Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 19 ÓHÆTT er að taka undir með forsvars- mönnum margra öflugra íslenskra fyrirtækja sem að undanförnu hafa tjáð sig með afger- andi hætti um íslenskt efnahags- og atvinnu- líf. Hafa þeir sérstaklega beint athyglinni að þeim breytingum sem orðið hafa á und- anförnum 10 árum í formi skattabreytinga og sveigjanlegs og opins efnahagskerfis. Telja þeir þessar breytingar vera forsendur þess að íslenskt efnahagslíf sé stöðugt og að útrás íslenskra fyrirtækja hafi verið jafn kröftug og raun ber vitni. Tækifæri fyrirtækja og forystumanna þeirra eru óþrjótandi. Lög og reglur hér á landi eru hönnuð með það að markmiði að vera hvetjandi en ekki heftandi fyrir fyr- irtækin, að þau nýti tækifærin sem við þeim blasa. Þetta er að sjálfsögðu ánægjuleg þróun frá því sem áður var þegar gegnsæi í stjórn- un efnahagsmála var lítið, stjórnsýslan flókin og duttlungakennd og afleiðingin eðlilega sú að það dró úr framrás, starfsöryggi og þróun fyrirtækjanna. Segja má að viðlíka og jafnvel greinilegri þróun hafi átt sér stað þegar litið er til ein- staklinganna og réttarstöðu þeirra gagnvart hinu opinbera. En það er ekki sjálfgefið hvernig þessi auknu réttindi einstaklinganna eru tilkomin. Íslensk stjórnsýsla hefur ekki í annan tíma tekið jafnmiklum framförum og á síðasta hálfum öðrum áratug. Nægir þar að nefna stofnun embættis umboðsmanns Alþingis árið 1987, setningu stjórnsýslulaga árið 1993 og upplýsingalaga árið 1996. Fljótlega eftir að umboðsmaður tók til starfa fór hann að benda á bagalegan skort á stjórnsýslureglum en árangurslausar til- raunir höfðu verið gerðar til setningar bæði stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. Héldu þær tilraunir áfram og náði ríkisstjórn vinstri manna ekki að koma á þessum sjálfsögðu réttindum einstaklinganna áður en hún fór frá í byrjun níunda áratugarins. Fljótlega eftir að ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar tók við árið 1991 skipaði hann nefnd sérfræðinga til að vinna að þeim markmiðum ríkisstjórnarinnar að tryggja réttaröryggi einstaklinga gagnvart ákörðunum stjórnvalda og gera athafnir framkvæmdavaldsins skýr- ari og traustari. Þegar forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpinu sagði hann m.a. að réttaróvissa á sviði stjórnsýslumála væri orð- in óþolandi og byði heim hættunni á handa- hófskenndum vinnubrögðum og mismunun borgaranna. Frumvarpinu var vel tekið, enda markmiðin annars vegar að tryggja réttaröryggi borgaranna og hins vegar að málsmeðferð í stjórnsýslunni gæti verið einföld, hraðvirk og ódýr. Árið 1996 voru síðan samþykkt upplýs- ingalög sem enn juku á gegnsæi og skil- virkni í stjórnsýslunni. Tókst þetta loks í sjöundu tilraun en fram til þessa má segja að almenningur hafi haft lítinn rétt til að- gangs að upplýsingum hjá hinu opinbera þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til breytinga. Upplýsingalögin voru ein forsenda þess að unnt var að tala um lýðræðislega stjórn- arhætti en með þeim var borgurum gert kleift að fylgjast með og kynnast athöfnum og starfsemi þeirra stofnana sem reknar eru í almenningsþágu. Einnig voru þessar breytingar til þess fallnar að veita starf- semi stjórnsýslunnar aukið aðhald. Síðan þessi lög tóku gildi hefur margt gerst innan