Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 23 Iceland and the EU enlargement Navigating New Waters Hótel Loftleiðum, Reykjavík, mánudaginn 3. mars 2003, 13.00-18.00. Takmarkaður sætafjöldi - bókaðu núna á www.euphoria.is Hvað veist þú um Evrópusambandið og áhrif þess á Ísland? Kynntu þér málið á ráðstefnunni: Diana Wallis þingmaður Evrópuþingsins Andrew Moore framkvæmdarstjóri Samtaka Bresks Iðnaðar (CBI) Matthias Brinkmann frá Framkvæmdarstjórn ESB John Madeley prófessor í norrænum stjórnmálafræðum frá London School of Economics Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins. Ræðumenn: STEFÁN Vovka Ashkenazy, JudithIngólfsson og Bryndís Halla Gylfa-dóttir eru einleikarar kvöldsins á tón-leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld kl. 19.30, en þau leika með hljómsveitinni á píanó, fiðlu og selló í Þríleikskonsert Beetho- vens. Þau eru kampakát eftir fyrstu sam- æfingu með hljómsveitinni og segja samvinn- una í músíkinni ganga afskaplega vel. „Hvað músíkina varðar, gengur þetta vandræða- laust,“ segir Vovka, ákveðinn. „Áttu við að það séu persónuleg vandræði í gangi?“ spyr Judith snögg upp á lagið, og hlátur þremenninganna bendir til þess, að þau hafi þegar náð af- skaplega vel saman bæði persónulega og í músíkinni. Judith og Vovka hafa hvorugt leikið verkið áður, en Bryndís Halla hefur leikið í því með samstarfskonum sínum í Tríói Nordica, Auði Hafsteinsdóttur og Monu Sandström. Þríleikskonsertar af þessu tagi eru ekki marg- ir, og því veltir maður fyrir sér, hvort verkið sé hugsað sem konsert fyrir eitt píanótríó og hljómsveit – eða þrjá staka einleikara og hljómsveit. „Ja, alla vega í okkar tilfelli erum við þrír stakir einleikarar,“ segir Vovka, „en þó er ekki óalgengt að starfandi píanótríó taki að sér ein- leikshlutverkin í þessu verki. Það er hugs- anlegt að það sé betra,“ segir hann, en bætir svo við: „en þó er það líka áhugavert að hafa þrjá staka einleikara saman, það getur boðið upp á meiri hugmyndavinnu og fleiri mögu- leika í túlkun. Píanótríó þar sem einstakling- arnir þekkja vel hver annan, kemur fram sem einn hópur. Þá eru það bara tveir sem takast á – tríóið og hljómsveitin í stað fjögurra, þar sem eru þrír einleikarar og hljómsveit. Það síð- arnefnda getur skapað meiri dýnamík.“ Júdith tekur undir þetta og segir að píanótríó væri líklegra til að mæta til leiks með fyrirfram ákveðið samspilsmynstur. „Í okkar tilfelli hitt- umst við hér, hvert með sína hugmynd um verkið og við þurfum að finna leið til að miðla fjórum skoðunum í einn farveg. Þessi leið er mjög spennandi.“ Bryndís Halla er sama sinn- is og segir það ekkert vandamál að samræma sjónarmiðin. Vovka Ashkenazy og Júdith Ingólfsson eru bæði hálfíslensk; bæði hafa náð langt í tónlist- inni á alþjóðavettvangi, og hafa bæði spilað áð- ur einleik með Sinfóníuhljómsveitinni. Þau hafa þó ekki spilað saman áður, og Júdith hef- ur ekki fyrr spilað með Bryndísi Höllu. En Vovka og Bryndís spiluðu saman með Einari Jóhannessyni í Brahms-tríói á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins fyrir rúmu ári. „Við unnum saman þá, og það hjálpar núna – ég er farinn að þekkja inn á hana,“ segir Vovka. Þre- menningarnir