Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VUR V I ÐS K IP TAÞJÓNUSTA U TA N R Í K I S R Á Ð U N E Y T I S I N S í verki með íslenskri útrás www.vur.is Alpan í nýrri markaðssókn erlendis „Útflutningur á pottum og pönnum til um 30 landa hefur staðið fyrir 99% af tekjum Alpans hf. í nær 30 ár. Í mark- vissri sókn okkar inn á nýja markaði og við endurskoðun á nokkrum stórum markaðssvæðum leituðum við í smiðju hjá VUR og Útflutningsráði. Í fyrstu virtust báðir aðilar bjóða sömu þjónustu, en reynslan leiddi í ljós að hvor um sig var að skila okkur því sem hann kunni best. Með aðstoð Útflutningsráðs hefur Alpan tekið þátt í viðskiptasendi- nefndum inn á ný markaðssvæði erlendis sem gefist hafa vel. Viðskiptafulltrúar VUR í sendiráðum erlendis hafa hins vegar skilað okkur dýpri þekkingu á því hvernig einstakir markaðir virka og skapað aðgengi að aðilum sem okkur hefði annars reynst örðugt að ná til. Í sameiningu vinna VUR og ÚÍ þýðingarmikið starf fyrir okkur.“ Guðmundur Ö. Óskarsson, framkv.stjóri Alpan E F L IR / H N O T S K Ó G U R V U R 6 0 4 -0 3 FRAMSÓKNARFLOKKURINN leggur áherslu á að tekjuskattur launafólks lækki niður í 35,2% úr 38,55%. Svigrúm til skattalækkana hafi skapast með aðgerðum ríkis- stjórnarinnar í atvinnumálum og eðlilegt að almenningur njóti þess. Þetta var samþykkt á fjölmennu flokksþingi framsóknarmanna á Hótel Loftleiðum í gær. Rúmlega 700 manns höfðu seturétt á þinginu um helgina þar sem stefna flokksins fyrir kosningar í vor var mótuð. Yfirskrift þingsins var vinna, vel- ferð, vöxtur og sagði Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, að það lýsti stefnunni vel. Eðlilegt væri að halda þessum kjör- orðum út kosningabaráttuna. Hann sagði það forgangsmál að lækka tekjuskattsprósentuna og var ánægð- ur með viðbrögð og samstöðu um það á þinginu. „Það er alltaf umdeilanlegt hvernig skuli staðið að breytingum á skattalöggjöfinni en mínar hugmynd- ir hafa fengið hér mikinn stuðning.“ Auk skattalækkana vilja fram- sóknarmenn að dregið verði veru- lega úr tekjutengingu barnabóta og ótekjutengdar barnabætur verði greiddar með öllum börnum óháð aldri. Lögð er áhersla á að hækka frítekjumark barnabóta og sett verði á fót nefnd til að gera úttekt á fram- færslugrunni fjölskyldunnar. Samþykkt var að halda áfram að einkavæða fyrirtæki í ríkiseign á samkeppnismarkaði, í þeim tilfellum sem hún vinnur ekki gegn hagsmun- um almennings. Gæta á aðhalds í rekstri ríkisins án þess þó að draga úr þjónustu við almenning. Auka á ráðdeild í opinberum rekstri m.a. með því að ábyrgð forstöðumanna opinberra stofnana og fyrirtækja á rekstri verði meiri. Standa á vörð um trausta afkomu ríkissjóðs og áfram- haldandi niðurgreiðslu skulda. Ráðherrar afsali sér þingmennsku Í ályktun um stjórnsýslu á Íslandi segir að auka þyrfti þrískiptingu rík- isvaldsins. Vilja framsóknarmenn í því skyni stefna að því að ráðherrar ríkisstjórnar afsali sér þing- mennsku. Halldór segir það mikla breytingu fyrir flokk eins og Fram- sókn ef ráðherrar sætu ekki á þingi. Þá gætu allir þingmenn einbeitt sér að þingstörfunum. „Það myndi styrkja okkar aðstöðu mjög mikið. Það er ekki síst í því ljósi sem áhugi er mikill fyrir þessu innan Fram- sóknarflokksins eftir að við höfum setið í ríkisstjórn samfleytt í átta ár.“ Þá var samþykkt að vinna að end- urskipulagningu stjórnarráðsins með það að markmiði að fækka ráðu- neytum og móta markvissari verka- skiptingu. Leggja á áherslu á þróun rafrænnar stjórnsýslu og notkun rafrænna persónuskilríkja. Þinggestir ræddu Evrópumál sín á milli, en skiptar skoðanir eru um þau mál innan Framsóknarflokks- ins. Í drögum að ályktun um utanrík- ismál var texti sem sagði að kynna bæri Evrópumálin vel fyrir öllum al- menningi og vanda mjög þær stefnu- ákvarðanir sem íslenska þjóðin þarf á næstu árum að taka. Í nefndar- vinnu var bætt við setningu sem átti að tryggja að forysta flokksins tæki ekki ákvarðanir sem færi gegn stefnu flokksþingsins. Hún felur það í sér að ef til ákvörðunar um aðild- arviðræður að Evrópusambandinu kemur skal flokksþing kallað saman til að fjalla um það sérstaklega. Halldór sagði að þessi samþykkt bindi ekki hendur forystunnar í stjórnarmyndunarviðræðum. „Áður en til þess kemur að aðildarumsókn yrði send inn, sem Framsóknar- flokkurinn bæri ábyrgð á, þá yrðum við að kalla saman flokksþingið.