Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 38
DAGBÓK 38 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hali- fax, Mánafoss og Sylvia koma í dag. Dettifoss fer í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handavinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13 bók- band, kl. 14–15 dans. Helgistund á morgun kl. 10. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Fimmtudagur: kl. 13 tréskurður, kl. 14 bóka- safnið, kl. 15–16 bóka- spjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13 verslunin opin, kl. 13– 16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 hárgreiðsla og opin handa- vinnustofa, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 söngtími, kl. 15.15 dans, kl. 9–14 hár- greiðsla. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 11 búta- saumur, kl. 13 málun, bútasaumur og leikfimi karla, kl. 19.30 fé- lagsvist á Álftanesi. Rútuferðir samkvæmt venju. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt kl. 10, glerlist kl. 13, bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13, framsögn kl. 16.15, bridsnámskeið kl. 19.30. S. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.05 og 9.50 leik- fimi, kl. 10.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 12.30 vefnaður, kl. 13 gler- og postulíns- málun, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, kl. 13 brids. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og perlu- saumur, og hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 fé- lagsvist. Fótaaðgerðir, hárgreiðsla. Korpúlfar Grafarvogi, samtök eldri borgara, hittast á fimmtudögum kl. 10. Aðra hverja viku er púttað á Korpúlfs- stöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13–16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing og mósaík. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð og boccia- æfing, kl. 13 hand- mennt og spilað. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Skemmtifundur verður haldinn laug- ardaginn 15. febrúar kl. 14 á Vesturgötu 7. Birg- ir Þórarinsson flytur hugvekju og gamanmál, samleikur ungra barna á píanó og fiðlur, stjórn- andi Guðrún Ásbjörns- dóttir, almennur söng- ur og dans, undirleikari Þorvaldur Jónsson. Kaffiveitingar, allir vel- komnir. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra, Hátúni 12, kl. 19.30 félagsvist. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Biblíulestur kl. 17 í umsjá Skúla Svav- arssonar. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Í dag er fimmtudagur 13. febr- úar, 44. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Skylt er oss, hinum styrku, að bera veikleika hinna óstyrku og hugsa ekki um sjálfa oss. (Róm. 15, 1.) Öflugir og góðir stjórn-málamenn stjórna ekki eftir skoðanakönn- unum og almenningsáliti frá degi til dags. Menn sem búa yfir stjórnvisku, hvort sem það er á vett- vangi stjórnmála eða at- vinnulífs, hafa hæfileika til að sjá samhengi at- burða langt fram í tím- ann. Annars komast þeir ekki í fremstu röð. Lýð- skrumið hefur aldrei lif- að eða leitt neina þjóð.     Það er athyglisverthvernig Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hefur tekið á Íraksdeilunni heima fyr- ir. Þrátt fyrir að almenn- ingsálitið hafi snúist gegn honumhefur hann eindregið stutt áform Bandaríkjamanna um að koma Saddam Hussein Íraksforseta frá völdum og stöðva framleiðslu gjöreyðingarvopna. Blair hefur talað fyrir því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og NATO.     Minnisstætt er hvernigMargrét Thatcher og Ronald Reagan komu fram sem eitt þegar bar- ist var við kommúnistana í Kreml. Birtingarform baráttunnar nú er með öðrum hætti en minnir samt á samstöðu þessara ríkja á níunda áratugn- um. Virðist engu máli skipta þótt Verka- mannaflokkurinn fari nú með stjórn í Bretlandi og Repúblikanar í Banda- ríkjunum.     Stuðningsmenn Sam-fylkingarinnar hafa frá upphafi samsamað sig Tony Blair og skrifað greinar honum til dýrð- ar. Var gengið svo langt að lýsa sigri Blairs í þing- kosningunum 1997 sem sigri vinstri manna í Evr- ópu og skáluðu Össur Skarphéðinsson og Mörð- ur Árnason í kampavíni á baksíðumynd DV.     