Morgunblaðið - 13.02.2003, Page 36

Morgunblaðið - 13.02.2003, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                           !      # !$  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ þegar bankarnir birta afkomutöl- ur rifjast upp heilsíðuauglýsing Ís- landsbanka um útlánsvexti. Áður hafði ég aðeins séð auglýsingar frá verðbréfadeildum bankanna, sem lof- uðu ótrúlega hárri ávöxtun. Auglýs- ing Íslandsbanka var nýjung. Þeir auglýstu lægstu útlánsvexti í boði, en dapurlegt var hvað vextirnir voru há- ir. Hærri en þekkist í nokkru öðru Evrópulandi. Í Bandaríkjunum hefði Íslandsbanki líklegast verið kærður fyrir okur! Hvað um það vextirnir voru lægri en hjá hinum, sem gátu bara auglýst „góðan daginn …“. Gróði IB, LB og BB árið 2002 er samtals yfir 7 milljarðar. Ástæða væri til að gleðjast, ef ekki væri staðreynd, að ár eftir ár er slegið nýtt met í fjölda gjaldþrota fyrirtækja. Nýlega var líka í fréttum að aldrei fyrr hefðu ver- ið gerð eins mörg árangurslaus fjár- nám hjá einstaklingum og á nýliðnu ári. Ráðamenn þjóðarinnar hreykja sér af því hvað þeir hafi gert mikið fyrir fyrirtækin í landinu með lækkun skatta. Það er eflaust gott fyrir skuld- laus fyrirtæki og til að laða að ný fyr- irtæki til landsins, en hvað gagnar það þeim, sem rembast eins og rjúpan við staurinn að afla fyrir vöxtum. Til skamms tíma hafa dráttarvextir verið 17–20%? Hvað skyldi AcoTæknival og Móar vera búin að greiða háar fúlgur í vexti, svo nýjustu dæmin séu tekin? Samtök atvinnulífsins sjá ljósið í myrkrinu innan verndar tollamúra ESB. Trúa að við inngöngu í Evrópu- sambandið fáum stöðuga evru og bankarnir samkeppni. Vafasamt er að bankar í Evrópu sjái sér hag í að koma hingað í fámennið að bjóða nið- ur vexti. Helsta vonin til að fá virka samkeppni í bankakerfið er, ef þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir sjái sér hag í að stofna og byggja upp Bónusbanka, en líklega eru þeir búnir að fá nóg. Hitt er næsta víst að við inngöngu í Evrópusambandið þá gilda lög ESB og viðskiptasamningar okkar við þjóðir utan ESB falla úr gildi, eins og nýjustu dæmin sanna. Verndartollar ESB munu hækka verð á ýmsum varningi frá Asíu og Am- eríku. Hagnaður ríkisbankanna eftir skatta var 4,3 milljarðar, þegar búið var að draga frá framlag í afskr.r. út- lána samtals yfir 5 milljarða króna. Gróðinn er frá árinu áður en bank- arnir voru seldir. Það vaknar því spurning, hvað verður um allt þetta fé frá síðasta ári? Skilar það sér í rík- iskassann eða fylgir gróðinn bara með sem bónus upp í fyrstu útborg- un? Miðað við skráð gengi í dag eru 4.300.000.000 kr = 56.000.000 US$. Þessu fé hefði verið vel varið í að greiða niður erlend ár. Viðskiptaráð- herra svarar þessu vonandi? Ástæða þessa bréfs til blaðsins var frétt um að en og aftur ætla bankarnir að greiða liðinu kaupauka fyrir vel unn- in störf. Starfsfólk bankanna er örugg- lega allra góðra gjalda vert, en hefur það unnið eitthvað betur en allir þeir sem hafa misst vinnuna vegna vaxtaok- urs þessara sömu banka? Bæði þeir sem voru hjá fyrirtækjum, sem eru far- in á hausinn og svo hinir, sem hafa misst vinnuna vegna niðurskurðar, sem oft er kallaður hagræðing. Mér finnst þessi bónus meira í líkingu við að skipta ránsfeng en verðlaun fyrir vel unnin störf. Ég er hræddur um að það myndi heyrast í einhverjum, ef þeir hjá Baugi myndu tvöfalda eða þrefalda álagninguna og svo greiða einhvern lúsarbónus árið eftir fyrir vel unnin störf. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að skila hlutabréfum, sem gjafabréfum til réttra eigenda næst, þegar ríkið þarf að losa sig við fyrirtæki t.d. Landsvirkjun. Þannig er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvað hann ger- ir við bréfin og gengi þeirra ræðst af hvað Alcoa og aðrir fjárfestar vilja borga fyrir þau. Síðast en ekki síst fæst friður fyrir kennitöluharki BB. SIGURÐUR ODDSSON, verkfræðingur. Vaxtaokrið Frá Sigurði Oddssyni: ÉG HEFI verið að íhuga kjaramál eldri borgara og hvað væri vænlegast til þess að bæta kjör þeirra svo og annarra þeirra lægstlaunuðu. Þeirra sem þurfa að mestu að treysta á elli- laun og tekjutryggingar frá hinu op- inbera. Sú fátæktargildra sem nú við- gengst er alls ekki boðleg í upplýstu og velmegandi þjóðfélagi eins og okk- ar. Er raunar smánarblettur, sem ráðamenn þjóðar okkar vilja ekki sjá eða kannast við. Það sem ég á við er það að sá hópur sem býr við lægstu tekjurnar, hefur mjög litla möguleika á að bæta hag sinn með aukavinnu og uppgefnum tekjum, þar sem allar við- bótartekjur fara beina leið í skerð- ingu og jaðarskatta. Útkoman verður því sú að viðkomandi stendur í stað fjárhagslega og jafnvel verr þegar hann aflar sér viðbótartekna, vegna jaðarskattanna og annarrar ölmusu. Lausn þessa vanda er mjög einföld. Hún er einfaldlega fólgin í því að allir fái ellilífeyri og tekjutryggingar óskertar og þau séu ekki bundin við aðrar tekjur. Öllum séu tryggður mannsæmandi framfærslulífeyrir, að frádregnum sköttum og gjöldum. Af tekjum séu greiddir eðlilegir skattar og tekjurnar hafi ekki áhrif á þann ellilífeyri, frá hinu opinbera, sem allir eiga rétt á að fá og á að vera heilagur. Fjölga tekjuskattþrepum og byrja t.d. á 10% á lægstu laun. Núverandi kerfi kallar á svarta vinnu og drepur niður sjálfsbjargarviðleitni. Það má ekki refsa fólki fyrir að reyna að bjarga sér. Þegar rætt er um kjarabætur á að ræða um krónur, en ekki prósentur eða meðaltöl. Það hefur ekkert með þjóðartekjur að gera hvort hér ríki fátækt eða ekki. Það er pólitískur vilji sem ræður þessu og ekkert annað. HELGI K. HJÁLMSSON, viðskiptafræðingur, Smáraflöt 24. Fátæktargildran, smán- arblettur á þjóðinni Frá Helga K. Hjálmssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.