Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 37 AÐALFUNDUR Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi var haldinn í byrjun febrúar, en samtökin voru stofnuð fyrir átta árum. Þau hafa frá upphafi notið velvildar GlaxoSmithKline og Pharmacia/PharmaNor, en fyr- irtækin hafa lagt fram fjármagn til samtakanna til þess að veita ferðastyrki til vísindamanna sem starfa við krabbameinsrannsóknir hér á landi. Styrkirnir eru ætl- aðir til þess að íslenskir vís- indamenn geti kynnt rannsókn- arniðurstöður sínar erlendis eða farið í námsferðir til þess að læra og flytja inn nýjar rannsókn- araðferðir, segir í fréttatilkynn- ingu. Á aðalfundinum afhentu Svava Guðmundsdóttir frá Pharmacia/ PharmaNor og Sveinn Skúlason frá GlaxoSmithKline fimm ferða- styrki fyrir árið 2002. Styrkþeg- arnir eru: Chen Huiping læknir, Evgenía Mikaelsdóttir líffræð- ingur, Hrefna Jóhannesdóttir líf- fræðingur, Sigurdís Haraldsdóttir læknanemi og Þórgunnur Eyfjörð Pétursdóttir líffræðingur. Laufey Ámundadóttir, gjaldkeri Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Ís- landi, Svava Guðmundsdóttir, frá Pharmacia/PharmaNor, Hrefna Jóhann- esdóttir, Þórgunnur Eyfjörð Pétursdóttir, Sveinn Skúlason frá Glaxo- SmithKline, Sigurdís Haraldsdóttir og Laufey Tryggvadóttir, formaður Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi. Á myndina vantar Chen Huiping og Evgeníu Mikaelsdóttur. Lyfjafyrirtæki styðja krabbameinsrannsóknir Samtökin Styrkur – úr hlekkjum til frelsis halda fund í dag, fimmtu- daginn 13. febrúar, kl. 20.30 í í Safn- aðarheimili Háteigskirkju. Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur verð- ur með fræðsluerindi og Áslaug Ein- arsdóttir kynnir niðurstöður úr rannsókn sinni um heimilisofbeldi. Heimasíða samtakanna er: http:// www.styrkur.net. Stuðningsmenn Róger Calero, að- stoðarritstjóra mánaðarblaðsins Perspectiva Mundial og blaðamanns við fréttablaðið The Militant, standa fyrir opinberum fundi í Pathfinder bóksölunni, Skólavörðustíg 6b (bak- við) í Reykjavík, í dag, fimmtudag- inn 13. febrúar, kl. 20. Calero sem er fæddur í Nicaragua, á á hættu að vera vísað frá Bandaríkjunum. Lawrence Mikesh, fulltrúi varn- arnefndar fyrir Róger Calero, er staddur á Íslandi og mun fjalla um málið. Er þörf á samkeppni í mennta- málum? Samband ungra framsókn- armanna heldur málþing um sam- keppnisstöðu háskólanna, LÍN og framtíðarsýn í menntamálum í dag, fimmtudaginn 13. febrúar, kl. 20 á Hverfisgötu 33, Reykjavík. Fram- sögumenn verða: Hjálmar Árnason alþingismaður, Ármann Höskulds- son, þjóðlífsfulltrúi í háskólaráði Há- skóla Íslands, Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Sæunn Stefánsdóttir, háskólanemi og frambjóðandi Framsóknarflokks- ins. Pallborð að loknum framsögum. Fundarstjóri er Dagný Jónsdóttir, formaður SUF. Allir eru velkomnir. Friðarsinnar efna til frið- samlegrar göngu á Lækjartorgi um kl. 19 í kvöld, fimmtudaginn 13. febrúar, til að styðja tillögu sem Frakkar og Þjóðverjar hafa lagt fram til að afstýra Íraksstríði og hafa bæði Rússar og Kínverjar sam- þykkt þær. Í DAG Rangt nafn Nafn Hallbjörns V. Rúnarssonar, varabæjarfulltrúa í Sandgerði, var rangt í frétt á blaðsíðu 20 í blaðinu í gær. Um leið og nafn hans er leiðrétt er beðist velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Eau de toilette. Ferskur austurlenskur ilmur Body mist. Ferskleiki skógarins Bath and body oil. Dularfullur, heitur ilmur Body lotion. Viðarilmur Kertið. Kryddaður ilmur HIMNESK UPPLIFUN Ilmirnir frá cacharel hitta beint í hjartastað Falleg hjörtu með ilmpúðri fylgja með NOA, Gloria og Anais Anais 50 ml glösum í tilefni VALENTÍNUSARDAGSINS FIMMTUDAGSTILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Verð áður 3.995 Verð nú 2.495 Strigaskór Black Street 3litir Str. 28-41 Full búð af nýjum vörum Ásendi - vandað hús Erum með í einkasölu ákaflega vandað og fallegt einbýlishús á einni hæð u.þ.b. 150 fm og að auki ca 20 fm garðskáli auk 30 fm bílskúrs. Húsið er mjög vel skipulagt m.a. með fjórum herbergjum, stóru eldhúsi, góðum stofum o.fl. Flísalagður garðskáli með heitum potti. Eigninni hefur verið haldið mjög vel við. Endurnýjað eldhús og baðherbergi. Eignin afh. e. 2-3 mánuði. V. 23,5 m. 2843 Orð á hreyfingu. Samtökin ’78 bjóða upp á hádegisfyrirlestur í sam- vinnu við félagsvísindadeild Háskól- ans, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Félag samkynhneigðra og tvíkyn- hneigðra stúdenta, FSS, á morgun, föstudaginn 14. febrúar, kl. 12 í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands. Þóra Björk Hjartardóttir málfræðingur flytur fyrirlestur sem hún nefnir Orð á hreyfingu. Orð og orðanotkun tengd samkynhneigð. Fjallar hún m.a. um orð á viðkvæmum eða bann- helgum sviðum, þau viðbrögð sem notkun þeirra vekur og ástæður þess. Að fyrirlestrinum loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram spurningar og taka þátt í stutt- um umræðum. Nautnablót í Hótel Glym í Hval- firði verður á morgun, föstudaginn 14. febrúar, í tilefni af valentínus- ardeginum. Á boðstólum verður kvöldverðarhlaðborð, sýning á ljós- myndum Pálma Einarssonar, lista- konan Kjuregej Alexandra Arg- unova frá Jakútíu flytur ástaróða frá landi sínu og kvæðamennirnir Grét- ar Þórisson og Pétur Björnsson koma á blótið auk sagnaþula, sem segja „öðruvísi“ ástarsögur. Nautna- blótið hefst kl. 19 og er verð kr. 4.900. Tilboð verður á gistingu þessa nótt, kr. 5.000 á mann og innifalið er morgunverðarhlaðborð. Sjá nánar heimasíðu www.hotelglymur.is. Á MORGUN BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA Vantar þig gervi fyrir grímuballið? Hárkollur • Trúðanef • Gervinef • Tannlakk Gerviskegg • Gerviaugnhár • Lithársprey Leikhúsfarði • Gervitennur • Gervieyru Gerviskallar • Gerviblóð • Gervihor Sendum í póstkröfu! Laugavegi 96 • www.leiklist.is • 551 6974

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.