Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Prag er nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til að sækja heim enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Gullna borgin, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, það er ekki að undra að þessari stórkostlegu borg hafi verið gefin öll þessi nöfn. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi í vor. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Helgarferð til Prag 6. mars frá kr. 39.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 25.450 Flugsæti til Prag, 10. mars, með 8.000 kr. afslætti ef bókað fyrir 15. febrúar. Flug og skattar. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Fyrstu 300 sætin. Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur. M.v. 2 í herbergi á Pyramida Hotel, 6. mars. Skattar innifaldir. Flug fimmtudaga og mánudaga í mars og apríl ÞAÐ var vel við hæfi, á Skákdegi fjölskyldunnar sem skákfélagið Hrókurinn stóð fyrir á Kjarvals- stöðum í gær, að bræðurnir Ingvar og Sverrir Ásbjörnssynir fóru með sigur af hólmi í Meistaramóti Hróksins sem um 40 börn tóku þátt í. Systir þeirra, Ingibjörg, keppti einnig á mótinu, en það var Júlía Rós Hafþórsdóttir 10 ára, sem varð hlutskörpust í hópi stúlkna. Hún keppti einnig við Guðmund Daða- son 102 ára á Kjarvalsstöðum í gær, en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir þeim eldri, eftir að hafa varist snörpum sóknarleik Guðmundar fimlega. Ingvar sem er 12 ára náði fyrsta sæti mótsins og yngri bróðir hans Sverrir náði öðru sæti. Segjast þeir bræður oft tefla hvor við annan, misjafnt sé hvor hafi betur, en þeir byrjuðu báðir að tefla þegar þeir voru um sex ára gamlir. Segja þeir mikinn skákáhuga í fjölskyldunni. „Það er erfiðast að keppa við stórmeistarana,“ segir Ingvar, en hann keppti við Margeir Pétursson og Stefán Kristjánsson og tapaði báðum skákum. „Ég átti séns á móti Stefáni,“ heldur Ingvar áfram og segir tæpt hvernig skákin fór. Bræðurnir fengu þó báðir verð- launapeninga, bikara og að auki fékk Ingvar forláta skáktölvu og Sverrir skákklukku. Á kaffistofunni sitja mæðginin Haraldur Hallgrímsson 12 ára og Anna Haraldsdóttir ásamt fjöl- skylduföðurnum, Hallgrími Tómasi Ragnarssyni, og tefla. „Ég er að tapa,“ segir Anna hlæjandi. „Ég tefldi þegar ég var lítil og þótti mjög gaman. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef teflt í mörg ár, ég er svona að rifja upp mannganginn,“ bætir hún við. Haraldur, er nýlega byrjaður að tefla með Haukum í Hafnarfirði og tók m.a. annars þátt í fjöltefli á Kjarvalsstöðum í gær. Haraldur segir að sér hafi gengið ágætlega í fjölteflinu þó hann hafi ekki unnið, enda hafi verið við erfiða andstæð- inga að etja. Umkringdir listaverkum eftir meistara Kjarval sitja þrettán skák- menn í eldri kantinum og etja kappi við meistara af öðru tagi, Friðrik Ólafsson stórmeistara. Þarna voru á ferðinni félagar í skákdeild Fé- lags eldri borgara, sem var boðið að keppa við stórmeistarann. „Friðrik hefur unnið á móti ein- um, ein skákin endaði með jafntefli, en hitt er allt í járnum enn þá. Mér sýnast þó vera vinningsstöður hjá Friðriki á að minnsta kosti fimm borðum,“ segir Birgir Sigurðsson, formaður skákdeildar FEB í Reykjavík. Hann segir ágæta grósku vera í skáklífinu hjá eldri borgurum. „Við æfum í hverri viku í Glæsibæ, að jafnaði koma aldrei færri en 20 manns að tefla,“ segir Birgir. Fjöldi skákáhugamanna á öllum aldri fylgdist með viðureign liðs Einars Kárasonar rithöfundar og bosníska stórmeistarans Ivans Sokolov við félagana Kristján Kristjánsson, sem er betur þekktur undir nafninu KK, og enska stór- meistarann, Luke McShane, sem er einungis nítján ára gamall. Fóru leikar þannig að Einar og Sokolov höfðu betur eftir mjög dramatíska og snarpa viðureign. Morgunblaðið/Ómar Bræðurnir Ingvar og Sverrir Ásbjörnssynir taka við verðlaunum úr hendi Hrafns Jökulssonar, formanns Hróksins. „Erfiðast að keppa við stórmeistarana“ Anna Haraldsdóttir játar sig sigraða fyrir syninum, Haraldi Hallgrímssyni. SPURNINGIN hvort Íslendingar muni áfram geta tekið ákvörðun um heildarafla úr íslenskri fiskveiðilög- sögu gerist Ísland aðili að Evrópu- sambandinu var efst á baugi á fundi Samfylkingarinnar á Hótel KEA á laugardag, þar sem sjávarútvegur og Evrópusambandið, einkum sú hlið er snýr að útgerðinni, var til um- ræðu. Fundurinn var hluti af funda- röð flokksins sem gengur undir heit- inu „Mál á dagskrá“. Úlfar Hauksson stjórnmálafræð- ingur og Þorsteinn Már Baldvins- son, framkvæmdastjóri Samherja hf., héldu framsögu á fundinum. Ákvörðun um heildaraflann „Það sem fyrst og fremst skildi á milli Úlfars og Þorsteins var spurn- ingin um það hvort Íslendingum tækist að fá inn í landið ákvörðun um heildarafla, ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu. Úlfar telur að það séu öll efni til þess