Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 23 dag til að prjóna á sitt heimilisfólk en fleira kom til. Hún gat ekki með nokkru móti neitað öðrum um greiða og þar sem hún var svo bóngóð þá var hún oft beðin að prjóna fyrir aðra. Aldrei seldi hún þá vinnu en taldi líklegt að sér hefði verið gerður greiði í staðinn. Þau byggðu það hús sem í dag heitir Sveinsstaðir og fljótlega eftir að þau fluttu inn í það fékk hún renn- andi vatn í fyrsta skipti inn í hús. Það mun hafa verið 1943 eða ’44 en þá er hún búin að eignast fimm börn. Óhætt er að fullyrða að vatnsbúskap- ur var verulega erfiður í eyjunni og mikill vatnsburður mæddi á konum og unglingum. Það breyttist ekki fyrr en með tilkomu vatnsveitunnar árið 1974. Þvotturinn sem var þveg- inn í höndunum var eðlilega að hluta til sjófatnaður og var oft svo óhreinn að hvernig sem reynt var að nudda og skrúbba þá náðust ekki úr honum óhreinindin og hún sagðist oft hafa þvegið þar til blæddi úr höndum hennar. Svo þegar þurfti að skola þvottinn varð stundum að bera hann niður í Eiðafjöru, þar sem var brunn- ur, sem hægt var að nota vatnið úr. Enginn lækur rennur í eyjunni not- hæfur til þvotta. Þetta ólst hún upp við. Var vön þessu og þetta breyttist í rauninni ekki fyrr en hún fékk þvottavélina með handsnúnu vind- unni að gjöf frá næstyngsta syni sín- um Garðari, þegar hann fór á vertíð þá er hann var milli fermingar og tví- tugs. En fyrsta rafmagnstækið hennar var straujárn og það þótti henni alveg hreinasti lúxus. Vind- rella var sett upp við húsið 1943 og þannig gátu þau haft rafmagn til ljósanotkunar og árið 1957 var settur upp ljósamótor við Sveinsstaði og Sveintún. Fast rafmagn fyrir alla eyjarbúa kom ekki fyrr en 1964. Segja mætti frá ótal mörgu öðru úr lífi þeirra og lífsbaráttu sem þau sögðu mér frá en þykist vita að margir aðrir muni vera hæfari til þess. Hún var mikil myndarkona, glæsi- leg á velli, góð manneskja, mikil hús- móðir og góð móðir, eftirminnileg amma og langamma og ég get ekki ímyndað mér að nokkur manneskja, sem henni kynntist, hafi haft ástæðu til annars en að þykja vænt um hana og bera virðingu fyrir henni. Nú skín hennar lífsins sól ekki lengur hjá okkur en ég er viss um að lífssól- argeislar hennar og Óla hafa nú mæst á öðru og æðra sviði. Þar trúi ég að muni ríkja friður og birta ásamt gleði yfir endurfundum. Blessuð sé minning Sveinsstaða- hjónanna Elínar Þóru Sigurbjörns- dóttur og Óla Bjarnasonar. Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir. Elín Þóra Sigurbjörnsdóttir var glæsileg kona. Af henni geislaði hlýja, glaðværð og myndugleiki og hún umvafði jafnt unga sem aldna með kærleika sínum. Hún stýrði stóru heimili þar sem húsbóndinn stundaði af kappi sjósókn og verk henni tengd ásamt hluta annarra heimilismanna, meðan fjölbreytt bú- störf og heimilisverk voru á könnu Elínar. Þau hjónin voru útvegs- bændur, þar sem björg var sótt í sjó og fuglabjarg ásamt því að stundað- ur var búskapur með sauðfé og kýr til heimilisnota. Þau hjón eignuðust sjö börn en til viðbótar áttu ýmsir aðrir heimili á Sveinsstöðum um lengri eða skemmri tíma. Elín og Óli hófu bú- skap á Sveinsstöðum í félagi við for- eldra Elínar og á þeirra samvinnu féll aldrei skuggi. Eftir að móðir El- ínar lést af slysförum bjó faðir