Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jæja, elsku pabbi. Þá er baráttunni lokið. Þótt þú hafir dregið hinsta andardráttinn vegna þess sjúkdóms sem á þig herjaði þá mun ég alltaf vera á þeirri skoðun að þú hafir sigrast á krabbameininu. Aldrei notaðir þú veikindi þín sem afsökun fyrir einu né neinu. Ég mun ekki gleyma því þegar þú hálfpartinn hlóst þegar presturinn spurði þig í byrjun janúar um tilfinn- ingar þínar og hvort þú værir bitur út í einhvern vegna veikinda þinna. Nei, aldeilis ekki, þú sagðist taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Það gaf mér svo mikið að heyra þig segja þetta. Æðruleysið og þau viðhorf sem þú sýndir sjúkdómi sem flestir hræð- ast svo skiljanlega voru aðdáunar- verð. Pabbi, takk fyrir að sýna mér hvernig á að bera sig að við aðstæður sem virðast vonlausar. Þú ert mín fyrirmynd. Þinn Steinar (Bússi). Í einu verka sinna segir Megas frá því þegar Kristur fékk Kaldal á sinn fund til að smella af sér ljósmynd við hátíðlegt tækifæri. Nú hefur sá sem öllu ræður kallað annan Kaldal til sín, Jón Kaldal, byggingarfræðing. Hvað það er sem þarfnast svo skjótrar úr- lausnar að Nonni frændi þurfi að yf- irgefa okkur svona allt of snemma liggur ekki fyrir. Það kemur hins veg- ar margt til greina því Nonni var hæfileikamaður með fjölbreytt áhugamál. Eftir ströngustu skilgreiningum ættfræðinnar er Nonni frændi ekki frændi minn heldur maðurinn hennar Steinu frænku, móðursystur minnar. Frá því ég man eftir mér hef ég hins vegar aldrei kallað hann annað en Nonna frænda þrátt fyrir að aðrir sem eru tengdir mér með sambæri- legum hætti í móður- og föðurætt hafi ekki fengið þessa sömu frændanafn- bót. Ég held að skýringin á þessu sé einföld. Nonni einfaldlega vann sér þessa nafnbót inn strax þegar ég var lítill polli. Ég minnist ótal góðra samveru- stunda með Steinu og Nonna úr barn- æsku minni á heimili þeirra í Lauga- holtinu sem stóð mér alltaf opið eins og mitt eigið. Ferðalaga meðal ann- ars á Laugarvatn, í Húsafell þar sem skíðað var á Langjökli, og í Kerling- arfjöll. Nú á síðari árum brennubygg- ingar á gamlársdag og gamlárskvöld- anna á heimili þeirra sómahjóna þar sem allir voru velkomnir og mikill mannfjöldi safnast gjarnan saman. Af öllum þessum ánægjustundum standa samt upp úr skíðaferðirnar sem við Nonni fórum í saman í Blá- fjöll, Skálafell, Hamragil en oftast þó í Hengil, skíðasvæði Víkings. Ég tíu ára og hann þrjátíu árum eldri. Það eru þessar minningar sem ég á um Nonna sem ég mun ylja mér við þangað til við sjáumst aftur. Ég hitti Nonna nokkrum dögum fyrir andlátið. Fyrir þá stund sem við áttum saman þá verð ég ævinlega þakklátur. Frændfólki mínu og vin- um í Laugaholtinu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Þegar ég hugsa til baka sé ég Nonna ósjálfrátt fyrir mér sem ein- hvers konar höfðingja Laugardalsins og nágrennis. Þótt sú mynd beri kannski merki æskunnar sem fram- kallaði hana kemur fleira til. Til dæm- is ræktarlegt skeggið og úfna, mikla, hvíta hárið sem öðlaðist reyndar nán- ast sjálfstætt líf og kallaðist í daglegu JÓN KALDAL ✝ Jón Kaldal fædd-ist í Reykjavík 14. mars 1942. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 11. