Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. JACQUES Chirac Frakklandsforseti hefur skotið væntanlegum aðildarríkj- um Evrópusambandsins í Mið- og Austur-Evrópu skelk í bringu. Franski forsetinn hefur sakað þau um að vera „barnaleg“ og „ábyrgðarlaus“ með því að láta í ljósi stuðning við stefnu Bandaríkjastjórnar í Íraksmálinu og varað við því að afstaða þeirra geti ver- ið „hættuleg“ þar sem ákvörðunin um að veita þeim aðild að Evrópusam- bandinu hefur ekki enn verið staðfest. Vænsta demba. Síðan tók forsetinn að sér hlutverk leikskólakennarans andspænis nýju lýðræðisríkjunum, vændi þau um að vera „illa upp alin“ og sagði þeim að þau væru „ókurteis“ og hefðu „misst af gullnu tækifæri til að halda sér saman“. Þessi ummæli vekja ugg meðal þeirra sem muna að Charles de Gaulle, þáverandi forseti Frakklands, skellti hurðinni á Breta þegar þeir óskuðu eftir inngöngu í Evrópubandalagið fyrir fjórum áratugum – hershöfðing- inn taldi Breta of tengda Bandaríkj- unum til að geta gengið í evrópsku fjöl- skylduna. Við þurfum þó að setja þetta í rétt samhengi: Jacques Chirac er enginn Charles de Gaulle; og Evrópa sagði fyrir löngu skilið við tímabilið þegar Frakkar réðu einir ferðinni. Jafnvel við sem þekkjum (og dáum) Frakkland getum ekki tekið Chirac al- varlega í hlutverki sjálfskipaðs sér- fræðings í góðri hegðun í samskiptum ríkja. Þess í stað er best að útskýra skammadembuna sem merki um sár vonbrigði með þá staðreynd að áhrif Frakka í Evrópusambandinu hafa dvínað. Það eina sem Frakkar geta gert við þessu er að bölsótast í van- mætti sínum eins og Lér konungur eft- ir að hann missti konungdóminn. Deilan innan Evrópusambandsins ristir þó dýpra en þetta. Ég hef alltaf verið vantrúaður á talið um „sameig- inlega“ utanríkisstefnu Evrópusam- bandsins. Hvernig í ósköpunum er hægt að búast við því að land, til að mynda Frakkland, geti sætt sig við að samstarfsmenn í ESB felli tillögu þess um mjög mikilvæg utanríkis- og örygg- ismál? Evrópusambandið getur í mesta lagi gert sér vonir um „sameiginlegri“ stefnu í utanríkis- og öryggismálum, jafnvel þótt það svari ekki gamalli spurningu Henrys Kissingers: Í hvern hringja menn vilji þeir tala við „Evr- ópu“? Ég hef lengi beitt mér fyrir „miklu sameiginlegri“ utanríkisstefnu innan Evrópusambandsins. Þess vegna hef ég áhyggjur af klofningnum innan Evrópusambandsins og ágreiningnum milli nokkurra aðildarríkja þess og Bandaríkjanna í Íraksmálinu. Þegar átta evrópskir leiðtogar birtu áskorun sína um að ágreiningurinn milli Banda- ríkjanna og Evrópuríkjanna yrði jafn- aður voru þeir sakaðir um að grafa undan evrópskri einingu. Ekkert gæti verið rengra. Þeir afhjúpuðu aðeins sundrungu sem var þegar til staðar. Þetta hófst allt í h hard Schröder, kans greip til þess ráðs í örv gera Írak að kosning völdunum. Hann höfð ar og virðingarverðra verja á stríði. En með ir að hann myndi ald kringumstæðum taka gegn Írak gróf hann Sameinuðu þjóðanna mestan þrýsting á ba að Írakar afvopnuðust Síðan féllu Frakk verja. Vegir Frakka eru oft myrkir og nema það sé alveg ljó hagsmuni sína liggja. irleitt halda mögulei um. En þegar ríkisstj og Þýskalands héldu mæli Elysée-sáttmála uði virtust Frakkar m með því að styðja viðh Allt var þetta gert samstarfsríki Þjóðve Andköf Evrópu Jacques Chirac Frakklandsforseti svarar spurningum blaðama leiðtogafundi ESB um Írak. Greinarhöfundur segir að á þessum fundi hafi Chirac tekið að sér hlutverk leikskólakennarans. © The Project Syndicate. Eftir Uffe Ellemann-Jensen „FYRSTA tillaga: Samgöngubætur sem auka auðgengi og stytta vega- lengdir að stærri þéttbýlisstöðum ættu að njóta forgangs.