Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 16
UMRÆÐAN 16 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Enginn stöðugleiki Í borkjörnun úr grænlenskum jöklum kemur fram að veðurfar við Norður-Atlantshafið hefur ver- ið sveiflukennt í hundruð þúsunda ár. Stóru uppsveiflurnar eru 10–20 þús. ára löng hlýskeið en niður- sveiflurnar jökulskeið, um 100 þús. ára löng. Innan þeirra tveggja jök- ulskeiða, sem menn hafa náð að skoða í borkjörnum frá báðum heimskautasvæðunum, sveiflast hitastig (og úrkoma) töluvert þó að mest beri á miklum kulda miðað við okkar daga og hlýir hafstraum- ar séu fjarri norðurslóðum. Mest- ur hluti Íslands var þakinn jökli á skeiðunum, en hann stækkaði þó nokkuð eða minnkaði við hita- sveiflur á þeim. Á hlýskeiðunum eru líka töluverðar hitasveiflur, bæði breytingar sem ná yfir ár- þúsund, smærri sveiflur sem mæl- ast í öldum og svo hækkar eða lækkar hitastigið enn fremur á áratugagrunni. Í Íslandssögunni þekkjum við slíkar breytingar, bæði „litlu ísöldina“ frá því seint á miðöldum og fram undir 1900, og svo hlýja tímabilið 1925–1965. Vísbendingar eru um að núver- andi 10 þús. ára gamla hlýskeið (sem enginn veit hvenær kann að enda) sé nokkuð ólíkt hlýskeiðinu á undan síðasta jökulskeiði. Á síð- arnefnda hlýskeiðinu (nefnist Eem) virðast hitasveiflurnar hafa verið mun öfgakenndari en á okk- ar hlýskeiði og á því vantar skýr- ingar. Náttúrulegar orsakir? Orsakir allra fyrrrgreindra sveiflna, fram undir 20. öldina, eru náttúrulegar. Þar koma við sögu afstöðubreytingar á snúningsöxli jarðar, áætlaðar ferðir jarðar í gegnum geimrykský, sveiflur í sól- geislun, eldgos, óreglur í orkubú- skap lofthjúpsins o.fl. Sérfræðing- ar reyna að fella þetta saman í heillega mynd. Hún getur skýrt nokkuð reglulegar komur og lok meira en 20 jökulskeiða í um 2–3 milljónir ára en yfirleitt er erf- iðara að útskýra smærri hita- farssveiflurnar. M.a. vekur athygli hve hratt veðurfar breytist úr nú- verandi stöðu yfir í gadd jökul- skeiða (og öfugt). Breytingin geng- ur yfir á innan við mannsaldri. Fullyrða má að hitasveiflurnar hafi verið náttúrulegar vegna þess að ekkert gat truflað gang mála fyrr en mannkynið hafði náð vissri stærð; um það bil á 20. öldinni. Þá fyrst tókum við að breyta vatns- föllum og gróðurlendi og framleiða eldsneyti, raforku og stóriðjuvörur þannig að mælanleg áhrif verða á alþjóðavísu. Hins vegar er erfitt að meta hve stór hlutur manna og hve stór hlutur óheftrar náttúru er í þeirri þróun. Við getum ekki enn lagt raunhæft mat á hve stór hluti mengunar af manna völdum á hlut í þeirri greinilegu hækkun með- alhita sem við blasir. Við vitum þó að hluti okkar er staðreynd, hann er stór og mótvægi náttúrunnar dugar ekki til. Líka er vitað að hafa má áhrif á þennan hluta með breyttri orkuframleiðslu, sam- göngum og náttúrunytjum. Það er kjarni umhverfismála sem snúa að veðurfari á jörðinni. Aðgerðir eru raunhæfar Og af þessum kjarna málsins ber að draga þá eðlilegu ályktun að menn verða að taka ábyrgð á samskiptum sínum við náttúruna og hamla því sem breytir veðurfari heimsins til hins verra þegar á heildina er litið. Verði alvarleg hitastigssveifla engu að síður, er það gangur náttúrunnar og gjald sem við verðum að greiða fyrir að búa á hnettinum. Talið um að ekki sé kleift að vinda ofan af gróð- urhúsagasframleiðslunni, stöðva skógareyðingu eða minnka eyði- merkurmyndun vegna áhuga fólks á bættum lífskjörum eða vegna mótspyrnu fyrirtækja, er aðeins flótti frá raunveruleikanum. Hvorki sá hluti betri lífskjara sem við vitum að hafa neikvæð um- hverfisáhrif né deilur um aðild mannsins að hækkandi hitastigi duga meðan hækkar í heimshöfn- unum um 2 mm á ári og veðurfars- breytingar valda vandræðum í öll- um heimsálfum. Og talið um að málflutningur umhverfissinna