henn- ar með þeim til æviloka við mikla nærgætni um umhyggju. Þarna dvöldu oft systkinabörn Elínar og naut undirritaður þeirrar gæfu að vera í þeim hópi. Það kallaði á mikla verkstjórn og natni að halda öllu til haga á heim- ilinu því. Elín var jafnan snemma á fótum og gekk seint til sængur og hafði reiðu á öllum hlutum. Hún var minnug og greind og fylgdist með viðburðum fjær og nær til dauðdags, en á 94 ára æviferli lifði hún og sam- ferðamenn hennar á svipuðum aldri meiri breytingar en áður hafa orðið hér á landi. Er hún að lokum hætti búskap og sagði upp ábúð á Sveins- stöðum hafði jörðin verið í umráðum sömu fjölskyldu í 140 ár. Þegar Elín hóf sinn búskap var þar torfbær án vatnsveitu, frárennslislagna og teng- ingar við orkuveitu. Vinnubrögð höfðu ekki mikið breyst frá járnöld. Síðan hófst stöð- ug framfarasókn í þjóðfélaginu og heimilisfólkið á Sveinsstöðum lét ekki sitt eftir liggja. Vélvæðing hélt innreið sína í smábátaflota eyjar- skeggja. Nútímalegt hús var byggt á jörðinni í lok síðari heimsstyrjaldar og frárennsli og síðar vatnsveita komu í bæinn. Sett var upp vindraf- stöð til þess að sjá heimilisfólki fyrir rafstraum á útvarpið og takmörkuð- um ljósum, síðan var sett upp diesel- ljósavél og loks var bærinn ásamt öðrum bæjum í Grímsey tengdur við samveitu, sem veitti raforku um eyj- una. Með raforkunni komu á heimilið þau raftæki sem í dag létta fólki lífs- baráttuna. Loftskeytastöð var sett upp í Grímsey í upphafi fjórða ára- tugarins, en sími á bæina kom löngu síðar. Samgöngur milli lands og eyj- ar gjörbreyttust til hins betra. Elín hafði unun af félagslífi og tók virkan þátt í því bæði í Grímsey og síðar í Grindavík, þar sem hún dvaldi síðustu árin í skjóli barna sinna. Á heimili hennar í Grímsey ríkti mikill menningarbragur þar sem leikið var á hljóðfæri og sungið þegar tóm gafst til. Var oft mikill gestagangur á heimilinu og m.a. komu þar oft ís- lenskir og erlendir sjómenn og áttu góða stund á þeim árum sem síldin og þeir sóttu heim Grímseyjarsund að sumarlagi. Að leiðarlokum vil ég þakka Elínu fyrir það tækifæri að fá að dvelja hjá þeim hjónum á Sveinsstöðum og þroskast í návist þeirra og ég veit að þar tala ég fyrir hönd okkar systk- inabarna Elínar sem þess nutu. Um leið vottum við systkinin samúð okk- ar þeim 100 afkomendum sem Elín hafði eignast við ævilok. Blessuð sé hennar minning. Björn Friðfinnsson. Yndisleg kona og mikil ættmóðir hefur kvatt. Elín Þóra Sigurbjörns- dóttir var sannkallað Grímseyjar- barn, fædd hér og uppalin í hópi glaðværra systkina. Hér hitti hún ástina sína, hann Óla Bjarnason út- gerðarbónda, hér fæddust börnin þeirra, hér lifði hún og hér starfaði hún í nær átta áratugi af lífi sínu. Sól- skin og gleði, létt lund og mildi fylgdi henni ævigönguna út. Elín Þóra var ein af stofnfélögum Kvenfélagsins Baugs og lýsti svo skemmtilega fyrstu fundunum. Þeg- ar þær mættu konurnar, hvernig sem viðraði, hver með sinn stól og bolla í farteskinu, til að funda um hin ýmsu mál, sem mættu koma byggð- inni þeirra við nyrsta haf til góða. Síðan, fjörutíu árum seinna, var Elín Þóra gerð að heiðursfélaga Baugs. Þegar handverkskonur í Grímsey opnuðu handverkshús sitt, Gallerí Sól, varð Elín Þóra óðara einlægur stuðningsmaður bæði í orði og verki. Seiglu þessarar