing, 6.080 krónur á hvern Seltirning og 4.830 krónur á hvern Reykvíking. Fasteigna- gjöld Hafn- firðinga hækka mest  Fasteignagjöld í Hafnarfirði/11 STÓRFYRIRTÆKIÐ Microsoft Corporation mun á næstu mánuðum setja á fót eigin skrifstofu hér á landi. Elvar Steinn Þorkelsson, fyrr- verandi forstjóri Teymis hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Microsoft Ísland og verður hann ábyrgur fyrir starfsemi Microsoft hér á landi. Til að byrja með verður starfsemi Microsoft Ísland stýrt frá Microsoft í Danmörku, og eins og þar í landi verður fyrirtækið alfarið í eigu Microsoft. Elvar segir að ástæðan fyrir því að Microsoft vilji koma sér fyrir á Ís- landi sé sú að fyrirtækið vilji styrkja stöðu sína hér á landi, með sam- hæfðu og öflugu samstarfi við sam- starfsaðila sína. Horft verði til nú- verandi samstarfsaðila jafnt sem nýrra, sem séu tilbúnir að bjóða fram krafta sína og virðisauka til handa viðskiptavinum Microsoft hér á landi. Í annan stað sé mikill vilji fyrir því að reyna að koma höfund- arréttarmálum í viðunandi horf fyrir Microsoft, en þau séu alls ekki í góðu lagi hér á landi, að sögn Elvars. Microsoft vill styrkja stöðu sína á Íslandi  Microsoft/B1 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.