að Íslend- ingum takist að ná þessari ákvörðun hingað heim en Þorsteinn Már telur það hins vegar ólíklegt og það ræður afstöðu hans til Evrópusambands- ins,“ segir Svanfríður Jónasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir Úlfar hafa nefnt að svar við þessari spurningu fengist ekki nema Ísland gengi til samningavið- ræðna og sæi hvað sambandið byði Íslendingum. „Þá fyrst liggur það fyrir hvort að þessi möguleiki er fyr- ir hendi og það er þá í stíl við það sem við í Samfylkingunni settum fram í bók okkar Ísland í Evrópu,“ segir Svanfríður. Þannig telji margir mögulegt að fiskimiðin yrðu lýst sérstakt stjórn- sýslusvæði, fiskistofnarnir viður- kenndir sem staðbundnir stofnar og þar með væru afnot fiskimiðanna ákvörðun sem einungis kæmi Íslend- ingum við. „Úlfar segir að það megi finna því stoð í regluverkssafni ESB að hægt sé að fara þessa leið. Við höfum talið að þetta væri leið sem yrði að láta reyna á í aðildarviðræð- um. Það kom okkur ekki á óvart að þessar tvær andstæðu skoðanir skyldu standa upp úr fundinum,“ segir Svanfríður. Aðspurð hvort fundaröðin mundi nýtast flokknum til stefnumótunar fyrir komandi kosningar segir Svanfríður fundina fyrst og fremst vera framlag flokks- ins til umræðunnar um Evrópumál- in. Nú þegar Ísland stæði í viðræð- um við Evrópusambandið, vegna stækkunar þess til austurs, væri brýnna en áður að Evrópuumræðan ætti sér stað og ýmislegt sem henni tengdist, eins og sjávarútvegsmálin og þá sérstaklega það sem varðar fjárfestingar í sjávarútvegi. „Þetta eru opnir fundir þar sem við reynum að leggja okkar fram í þessa umræðu um samskipti Íslands og Evrópu til að reyna að þróa það sem við köllum upplýsta og opna um- ræðu. Þá ekki bara að kalla fram sjónarmið þeirra sem eru með eða á móti aðild, heldur kalla fram sjón- armið beggja til þess að hægt sé að rökræða þau til einhverrar niður- stöðu eða rökræða hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Svanfríður. Hún segir að í næsta mánuði verði haldinn fundur í Reykjavík þar sem kastljósinu verði beint að fiskvinnsl- unni og ESB. ESB og útgerðin á fundi Samfylkingarinnar á Akureyri Svörin fást ekki nema í aðildarviðræðum Svanfríður Jónasdóttir telur að um 40 manns hafi setið fund Samfylkingar- innar um sjávarútveg og ESB sem fram fór á Hótel KEA á laugardag. „ÉG ER mjög glöð með að hafa átt þess kost að láta drauma mína rætast og fara í lögfræðinám,“ segir Hall- gerður Gunnarsdóttir, sem útskrifað- ist á laugardag sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hún var orðin 47 ára er hún hóf námið. „Ég hafði allan tímann mikinn stuðning og hvatningu frá manninum mínum og börnunum. Það kom fyrir meðan á náminu stóð að ég var að því komin að gefast upp vegna mikilla anna á stóru heimili. Mér hefur þótt það vera viss forréttindi að eiga þess kost að stunda háskólanám. Háskóla- nám var oftast fjarlægur draumur sveitabarna af minni kynslóð. Þess vegna fannst mér ég ekki geta brugð- ist sveitakrökkunum af minni kyn- slóð; sem áttu þess ekki kost að fara í nám. Ég varð að standa mig þegar tækifærið gafst.“ Áhuginn á lögfræði kviknaði þegar Hallgerður tók áfanga í lögfræði við öldungadeild Menntaskólans í Hamrahlíð um 1977. Meirihluta námsefnisins las hún utanskóla þar sem hún bjó í Stykkishólmi ásamt eig- inmanni og þremur börnum. Tvö börn áttu eftir að bætast í hópinn en draumurinn um lögfræðinámið var alltaf skammt undan. Unga fólkið fordómalaust „Ég var ekki elst á fyrsta ári í laga- deildinni en á öðru ári var ég orðin elst,“ segir Hallgerður um samnem- endur sína. „Það var mjög skemmti- legt hvað unga fólkið tók mér vel, var jákvætt og fordómalaust.“ Hallgerður skrifaði lokaritgerð á sviði eignarréttar en hún segir flest svið lögfræðinnar heilla sig. Áhugi hennar á þjóðlendulögunum hafi gert útslagið um val á viðfangsefni í loka- ritgerðinni. En skólaganga Hallgerðar var ekki eins og börn í dag eiga að venjast. Hún ólst upp á bænum Hjarðarfelli á Snæfellsnesi og gekk nokkrar vikur á ári í farskóla. Hún fór seinna í Reykjaskóla í Hrútafirði og tók þaðan landspróf. Síðar lá leiðin til Reykja- víkur og öldungadeildin tók við. Þá hafði Hallgerður gifst Sturlu Böðv- arssyni, núverandi samgönguráð- herra. „Þegar maðurinn minn settist á þing hugsaði ég mér gott til glóð- arinnar og ákvað að fara í háskólann,“ segir Hallgerður. Hallgerður segir óvíst hvað taki nú við. „Mér finnst lögfræðin heillandi fræðigrein og langar að starfa við hana. En þegar ég skilaði inn lokarit- gerðinni var ég strax farin að fletta blaði Endurmenntunardeildar Há- skólans,“ segir Hallgerður hlæjandi. Hallgerður Gunnarsdóttir, fimm barna móðir, útskrifaðist úr lögfræði Greip tækifærið þegar það gafst Morgunblaðið/Árni Sæberg Hallgerður Gunnarsdóttir var 47 ára þegar hún hóf háskólanám.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.