góðu konu er ef til vill best lýst í endalausum gjafsend- ingum hennar af prjónavarningi, sem hún prjónaði sjálf, þá komin á tí- ræðisaldurinn, til að styrkja vinkon- ur sínar. Ég sé Elínu Þóru fyrir mér, þar sem hún stendur í sólstofu sonar síns Garðars á síðastliðnu sumri. Hún brosir svo fallega – hún er heima í sinni elskuðu Grímsey og á von á fjölda ættmenna. Hún horfir á Ísland handan við Grímseyjarsundið, baðað geislum júlísólarinnar. Ættarmót Sveins- staðafjölskyldunnar er framundan. Já, Elín Þóra gat sannarlega bros- að. Börnin – gullið hennar – hafa „gengið til góðs, götuna fram eftir veg“. Myndarleg barnabörn og barnabarnabörn sýna það. Elín Þóra þekkti tímana tvenna. Margt hafði sannarlega breyst síðan hún og hennar ástkæri eiginmaður, Óli Bjarnason, stofnuðu heimili á Sveinsstöðum. Lífið hafði líka lagt fyrir hana þrautir, þær leysti hún af sömu jákvæðninni og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur á langri ævi. Sjálf þekkti ég Elínu Þóru einung- is af fáum fundum okkar þegar hún heimsótti eyjuna sína. Okkur Dón- ald, ókunnugum, tók hún á sinn ein- staka hlýja hátt. En þeim mun betur kynntist ég Elínu Þóru af afspurn. Elska hennar og bjartsýni lifði og mun lifa meðal fólksins í Grímsey. Á kveðjustund samgleðst ég Elínu Þóru Sigurbjörnsdóttur, þar sem hún nú fer á nýjum leiðum í landi ljóssins, umvafin ást og góðum hugs- unum allra þeirra mörgu sem elsk- uðu hana og virtu. Helga Mattína, Grímsey. Elsku amma og langamma, nú hef- ur þú kvatt þennan heim og ert nú komin þangað sem þú ert laus við all- ar þrautir. Í minningunni stendur eftir kraftakonan sem allt gat og allir elskuðu. Ein af okkur stelpunum, eins og við í Njarðvík sögðum alltaf. Elsku amma, við söknum þín svo sárt en þegar fram líða stundir munu fallegar minningar koma í stað sakn- aðar. Við þökkum fyrir ástúð alla indæl minning lifir kær. Nú mátt þú, vina, höfði halla við herrans brjóst er hvíldin kær. Í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. Elsku amma, hjartans þakkir fyrir allt. Guð geymi þig. Ættingjar þínir í Njarðvík. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HJÖRTUR ELÍASSON fyrrv. lögreglumaður, Laxakvísl 8, Verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðju- daginn 25. febrúar kl. 13.30. Jóna Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Grétar Hjartarson, Sigríður Hjartardóttir, Viðar Helgason og barnabörn. mættur á áhorfendapallana til að styðja okkur. Hann var vinnusamur og duglegur. Hann var alltaf tilbú- inn, ef einhver hringdi í hann til að mæta á staðinn og laga hlutina. Síð- asta verk hans á pípulagningasvið- inu var hér heima hjá okkur um ára- mótin, þegar hann gat varla rétt úr sér fyrir verkjum, en samt kom ekki annað til greina en að hann tengdi nýju uppþvottavélina. Þær eru margar minningarnar um góðan mann, sem við geymum innra með okkur og við kveðjum afa með sökn- uði. Katrín Ólöf og Þórólfur. Elsku afi. Það voru sorglegar fréttir, sem bárust okkur þegar við fréttum að þú værir mikið veikur, og það veikur að ekkert væri hægt að gera nema að láta þér líða sem best. Það er erfitt að trúa því, að þú sért farinn frá okkur, þessi síhressi afi sem varst á fullu allan daginn við að redda öllum sem höfðu bilaðar pípu- lagnir o.fl. eins og