Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ REYKVÍSK móðir segist vera búin að rekast á háa veggi í viðleitni sinni til að hjálpa syni sínum. Hann greindist fyrst ofvirkur og glím- ir nú við þunglyndi sem hefur ágerst síðan hann var tíu ára. Í dag er hann fimmtán ára og segir móðir hans að fjölskyldan bíði eftir að hann komist í langtímameðferð. Hann hafi byrjað í vímuefnaneyslu fjórtán ára sem gerði baráttu við sjúkdóminn erfiðari í alla staði; geðheilbrigðiskerfið nær ekki að sinna fimm- tán ára þunglyndum vímuefnasjúklingi. Það var nú í febrúar sem hún kom að hon- um nær dauða en lífi. Hann hafði reynt að hengja sig inni í herberginu. Nokkru áður var hann rekinn úr meðferð þar sem hann komst í vímuefni. Við tók neyðarvistun á Stuðlum sem móðir hans segir að sé ekki óskastaður til að vista barn sitt í miklum vanda. Fjölskyldan tók hann heim og vakti yfir honum dag og nótt. Var orðinn helblár Þetta laugardagskvöld hafði hún ætlað að líta inn til hans áður en hún færi að sofa. Strákurinn hafði verið órólegur og pirraður um kvöldið og nokkrum sinnum hafði hún far- ið inn til hans til að reyna að tala við hann. Það gekk illa enda var hann í fráhvörfum eftir neyslu vímuefna. Þau höfðu reynt að hafa á honum fullar gætur. Hún segir að aðkoman hafi verið hræðileg. Drengurinn var orðinn helblár í framan. Hún hringdi strax á geðdeild enda drengurinn í sjálfsvígshugleiðingum. Henni var sagt að hringja í neyðarlínuna. Eftir stutta stund var fjöldinn allur af lögregluþjónum og sjúkra- flutningamönnum kominn inn á heimilið – ekki í fyrsta sinn. Hann hafði áður reynt sjálfsvíg. Hann var fluttur á slysavarðstofu og þaðan á barnadeild Landspítalans við Foss- vog. Seinna var hann fluttur á fullorð- insgeðdeild. Móðirin segir að oft þurfi að fara miklar krókaleiðir til að fá hjálp. Erfitt að komast í meðferð Samkvæmt upplýsingum móðurinnar getur Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) ekki tekið við sjúklingum sem einnig eiga við vímuefnavanda að etja. Forsvars- menn Stuðla, sem taka unga fíkla í meðferð, segjast ekki geta tekið við vímuefna- sjúklingum sem glíma við geðræn vandamál og eru með sjálfsvígshugsanir. Ekki sé nóg af fólki til að sitja yfir unglingunum og passa að þeir skaði sig ekki. Úrræðin eru því fá fyrir fjölskylduna, sem hefur reynt að vekja athygli á málinu víða í kerfinu. Hún segist þekkja til margra foreldra sem eru í svipaðri stöðu og hún. Oft þurfi þessir krakkar að hætta í skóla, sem séu vanmátt- ugir að mæta þessum vanda. Það vindur upp á erfiðleikana og sjúkdóm barnanna. Fjölskyldur í vanda „Við erum búin að vera með umsókn um langtímameðferð í marga mánuði í gegnum Barnaverndarstofu. Ástand langtíma- meðferðar er óviðunandi. Það eru mörg börn sem bíða og okkar barn er ekki það eina sem er í vanda. Margar fjölskyldur eru í svipuðum sporum og við. Við erum að vonast til að hann komist úr neyðarvistun í langtímameðferð út á land. Það er samt ekki fyrirséð með það,“ segir móðirin, sem hefur reynt að búa barni sínu stöðugleika innan fjölskyldunnar svo öll- um líði sem best við þessar aðstæður. Á með- an hefur allt snúist um veika barnið og aðrir þættir heimilislífsins setið á hakanum. Frá því að bar á þunglyndi og sjálfsvígs- hugsunum um tíu ára aldur hefur leiðin verið erfið yfirferðar. Skólakerfið gat ekki sinnt vanda barnsins og erfitt var að sækja aðstoð á BUGL. Biðin eftir viðtölum hafi verið löng og fjölskyldan oft þurft að vakta drenginn heima í miklum sjálfsvígshugsunum. Í eitt skipti fór hún með hann á bráðaþjónustu eftir að hafa fundið hann sofandi með flugbeittan hníf við höfuðið. Áfall fjölskyldunnar var þó mest þegar upp komst um vímuefnaneyslu drengsins. Síðan þá hefur hann