stjórnsýslunnar og almenn- ingur orðið meðvitaðri um rétt sinn. Upp- lýsingaflæði er orðið betra en einnig hafa verið gerðar úttektir á gildandi rétt- arástandi á tilteknum sviðum stjórnsýsl- unnar sem nýst hafa m.a. við kennslu í lagadeild HÍ. Erlendir aðilar hafa einnig gert nýlegar úttektir á stöðu mála innan stjórnsýslunnar og stjórnkerfisins. Hafa OECD og Harvard-háskóli í samvinnu við World Economic Forum sett Ísland og ís- lenska stjórnsýslu í efsta sæti hvað heið- arleika, skilvirkni og gegnsæi varðar. Slík álit eru auðvitað til þess fallin að auka traust á stjórnkerfinu og áreiðanleika ís- lensks efnahags- og atvinnulífs. Þegar þessi þróun á auknu réttaröryggi borgaranna á undanförnum árum er skoð- uð er ljóst að sú þróun er hvorki tilvilj- anakennd né háð þátttöku okkar í EES- samningnum eins og margir hafa haldið fram. Fyrst og síðast á þessi jákvæða þró- un fyrir einstaklingana rætur að rekja til stefnufestu og framsýni þeirra sem komið hafa að þessum málum á síðustu 12 árum. Fram til þessa höfum við Íslendingar ver- ið það lánsamir að geta mótað löggjöf sem tekur tillit til íslensks veruleika. Á það bæði við um löggjöf sem snýr að réttindum ein- staklinga gagnvart stjórnsýslunni og svig- rúmi fyrirtækja til atvinnusköpunar. Á liðnum misserum hefur hinn almenni stjórnsýsluréttur á Norðurlöndum í auknum mæli orðið fyrir áhrifum af þróun evrópu- réttarins. Fyrir litla íslenska stjórnsýslu er það ekkert fagnaðarefni að vera tilneydd til að taka í auknum mæli við ferköntuðum, formalískum og þunglamalegum máls- meðferðarreglum, sem oftast eru af frönsk- um eða þýskum uppruna. Getur það m.a. leitt til að augljósir og eftirsóknarverðir kostir eins og jafnræði, gegnsæi og skil- virkni fari fyrir lítið ef slík regluverk verða að íslenskum veruleika. Og breytingar í þá veru yrðu eðlilega ekki til hagsbóta fyrir einstaklingana. Gagnvart fyrirtækjunum er einnig mik- ilvægt að sveigjanleikinn og svigrúmið hald- ist og aukist fremur en hitt. Eðlilega þurfa ríki og sveitarfélög að hafa afskipti af og eftirlit með ákveðnum málaflokkum, m.a. í þeim tilgangi að vernda öryggi fólks, eignir þess og umhverfi. Hætt er hins vegar við því að of nákvæmar og smásmugulegar reglur geti hægt á framþróun og nýsköpun og dregið úr atvinnustarfsemi líkt og gerst hefur í Þýskalandi. Í hnotskurn er vandi Þjóðverja í efnahags- og atvinnulífinu fyrst og fremst rakinn til ítarlegra og allt of flók- inna reglna á öllum sviðum þjóðlífsins. Þeir, eins og aðrir, verða að hafa það hug- fast að efnahagsleg afkastageta þjóðarinnar er í beinum tengslum við það svigrúm sem hið opinbera veitir. Eða eins og einn mætur maður sagði: „Reglurnar eiga að vera til fyrir fólkið í landinu en ekki það fyrir reglu- verkið.“ Réttaröryggi og skilvirkni Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Lög og reglur hér á landi eru hönnuð með það að markmiði að vera hvetjandi en ekki heftandi fyrir fyrirtækin, að þau nýti tækifærin sem við þeim blasa. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í Suðvesturkjördæmi. ÓHÆTT er að segja að ánægja og samhugur hafi verið ríkjandi á 27. flokksþingi Framsókn- arflokksins sem fram fór um helgina. Um 700 framsóknarmenn af öllu landinu komu þá sam- an á Hótel Loftleiðum, réðu ráðum sínum og mótuðu í sameiningu áherslur flokksins fyrir komandi kosningabaráttu; þéttu raðirnar og fóru yfir stjórnmálaviðhorfið eins og það blasir við í dag. Eins og nærri má geta hefur athygli fjölmiðla einkum beinst að yfirlitsræðu Halldórs Ás- grímssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem hann flutti í Þjóðleikhúsinu á föstudag. Þar var enda sett í skýrt og auðskiljanlegt sam- hengi hversu náið samhengið er milli atvinnu- stefnu Framsóknarflokksins og þess velferð- arkerfis sem við Íslendingar viljum búa landsmönnum öllum. Hvorugt getur án hins verið. Með þeirri efnahags- og atvinnustefnu sem ríkisstjórnin hefur mótað og framfylgt er nú svo komið að grundvöllur hefur skapast til frek- ari breytinga á skattkerfinu þannig að fólkið í landinu njóti ávaxtanna. Við, þau sem yngri er- um, höfum í vaxandi mæli beint sjónum okkar að skattkerfinu með það í huga að velta upp stöðu venjulegs fólks með meðaltekjur – fjöl- skyldufólks. Framsóknarflokkurinn hefur skil- greint fjölskylduna sem hornstein íslensks samfélags og hefur fremur viljað styrkja stöðu hennar í samfélaginu en hitt. Þess vegna viljum við taka skattkerfið til endurskoðunar, einkum með tilliti til millitekjufólks. Fólksins, sem allt í senn er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, koma upp börnum, greiða af námslánum sínum og hasla sér völl á vinnumarkaði. Við megum nefnilega aldrei gleyma því að með því að vera tekjuöflunarkerfi ríkisins er skattkerfið grundvöllur velferðarkerfisins. Breytingar á því verða því ævinlega að taka mið af hvoru tveggja; tekjum ríkisins og tekjujöfn- un og velferð borgaranna. En hvað er svona mikilvægt við hugmyndir um skattalækkanir? Hefur slíku ekki verið lof- að oft áður? – Vissulega. Staðreyndin er nefni- lega er sú að á því kjörtímabili sem er að ljúka hefur margt áunnist í þessum efnum. En lyk- ilatriðið er að umræða um flóknar skattkerf- isbreytingar verður ekki trúverðug nema hún eigi sér traustan grunn og raunhæfar for- sendur – að hún sé hluti af víðara samhengi þar sem tvinnuð eru saman áhrif atvinnu- og verðmætasköpunar á hagkerfið. Þessi trausti grunnur og raunhæfu for- sendur eru til staðar og af þeim sökum er hægt að gera enn betur. Búið hefur verið í haginn fyrir hagvöxt og batnandi lífskjör á næstu árum, m.a. með því að semja um bygg- ingu nýs álvers og stækkun álversins á Grundartanga, með því að bæta starfsum- hverfi atvinnulífsins, m.a. með skattalækk- unum, með einkavæðingu ríkisviðskiptabank- anna og með því að koma á stöðugleika og jafnvægi í hagkerfinu almennt. Árangurinn af þessari velheppnuðu at- vinnustefnu gefur okkur aukið svigrúm rík- issjóðs um sem nemur 20–25 milljörðum króna. Þá má ætla að afkastageta þjóðarbús- ins verði 4–5% prósentustigum hærra í lok næsta kjörtímabils en án þessara aðgerða. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir samhengi hlutanna. Ekki síst þeir sem búa fjarri Austurlandi og telja sig það litlu varða þótt störfum fjölgi þar umtalsvert og óheillaþróun í byggðamálum sé snúið við. Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið. Ef við styðjum við bakið á þessari atvinnu- stefnu skapast einnig skilyrði til mestu skatta- lækkana um langt árabil, enda þótt þess verði vandlega gætt að hafa nægilegt svigrúm til þess að verja og viðhalda öflugu velferð- arkerfi. Kjarninn í þeim skattatillögum sem voru til umræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins fólst í því að fela þjóðinni ávinninginn af bættu efnahagsástandi. Þannig eru forsendur til þess að nota svigrúmið til að lækka tekjuskatt úr 38,55% í 35,20% eða sama hlutfall og tekju- skatturinn var þegar staðgreiðslukerfi skatta var innleitt fyrir 15 árum. Jafnframt verði dregið verulega úr tekjutengingu barnabóta Við skattlagningu lækki skattleysismörk þannig að lægstu bætur í bótakerfinu verði sem næst skattfrjálsar. Þetta eru að sönnu býsna róttækar tillögur í átt til lækkunar skatta, en þær hafa svo sannarlega mælst vel fyrir meðal framsókn- armanna. Ég er sannfærður um að þær muni einnig mælast vel fyrir hjá íslensku þjóðinni. Vissulega má ræða einstaka útfærsluatriði, t.d. hvort komi sér betur fyrir almenning; bein lækkun tekjuskattshlutfalls eða hækkun per- sónuafsláttar, en um meginboðskapinn eru allir sammála, að lækka beri skatta. Að mörgu leyti tel ég að með tillögum Hall- dórs Ásgrímssonar í skattamálum markist upphaf kosningabaráttu okkar framsókn- armanna á þessu vori. Þeim, sem efast um trúverðugleika þeirra, er rétt að benda á lof- orð Framsóknarflokksins fyrir nokkrar síð- ustu kosningar og kanna loforð og efndir. Hér er farið fram af fullri varfærni og með ábyrg- um hætti, en vissulega einnig með bjartsýni á framtíðina í veganesti. Þannig er unnt að uppskera í samræmi við það sem hefur verið sáð. Ávinningur til almennings Eftir Björn Inga Hrafnsson Kjarninn í þeim skattatillögum sem voru til um- ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins fólst í því að fela þjóðinni ávinninginn af bættu efna- hagsástandi. Höfundur er blaðafulltrúi Framsóknarflokksins og frambjóðandi í Reykjavík suður. haust þegar Ger- slari Þýskalands, væntingu sinni að amáli til að halda ðaði til vel þekktr- ar andúðar Þjóð- því að lýsa því yf- drei undir neinum a þátt í hernaði undan tilraunum til að setja sem ak við kröfuna um t. kar í faðm Þjóð- í utanríkismálum órannsakanlegir, óst hvar þeir telji Frakkar vilja yf- ikum sínum opn- órnir Frakklands upp á 40 ára af- ans í síðasta mán- mála sig út í horn horf Þjóðverja. t án samráðs við erja og Frakka í Evrópusambandinu. Þetta var skýr vitnisburður um sérstök tengsl Frakka og Þjóðverja sem hafa lengi verið drif- fjöðurin í samruna Evrópu. Saga sáttanna sem náðst hafa milli Frakklands og Þýskalands er vissulega áhrifamikil. Ekki er þó lengur hægt að ganga út frá því sem vísu að önnur ESB- ríki staðfesti sjálfkrafa þá samninga sem Frakkar og Þjóðverjar gera sín á milli sem leiðarstjörnur sameiginlegrar stefnu. Þetta á sérstaklega við þegar markmið þeirra er að skapa „mótvægi“ við forystu Bandaríkjanna í öryggismál- um. Stækkun ESB með nokkrum ríkj- um Mið- og Austur-Evrópu mun auka andstöðuna við framtak Frakka og Þjóðverja í þessum efnum. Bréfið frá evrópsku leiðtogunum átta – og síðari yfirlýsing tíu Mið- og Austur- Evrópuríkja – sýndi að Frakkar (og Þjóðverjar) geta ekki mælt fyrir um stefnu sem veldur alvarlegum ágrein- ingi við Bandaríkin í öryggismálum. Þetta hefur augljóslega verið þeim til mikillar skapraunar. Það hefði þó ekki átt að koma neinum á óvart. Klofningurinn innan Evrópusam- bandsins og Atlantshafsbandalagsins hefur aukið