þegar þú reddaðir einum í gegnum síma nýkominn úr aðgerð. Það var ekki vandamálið fyrir þig að skreppa norður í land til okkar, ef þú vissir að þú hefðir nóg að gera við og aðstoða meðan á dvöl þinni stæði hér fyrir norðan. Þú varst alltaf svo glaður og hress svo eftir var tekið. Þegar þú komst norður á þorrablótin, varstu alltaf svo hress og glaður innan um marg- mennið svo að geislaði af þér gleðin sem ríkti alltaf í kringum þig hvar sem þú komst. Þegar við hringdum í þig var ávallt það fyrsta sem maður heyrði: „Blessaður, ertu í bænum?“ Maður var alltaf velkominn til þín, afi. Þú tókst á móti manni með þínu trygga og hlýja faðmlagi. Þér þótti ekki verra ef nokkrir vinir væru meðferðis, því þú hafðir yndi af því að búa um okkur, gefa okkur að borða og sjá til þess að okkur liði sem best. Eitt skiptið vorum við átta í einu hjá þér í litlu íbúðinni þinni í Hlíðarhjallanum og þá vantaði ekki fallega brosið þitt. Þú varst ekki ró- legur nema að fá að elda lambalæri handa okkur áður en lagt var af stað norður aftur. Ekki má gleyma sund- ferðunum þínum frægu. Ávallt þeg- ar maður fékk gistingu hjá þér ýttir þú í okkur snemma á morgnana og spurðir hvort við ætluðum ekki að koma með þér í sund, því þá yrðum við svo hress á eftir. Það var alltaf hægt að hringja í þig til að spjalla því þú hafðir svo mikinn áhuga á því sem við vorum að bralla og svo vant- aði ekki skoðanirnar á hinum og þessum málum, sem þurfti að ræða. Oft þegar þú varst að hlusta á mann með athygli og bros á vör þá kom fyrir að höfuðleðrið og eyrun færu að hreyfast. Nú ert þú kominn til Siggu ömmu, og við vitum að þér líður vel. Við efumst ekki um að þú sért búinn að kyssa hana og knúsa frá okkur eins og við báðum þig um. Þó að við hefðum getað kvatt þig og þakkað þér fyrir allt saman sem þú gerðir fyrir okkur og sagt þér, að þú hafir staðið þig eins vel og hægt var, þá munum við alltaf sakna þín og geyma minningarnar um þig og ömmu í hjarta okkar. Jóel Þór og Vilhjálmur Árnasynir. Elsku afi, stjarnan okkar, það varstu sko, sannkölluð stjarna. Þú varst alltaf dúndur stuðbolti, með frábæra kímnigáfu og stoltið skein úr augum þínum þegar við vorum að sýna þér eitthvað sem engum öðrum fannst merkilegt. Þú veittir okkur alltaf athygli í öllu því sem við vor- um að gera og tókst þér alltaf tíma til að fylgjast með okkur, jafnvel þó þú værir önnum kafinn. Það sem við dáðum mest í fari þínu var hvað þú varst alltaf duglegur og bjartsýnn. Eftir að amma dó þurftir þú að takast á við ný og erfið verkefni. Þú tókst að þér eldamennskuna ásamt öðru og heppnaðist það með prýði, t.d. eldaðir þú frábæran kjúkling, sem var hreint lostæti. Afi þú varst sá besti í pípulögn- unum. Þú varst alltaf tilbúinn með töngina og gerðir við allt strax. Þú varst sko enginn venjulegur afi. Það eru nú ekki margir afar sem myndu stinga sér til sunds í ískaldri Öxará með barnabörnum. Þú gast alltaf komið okkur til að hlæja og eitt sterkasta leynivopnið var að blaka eyrunum og hreyfa höfuðleðrið upp og niður. Við þökkum fyrir allan þann tíma sem við fengum að njóta með þér. Sá tími var frábær og munu þær minningar alltaf búa í hjörtum okkar. Þó að missirinn sé sár, gleður það okkur mjög, að vita að því að þið amma skulið vera kom- in saman aftur. Svona gætum við