Rökrétt er því að ályktaað farsæll forsætis- ráðherra Breta höfði ennþá til stuðnings- manna Samfylking- arinnar og þeir styðji stefnu hans varðandi málefni Írak. Samfylk- ingarfólk ætti samkvæmt því að flykkja sér að baki stefnu Blairs og Halldór Ásgrímssonar sem vilja virkja varnarákvæði NATO til handa Tyrkjum vegna hættu á átökum við Íraka.     Málflutningur ráða-manna Frakklands, Þýskalands og Belgíu, sem eru þau NATO-ríki sem eru þessu andsnúin, er í takt við það sem meirihluti almennings vill heyra. Hins vegar er mikilvægt að stjórn- málamenn horfi á sam- hengi hlutanna lengra fram í tímann og leiði þjóðir sínar áfram með farsælum ákvörðunum. Það gerir þá að öflugum pólitíkusum sem munað er eftir. Reynist þær ákvarðanir rangar er einfaldlega skipt um valdhafa. STAKSTEINAR Framtíðarsýn og farsæl- ar ákvarðanir Víkverji skrifar... FYRIR nokkrum vikum fékk Vík-verji þá flugu í höfuðið að það væri sniðugt að selja íbúðina sína og kaupa nýja, stærri og flottari. Hann hætti reyndar við eftir skamma leit en meðan á henni stóð rakst hann á nokkur athyglisverð dæmi um orða- notkun í fasteignaauglýsingum. Í einni slíkri var tíundað að með íbúð- inni fylgdi „sérstæður bílskúr“. Vík- verji hélt í fyrstu að þetta væri sér- kennilegur bílskúr og var satt að segja bara nokkuð spenntur fyrir því að eignast svoleiðis skúr. Þegar bet- ur var að gáð kom í ljós að bílskúrinn var ósköp venjulegur en þar sem hann stóð úti á lóð en var ekki hluti af blokkinni var hann talinn „sér- stæður“. Fasteignasala í Reykjavík auglýsti að hún væri „með íbúðir í sölumeðferð“ sem þýddi væntanlega að íbúðirnar voru til sölu, ekki að það hafi gengið svo illa að selja þær að það hafi þurft að senda þær í sér- staka „sölumeðferð“ til að gera þær eftirsóknarverðari. Eitt athygl- isverðasta dæmið var þó þegar ris- íbúð í miðbænum var auglýst sem „penthouse“. Samkvæmt orðabók Websters þýðir „penthouse“ íbúð á þaki stórhýsis, þakíbúð, sem er alls ekki það sama og risíbúð. Enska orðið fyrir risíbúð er „garrett“ en það orð er auðvitað ekki nándar nærri eins flott orð og „penthouse“. x x x ÞÆR eru fastur liður í tilverunni,vefsíðurnar sem birta ljós- myndir af fólki á skemmtistöðum. Við þessu er lítið hægt að segja, ekk- ert í lögum bannar mönnum að taka myndir á opinberum vettvangi og birta þær. Þeir sem halda úti slíkum síðum virðast þó ekki allir gera sér grein fyrir að slíkar netsíður eru ein tegund fjölmiðla. Þannig hneyksl- uðust þeir sem halda úti vefsíðunni djammari.is, sem inniheldur m.a. myndir af skemmtanalífi Keflavík- inga, á því að lögreglunni í bænum skyldi detta í hug að skoða síðuna í þeim tilgangi að kanna hvort ung- lingar væru inni á vínveitingastöðum þar sem þeir hafa ekki leyfi til að vera. Einn aðstandandi síðunnar sagði að lögregla hefði ekki leyfi til að nota síðuna nema með skriflegu leyfi og var síðunni lokað fyrir net- þjónum lögreglunnar. Að mati Vík- verja er rök þeirra sem standa að síðunni hálfgrátbrosleg. Myndbirt- ing á Netinu hlýtur að lúta sömu lög- málum og í öðrum fjölmiðlum. Varla er hægt að banna lögreglumönnum að skoða sig um á Netinu frekar en það er hægt að banna þeim að lesa dagblöðin eða horfa á sjónvarpið nema með skriflegu leyfi! Það má síðan velta því fyrir sér hver ástæð- an er fyrir þessari viðkvæmni? Hafa veitingastaðirnir kannski eitthvað að fela? Og óttast myndasmiðirnir þá að þeir verði ekki eins velkomnir á skemmtistöðunum í framtíðinni, ef myndbirtingar verða til til þess að hinir brotlegu skemmtistaðir fái sektir fyrir að hleypa unglingum inn? Það skyldi þó aldrei vera … Morgunblaðið/Sigurður Jökull Léleg þjónusta EINN daginn ákvað ég að fara að nota strætó í stað bílsins. Þetta sparar mér eyrinn og samræmist einn- ig herferð sem var gerð um árið og miðaði að því að fá fleiri til þess að nota vagn- inn. Ekki virðist veita af því að fá fleiri viðskiptavini þar sem nýbúið er að birta töl- ur þess efnis að töluvert vanti til að endar nái sam- an. Ég þarf að taka fyrstu ferð frá Hlemmi kl. 6:48 og upp í Ártún. Fyrir nokkr- um vikum keyrði vagn á þessari leið framhjá, svo ég hringdi og kvartaði undan því að ekki hefði verið stöðvað. Ekki virðist þessi kvörtun hafa haft mikil áhrif, því í morgun (7.2. 