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgríms- kirkju 20. febrúar. tali þeirra yngri í fjöl- skyldunni „biðukollan“ – gott ef ekki að frum- kvæði Nonna sjálfs, með blik í auga. Kannski var það sverðið stóra og vík- ingahjálmurinn sem við Steinar grófum ein- hverju sinni upp úr geymslunni og aldrei komst á hreint hvort væru leikmunir eða gömlu vinnutækin hans Nonna frá því hann var þvottekta víkingur í gamla daga. Nonni skar aldrei fullkomlega úr um þetta, gaf hinu síðarnefnda þó dálítið undir fót- inn en brosti annars bara í kampinn undan flaumósa spurningum tveggja opinmynntra patta. Kannski var það röddin, djúp, hljómmikil og ákveðin. Færni hans á skíðum situr líka eftir frá því í skíða- ferðunum, fyrirmyndin þangað til sagt var skilið við plóginn að miklu leyti undir hans leiðsögn. Kannski var það jazzinn, innlifunin og ástríðan sem streymdi jafnt frá honum sem stóru hátölurunum í stofunni sem mér finnst ég rétt nýlega vera hættur að líta upp til, bókstaflega og lóðrétt séð. Kannski er ástæðan sú mynd af Nonna sem öðrum fremur er greypt í huga mér: hann stendur með stóra hvíta skíðahúfu og með smíðabelti uppi á einhverri af hinum árlegu best byggðu áramótabrennum í Reykjavík niðri í Laugardal, óskoraður leiðtogi brennubyggingarinnar, stjórnandi verkinu af öryggi, kurteisi og nauð- synlegri festu. Að ógleymdum allt í senn kumpánlegum, glettnum og sjálfsögðum smáskammti af „besser- vissi“. Fleiri minningar knýja á en kom- ast í bili ekki lengra en í munnvikin, hláturtaugarnar, augnkrókana. Það er ekkert hægt að fullyrða um eilíft líf en Nonni lifir áfram, að minnsta kosti jafnlengi og ég. Hann hverfur ekki úr huga mér. Mannkostir Nonna voru miklir og ríkir. Þeir komu ekki hvað síst í ljós í langri og erfiðri baráttu hans við skæðan sjúkdóm. Baráttuþrek, geð- prýði og hugrekki hans má hiklaust nefna. Áfram mætti halda en ég læt það nægja sem er kannski mikilvæg- ast: Hann var góður maður. Hann var í raun höfðingi. Á endanum skildi Nonni við heima á Laugarásveginum, umkringdur fjölskyldu sinni og vinum. Ég kveð hann með söknuði og hlýjum hug. Og ef einhver er í mínum huga verðug þess að kallast klettur í hafinu þá er það Steina. Hún er sannkölluð fjall- kona. Önnu, Nonna III, Gunnu, Steinari og Sóleyju votta ég samúð mína og öllum litlu frændsystkinun- um. Þótt fráfall Nonna sé þungt og jafnvel þyngra en tárum taki vil ég benda á eitt sem mér þykir óhætt að fullyrða miðað við það sem ég tel mig vita um manninn, líf hans og það sem hann skildi eftir sig. Þó svo Nonni sé látinn, eins og fyrir öllum á að liggja, stendur nokkuð mikilvægt eftir sem því miður verður ekki sagt um alla: Hann lifði. Finnur Þór Vilhjálmsson. Mig langar að hripa nokkrar línur um vin okkar til margra ára, Jón Kaldal. Þessum ljúfa dreng er erfitt að lýsa með orðum. Hann var hinn mesti „höbðingi“ eins og við Hún- vetningar segjum gjarnan um þá sem eru öðrum æðri. Jón var maður allra, jafnt lágra sem hárra, mátti aldrei aumt sjá en á móti ákveðinn og fastur fyrir með sínar sanngjörnu skoðanir. Hann var einstaklega listrænn, hafði næmt auga fyrir því sem fallegt er og gaman var að sjá hvað hann var alltaf flott klæddur og töff, alltaf rétt klæddur á réttum tíma og réttum stað. Langt mál yrði að minnast allra gleðistunda okkar saman, ferðalögin, skíðin og veislurnar sem Steina mín og Jón héldu af mikilli reisn og glæsi- leika svo seint gleymist. Litli vina- hópurinn verður þrjátíu og fjögurra ára í vor og verður aldrei samur, af Jóni var ekki skuggi heldur birta og ylur sem allir fundu er til þekktu. Við erum stolt og þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir vin, elsku frændi, bara ef það væri til annar eins og þú væri heim- urinn betri. Elsku Steina og öll fjölskyldan, okkar hugur er hjá ykkur. Björn og Jóhanna. Hvernig er hægt að sætta sig við þá hugsun að fá ekki að heyra aftur dillandi hlátur, geislandi af húmor og gleði? Kær vinur hefur orðið að beygja sig fyrir manninum með ljáinn en hann barðist hetjulega til