sé dómsdagsspár er líka til lítils vegna þess að það nöldur felur staðreyndir sem öllum koma við. Dómsdagur er ekki í nánd en ágangur sjávar er það. Breytingar á hafísþekjunni hér norðurfrá, á hafstraumum eða sjávarhita, óveð- urmynstrum og mörgu fleiru eru allt of grunsamlegar til þess að hægt sé að horfa framhjá þeim eða „útskýra þær á brott“ úr umræðu. Vissulega eru sumar þessara breytinga jákvæðar en heildar- dæmið þarf að reikna engu að síð- ur og þar kveður við annan tón. Háfjallajöklar eru hitamælar Í þýska blaðinu die Zeit (9. jan. 2003) er sagt frá verkefnum bandarískra jarðvísindamanna sem bora í jökla á háfjöllum, t.d. í Him- alaya, Andesfjöllum og í Afríku. Niðurstöðurnar eru nokkuð á eina lund (rétt eins og rannsóknir benda til í Mið-Evrópu): Jöklarnir rýrna afar hratt en rýrnunin er eindregin vísbending um hraða hlýnun og oft einnig um skort á úrkomu. Þannig hefur jökullinn á Kilmansjaró minnkað um 80% frá 1912 og hann hverfur á 10–15 ár- um, haldi áfram sem horfir. Ríf- lega 60 jöklar sem fylgst er með í Alaska þynnast og hopa tvöfalt hraðar nú en á árabilinu 1950– 1990. Qori Kalis-jökullinn í Perú rýrnar nú 44-sinnum hraðar en hann gerði á 8. áratug 20. aldar. Samanburður á jöklum í Andes- fjöllum og í Himalaya sýnir að jafnvel þrátt fyrir aukna úrkomu sums staðar hopa jöklar en það er aftur vísbending um hve hlýnunin í lofthjúpi jarðar er afgerandi. Grænlandsjökull rýrnar allhratt og rýrnun íslenskra jökla er að taka á sig svipaða mynd og var á hlýju árunum milli 1930 og 1960. Fersk- vatnið sem bætist nú í heimshöfin við hvarf jökulíssins, og hlýnun sævar, veldur hvoru tveggja því að sjávaryfirborð hækkar og minna binst af kolefni í sjónum. Við sjáum nú þegar varnargarða við íslenskar strendur (en þar kemur landsig til viðbótar víðast hvar), ekki síður en betri heyfeng eða hraðari trjávöxt. Og ef t.d. skel- fiskmiðin í Breiðafirði eru talin láta á sjá vegna hlýnunar sjávar er rétt að staldra við enn og aftur og taka á því sem hægt er…eða hvað? Jöklar segja sögu … al- varlega? Eftir Ara Trausta Guðmundsson „Dóms- dagur er ekki í nánd en ágangur sjávar er það.“ Höfundur er jarðeðlisfræðingur og áhugamaður um umhverfismál. AÐ VONUM hefur almenningur átt erfitt með að skilja og tileinka sér sumt í þeirri umræðu, sem fram hef- ur farið undanfarið, bæði í fjölmiðlum og utan þeirra, um málefni háskóla á Íslandi, þ. á m. um samkeppnisstöðu þeirra, fjárhagsumhverfi, fræðaafl skólanna og starfsréttindi nemenda úr tilteknum deildum þeirra að námi loknu, svo að dæmi séu tekin. Allt eru þetta að sjálfsögðu þörf umræðuefni, ef réttilega er á haldið, en að margra mati hefur umfjöllunin ekki, sem vert væri, orðið til þess að upplýsa þol- endur hennar – þ.e. notendur fjöl- miðlanna – um kjarna máls. Vita- skuld ættu háskólamenn og aðrir þeir, sem sérstaka ábyrgð bera á málefnum hinnar æðri menntunar, að einbeita sér að því að ná saman um jákvæð markmið varðandi samvinnu og góð samskipti í stað skotgrafa- hernaðar. Í tengslum við það ætti einnig að geta skapast samstaða um heppilegan vettvang fyrir lausn hugsanlegra ágreiningsmála milli há- skóla, án fjölmiðlafárs. Margsannað er, að samvinna á vel afmörkuðum sviðum, er byggist á grundvelli góð- vildar og sáttfýsi, framsýni og víð- sýni – með hag allrar þjóðarinnar fyrir augum – getur þrifist í sam- keppnisumhverfi, sem hefur hvetj- andi áhrif á þá, er í því starfa. Á þess- um vettvangi hefi ég áður bent á þá augljósu staðreynd, að á forsvars- mönnum Háskóla Íslands hvíli sér- stök siðferðisskylda til að eiga frum- kvæði að þess háttar samvinnu milli háskólanna, ríkisháskóla jafnt sem einkaháskóla – eftir því sem frekast getur átt við – en mikilvægt er þá að frá upphafi verði þannig um hnúta búið, að samvinna og samhugur verði ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Ekki er að efa, að stefnubreyting í þá átt, sem hér hefur verið bent á, og opinber umræða í þá veru muni mæl- ast vel fyrir meðal alls almennings og jafnframt í hópi þeirra ráðamanna, sem skammta fé til kennslu og fræði- starfa á háskólastigi. En hafa nú allir þeir, sem með ein- um eða öðrum hætti hafa tekið þátt í hinni opinberu háskólaumræðu ný- verið og á síðari mánuðum (og eins fyrir þann tíma) valið sér nógu háan sjónarhól? Greina þeir allir réttar áttir? Skyldi ekki vera þörf á því, að menn skapi sér yfirsýn um sviðið allt og staldri við áður en lagt er í orra- hríð, sem hætt er við að muni skilja eftir sig veruleg og langvarandi um- merki? Vegur ekki þjóðarhagur af farsælum lausnum, sem gilt geta um langan tíma, þyngra en mun skamm- vinnari og þrengri „hagsmunir“ ein- stakra stofnana, hópa eða jafnvel ein- staklinga? Hér skal því haldið fram, að sjón- arhóllinn og þar með sjóndeildar- hringurinn skipti meginmáli í há- skólaumræðunni, auk þekkingar, og því víðara sem sjónarsviðið sé þeim mun líklegra verði að teljast, að menn greini stefnu og brautir, sem leiði til happadrjúgrar niðurstöðu. Í stað þess að sjónum sé beint að kjarna máls hefur athygli og mál- skraf stundum lotið um of að minni háttar málum. Það ætti sannarlega að vera hverjum og einum í lófa lagið að velja sér sjónarhæð, er hæfi mik- ilvægu en vandmeðförnu viðfangs- efni af þessu tagi. Hið sama á að sjálf- sögðu við um alla opinbera þjóðmálaumræðu og reyndar einnig fjölmörg krefjandi viðfangsefni, hverju nafni sem nefnast. Til glöggvunar um mismunandi sjónarsvið og skyggnishæðir skal hér nefnt lítið dæmi úr ríki náttúrunnar, dýralífinu. Að sjálfsögðu ber strang- lega að varast að snúa því upp á ein- staklinga úr mannheimi, enda væri það beinlínis óviðeigandi, en engu að síður getur þó dæmið verið umhugs- unarvert: Til er sjaldséður fugl af ættkvísl vatnahænsna, er nefnist keldusvín (stundum kallaður lækjar- kráka eða jarðsmuga). Keldusvínið á örðugt um flugtak og flughæfni þess er takmörkuð, það „fleytir kerlingar og flýgur yfirleitt stutt í senn“. Það er spretthart, göslast um í mýrinni, sem er kjörlendi þess, og rýnir mjög í jarðlægt lífríkið, sem það nærist á. Það hefst oft við í skurðum og göml- um mógryfjum. Litfegurð keldu- svínsins kann stundum að dyljast undir mýrarrauða og öðru grómi. Rödd þess er fjölbreytt, það „flautar, stynur, trillar og skrækir“; það er ólíkindatól, sem getur villt á sér heimildir. Keldusvínið er um margt hinn merkasti fugl, þó að það sé óneitanlega hálfgert furðufygli, sem þjóðsögur hafa spunnist um. Það gegnir vafalaust með sóma sínu hlut- verki í kerfi sköpunarverksins. Hinu verður þó ekki neitað með góðu móti, að sýn þess á umheiminn er takmörk- uð, sjóndeildarhringurinn þröngur og mótast af hinu smáa, sem seilst verður til á sprettinum. Öðru máli gegnir um hrafninn, sem ekki þarf að kynna. Hann svífur oft hátt yfir storð og sér vítt um, frægur úr sögum, landnámsfugl („... hinn þriðji fló fram um stafn í þá átt, sem þeir fundu landið“). Hann verð- ur aldrei sakaður um þröngsýni! Af sjónarskerjum þeim, er hann velur sér, má oftar en ekki sjá til réttra átta, nýrra leiða, landnáms tækifær- anna. Minnumst orða skáldsins góða, sem sýnir okkur þennan háfleyga og fráneyga landkönnuð „er flaug hann upp / og útnorður! fram! / er þaut hann fram / undir firnavíðan himin. / Dundu fjaðrir hans. / Dagur var í skýjum!“ Hrafn eða keldusvín? Eftir Pál Sigurðsson Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands. „Í stað þess að sjónum sé beint að kjarna máls hefur athygli og málskraf stundum lotið um of að minni háttar málum.“ Alltaf á þriðjudögum Undirföt Náttföt Frábært úrval COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.