2003) keyrði vagninn fram hjá mér aftur þó að skýlið sé vel upplýst og ég beri endurskinsmerki. Þessi ákveðni vagn var of seinn af stað þennan morguninn skv. minni klukku og ferð- inni sem hann var á þegar hann brunaði framhjá. Það skiptir mörg okkar sem tökum strætó miklu máli að þótt bílstjórinn sé seinn fyrir, að hann láti nú ekki viðskiptavini sína gjalda þess og vinni upp tíma með því að sleppa bara að stöðva fyrir þeim. Þar sem þetta er fyrsta ferð dagsins ætti ekki að vera snúið að halda áætlun. Þess skal getið að mikill meirihluti bílstjóra hjá SVR veitir góða þjónustu og eiga þeir þakkir skildar fyrir það en inni á milli eru aðrir sem mættu gjarnan vera í öðru en þjónustu- starfi og beini ég orðum mínum til þeirra. Af þessari litlu frásögn minni má eflaust sjá eina af ástæðunum fyrir því að fólk tekur ekki strætó og er mjög auðvelt fyrir stjórn- endur SVR að laga það. Sáttur er ég við gjaldskrár- hækkun hjá þessu þarfa fyrirtæki ef þeir bara sæju sér fært að taka mig með. Kristinn Jónsson. Dýragrafreitur Í VELVAKANDA 10. febr- úar sl. er kisumamma að spyrjast fyrir um dýragraf- reit. Dýraverndunarfélag Reykjavíkur hefur reynt árum saman að fá einhvern skika í landi borgarinnar fyrir gæludýragrafreit en alltaf hefur eitthvað verið því til fyrirstöðu. Gefinn var ádráttur um lóð í Grafarvogi en það varð ekki. Sl. þrjú ár hefur fé- lagið verið í óformlegum viðræðum við skipulagsyf- irvöld um þetta mál og nú síðast fyrir jólin. Þá var okkur sagt að til stæði að úthluta einhverjum skika í Álfsnesi eða einhvers stað- ar á þeim slóðum, en það ræðst af væntanlegu skipu- lagi, sem ekki er vitað hve- nær verður tilbúið. Í viðræðum við fyrrver- andi bæjarstjóra í Keflavík kom fram að þar hefði verið til athugunar svæði, nálægt væntanlegri stækkun kirkjugarðsins þar. En þetta höfum við ekki fengið staðfest. Og í Flekkudal í Kjós mun einnig standa til að gera gæludýragrafreit fljótlega. Við vonum bara að eitt- hvað fari að ganga í þessu máli. Hægt er að senda dýraverndarfélaginu tölvu- póst í dyravernd@dyra- vernd.is Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndun- arfélags Reykjavíkur. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is NÚ þegar búið er að hækka farþegagjöldin í strætó þá vil ég benda á að þeir sem að taka strætó eru mestmegnis náms- menn, krakkar og eldri borgarar. Leiðréttið mig ef það er vitlaust hjá mér en eru þetta ekki þeir hóp- ar sem eiga minnstan pen- ing? Hvað eru þeir hjá strætófélaginu að hugsa? Þótt það hafi verið tap hjá þeim þá batnar það ekki með því að hækka gjöldin, ef ég mögulega kemst hjá því þá mun ég sleppa því að taka strætó. Og það munu fleiri gera, sér- staklega þeir sem eiga ekki nein af þessum kort- um eða strætómiðum. Er allavega ekki hægt að veita nemendum og eldri borgurum afslátt? Það getur vel verið að eldri borgarar fái afslátt nú þegar (hef ekki kynnt mér það) en ég held að nemendur séu mun fátæk- ari en eldri borgarar! Lækkið fargjaldið aftur (allavega kortin). Hundóánægður strætófarþegi. Hækkun hjá Strætó Morgunblaðið/Kristinn LÁRÉTT 1 kinnhestur, 8 hófdýr- um, 9 káka, 10 gyðju- heiti, 11 mastur, 13 skyldmennið, 15 karl- fugl, 18 moð, 21 stormur, 22 kyrra, 23 vondum, 24 afgjald af jörð. LÓÐRÉTT 2 styrk, 3 langloka, 4 minnast á, 5 fiskum, 6 eldstæðis, 7 fornafn, 12 háttur, 14 mólendis, 15 vers, 16 reika, 17 mein, 18 skæld, 19 kút, 20 lykta. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skokk, 4 kennd, 7 riðan, 8 lúkan, 9 dæl, 11 korg, 13 enda, 14 ósinn, 15 hlóð, 17 nýta, 20 und, 22 ráman, 23 uxinn, 24 akrar, 25 lúnar. Lóðrétt: 1 sprek, 2 orðar, 3 kind, 4 koll, 5 nakin, 6 dunda, 10 ærinn, 12 góð, 13 enn, 15 herfa, 16 ólmur, 18 ýtinn, 19 agnar, 20 unir, 21 dufl. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.