Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 14
LISTIR 14 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKI dansflokkurinn frum- sýndi þrjú ný dansverk á föstudaginn siðastliðinn. Yfirskrift sýningarinnar er „Lát hjartað ráða för“. Að sýning- unni standa að þessu sinni þrír dans- höfundar og níu dansarar flokksins. Það var Ísraelinn Itzik Galili sem reið á vaðið með verk sitt Symbiosis. Galili er þekktur danshöfundur í Evrópu en eftir hann liggja yfir fjörutíu dans- verk. Symbiosis er samið fyrir Ís- lenska dansflokkinn og eru það þau Katrín Johnson og Yaron Barami sem dansa. Höfundur segir verkið fjalla um fáránleika hversdagslegra ástarsambanda og segir það lítið um verkið. Dansverkið segir sögu sína sjálft og þarf lítilla útskýringa við. Búningar dansaranna eru látlaus- ir, hann í hnébuxum og skyrtu og hún í stuttum kjól. Lýsingin kemur ofan frá og er antikgul. Verkið hefst á hröðum dúett þar sem margar hreyf- ingar eru framkvæmdar á stuttum tíma. Hreyfingarnar eru flæðandi og lát- lausar en umfram allt hraðar. Þetta dansverk var einkar vel dansað frá upphafi til enda. Samspil dansaranna var gott. Einlægnin í túlkun þeirra og dansi gerði verkið trúverðugt. Það hafði yfir sér gamaldags og róman- tískan blæ og áttu tónlistin, búning- arnir og lýsingin sinn þátt í því. Það er léttleiki og húmor í verkinu. Tón- listin stoppaði eins og fyrir mistök og dansararnir gengu fram á sviðs- brúnina til að athuga hvort áhorfend- ur væru ekki örugglega með á nót- unum. Þetta var skemmtilegt og óvænt uppbrot. Eins var sólódans Katrínar Johnson undir flautuleik eftir J.S. Bach eftirminnilegur. Katr- ín dansaði þar af yfirvegun og ein- lægni. Stingray Katrínu Hall, listrænan stjórnanda Íslenska dansflokksins, þarf vart að kynna. Hún hefur verið stjórnandi dansflokksins síðastliðin sjö ár. Katr- ín á ekki langan feril að baki sem danshöfundur en Stingray er þriðja dansverkið sem hún semur fyrir Ís- lenska dansflokkinn. Þráin eftir frelsi er höfundi hugleikin og vinnur hún út frá spurningum tengdum frelsisþörf mannanna. Í verkinu eru dansarar klæddir aðsniðnum svörtum búning- um. Dansgerðin er fjölbreytt og er eng- inn einn stíll ráðandi. Glerkistum var rennt inn á sviðið. Í þeim var vatn og vatnaliljur. Kisturnar voru útgangs- punktar í atburðarás verksins. Þær minntu á allt frá ævintýrinu um Þyrnirós til japanskra garða. Hvort Feng Shuið hafi verið rétt skal ekki dæmt um hér. Í verkinu komu fram margar góðar hugmyndir sem misvel var unnið úr. Pils sveif inn á sviðið en hvarf svo jafnsnögglega með einn dansaranna innanborðs. Þetta skildi lítið eftir. Dansgerðin var sundurlaus og það veikti verkið. Í því voru hins- vegar margar fallegar myndrænar senur. Þannig voru glerkisturnar og dansinn á þeim, í þeim og í kringum þær heillandi í blárri kaldri lýsing- unni. Engu að síður vantar verkið heildræna stefnu. Það fór mikið fyrir tónlistinni og var hún á köflum hríf- andi við dansinn á sviðinu. Black Wrap Ed Wubbe hefur oftsinnis komið við sögu Íslenska dansflokksins. Black Wrap semur hann sérstaklega fyrir flokkinn. Í verkinu fjallar Wubbe um eitthvað sem býr undir, eitthvað sem hefur gerst en er ósagt og hefur áhrif á andann sem ríkir. Verkið hefst jafn snögglega og tjald fer upp. Dansararnir hreyfa sig um sviðið í stílhreinum hreyfingum. Þeir eru hvítklæddir í ætt við hvít grisju- tjöldin uppsviðs. Í tónlistinni klingja litlar bjöllur svo það sem fyrir augu ber minnir á eitthvað guðlegt, jafnvel engla. Tærleikinn er allsráðandi. Tónlistin æsist og dansararnir hreyfa sig hraðar af meiri ákveðni en halda ró sinni á yfirborðinu. Leikurinn hægist en æsingurinn endurtekur sig skömmu síðar. Dansgerðin, sviðs- myndin og tónlistin studdu hvert við annað og mynduðu heillandi heild. Dansverkið var vel uppbyggt og dansað af einbeitni með hnitmiðuðum hreyfingum. Að öðrum ólöstuðum þá kom Nadia