hinstu stundar. Fyrir rúmum 40 árum bundumst við Nonni vinaböndum, sem aldrei hefur borið skugga á. Leiftrandi sveifla á Montmartre í Kaupmanna- höfn varð okkar andlega fóður þau ár meðan við dvöldum í borginni við Sundin og lögðum stund á bygginga- fræði. Dexter Gordon, John Coltrane, Miles Davis og þá 17 ára snillingur Niels Henning Örsted Pedersen svo fáir séu taldir voru mættir og lyftu okkur í æðri hæðir. Plötur voru keyptar, hlustað og spjallað óendan- lega. Eftir heimkomuna unnum við sam- an í nokkur ár. Nonni kynntist Steinu sinni og vinaböndin styrktust enn frekar. Börnin fjögur komu eitt af öðru og eru foreldrum sínum til mik- ils sóma. Það var margt brallað. Skíðin áttu hug okkar allan, Kerlingarfjöll og skíðaferðir til Austurríkis eru minn- ingar, sem við yljum okkur við í dag ásamt kvöldstundum þegar gleðin var við völd heima og heiman. Við Dísa þökkum Nonna fyrir allt sem hann var okkur. Elsku Steina, Nonni, Ragga, Gunna, Jói, Steinar, Soffía Erla, Sól- ey og Anna, vottum ykkur og öðrum ástvinum dýpstu samúð okkar. Leifur Gíslason. Fyrir rúmum 50 árum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Nonna æskuvini mínum. Hann bjó í Laugaholti við Laugarásveg og var níu ára og ég átta ára þegar ég flutti í Steinholt, þar skáhallt á móti. Laug- arásinn var þá óbyggður að mestu og mikið rými til leikja. Holtið og „skóg- urinn“ í Laugaholti voru tilvalinn vettvangur fyrir strákagutta í leit að ævintýrum. Fyrst framan af var nýbúanum tekið með fyrirvara, en fljótlega vorum við saman í ýmsu sem ungir drengir finna upp á, og þar var eitt sem átti eftir að hafa áhrif til ævi- loka og tengja okkur sterkum bönd- um, en það var jazzáhuginn. Þegar litið er til baka gerir maður sér grein fyrir hvað unglingsárin hafa mikil áhrif þegar ungir menn eru að mótast og vaxa úr grasi. Heimili Nonna var mikið menningarheimili bæði í tónlist og myndlist. Það hafði mikil áhrif á mig sem ungan dreng, fyrir það verð ég alltaf þakklátur Við fórum oft á myndlistarsýning- ar, sem var ekki algengt fyrir stráka á þessum aldri, og allt þetta mótaði okkur og efldi áhugann á listum yf- irleitt. Nonni var mjög fær teiknari og síð- an fór hann í myndlistarnám, og eru margar góðar myndir til sem gleðja okkur, meðal annars af jazzsnilling- um, og var hann ónískur á að gefa vinum sínum þessar góðu myndir. Jazzáhuginn var svo mikill að til að ná nýjustu útsendingunum tengdi Nonni útvarpstækið sem hann fékk í fermingargjöf við loftnet sem hann festi milli skorsteinanna í Laugaholti og Urðartúni, heimili Þorleifs vinar okkar. Meðal annars náði hann á seg- ulband 1959 útsendingu úr þýskri út- varpsstöð, þar sem var verið að kynna nýjustu plötu Ornette Colman, Tomorrow Is the Question. Þessi uppgötvun átti eftir að hafa mikil áhrif á Nonna. Hann varð einstakur aðdáandi Ornettes alla tíð, og lagið Turnaround var einkum í miklu uppáhaldi. Alltaf hittumst við reglulega og fórum yfir það nýjasta í jazzfræðun- um og miðluðum hvor til annars. Síðar þegar hann fór í nám til Kaupmannahafnar héldust alltaf þessi góðu tengsl með bréfaskriftum, og þar miðlaði hann mér því sem hann upplifði í jazzinum. Bréfunum fylgdu gjarnan teikningar á matseðil Jazzhus Montmartre af jazzleikurun- um sem hann hafði hlustað á í það skiptið, þar á meðal Dexter Gordon, sem varð mikill áhrifavaldur í jazzlífi okkar. Þessar fínu pennateikningar létum við ramma inn og hafa margir dáðst að þeim. Seinna gerði hann mjög góða grafíkmynd af Dexter sem hann kallaði „The Hippest of them All“. Eftir að við giftumst og stofnuðum fjölskyldur héldust vináttuböndin. Nonni teiknaði