hættuna á stríði við Írak vegna þess að þrýstingurinn á Íraka að hlíta ályktunum Sameinuðu þjóðanna hefur minnkað. Chirac og Schröder virðast ekki skilja þetta. Þetta hefur því ekki verið ein af glæstustu stundum Evrópu og allra síst þegar haft er í huga að á ráðstefnunni um stofnanir ESB er verið að ræða texta þar sem ríkisstjórn- ir aðildarlandanna eru hvattar til að „styðja dyggilega og afdráttarlaust sameiginlega utanríkisstefnu sam- bandsins“. Þýska skammstöfunin fyrir „sameig- inlega utanríkis- og öryggismálastefnu“ Evrópusambandsins er GASP („and- köf“ á ensku). Það virðist öldungis rétta orðið yfir það sem við höfum orðið vitni að. Reuters anna að loknum m blaðamanna- Höfundur er fyrrverandi utanríkis- ráðherra Danmerkur. rskfiskvinnsla á landi á und- tu árum. Það andi við bættar u sögu er að ugrein, ferða- ekki að orð- ing ferðaþjón- né minna en háð u góðar allt árið göngur hafa erðaþjónustu r vegna lélegra ú það. nd tvö dæmi um em konur eru talsverðu leyti í meirihluta. bættar sam- til þess fallnar að nnustarfsemi kjandi vinnuafl. armisskilningur ki í þágu kvenna gariðnaður? m um spurn- riðnaðinn er a strax: Hvaða ulífs byggir ekki flestum svið- veginn sem kstaflega getið hafa sérhæft sig ulausna og væri í krar þekkingar. a um landbún- mi sé tekið um rein á lands- ví sambandi að minna á að tveir skólar að Hólum og Hvanneyri bjóða upp á margbrotið bún- aðarnám og standa fyrir rannsóknum, auk annarra stofnana. Stóriðjan er enn eitt gott dæmi, sem getið hefur af sér fjölþætt verkefni sem kalla á marg- brotna tækniþekkingu. Það er því vill- andi að draga skýr mörk á milli þekking- ariðnaðar og annarra atvinnugreina. Íslenskt nútímaatvinnulíf er í rauninni þekkingaratvinnulíf. 700 milljónir til atvinnuþróunar Þessu til viðbótar er nauðsynlegt að minna á að ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar sneru ekki bara að því að auka vegagerð í landinu. 700 milljónum verð- ur varið til atvinnuþróunar á lands- byggðinni. Hér er bersýnilega á ferðinni ráðstöfun sem ekki verður unnin án at- beina háskólamenntaðs fólks. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna þess að í skýrslu Hagfræðistofnunar sem var nefnd í byrjun er einmitt vikið að mik- ilvægi menntunar sem lið í alvöru byggðastefnu. Og þar segir: „Önnur til- laga: Megináhersla byggðastefnunnar ætti að vera menntun, bæði með tilliti til uppbyggingar menntasetra á lands- byggðinni og til þess að styrkja mennt- unarsækni einstaklinga á landsbyggð- inni.“ Forsenda þess að vel takist til á þessu sviði er líka sú að við byggjum upp inn- viði samfélagsins, meðal annars og ekki síst með vegagerð. Það er ein forsenda þess að til verði samfélög sem eiga að- gang að þeirri fjölbreytni sem þegnar í nútímasamfélagi gera eðlilega kröfu til. Það er því enn ástæða til þess að vekja athygli á því að tillögur ríkisstjórn- arinnar eru einmitt í þessum anda. Þær fela í raun í sér samþættingu þekkingar og samgöngubóta, sem til lengri og skemmri tíma efla stöðu landsbyggð- arinnar og fleyta okkur í gegn um tíma- bundna efnahagslægð. Þær eru því gott dæmi um vel heppnaða og víðsýna efna- hagsaðgerð. ngubætur ð auka fjár- lá á at- styrkja ma. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í Norðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.