haldið enda- laust áfram. Afi, þú varst flottastur!!! Farðu í friði, vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Sara, Sandra og Sigurjón. Elsku afi. Takk fyrir allar þær stundir sem þú passaðir okkur. Það var alltaf jafn gott að hafa þig, hvort sem þú varst sofandi eða vakandi þegar þú passaðir okkur. Þú varst alltaf svo góður að elda góðan mat handa okkur. Við munum þegar við tókum mynd af þér með rokkhár- kolluna. Þá varstu eins og alvöru rokkari, en þú varst samt alltaf flottastur þegar þú blakaðir eyrun- um og hreyfðir höfuðleðrið. En samt var nú líka sniðugt, þegar þú settir þig í spaugilegar stellingar fyrir framan myndavélina. Þú hafðir allt- af svo gaman af að fylgjast með okk- ur vera að dunda, eins og þegar við vorum að púsla 200 púsl og perla. Þú gafst okkur alltaf svo flottar gjafir beint frá hjartanu og gafst okkur svo mikið af sjálfum þér. Það eru svo margar góðar minningar sem við eigum um þig, elsku besti afi okkar. En það er samt gott að þú sért kominn til Siggu ömmu, pæj- unnar þinnar, sem bíður eftir þér í bleika dressinu sínu og háhæluðu skónum. Elsku afi. Við kveðjum þig með söknuði. Viltu skila kveðju til Siggu ömmu, Jesú og allra englanna á himnum frá bestu afastelpunum þínum. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér; vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Tinna Lind og Embla Sigurást. Elsku afi. Nú ertu farinn til ömmu og englanna. Vonandi líður þér betur núna. Við söknum þín al- veg rosalega mikið. Það var svo gaman þegar þú komst til okkar í sveitina. Þú varst alltaf svo hress og kátur. Þegar þú varst í heimsókn og við vorum búnar að vera úti að leika okkur í snjónum þá kúrðum við allt- af hjá þér. Þú varst ofninn okkar, því þú varst svo heitur. Þegar við hugsum til þín, þá hlýnar okkur því við eigum svo margar góðar minn- ingar um þig. Eins og þegar við sát- um allar með þér inni í stofu og sungum Undir bláhimni og fleiri skemmtileg lög. Við vorum svo glaðar að fá að hitta þig svona hressan um daginn og fá að kyssa þig og knúsa í síðasta sinn. Við vitum að Guð og amma hafa tekið vel á móti þér. Þú verður ávallt í hjarta okkar. Þínar prinsessur (eins og þú kallaðir okkur stundum) Sigríður, Sunna, Bjarn- veig, Lilja og Stella. Þórir Bjarnason, elskulegur föð- urbróðir minn, var alltaf svo yfir- vegaður og jákvæður. Hann var grínisti af guðs náð og ávallt í góðu skapi. Þrátt fyrir mikið annríki var hann alltaf reiðubúinn til að koma og hjálpa okkur systkinunum eftir að faðir okkar féll frá fyrir tuttugu árum. Þórir átti miklu barnaláni að fagna með konu sinni Sigríði Andr- ésdóttur, sem lést sviplega fyrir nokkrum árum. Þótt fráfall hennar hefði verið honum mikið áfall bar hann harm sinni í hljóði. Þau voru mjög samrýnd og alltaf svo jákvæð og innileg. Þórir frændi var mjög barngóður og fylgdist náið með því hvernig okkur systkinunum vegnaði í blíðu og stríðu. Hann var vinur vina sinna og ættrækinn mjög. Við kveðjum Þóri með miklum söknuði. Eftir stendur dýrmæt minning um hlýjan og skemmtilegan frænda. Elsku Gestný, Gísli, Þórdís, Bjarni, Alma, Anna, Jón, Helgi og fjölskyld- ur. Ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja og vaka yfir ykkur. Birna Björk Sigurðardóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.