verið vistaður á neyðardeild Stuðla og í framhaldinu var sótt um langtíma- meðferð í fyrra haust. Um jólin var neyslan orðin mikil og fór fjölskyldan með drenginn á göngudeild Geðdeildar Landspítalans þar sem hann fékk lyf við fráhvörfum. Hann gerði tilraun til sjálfsvígs á jóladag eftir að móðir hans tók af honum tíu morfíntöflur sem hann hafði orðið sér úti um eftir að hafa haft sam- band við sölumann og horfið í 10 mínútur. „Hann á auðveldara með að redda sér fíkni- efnum en sígarettum,“ segir móðirin. Aftur þurfti á aðstoð lögreglu að halda og var hann fluttur á neyðarvistun Stuðla á jóladagskvöld. Rétt fyrir áramót reyndi hann að hengja sig þar inni. Þá var hann fluttur aftur á BUGL þar sem hann dvaldi fram yfir áramót. Í fram- haldinu vildi drengurinn losna við fíknina og skrifaði undir samning um að taka þátt í með- ferð á Árvöllum. Þaðan var hann rekinn eftir að hafa komist í vímu. Það var brot á samn- ingnum. Neyðarvistun tók við og í febrúar var fjölskyldan tilneydd til að taka hann heim þar sem allt fór í fyrri farveg með skelfilegum af- leiðingum. Björgum lífi ungs fólks Hún segir að hann vilji hjálp. Það sé al- gjörlega óviðunandi að vera með svo veikt barn og fá ekki hjálp. Biðlistar eftir langtíma- meðferð séu langir og að lokinni neyðarvistun verði hann að komast í burtu frá þessum fé- lagsskap þangað sem hægt sé að taka á sjúk- dómi hans. Þau haldi enn í vonina. Umræðan snúist um að bjarga lífi ungs fólks. Það eigi að vera forgangsatriði. Segir úrræðin fá fyrir fjölskylduna Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Móðirin segir Barna- og unglingageðdeild Landspítalans ekki geta tekið við sjúklingum sem eigi einnig við vímuefnavanda að etja. Móðir 15 ára pilts sem glímir við þunglyndi og vímuefnaneyslu gagnrýnir geðheilbrigðiskerfið Pilturinn reyndi að hengja sig inni í herbergi ÁTJÁN ára piltur skaut jafnaldra sinn með loftskammbyssu í kinnina rétt eftir miðnætti aðfaranótt laug- ardagsins. Sá sem fyrir skotinu varð fékk gat á kinnina af völdum skots- ins. Skotmaðurinn var handtekinn og byssan gerð upptæk. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík hafði hvorugur pilturinn komið við sögu lögreglu áð- ur. Lögreglan segir töluvert margar loftskammbyssur í umferð á Íslandi. Byssurnar er hægt að kaupa t.d. á Spáni og eru jafnvel dæmi um að for- eldrar kaupi slík vopn handa börnum sínum, grunlaus um skaðsemi þeirra. Skaut félaga sinn í andlitið KENNSLA í japönsku tungumáli og menningu hefst við heimspekideild Háskóla Íslands næstkomandi haust, að því er segir í tilkynningu frá Háskólanum. Til þessa hefur aðeins verið boðið upp á japönskukennslu við Endur- menntunarstofnun Háskólans. HÍ hefur kennslu í japönsku TVÖ dótturfélög Flugleiða, Iceland- air, sem annast millilandaflugið, og Flugfélag Íslands, sem sinnir innan- lands- og Færeyjaflugi, eru um þess- ar mundir að ráða flugmenn. FÍ réð fimm flugmenn í síðustu viku og Ice- landair mun ráða 25 til 28 manns fyrir sumarið. Flugmennirnir fimm, sem ráðnir hafa verið til FÍ, eru með heimahöfn á Akureyri. Munu þeir fljúga Twin Ott- er og Metró flugvélum félagsins. Þá hefur verið ákveðið að bæta við einni áhöfn á Fokker vélar félagsins. Icelandair ræður á næstu vikum 25 til 28 flugmenn. Eru þeir úr hópi þeirra sem sagt var upp á liðnu hausti vegna minni umsvifa í áætlunarflugi félagsins. Gert er ráð fyrir álíka um- fangi í sumaráætlun í ár og í fyrra og er því þörf á að bæta við 6 til 7 flug- mönnum á mánuði næstu mánuði. Fleiri flug- menn til Flug- félags Íslands ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ HART hefur verið barist gegn inn- flutningi fíkniefna á liðnum miss- erum og hald lagt á meira magn fíkniefna á liðnu ári en