Banine skemmtilega á óvart en dansverkið var eins og sniðið fyrir hana. Það er óhætt að segja að þessi fámenni dansflokkur plumi sig vel þrátt fyrir ör mannaskipti. Ég get eindregið mælt með þessari sýningu. Hún er vönduð og athyglisverð. Morgunblaðið/Árni Torfason „Vönduð og athyglisverð sýning,“ segir um sýningu Dansflokksins. Ævintýraleg danslist BORGARLEIKHÚSIÐ Íslenski dansflokkurinn Symbiosis Danshöfundur/búningar/lýsing/ sviðsmynd: Itzik Galili. Dansarar: Katrín Johnson, Yaron Barami. Tónlist: J.S. Bach. Hljóð: Finnur Ragnarsson. Stingray Höfundur: Katrín Hall. Dansarar: Guð- mundur Helgason, Guðmundur Elias Knudsen, Katrín Ingvadóttir, Katrín John- son, Peter Anderson, Valgerður Rúnars- dóttir, Yaron Barami. Tónlist: Daníel Ágúst Haraldsson, Birgir Sigurðsson. Lýsing: Lárus Björnsson, Benedikt Ax- elsson. Búningar/sviðsmynd: Elín Edda Árnadóttir. Hljóð: Finnur Ragnarsson. Black Wrap Höfundur: Ed Wubbe. Dansarar: Guð- mundur Helgason, Guðmundur Elias Knudsen, Katrín Ingvadóttir, Katrín John- son, Nadia Banine, Peter Anderson, Val- gerður Rúnarsdóttir, Tinna Grétarsdóttir, Yaron Barami. Tónlist: Alan Strange. Lýs- ing: Lárus Björnsson, Benedikt Axels- son. Búningar/sviðsmynd: Elín Edda Árnadóttir. Föstudaginn 21. febrúar 2003. LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR Lilja Ívarsdóttir SÆNSKA skáldkonan Sara Lidman var gestur Norræna hússins á sænskri bókmenntakynningu á laug- ardag. Það var Lars-Göran Johans- son lektor í sænsku sem hafði um- sjón með kynningunni. Sara Lidman er einn þekktasti rit- höfundur Svía á 20. öld og hefur skrifað um 20 skáldsögur á merkum ritferli sínum. „Til eru orð og til eru mál,“ segir Sara Lidman. „Mál getur verið fá- tækt að orðum en þó ríkt og tjáning- arfullt í þögnum, hljómfalli og bend- ingum. Jafnvel þögnin getur talað. Til dæmis í tungutaki Vesturbotns þar sem menn geta sleppt sterkasta orðinu til að gefa því ennþá meiri kraft ...“ Sara Lidman, fædd 1923, kom fyrst fram 1953 tvítug að aldri með skáldsöguna Tjärdalen og tveimur árum síðar kom út Hjortronlandet (1955). Á ferðum um Afríku og Asíu á sjöunda áratugnum vaknaði áhugi hennar á alþjóðastjórnmálum og hún varð róttækur þjóðfélagsgagnrýn- andi. Í skáldsögunum Jag och min son (1961, um Suður-Afríku) og Med fem diamanter (1964, um Kenýa) tók hún málstað blökkumanna í Afríku og í ferðabókinni Samtal i Hanoi (1966) málstað þjóðfrelsishreyfing- arinnar í Víetnam. Samtalsbókin Gruva (1968) lýsir ástandinu við málmnámurnar í Norður-Svíþjóð rétt áður en verkfall hófst þar 1969. Sara Lidman sneri aftur til átt- haga sinna með mikilli skáldsagna- röð eða sjö skáldsögum: Din tjänare hör (1977), Vredens barn (1979), Nabots sten (1981), Den underbare mannen (1983) och Järnkronan (1985) – víðfeðmri frásögn af fátækt- inni og stritinu í uppsveitum Norr- lands. Stíllinn er máttugur, taktfast- ur og persónulegur. Í skáldsögunni Lifsens rot (1996) skapar hún stór- fenglega lýsingu á konu í Norður- botni í upphafi aldarinnar. Með Oskuldens minut (1999) lauk Sara Lidman miklu skáldsagnaverki sínu um Mårtensson-fjölskylduna. Efnið er sótt í sögu ættar hennar og átt- haga í uppsveitunum milli Vestur- og Norðurbotns. Sara Lidman fékk bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs árið 1980 fyrir skáldsöguna Vredens barn. 1998 fékk hún „Sixten Heymans pris“. Hún fékk þau verð- laun fyrir „eitthvert merkasta rithöf- undarstarf í sænskum bókmenntum 20. aldar. Skáldsögur hennar um þau kjör, sem mannlífið þróast við, hafa endurnýjað sagnaskáldskap, dregið fram í ljósið þá sögu sem áður var hulin og birt mönnum málfar og sagnir sem breyta hugmyndum um menningararf vorn,“ sagði í umsögn dómnefndarinnar. Sara Lidman í Norræna húsinu Ljósmynd/Ólafur Árnason Sænski rithöfundurinn Sara Lid- man les upp í Norræna húsinu. MYRKUM músíkdögum lauk við lúðrablástur og bumbuslátt þegar 65 manna