“ Hann segir þetta það stórt hags- munamál fyrir þjóðina að allir þættir þess verði að vera ljósir ef út í aðild- arviðræður er farið. Ekki eigi að stefna að aðild og spyrja þjóðina um álit á eftir. „Það má aldrei gerast að við leggjum inn aðildarumsókn sem síðan er felld af þjóðinni. Norðmenn hafa bitra reynslu af því.“ Í sjávarútvegsmálum leggur Framsóknarflokkurinn áherslu á að ákvæði verði sett í stjórnarskrá Ís- lands um að fiskistofnarnir séu sam- eiginleg auðlind allrar þjóðarinnar og sameign hennar. Einnig er vilji flokksins að innheimta magntengt veiðigjald af þeim sem hafa fengið úthlutað eða greitt fyrir aflaheimild- ir. Með ráðstöfun fjármuna sem inn- heimtir verði á grunni veiðigjalds verði nýsköpun og atvinnuþróun í sjávarbyggðum efld. Flokksþingið samþykkti að gerð verði úttekt á sóknardagakerfi Fær- eyinga; hvernig staðan er þar og hvernig það yrði í framkvæmd á Ís- landi m.t.t. dagafjölda og úthlutun daga. Framsóknarmenn vilja vinna að því með fullum þunga að vísinda- veiðar á hrefnu hefjist þegar á þessu ári og í framhaldi af því verði hafnar veiðar á öðrum hvalategundum. Í ályktun um menningarmál segir að breyta eigi rekstrarformi Ríkisút- varpsins í sjálfseignarstofnun sem verði laus við viðskiptaleg, stjórn- málaleg og önnur hagsmunatengsl. Sjálfseignarstofnunin RÚV yrði þannig sjálfstæður miðill, sem rek- inn yrði á jafnréttisgrundvelli við önnur fjölmiðlafyrirtæki. Þá segir að tryggja skuli rekstur RÚV með þjónustusamningi við ríkið. Gera á RÚV það fjárhagslega kleift að vera frumkvöðull og farveg- ur hins opinbera við innleiðingu staf- rænnar útsendingartækni hér á landi. Gistináttagjald úti Framsóknarmenn vilja stofna nýj- an þjóðgarð norðan Vatnajökuls sem m.a. verndar vatnasvið Jökulsár á Fjöllum, Snæfell og Eyjabakka. Þá er lögð áhersla á að verja auknu fjár- magni til uppbyggingar í þjóðgörð- um landsins sem og friðlýstum svæð- um og fjölsóttum ferðamannastöð- um. Í upphaflegu drögunum átti aukið fjármagn að fást með hærra fram- lagi úr ríkissjóði, aðgangseyri eða gistináttagjaldi. Það var hins vegar fellt við afgreiðslu ályktunarinnar og sagt að skoðaðir verði kostir og gall- ar allra mögulegra fjármögnunar- leiða. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra, sem hefur talað fyrir upptöku gistináttagjalds, segir að í þessu fel- ist ekki andstaða framsóknarmanna við gjaldið. Ekki hafi þótt ástæða til að telja upp kosti til fjármögnunar og því hafi þetta verið niðurstaðan, að halda öllum kostum opnum. Atvinnuleysisbætur hlutfall af launum Framsóknarflokkurinn lagði um helgina áherslu á að stefnumótun í öllum málaflokkum tæki mið af þörf- um margbreytilegra fjölskyldu- gerða. Kom fram að skattalækkanir, minni tekjutengingar og ótekju- tengdar barnabætur greiddar með öllum börnum óháð aldri væri við- leitni í þá átt. Þá skal stefnt að því að hækka persónuafslátt einstaklinga og kanna kosti þess að fella niður virðisaukaskatt af barnafötum. Framsóknarflokkurinn ætlar að huga að því að leikskólagjöld verði gerð frádráttarbær frá skattstofni foreldra og foreldrar geti nýtt ónýtt- an persónuafslátt barna 16–18 ára. Þá á að stefna að því að biðtími eftir meðferð á heilbrigðisstofnunum verði ekki lengri en 6 mánuðir. Efla á heilsugæsluna sem grundvöll heil- brigðisþjónustu í landinu og ljúka uppbyggingu hennar á höfuðborgar- svæðinu. Fjölga á rekstrarformum í heilsugæslunni til að styrkja þjón- ustuna og stuðla að hagkvæmni í rekstri. Samstaða um skatta- lækkanir á flokksþingi Framsóknarflokksins Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, fær afhentan at- kvæðaseðil í stjórnarkjöri Framsóknarflokksins á flokksþinginu í gær. Framsóknarmenn unnu að