nokkru sinni fyrr. Auknu fé hefur ár frá ári verið varið til þessara mála og lög- gæsla verið efld til muna. Þetta kom m.a. fram í máli Sólveigar Pét- ursdóttur, dóms- og kirkju- málaráðherra, á fundi sem þing- konur Sjálfstæðisflokksins efndu til á Hótel KEA á Akureyri í gærdag en þar fór hún yfir nokkur verkefni ráðuneytanna og árangur þeirra. Fundur þingkvenna Sjálfstæð- isflokksins á Akureyri markar upp- haf komandi kosningabaráttu flokksins vegna alþingiskosning- anna í maí, en þingkonurnar héldu einnig fund á Húsavík í gærkvöld. Yfirskrift fundanna var Árangur samtíðar – farsæld framtíðar. Sólveig nefndi í ávarpi sínu að lögreglan tæki í auknum mæli þátt í alþjóðlegri samvinnu með góðum árangri, einkum hvað fíkniefna- málin varðar. Hún fjallaði einnig um málefni útlendinga og sagði breytt lög um eftirlit með útlend- ingum til bóta, reglur væru skýrari nú en áður og stjórnsýsla vandaðri, þannig að segja mætti að um stakkaskipti væri að ræða hvað þessi mál varðar. Hún ræddi einnig um umferð- armál og nefndi sérstakt átak í þeim efnum sem hafið var á kjör- tímabilinu, í kjölfar hræðilegra slysa. Umferðareftirlit hefði verið hert og samvinna milli lögreglu- umdæma aukin með góðum ár- angri. Þá hefðu sektir vegna brota verið hækkaðar um helming og sú aðgerð þegar skilað tilætluðum ár- angri. Í máli Sigríðar Ingvarsdóttur kom fram að fyrirtæki í sjávar- útvegi í Norðausturkjördæmi hefðu yfir að ráða 31,6% aflaheimilda á Íslandi þannig að ljóst væri að sjáv- arútvegur væri mikilvægur fyrir kjördæmið. Það væri því mikill akk- ur að hafa öfluga sjávarútvegs- braut við Háskólann á Akureyri. Einkavætt fyrir 55,5 milljarða Allar þingkonur Sjálfstæðis- flokksins, nema Lára Margrét Ragnarsdóttir, voru á fundinum og fluttu ávörp um ýmis mál og gerðu grein fyrir margvíslegum árangri sem náðst hefði á kjörtímabilinu. Þannig kom fram í máli Katrínar Fjeldsted að framlög til rannsókna hefðu aukist verulega og námu þau tæplega 22 milljörðum króna árið 2001, sem væri með hæsta hlutfalli sem þekktist í heiminum. Ásta Möll- er gerði grein fyrir því sem áunnist hefði á sviði heilbrigðismála og að- gerðum vegna aldraðra og helstu verkefnum framundan. Drífa Hjartardóttir fjallaði um land- búnað, samgöngumál og einkavæð- ingu og kom fram í ávarpi hennar að frá árinu 1992 hefðu 34 ríkisfyr- irtæki verið einkavædd fyrir 55,5 milljarða króna og væru þau öll á hlutabréfamarkaði nú. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræddi um skattamál og sagði skatthlutfall hafa lækkað á senn liðnu kjör- tímabili og að áfram yrði haldið á sömu braut. Arnbjörg Sveinsdóttir ræddi m.a. byggðamál og fyrir- hugaðar virkjana- og álvers- framkvæmdir á Austurlandi sem myndu styrkja byggð í fjórð- ungnum til mikilla muna og að þjóðfélagið allt myndi njóta ábat- ans í kjölfar aukinna framkvæmda. Sigríður Anna Þórðardóttir þing- flokksformaður ræddi um utan- ríkis- og efnahagsmál. Hún sagði Evrópumálin í brennidepli og and- stæðingar Sjálfstæðisflokksins ásökuðu hann fyrir að vilja ekki ræða þau mál. Það væri ekki rétt, flokkurinn hefði ákveðna stefnu í þeim efnum, þ.e. að styðja samn- inga um Evrópska efnahagssvæðið, enda þjónaði það að mati flokksins ekki hagsmunum Íslendinga að ganga í Evrópusambandið. Hún nefndi að óskastaða væri uppi hvað efnahagslífið varðar og margt hefði áunnist á þeim vettvangi en vinstri menn vildu ekki ræða efnahagsmál, enda engin vandamál fyrir hendi. Þingkonur Sjálfstæðisflokksins á fundi á Akureyri Aukin alþjóðleg samvinna skilar góðum árangri Morgunblaðið/Rúnar Þór Drífa Hjartardóttir þingmaður og Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra ræða við gesti á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.