segja að strax fyrir fyrstu æf- ingu, hafi hljómsveitarstjórinn, Thomas Kalb haldið fund með þeim til að leggja línurnar fyr- ir æfinguna. Júdith segir að hljómsveit- arstjórar hafi ákaflega misjafnan hátt á, sumir tali ekkert við einleikarana fyrr en á æfingu; – rabbi kannski aðeins um veðrið eða eitthvað fallegt baksviðs áður, meðan öðrum sé annt um að hafa alla þræði í hendi sér fyrirfram. Henni þyki best að fylgja bara háttum hvers og eins þeirra. „Það er svo mikilvægt að ná sem mestu út úr tímanum með hljómsveitinni, og þá er best að hafa þetta svona,“ segir Jú- dith. Eftir æfingu í gær ákváðu þau að láta hljómsveit og hljómsveitarstjóra lönd og leið og æfa saman þrjú: „ …til að ná enn betri til- finningu hvert fyrir öðru, og samleik okkar,“ segir Vovka. Bryndís Halla segir það jafnvel óttalegra að glíma við þríleikskonsertinn í ann- að sinn en það fyrsta. „Þetta er hálfgerður línudans fyrir sellóið. Þetta liggur mjög hátt og sellóið stöðugt að rápa inn og út úr sam- spilinu. Ég var jafnvel að velta því fyrir mér hvort Beethoven hafi ætlast til þess að sellóið spilaði áttund neðar en gert er. Í strengja- kvartettum Beethovens spilar sellóið áttund neðar en skrifað er, en ekki í þessu verki – kannski að þetta sé bara langvarandi misskiln- ingur!“ segir Bryndís Halla, mátulega vantrú- uð á kenningu sína. Júdith segir hljómsveitina mjög góða, og að það sé alltaf tilhlökkunarefni og gaman að spila hér. Af æfingunni og spjall- inu við þetta afreksfólk í tónlistinni má ætla að hljómsveitinni ætti ekkert síður að þykja til- hlökkunarefni að leika með þeim. Gangur á Þorkeli Á tónleikunum í kvöld verður einnig leikið verk Þorkels Sigurbjörnssonr, Gangur, en það heyrist nú í fyrsta sinn á Íslandi. Það var frum- flutt af Tékknesku fílharmóníusveitinni í Prag í desember 2001. Vladimir Ashkenazy stjórnaði þá hljómsveitinni, en verkið er samið að beiðni hans, sérstaklega til flutnings á þessum tón- leikum sem höfðu norrænt þema. Þorkell skýr- ir heitið með því að tiltekinn rytmi í verkinu hafi minnt sig á gang í hesti, tölt jafnvel. Auk þess sé í því vitnað í íslenskt þjóðlag, eitt lag- anna sem sungið er við ljóð Kristjáns Jóns- sonar, Yfir kaldan eyðisand. Þorkell segir að hér sé ekki um hermitónlist að ræða, en ef til vill sé þetta þó einhvers konar ferðalag. Vina- félag Sinfóníuhljómsveitarinnar efnir til fund- ar við Þorkel fyrir tónleikana, eða kl. 18 í Sunnusal, Hótel Sögu. Þar verður boðið upp á súpu og brauð gegn vægu gjaldi, og Þorkell ræðir þar verk sitt, segir frá einkennum þess, og svarar spurningum gesta. Að sögn Guðrún- ar Nordal, formanns Vinafélagsins, verður þetta ábyggilega mjög skemmtileg samkoma, enda Þorkell annálaður fyrir lifandi frásagn- argáfu. Hér gefist því einstætt tækifæri til að spyrja hann um tónsköpunina. Lokaverk tónleikanna í kvöld er fyrsta sin- fónía Mahlers. Vovka Ashkenazy, Júdith Ingólfsson og Bryndís Halla Gylfadóttir í Þríleikskonsert Beethovens Hvert með sína hugmynd um verkið, en ná samt vel saman Morgunblaðið/Kristinn Þrír einleikarar í einu verki: Júdith Ingólfsson, Bryndís Halla Gylfadóttir og Stefán Vovka Ashkenazy á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.