Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 7
bent á mikilvægi vegarins fyrir fisk- flutninga milli svæða, ferðaþjón- ustuna og umferðaröryggi milli landshluta. Þá er mikið öryggi talið vera í Suðurstrandarvegi, t.d. ef Reykjanesbraut lokaðist eða ófærð yrði um Hellisheiði og Þrengsli. Ólafur Örn segir að á þessum fundi hafi engin skilaboð komið frá samgönguráðherra um að vegurinn væri kominn á kortið. „Við viljum því meina að fundurinn hafi skilað góðum árangri. Þegar menn hafa skoðað rökin sjá þeir að það er vel þess virði að ráðast í gerð vegarins. Við fögnum því líka að ríkisstjórnin hafi með þessu viljað efla atvinnulíf á svæðinu,“ segir Ólafur Örn. Nafni hans og starfsbróðir í Ölf- usi, Ólafur Áki Ragnarsson, fagnar því sömuleiðis að ráðast eigi í gerð Suðurstrandarvegar. Ný aðkoma að Þorlákshöfn Framkvæmdin sé ekki síst mik- ilvæg fyrir Þorlákshafnarbúa þar sem ný innkeyrsla í bæinn fylgi veg- inum. „Það hefði staðið okkar byggð- arlagi töluvert fyrir þrifum hefði þessi ákvörðun ekki komið núna. Okkar aðalskipulag hefur byggt á Suðurstrandarveginum því við ger- um ráð fyrir nýjum miðbæjarkjarna í tengslum við nýju innkeyrsluna. Vegurinn hefur einnig mikla þýð- ingu fyrir Grindavík og Árborg- arsvæðið,“ sagði Ólafur. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 7 www.urvalutsyn.is Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. Úrval-Úts‡n Rau›ar fer›ir Aukinn afsláttur ef bóka› er fyrir 20. mars. Aldrei h agstæ›a ra a› fer›ast til sólar landa! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 02 34 02 /2 00 3 Hjón - afsláttur 18.000 kr. 4ra manna fjölskylda - afsláttur 36.000 kr. 6 manna fjölskylda - afsláttur 54.000 kr. Taktu ákvör›un strax!! Rau›ar afsláttarfer›ir eru a› seljast upp. Á FUNDI skipulags- og byggingar- nefndar Reykjavíkur í gær lögðu fulltrúar Reykjavíkurlistans fram fyrirspurn um hvort og þá hvernig unnt væri að flýta vegaframkvæmd- um í Reykjavík, í tilefni af tillögum ríkisstjórnarinnar um sérstakar að- gerðir til atvinnusköpunar. Var óskað eftir upplýsingum um stöðu skipu- lagsvinnu vegna mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbraut- ar en fyrirhugað er að á fundi borg- arráðs í næstu viku verði lögð fram áætlun um flýtingu framkvæmda. Í fyrirspurn frá fulltrúum R-listans sagði meðal annars: „Í tillögum ríkisstjórnarinnar frá í gær [þriðjudag] um sértækar aðgerð- ir til atvinnusköpunar er gert ráð fyr- ir að einum milljarði króna verði, auk þegar ákveðinna heimilda, varið til verkframkvæmda á höfuðborgar- svæðinu á næstu 18 mánuðum. Kom fram í máli oddvita stjórnarflokkanna að mestur vilji stæði til að verja þeirri upphæð til framkvæmda á umrædd- um gatnamótum sem eru einhver þau fjölförnustu á landinu og mikil slysa- gildra eins og þekkt er. Hins vegar hamlaði vinna vegna skipulags- og umhverfismála því eins og fram kom í máli þeirra. Af þeim sökum er spurt hvort unnt sé og þá hvernig að flýta þessari vinnu borgarbúum og lands- mönnum til heilla.“ Ólafur F. Magnússon, áheyrnar- fulltrúi F-lista í nefndinni, lagði fram bókun þar sem hann óskaði þess að gerð yrði framkvæmda- og kostnað- aráætlun sem gerði ráð fyrir nægi- legri „umferðarrýmd“ til framtíðar á Miklubraut frá Kringlumýrarbraut að Bústaðavegi. Aðeins hefði verið gert ráð fyrir tveimur akreinum í hvora átt á þessum hluta Miklubraut- ar og vafasamt að það gæti tryggt nægilega „umferðarrýmd“. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd lýsa þeir yfir ánægju með að fulltrúar R- listans hafi áttað sig á mikilvægi mis- lægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut. „Þekkt er að nú- verandi meirihluti tók þessi gatnamót út af aðalskipulagi þvert á stefnu sjálfstæðismanna og frestaði þar af leiðandi framkvæmdum um mörg ár,“ segir í bókuninni. Skipulags- og byggingarnefnd Kanna hvernig flýta má fram- kvæmdum Morgunblaðið/Árni Sæberg Umferðarþungi er mikill á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. KOSTNAÐUR við gerð jarðganga undir Almannaskarð er áætlaður um 700 milljónir króna, að mati Vegagerðarinnar, en hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar var að verja 500 milljónum króna á næstu 18 mán- uðum til þessarar jarðgangagerðar. Að sögn Helga Hallgrímssonar vegamálastjóra stendur til að bjóða göngin út næsta haust, að undangenginni rannsóknar- og undirbún- ingsvinnu sem hægt sé að byrja strax á. Ekki er þörf á mati á um- hverfisáhrifum, en göngin eru aðeins rúmur kílómetri á lengd. Ráð- ast þarf í nokkrar vegaframkvæmdir Hornafjarðarmegin við skarðið. Gangagerð undir Almanna- skarð boðin út í haust SAMFYLKINGIN nýtur stuðnings 37,7% kjósenda samkvæmt könnun sem Rannsóknarsvið IBM við- skiptaráðgjafar gerði fyrir morg- unþáttinn Ísland í bítið á Stöð 2. Fylgi Sjálfstæðisflokks mældist 36,6%, fylgi Framsóknarflokks 13,3%, fylgi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs mældist 6,9% og Frjálslynda flokksins 1,4%. Þeir sem tóku þátt í könnuninni voru spurðir hvern þeir vildu helst sjá sem forsætisráðherra að lokn- um kosningunum í maí og sögðust flestir, eða 46,9%, vilja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur en 39,1% vildi sjá Davíð Oddsson. 5,2% Halldór Ásgrímsson og 2,9% Steingrím J. Sigfússon. Þá sögðust flestir, eða 47,8%, telja að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur yrðu áfram við stjórn eftir kosningarnar en 14,9% töldu að mynduð yrði samsteypu- stjórn Samfylkingar og Framsókn- arflokks. 7,6% höfðu trú á að Sam- fylkingin myndi ein verða í ríkisstjórn. Í könnuninni, sem var gerð sím- leiðis, tóku þátt 834 einstaklingar á aldrinum 16–67 ára á landinu öllu. Þegar spurt var um fylgi við flokka tók 361 afstöðu. Könnunin fór fram 7.–10. febrúar og var úrtakið lag- skipt slembiúrtak byggt á kvóta- hlutföllum úr þýði. Ísland í bítið lætur kanna fylgi þingflokkanna Flestir vilja Ingibjörgu Sól- rúnu sem forsætisráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.