húsið okkar, sem er einstaklega vel hannað og ber vott um framsýni hans og listrænt innsæi. Aldrei höfum við kynnst jafn vönd- uðum manni og Nonna. Aldrei státaði hann af neinu, hógvær en fastur fyrir og fylginn sér. Hann hafði ótrúlega góða tilfinningu fyrir því hvað átti við í hvert skipti, gæddur þeirri tilfinn- ingagreind sem ekki er öllum gefin, fullur af góðvild og skilningi. Í veikindum sínum lét hann okkur aldrei finna annað en að hann þyrfti bara nokkra daga til að jafna sig. Svo að segja allt til loka var hann bjart- sýnn og sterkur og fyllti okkur bjart- sýni og von. Persóna hans var þannig. Hann var sterkur og við urðum sterk. Minningin um hann lifir með okkur. Elsku Steina og fjölskylda. Guð veiti ykkur öllum styrk. Matthías og Katrín. Okkur var sagt að við hefðum kynnst þegar við hefðum legið saman í vöggu. Það var nú að vísu aðeins of- mælt. Jón Kaldal var næstum þrem- ur mánuðum yngri en ég og hann átti heima í næsta húsi. En frá því ég man eftir mér vorum við nánir vinir. Laug- arásinn var sérstakur heimur á þess- um tíma og skipar sérstakan sess í endurminningunni. Það var strjáling- ur af húsum sitt hvorum megin við Laugarásveginn og fyrir ofan breiddi Holtið úr sér með álfaborgum og ónumdum löndum. Þessi heimur tak- markaðist af Laugarnesinu í vestri og í norðri af Vatnagörðum, þar sem nú er Sundahöfn. Hvert hús hét sínu nafni. Nonni bjó í Laugaholti, ég í Urðartúni, vinur okkar Matti í Stein- holti beint á móti. Og í Sólbyrgi réð ríkjum Óli í Ölinu sem kveikti í brennu á hverju gamlárskvöldi þang- að sem söfnuðust bæði börn og full- orðnir, dönsuðu í kring og sungu álfa- söngva. Sú hefð hélst óslitin í næstum 60 ár og var ekki síst varin með oddi og egg af mínum góða vini þegar embættismenn voru að amast við þessari rótgrónu hátíðahefð. Aldrei hafa jafn listrænir bálkestir verið hlaðnir og í Laugarásnum í seinni tíð, enda hleðslustjórinn hálærður húsa- meistari. Brennan var líka alltaf með sérstökum hátíðabrag. Jón var gæddur miklum listrænum hæfileikum eins og hann átti kyn til og var líka gott íþróttamannsefni. Hann var góður vinur, mikið tryggða- tröll, mikill jazzáhugamaður og við áttum ófáar ánægjustundir yfir góð- um plötum þó að dixielandhljómsveit- in sem við ætluðum að stofna hafi aldrei orðið annað en skýjaborgir. Þegar að framhaldsnámi kom skildu leiðir; Jón fór til Kaupmannahafnar í Byggingatækniskólann, og mörgum árum seinna var ég langdvölum er- lendis. Tengslin rofnuðu þó aldrei. Við vissum alltaf hvor af öðrum, og við gömlu félagarnir í Laugarásnum sáum til þess að hittast og gleðjast saman nokkrum sinnum á ári meðan kostur var. Þegar Nonni og Steina giftust rann hún inn í vinahópinn. Ár- in liðu og þau byggðu sér hús þar sem gamla Laugaholt stóð áður, og þar uxu börnin upp, hvert öðru mann- vænlegra. Mörg síðustu ár átti Jón við erfiða vanheilsu að stríða. Þá sýndi hann næstum ofurmannlegan þrótt og viljastyrk, og ég veit að honum leið oft miklu verr en hann lét uppi. Lík- amlegt og andlegt þrek hans vakti að- dáun allra þeirra sem önnuðust hann, og þar naut hann líka ómetanlegs stuðnings Steinu, sem sýndi mikið þrek og virtist sterkust þegar álagið var nánast óbærilegt. Jón Kaldal var mikill atorkumaður og verka hans sér víða stað. Aðrir munu vafalaust gera grein fyrir þeim þætti í lífi hans. Hann skilur eftir sig stórt skarð. Hann hefur alltaf verið til. Og nú er hann horfinn. Þorleifur Hauksson. Það er sárara en orð fá lýst þegar menn á borð við Jón Kaldal hverfa af sjónarsviðinu langt um aldur fram. Mestur er missir fjölskyldunnar, en vinir hans og samstarfsmenn hafa einnig