Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 13 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Verkstæði VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Áratuga reynsla tryggir gæðin Allar viðgerðir á fjarskiptabúnaði Setjum öll tæki í bílinn þinn w w w .d es ig n. is © 20 03 Sig ur ðu rH ar ða rso n, ra fe in da vir ki HARÐAR deilur eru nú í Íhalds- flokknum breska um leiðtoga- hæfileika Iains Duncan Smiths, að sögn fréttavefjar BBC. Er jafnvel rætt um að nýr leiðtoga- slagur geti verið í aðsigi ef flokk- urinn fer illa út úr sveitarstjórn- arkosningum sem verða í Englandi 1. maí auk þingkosn- inga í Wales og Skotlandi. Bent er á að deilurnar komi sér afar vel fyrir Tony Blair, forsætisráð- herra og leiðtoga Verkamanna- flokksins, en vegna andstöðu meðal almennings við árás á Írak stendur ráðherrann nú höllum fæti í könnunum. Flokkarnir tveir hafa verið álíka sterkir í könnunum síðustu vikurnar. Íhaldsþingmaðurinn John Bercow, einn af andstæðingum stefnu Duncan Smiths, sagðist í sjónvarpsviðtali við David Frost í gær ekki útiloka leiðtogaskipti. „Ég held að það geti gerst frem- ur fyrr en síðar. Það er ljóst að mikil óánægja er ríkjandi,“ sagði Bercow. Kraumar undir Lengi hafa kraumað undir niðri deilur milli annars vegar þess arms Íhaldsflokksins sem vill færa hann nær því sem nefnt er nútímaleg umbótastefna, t.d. með því að styðja réttindi samkyn- hneigðra og hætta harðri and- stöðu við Evrópusambandið og hins vegar þeirra sem vilja halda fast við gamlar hefðir og harða hægristefnu. Nýlega var aðal- framkvæmdastjóra flokksins, Mark MacGregor og öðrum, hátt- settum embættismanni skyndilega vikið úr starfi en þeir töldust báðir til umbótasinna. Michael Portillo, sem lengi var einn af forystumönnum flokksins og aðaltalsmaður umbótasinna, réðst harkalega á Duncan Smith í útvarpsviðtali á laugardag og sagði brottreksturinn hafa valdið miklum urg í stjórn flokksins. Einnig sagði hann að staða Ther- esu May, sem gegnir embætti flokksformanns, væri óviðunandi þar sem ekki hefði verið haft neitt samráð við hana um brott- reksturinn. Þessu hefur May hins vegar vísað á bug en viðurkennir að síðustu dagar hafi verið „dálít- ið hávaðasamir“. Portillo sagðist ekki sjálfur myndu gefa kost á sér í leiðtoga- embættið en neitaði að tjá sig um líkurnar á því að Duncan Smith gæti enn náð að laga stöðuna. Hann sagði að staða leiðtogans hefði verið góð þar til umræddur brottrekstur var ákveðinn. MacGregor studdi á sínum tíma Portillo er hann reyndi að ná kjöri sem flokksleiðtogi. Sagði Portillo að skipun MacGregors í embætti aðal- framkvæmdastjóra hefði á sínum tíma verið tilraun forystunnar til að efla samheldni í flokknum og auk þess væri hann einstaklega hæfur. En nú hefði honum verið fórnað og mun lélegri maður, Barry Legg, skipaður í staðinn en hann er til hægri í flokknum eins og Duncan Smith. Verið væri að marka flokknum enn þrengri bás í litrófi stjórnmálanna en áð- ur. Michael Portillo sagður allt að því „geggjaður“ „Menn virðast hafa búið þessa kreppu til í forystu flokksins,“ sagði Portillo og var ljóst að skeytinu var beint að Duncan Smith. Ónafngreindir heimild- armenn úr röðum stuðnings- manna Duncans Smiths sögðu í samtali við The Sunday Tele- graph að Portillo virtist vera orð- inn „vitlaus“ þegar hann ræddi um leiðtogaskipti. Höfðu þeir eft- ir Duncan Smith að honum fynd- ist Portillo vera svo „fullur af sjálfsupphafningu að jaðraði við geggjun“. Liam Cox, sem fer með heil- brigðismál í skuggaráðuneyti Íhaldsflokksins, sagði í gær að gagnrýnendur Smiths ættu að „halda sér saman“ en ekki er víst að menn hlýði því ákalli. John Major, fyrrverandi forsætisráð- herra og flokksleiðtogi, sagði í gær að fólk væri að missa þol- inmæðina gagnvart flokknum og deilunum yrði að ljúka en hann tók ekki afstöðu í sjálfum deil- unum. Þingmaðurinn Derek Conway, sem ekki er stuðningsmaður Portillos, sagði að aðeins „bjáni“ myndi hunsa viðvörun Portillos og virtist kenna Duncan Smith um ástandið, sagði að kreppan hefði skollið á eins og þruma úr heiðskíru lofti. Menn yrðu að út- skýra hvers vegna MacGregor hefði verið rekinn. Fyrrverandi þingmaður Íhaldsflokksins, Mich- ael Brown, sagði að ummælum Portillos í útvarpsviðtalinu mætti líkja við fræga ræðu sem Geoffr- ey Howe flutti árið 1990 en hún er talin hafa markað upphafið að falli Margaret Thatcher úr leið- togasætinu. Duncan Smith hart gagn- rýndur af samflokksmönnum Reuters Iain Duncan Smith, leiðtogi Íhalds- flokksins í Bretlandi. Portillo segir leið- togann ýta undir sundrungu með brottrekstri aðal- framkvæmda- stjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.