Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 9 Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Glæsilegt úrval af undirfötum Nýjar peysur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 Snorrabraut 38, sími 562 4362 Ullarkápur kr. 1.000 Aðeins þessa viku v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Lagersala á Nesinu 50-90% afsláttur Glæsilegur ferðafatnaður Léttir jakkar, buxur, blússur og bolir Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardag frá kl. 10.00—16.00. Pelsfóðurjakkar og -kápur Hver einasti hlutur í búðinni með 50% afslætti Húsgögn, ljós, fatnaður og gjafavörur Opið virka daga kl. 11-18, laugardag kl. 11-16 og sunnudag kl. 13-16. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Okkar árlega rýmingarsala Opið frá kl. 11–18 • Laugardaga frá kl. 10.30–16 Ný sending af vorvörum Nýr þykkur Argos listi yfir 4000 nýir vöruflokkar. Betra verð og frábær gæði. Búsáhöld, mublur, verkfæri, ljós, gjafavara, garðvörur, leikföng, baðherbergisvörur, rúmfatnaður, skartgripir, íþróttavörur o.fl. sími 555 2866 BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá stjórn Barnageðlæknafélags Íslands og yfirlækni barna- og ung- lingageðdeildar LSH, Ólafi Ó. Guð- myndssyni, sem dagsett er sl. laug- ardag: „Stjórn Barnageðlæknafélags Ís- lands fagnar þeirri umræðu sem fram hefur farið um þörf á tafar- lausum úrbótum á geðheilbrigðis- þjónustu við börn og unglinga. Á fundi fulltrúa stjórnar ásamt yfir- lækni barna- og unglingageðdeildar LSH í heilbrigðisráðuneytinu í gær kom fram eindreginn vilji til úr- lausna og skilningur á að málið þolir enga bið. Í viðtali við Eydísi Sveinbjarnar- dóttur, sviðsstjóra hjúkrunar á geð- sviði LSH í Morgunblaðinu í dag [laugardaginn 22. febrúar] koma hins vegar fram ákveðin atriði sem nauðsynlegt er að gera athuga- semdir við. Í fyrsta lagi er ástandið við unglingageðdeild LSH ekki nýtt af nálinni, þessi staða hefur verið fyrir hendi til nokkurra ára en farið versnandi. Að okkar mati hefur ein- faldlega ekki verið brugðist við þessum vanda og er ein helsta skýr- ing þess óviðunandi stjórnunarleg staða BUGL innan Landspítala – háskólasjúkrahúss. Hjúkrunarsviðs- stjórinn segir einnig að BUGL geti ekki orðið sjálfstæð eining innan LSH vegna þess að „deildin uppfylli ekki skilgreiningu Landspítalans til að teljast sérstakt svið“ og að með auknu sjálfstæði BUGL sé meiri hætta á faglegri einangrun deild- arinnar. Þetta eru merkilegar full- yrðingar í ljósi þess að í flestum öðrum löndum eru barna- og ung- lingageðdeildir sjálfstæðar einingar innan háskólasjúkrahúsa. Stjórn Barnageðlæknafélags Ís- lands og yfirlæknir BUGL lýsa undrun sinni á samsetningu og vinnubrögðum við skipan 5 manna nefndar sem forstjóri LSH setti til að leysa málefni BUGL. Ekkert samráð hefur verið haft um skipan þessarar nefndar þriggja hjúkrun- arfræðinga og tveggja lækna undir formennsku sviðsstjóra hjúkrunar geðsviðs. Slík vinnubrögð dæma sig sjálf og ætti öllum að vera ljóst van- hæfi setts formanns. Stjórn Barnageðlæknafélags Ís- lands og yfirlæknir BUGL telur ein- sýnt í ljósi alvarlegrar stöðu málsins að heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið skipi þegar í stað starfs- hóp sem komi með tillögur til úr- lausnar því málið þolir enga bið. Hér er ekki um einkamál þess starfsfólks sem þjónustuna veitir að ræða og enn síður skrifstofufólks LSH heldur varðar málið fyrst og fremst fjölskyldur 80.000 barna og unglinga landsins.“ Yfirlýsing stjórnar Barnageðlæknafélagsins varðandi geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga Lýsa undrun með skipan nefndar INNAN Landspítala – háskóla- sjúkrahúss er unnið að því að taka í notkun svokallað DRG-flokkunar- kerfi á öllum klínískum sviðum spítalans um mitt næsta ár. Árið 2005 verður fjármögnun spítalans að hluta byggð á framleiðni sem fundin er út með þessari flokkun. Samkvæmt upplýsingum frá LSH er DRG-flokkun sjúkdóms- tengd flokkun og ein leið til að lýsa starfsemi eða framleiðni spít- alans. Flokkunin byggist á um tíu þúsund sjúkdómsgreiningum og sex þúsund aðgerðum, sem skipta legusjúklingum spítalans í 500 flokka. Hver DRG-flokkur hefur tiltekna vigt sem endurspeglar þarfi sjúklingahópsins og kostnað við meðhöndlun tiltekinna sjúk- dóma. Til dæmis er sjúklingur sem fer í gerviliðaaðgerð á mjöðm 4,5 sinnum dýrari en kona sem fæðir barn eðlilega. Nú stendur sem hæst vinna við kostnaðargreiningu og upptöku DRG-flokkunar á kvennasviði, skurðlækningasviði, svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði, barnasviði og lyflækningasviði eitt og tvö. Lengst er þessi vinna kom- in á kvennasviði þar sem stefnt er að undirskrift samnings við yfir- völd um fjármögnun þess árið 2004 að hluta eftir DRG-flokkun. Samn- ingar við önnur svið eru gerðir í tilraunaskyni. Í undirbúningi er líka DRG-flokkun eða sambærileg flokkun á endurhæfingar-, geð- og öldrunarsviði. Flokkun á slysa- og bráðasviði verður skoðuð sérstak- lega. Fjármögnun LSH byggð á framleiðni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.