Lúðrasveit Reykjavíkur troðfyllti ekki aðeins Nýja svið Borgarleikhússins áheyrendum heldur einnig dynskærri desíbelum en fíntauguðustu kammerkerar eiga að venjast. Um leið virtist verkefnavalið metnaðarfyllra og kröfuharðara en gengur og gerist meðal lúðrasveita hér á landi. Páll Pampichler Pálsson reið á vaðið með Suite Arktica II frá 2001; á köflum hvasst ef ekki her- skátt 10 mín. verk er gerði óvægn- ar rytmískar nákvæmnikröfur til óvönustu spilaranna. Páll átti einn- ig síðasta verk fyrir hlé, Concerto, samið fyrir LR í tilefni Færeyja- ferðar 1964. Glæsilegt verk, á köfl- um jafnvel stórbrotið, er spannaði allvíð stílbrigði að meðtaldri skvettu af Broadway í slúttið, en gerði samt, líkt og fyrra verkið, býsna atvinnumannslegar kröfur um nákvæmni í ósamhvörfum hrynmynztrum. Elías Davíðsson var höfundur Quasi una tarantella (8’) er geislaði af brezkri hljómskálaglaðværð Ro- berts Farnons. Ekki minnkaði sú stemmning í Altsaxofónkonsert Ronalds Binges frá 1969 er höf- undur endurútsetti fyrir lúðra- sveit. Trukkmikil skrúðgönguvið- höfn í I. þætti, gymnópedískulegir draumar í II. og í lokin gáskafullur gikkur í anda „Merrie old Eng- land“. Ungi einleikarinn Bára Sig- urjónsdóttir lék sólópartinn lipur- lega og rak hvergi í stórvörður. Eftir hlé mætti Vestrið Austrinu í Inchon (2001; 9’) eftir Bandaríkja- manninn Robert W. Smith er til- einkaði verkið föður sínum. Ef að líkum lætur var sá meðal land- göngumanna í innrás McArthurs 1950 við samnefndu borg er sneri gangi Kóreustríðsins í einu vet- fangi. Verkið hófst og endaði á rómantískum sjávarnið, sjakúhatjí- kenndu altflautukjökri og (úr hljómborði) einhverju er líktist exótísku plokki á kótó-sítra, en pundaði þess á milli stórskotaliði 5 ungra bassabumbuberjenda ofan í forte possibileblásaranna þegar mest lét svo við lá að kordít-reykur styngi í nösum. Næst var Rock Symphonie (1994; 11’) eftir Man- fred Schneider; aðgengilegt og nokkuð kunnáttusamlega unnið verk er byrjaði á fanföru, síðan líð- andi ballöðu og endaði á „fönk“- rokki í bland við villtavesturs hrossaóperubít í anda Bónönzu og Maverick. Loks kom það sem margir höfðu ugglaust beðið mest eftir, samspil íslenzks kvæðamanns og lúðra- sveitar í 19 mín. löngu verki stjórn- andans Ann ég dýrust drósa. Inn á milli stakra stemmuerinda Stein- dórs Andersens við veikari undir- leik lék hljómsveitin kraftmiklar athugasemdir, að mestu í þjóðlaga- rokkstíl er stöku sinni gat minnt á framsækin „etnísk“ rokkbönd 8. áratugar eins og Jethro Tull, með jafnvel enn meiri notkun á ósam- hverfum takttegundum að hætti Balkanbúa auk hinna hefðbundn- ari. Þrátt fyrir uppmögnun kveð- andans var hljómsveitin víða full- sterk, og Steindór hnaut stundum svolítið um framandlegustu hryn- mynztrin þó að „Hani, krummi“ rímnatakturinn (4+3+4+2) léki í höndum hans. Margt hugvitssamt og skemmti- legt gat að heyra í þessu frumlega uppátæki, enda þótt sinfóníusveit- arútgáfa hefði sennilega komið list kvæðamannsins – svo ekki sé talað um textann – betur til skila. Hér, sem eiginlega í öllum undangengn- um atriðum, var meginljóðurinn á ráði Lúðrasveitarinnar sá að kom- ast ekki niður fyrir mezzoforte. Þó að spilagleðin og krafturinn leyndu sér hvergi undir hvetjandi stjórn Lárusar, var á hinn bóginn engin spurning um að LR gæti náð marg- falt meiri áhrifum með því að nýta líka neðri helming styrkleikasviðs- ins. Kraftmiklir lúðrar TÓNLIST Borgarleikhúsið Myrkir músíkdagar. Páll P. Pálsson: Suite Arktica II; Concerto. Elías Davíðsson: Quasi una tarantella (frumfl.). Binge: Alt- saxofónkonsert. Smith: Inchon. Schneid- er: Rock symphonie. Lárus Halldór Grímsson: Ann ég dýrust drósa. Steindór Andersen kvæðamaður, Bára Sigurjóns- dóttir altsaxofónn; Lúðrasveit Reykjavík- ur. Stjórnandi: Lárus Halldór Grímsson. Miðvikudaginn 19. febrúar kl. 20. LÚÐRATÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.