“ Þannig er komist að orði í afar athyglisverðri út- tekt Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands sem þeir Axel Hall, Ásgeir Jóns- son og Sveinn Agnarsson eru höfundar að. Stefnumótunar í þessum anda sér einkar skýrt stað í þeirri ákvörðun rík- isstjórnarinnar að auka stórlega fjár- magn til vegamála nú á næstu 18 mán- uðum. Þetta er afskaplega mikilvæg ákvörðun. Hún hefur skamm- tímaskírskotun og hún verkar jákvætt til lengri tíma. Það er ekki að furða að tillaga ríkisstjórnarinnar hafi að lang- mestu leyti fengið jákvæðar viðtökur – að undanteknum einhverjum hjáróma röddum úr Samfylkingunni sem eng- inn nennir að hlusta á; hvað þá að taka mark á. Tímabundinn slaki Það er ljóst að tímabundinn slaki er nú í efnahagslífinu. Atvinnuleysi hefur aukist, þó það sé langt frá því að nálg- ast stöðuna í flestum nágrannaríkjum okkar. Framundan eru hins vegar mestu framkvæmdir Íslandssögunnar, vegna stóriðjufjárfestinga á Austur- landi og á Grundartanga. Þeirra fram- kvæmda fer hins vegar ekki að gæta strax. Þannig verða 50 til 60 prósent fjárfestinganna fyrir austan á árunum 2005 og 2006 og þeirra mun því ekki gæta mikið á þessu ári eða því næsta. Nú er þess vegna lag til þess að auka fjárfestingar ríkisins tímabundið; slá á atvinnuleysið til skamms tíma og styrkja innviði samfélagsins til lengri tíma. Það mun takast með þessum að- gerðum. Tvenns konar athugasemdir Tvenns konar athugasemdir hafa komið fram sem full ástæða er til að ræða efnislega í þessu sambandi enda eru þær báðar efnislegar. Annars veg- ar sú kenning að þessir fjármunir og þær framkvæmdir sem af þeim hljót- ist nýtist ekki konum. Hins vegar að skynsamlegra hefði verið að nýta þessa fjármuni til annarra verka, svo sem þess sem kallað hefur verið þekkingariðnaður. Eru vegabætur ekki í þágu beggja kynja? Varðandi atvinnuáhrifin gagnvart konum, er nauðsynlegt að vekja at- hygli á því að atvinnuþátttaka kvenna verður sífellt víðtækari. Konur hafa sem betur fer rofið ýmsa hefðbundna karlamúra og haslað sér völl í við- teknum karlagreinum. Nægir í því sambandi að nefna stóriðjuna. Ýmis stóriðjufyrirtæki hafa beinlínis lagt sig eftir því að auka hlut kvenna í at- vinnustarfseminni. Og hví skyldu konur ekki geta öðlast sess við mann- virkjagerð eins og karlar? Síðan er það hitt sem er auðvitað miklu þýðingarmeira. Áhrifa af bætt- um samgöngum gætir strax. Það leysist úr læðingi nýr kraftur til átaka í atvinnulífinu. Fyrirtæki á landsbyggðinni verða til vegna sam- göngubótanna. Starfsemi í þágu karla og kvenna fer að skjóta rótum. Um þetta eru til ótal dæmi. Nefnum aðeins tvö. Það fer ekkert á milli mála að at- vinnugreinar eins og fiskvinnslan eiga bókstaflega allt undir því að geta notið greiðra samgangna. Þetta er hreinlega forsenda þess að hægt sé að byggja upp ferskfiskvinnslu svo dæmi séu tekin, sem er sá þáttur fisk- vinnslunnar sem gróskumestur hefur verið undanfarin ár. Athyglisvert er í þessu sambandi að fer hefur vaxið mest úti á anförnum allra síðust stendur í beinu samba samgöngur. Nákvæmlega sömu segja um aðra atvinnu þjónustuna. Það þarf lengja það. Uppbyggi ustu er hvorki meira n því að