stefnumótun flokks síns fyrir næstu kosningar á Hótel Loftleiðum um helgina. Björgvin Guðmundsson sat þingið í gær og fylgdist með afgreiðslu ályktana. bjorgvin@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins sagðist á flokksþingi á laugardag myndu segja sig úr flokknum dytti ein- hverjum í hug að skipa talsmann til að tala fyrir sína hönd. Var hann með þessu að vísa til Samfylking- arinnar og hlutverks Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur en hörð gagn- rýni kom fram á Samfylkinguna á þinginu. Þá sagði Halldór ljóst að ef flokk- urinn fengi ekki nægilegt afl í kosn- ingum til að koma fram sínum mál- um og stöðugleikanum væri hætt, þá færi flokkurinn ekki í ríkisstjórn. Í lok fyrirspurnartíma á flokks- þinginu voru ráðherrar flokksins spurðir með hverjum þeir vildu helst starfa í ríkisstjórn eftir kosningar. Ráðherrarnir lögðu áherslu á að ef flokkurinn fengi aðeins 8–9 þing- menn eins og kannanir bentu til, yrði flokkurinn ekki í næstu ríkis- stjórn. Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra sagðist þó hafa fulla trú á því að flokkurinn ynni sigur í kosn- ingunum. Sagði hann það gróft af hálfu Samfylkingarinnar að halda því fram, að ekki væri hægt að kjósa Halldór eða Davíð Oddsson vegna þess hve þeir væru búnir að vera formenn flokka sinna lengi. Halldór sagðist telja það fráleitt skipulag í stjórnmálaflokki að for- maður flokksins sæti á Alþingi og síðan sé talsmaður flokksins utan þings. Halldór sagði að Framsóknar- flokkurinn myndi ekki taka þátt í neinni ævintýramennsku. Hann tók sem dæmi stóriðjumálin þar sem Framsóknarflokkurinn hefði lent í miklum mótbyr. Stjórnarandstaðan hefði fyrst verið á móti Kárahnjúka- virkjun en Samfylkingin hefði nú lýst stuðningi við hana, að minnsta kosti formaður flokksins. Þessi flokkur ætti fulltrúa í stjórn Lands- virkjunar sem greiddi síðan atkvæði gegn málinu þar. „Þetta gæti aldrei gerst í Fram- sóknarflokknum; við myndum skipta fulltrúanum út. Slíkur flokkur getur aldrei orðið trúverðugur. Ef Sam- fylkingin ætlar að fá trúnað okkar þá verða þeir að taka til hjá sér og verða það trúverðugir, þegar um er að ræða stærstu mál þjóðarinnar, að þeir tali einni röddu,“ sagði Halldór. Dregið úr veitingu atvinnuleyfa Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði á þinginu í gær að mjög hafi verið dregið úr veitingu nýrra atvinnuleyfa til fólks utan Evrópska efnahagssvæðisins að undanförnu eftir að samdráttur varð í atvinnu hér á landi. Þá sagði Páll að verið væri að ræða við Útlendingastofnun um samræmingu eftirlits með starfsmönnum ítalska fyrirtækisins Impregilo, vegna Kárahnjúkafram- kvæmda, með það fyrir augum að tryggja að þeir fái greitt samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Páll sagði að ný atvinnuleyfi væru ekki veitt nema í undantekningartil- fellum og þá þannig að það skorti örugglega vinnuafl hér í þeirri grein. Páll sagði að verið væri að móta reglur um hvernig hægt væri að fylgjast með því að fólk af Evrópska efnahagssvæðinu, sem hingað kem- ur til vinnu, fái greitt samkvæmt ís- lenskum kjarasamningum. „Við höf- um eitt dæmi um fyrirtæki sem flutti inn verkamenn frá Eistlandi og notaði þá í hálfgerri þrælkun hér. Það var tekið fyrir það og Eistlend- ingarnir sendir úr landi,“ sagði Páll. Hörð gagnrýni á Samfylkinguna Ráðherrar Framsóknarflokksins sátu fyrir svörum á flokksþinginu. Frá vinstri: Guðni Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir, Halldór Ásgrímsson, Jón Kristjánsson, Valgerður Sverrisdóttir og Páll Pétursson. VEFSÍÐAN timinn.is var opnuð með formlegum hætti á flokksþingi framsókn- armanna á laugardag. Síðan verður málgagn þingflokks Framsóknar. Þar verða rædd málefni líðandi stundar og hægt að nálgast pistla eftir þingmenn. Nafnið Tíminn hefur verið viðloðandi sögu flokksins í hartnær níutíu ár. Flokkurinn heldur einnig út síðunni framsokn.is sem er upplýsingasíða um sögu flokksins og fleira. Vefsíðan timinn.is tekin í gagnið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.