misst mikið. Hver lítur í eigin barm og í hóp okkar, sem reynt höf- um að halda uppi merki djasstónlist- ar á Íslandi, er höggvið skarð sem erfitt verður að fylla. Nonni Kaldal var í stjórn Jazzvakningar hátt á ann- an áratug og hann var fulltrúi Jazz- vakningar í stjórn djassklúbbsins Múlans frá upphafi þar til á síðasta fundi Jazzvakningar árið 2002, er haldinn var á heimili hans. Þá var hann helsjúkur og vildi fá mann í sinn stað í Múlastjórnina. Óhætt er að segja að Nonni Kaldal hafi borið hita og þunga af starfi Múlans þau rúmu fimm ár er hann sat í stjórn hans og hann efndi til mikillar veislu á Jóm- frúnni í samvinnu við Jakob vert á fimm ára afmælinu og þar mætti Jón Múli Árnason, sem klúbburinn dró nafn sitt af, á sinn síðasta djassfund. Nonna Kaldal auðnaðist að koma starfi Múlans í gang í nýju húsnæði, Kaffileikhúsinu, haustið 2001, þar sem hann starfaði til vorsins 2002; eftir það hefur klúbburinn legið í dái enda starfsþrek Nonna þrotið. Það væri vel ef þeir sem nú sitja í stjórn Múlans tækju á sig rögg og reistu hið fallna merki. Starf Nonna í stjórn Jazzvakning- ar var ómetanlegt. Frábær skipu- lagsgáfa hans nýttist vel þegar þurfti að raða upp fyrir tónleika þannig að sem flestir gætu setið í salnum, og notið tónlistarinnar sem best. Hann var listfengur með afbrigðum og útbjó risastórar myndir er skreyttu Súlnasal Hótels Sögu á tónleikum Jazzvakningar í minningu Guðmund- ar Ingólfssonar og tónleikasal FÍH þegar Jazzvakning efndi þar til tón- leika er Gunnar Ormslev hefði orðið sjötugur. Ráð Nonna voru einnig notadrjúg er velja þurfti tónlist á skífur þær er Jazzvakning gaf út. Hann var djassunnandi af lífi og sál og hlustaði af áfergju á þá tónlist alla ævi. Á bernskuárunum í Laugar- ásnum eyddi hann miklum tíma í djassinn ásamt æskuvinum sínum Matthíasi Matthíassyni skipstjóra og Þorleifi Haukssyni bókmenntafræð- ingi. Um 1960, þegar Ornette Cole- man var að bylta djassinum, náði Nonni lögum af tímamótaskífunni Tomorrow Is The Question inn á seg- ulband úr þýskri útvarpsstöð og hlustuðu þeir félagar hugfangnir á. Um svipað leyti var ég að hlusta á Ornette með Gylfa Gunnarssyni fé- laga mínum í Vestmannaeyjum, en reyndir hljóðfæraleikarar vildu ekki af þessum stríðtónadjassi vita. Turnaround með Ornette varð eitt af uppáhaldslögum Nonna, en bylting Ornette fór því miður fyrir ofan garð og neðan í íslensku djasslífi. Nonni Kaldal átti góðan þátt í því að tónlist- arstaðurinn Púlsinn varð að veruleika og einhvern tímann sátum við þar og hlustuðum á Sigurð Flosason og fé- laga leika og skyndilega hljómaði Turnaround um salinn. Þá sneri Nonni sér að mér og sagði: ,,Heyrirðu þetta, Venni? Það er verið að leika Turnaround á Íslandi!“ Við Nonni sátum í nefnd þeirri er kaus djass- leikara ársins 2002 og þar varð Sig- urður Flosason fyrir valinu. Við vor- um samhentir í röksemdafærslu okkar fyrir því vali og það var mikils virði að sitja í slíkri nefnd með manni sem hafði jafn lifandi áhuga á verk- efninu og fylgdist grannt með öllu sem var að gerast í íslensku djasslífi. Á námsárum Nonna í Kaupmanna- höfn var Dexter Gordon fluttur til borgarinnar og sátu þeir Nonni og Leifur Gíslason félagi hans löngum á Jazzhus Montmartre og hlustuðu á meistarann blása Cheese Cake og aðra klassík. Ornette og Dexter voru í miklu uppáhaldi hjá Nonna og einn- ig Chet, Mulligan, Miles og Carla Bley svo nokkrir djassmeistarar séu nefndir. Hann var alla tíð opinn fyrir nýjum straumum í djassi en vildi þó gjarnan hafa kraft í sveiflunni. Ártöl skolast til í minningunni, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.