samgöngur séu um kring. Góðar samg opnað möguleika til fe sem áður voru lokaðir vega, svo einfalt er nú Hér hafa verið nefn atvinnugreinar þar se starfandi að mjög umt og í ýmsum tilvikum í Þannig sjáum við að b göngur eru ekki síst t skapa skilyrði til atvin þar sem konur eru rík Það er því grundvalla að góðir vegir séu ekk jafnt og karla. Hvað er þekking Ef við förum orðum inguna um þekkingar nauðsynlegt að spyrja grein íslensks atvinnu á fremstu þekkingu á um? Tökum sjávarútv dæmi. Hann hefur bók af sér fyrirtæki sem h á sviði flóknustu tölvu raun óhugsandi án slí Sama má í reynd segj aðinn, svo annað dæm hefðbundna atvinnugr byggðinni. Nægir í þv Fyrsta tillaga – samgön Nú er þess vegna lag til þess að festingar ríkisins tímabundið; sl vinnuleysið til skamms tíma og innviði samfélagsins til lengri tím Eftir Einar K. Guðfinnsson ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 140 ÁRA Þjóðminjasafnið gegnir mikil-vægu hlutverki í íslensku þjóð-félagi. Safnið er nú að ná merk- um áfanga, en í dag eru 140 ár liðin frá stofnun þess. Starfsemi þjóðminja- safnsins hefur tekið miklum breyting- um frá árinu 1863. Í fyrstu var það til húsa á háaloftum Dómkirkju, Tukt- húss, Alþingishúss og Landsbanka. 1908 fékk safnið inni í risi Landsbóka- safns og 1950 var flutt í hús Þjóðminja- safnsins við Suðurgötu. Fyrstu níu áratugina var einkum safnað forngrip- um, kirkjugripum og öðrum listmun- um frá síðari öldum, en þegar safnið fékk meira rými til umráða um miðja síðustu öld var einnig farið að varð- veita almenna nytjahluti. Í samtali við Margréti Hallgríms- dóttur þjóðminjavörð í Morgunblaðinu í gær kemur fram að Þjóðminjasafnið varðveiti nú 60 þúsund einstakar minj- ar og nefnir hún hús á 44 stöðum á landinu, listgripi, sem séu einstakir í Evrópu, muni, þjóðháttaheimildir, forngripi og tvær milljónir mynda. „Þær gömlu minjar sem til eru varpa ljósi á það mannlíf sem hér þreifst,“ segir Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við höfum ýmsar vísbendingar um að hér hafi verið mjög rismikið mannlíf sem mikilvægt er fyrir okkur Íslendinga að fá sem gleggsta innsýn í. Það er því þýðingarmikið að skapa meðal þjóðarinnar betri skilning á menningararfi hennar, ekki síst með tilliti til sjálfsmyndar hennar. Ekki er síður mikilvægt að dýpka skilning ann- arra þjóða á menningarsögu okkar.“ Gagngerar breytingar á húsi Þjóð- minjasafnsins við Suðurgötu hófust ár- ið 1998. Í samtalinu við Margréti kem- ur fram að hún hafi fundið fyrir mikilli óþreyju eftir því að safnið verði opnað á ný. Það verður gert á næsta ári, en þá verða 60 ár liðin frá því að Alþingi ákvað við stofnun lýðveldis að reisa safninu eigið hús. Þá verður opnuð sýning, sem mun bera yfirskriftina „Hvernig verður þjóð til – hver erum við og hver er bakgrunnur okkar? Seg- ir Margrét að þetta sé stærsta sýning, sem sett hafi verið upp á Íslandi sinnar tegundar og verði henni ætlað að segja sögu Íslands frá landnámi til dagsins í dag. „Þjóðminjasafnið er fjöregg okkar, varðveitir „kjarnann“ í okkur sem þjóð,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir. „Það varðveitir þjóðararfinn, hús, muni og myndir sem eru sameign okk- ar allra og komandi kynslóða. Við sem vinnum hér berum ábyrgð á að varð- veita þennan arf til handa komandi kynslóðum.“ Það ber að taka undir þessi orð þjóðminjavarðar og þarf ekki að taka fram mikilvægi þess að Þjóð- minjasafnið fái sinnt hlutverki sínu með reisn og myndugleika. LÍKLEGA HVAÐ? Föstudaginn 14. febrúar sl. birtistyfirlýsing hér í Morgunblaðinu frá Jóni Ólafssyni, aðaleiganda Norð- urljósa, vegna skattamála hans þar sem hann sagði m.a.: „Ég hef jafn- framt heimilað lögmönnum mínum að afhenda Morgunblaðinu öll gögn varðandi skattamál mitt og JÓCÓ ehf., enda hef ég ekkert að fela hvorki gagnvart íslenzkum né enskum skattayfirvöldum, sem hafa úrskurð- að mig sem enskan skattþegn frá árinu 1998 að telja. Með því að af- henda Morgunblaðinu öll gögn svo blaðamenn þar geti unnið úr þeim fréttir vonast ég til að sögusögnum um stórfelld skattsvik mín linni og ég fái notið þeirra mannréttinda á Ís- landi að vera saklaus þar til sekt mín hefur verið sönnuð með þeim hætti, sem lög kveða á um.“ Þetta er skýr og afdráttarlaus yf- irlýsing. Jón Ólafsson óskaði sjálfur eftir því við Morgunblaðið að blaðið gerði grein fyrir skattamálum hans og að sú umfjöllun yrði annars vegar byggð á skýrslum skattrannsóknar- stjóra, sem lögmenn Jóns Ólafssonar létu blaðinu í té og andmælum hans, sem lögmennirnir afhentu blaðinu einnig. Upplýsingar þessar birtust í ítarlegri umfjöllun í Morgunblaðinu þennan sama dag, 14. febrúar. Viku síðar eða föstudaginn 21. febr- úar birtist hér í blaðinu grein eftir einn af þingmönnum Samfylkingar- innar, Lúðvík Bergvinsson, þar sem þingmaðurinn sagði m.a.: „Líklega var það tilviljun ein, sem réð því að í kjölfar þessarar yfirlýsingar for- sætisráðherra (að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir væri forsætisráðherraefni tiltekinna fyrirtækja, innskot Mbl.) var álit skattrannsóknarstjóra þess efnis, að annar hinna meintu útgerð- armanna ráðherraefnisins, hefði ekki skilað þeim greiðslum til samfélags- ins, sem honum bar, gert opinbert.“ Hvað á þingmaðurinn við? Að það hafi verið samráð á milli Davíðs Odds- sonar og Jóns Ólafssonar um það hve- nær hinn síðarnefndi óskaði eftir því við Morgunblaðið að upplýsingar um skattamál hans yrðu birtar?! Vænt- anlega er þingmanninum ljóst, að þessar upplýsingar voru birtar að ósk Jóns Ólafssonar – eða hvað? Í grein sinni segir Lúðvík Berg- vinsson einnig: „Það þarf því ekki að koma á óvart í ljósi alls þessa að menn skuli nú þegar vera farnir að hugleiða það í alvöru, hvort fljótlega sé von á niðurstöðum úr annarri rannsókn, rannsókn ríkislögreglustjóra í öðru máli. Það þyrfti ekki að koma á óvart.“ Þessi ummæli þarfnast frekari út- skýringa. Í ljósi hvers telur þingmað- urinn að vænta megi niðurstöðu úr annarri rannsókn? Í ljósi þess, að Jón Ólafsson óskaði eftir birtingu á um- ræddum gögnum í Morgunblaðinu? Hvaða samhengi skyldi nú vera þarna á milli? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafði gefið í skyn í ræðu í Borgarnesi að pólitískar ástæður gætu legið til grundvallar rannsóknum á málefnum tiltekinna fyrirtækja. Hún gerði hins vegar hreint fyrir sínum dyrum í sam- tali við Morgunblaðið 15. febrúar sl. þegar hún sagði: „Það er augljóst að full ástæða var til að gera þessa rann- sókn…“ og átti þá við rannsóknina vegna skattskila Jóns Ólafssonar. Lúðvík Bergvinsson þarf að út- skýra hvað hann er að fara með ofan- greindum ummælum. Þingmenn og frambjóðendur til Alþingis bera mikla ábyrgð. Þeir verða að tala skýrt. Ella geta þeir átt það á hættu að verða sakaðir um dylgjur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.