Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 21 það hefur líklega verið árið 1985 að ég fékk upphringingu í Útvarpshúsið við Skúlagötu. Í símanum var Nonni Kaldal að bjóða mér að hlusta á Mezzoforte-strákana spila á loftinu á ARKO á Laugavegi. Þetta var stór- kostlegt kvöld: Eyþór, Frissi, Jói og Gulli spiluðu allt hvað nafnið hafði og enduðu á danska nýlendulaginu hans Sonny Rollins; St. Thomas. Djass- kvöldin á ARKO áttu sérstakan sess í íslensku djasslífi. Þarna bast ég vin- áttuböndum við Nonna og Matthías vin hans Matthíasson, sem urðu mér mikils virði sem og íslenskri djass- hreyfingu. Skarð hans verður seint fyllt í okkar hópi og aldrei hjá hinni samhentu fjölskyldu á Laugarásveg- inum. En Steina, börn og aðrir ást- vinir eiga frábæran sjóð minninga og baráttukraftur hans í erfiðum veik- indum verður þeim mikill styrkur. Fyrir mína hönd og minna svo og fé- laganna í Jazzvakningu sendi ég þeim hugheilar samúðarkveðjur. Vernharður Linnet. Kæri vinur, kallið er komið, allir sem til þekktu sáu hvert stefndi – en þrautseigjan var í þessu sem og öllu öðru sem þú komst að. Það var gam- an að heyra þig tala um „krabba- kokteilana“ og svo kom athugasemd- in frá þér, „þínir Miðnesar eru nú svolítið annað en þetta sull…“ Það eru ekki fá handverkin sem þú hannaðir fyrir mig og mína félaga og eins og Gunnar Þór sagði þegar ég hringdi til að tilkynna honum um andlátið, þá sagði hann þessi fögru og eftirminnilegu orð, „en við félagarnir erum nú svo heppnir að hafa hand- bragðið hans fyrir augunum á okkur“ og það er einmitt það sem margir geta státað af. Mér eru og verða alltaf minnis- stæðir allir þeir byggingafundir með iðnaðarmönnum þegar þú komst þeim í skilning um að hlutirnir ættu að vera svona, með þessum stíl og ekkert fengi því breytt, ákvörðun var tekin og hún skyldi blífa. Talandi um ákvarðanir, þá er hægt að líta til baka og minnast einnar jeppaferðar okkar félaganna. Við vor- um komnir að stað við Skaftá sem okkur fannst árennilegur sem vað til yfirferðar, við stóðum fyrir utan bíl- inn og ég sagði: „Nonni, það verða engir sigrar unnir nema áhættan sé tekin.“ „Þetta líkar mér,“ sagði Nonni, „allir inn í bíl, nú verður ekið yfir.“ Allir sem kynntust Nonna sáu og fundu að þarna fór maður sem var einlægur og fölskvalaus, tær, skap- andi, listunnandi, jassunnandi, nátt- úruunnandi, íþróttaunnandi, fjöl- skyldufaðir svo eftir var tekið, ást og umhyggja fyrir öllum sem hann um- gekkst, varfærni, en um leið hvatning til allra um að gera sitt besta. Víst er að stórt skarð er höggvið í þann fjölmenna vina- og kunningja- hóp sem fjölskyldan á Laugarásveg- inum hefur umvafið með fádæma vel- vild og artarsemi. Elsku Steina, afkomendur, sem og aðrir úr stórfjölskyldunni, eins og komið var hjá okkar kæra vini var líkn fyrir hann að fá að kveðja þetta jarðneska líf og láta þjáninguna lin- ast. Eitt er víst að minningin lifir um heilsteyptan, umhyggjusaman og elskulegan mann sem skilur eftir sig djúp spor í hjörtum allra sem kynnt- ust honum. Sorgin mildast við góðar minningar. Far þú í friði. Fjölskyldan Eyktarási 26. Mér er sárt að kveðja vin minn og jafnaldra, en maðurinn með ljáinn sem engum hlífir hefur mætt, og það alltof snemma. Jón Kaldal byggingafræðingur var sonur hjónanna Guðrúnar og Jóns Kaldal, eins þekktasta ljósmyndara okkar lands. Æskuheimili Jóns vinar míns og systra hans tveggja var í Laugardalnum, þar byggði hann sitt heimili ásamt Steinu sinni í góðu ná- býli við Dagmar systur sína og mann hennar Ágúst. Jón var lífsglaður maður, kraft- mikill í huga en ljúfur, ákveðinn en sanngjarn, stílhreinn og nákvæmur í sínu starfi og þekkti, held ég, allar byggingarstefnur. Hann átti gott með að setja sig inn í óskir viðskipta- vina sinna, – þetta þekkti ég vel, í tæpa fjóra áratugi hefur Jón komið að öllum byggingarframkvæmdum okkar Erlu konu minnar. Þegar Jón kom til landsins eftir nám í Danmörku varð hann einn af stofnendum Teiknistofunnar ARKO, en eftir þá liggja ótal mörg góð verk. Það rann húnvetnskt blóð í æðum Jóns sem hann var stoltur af, hann hafði yndi af söng, einnig að fara með eða hlusta á bundið mál. Jazzinn var í miklu uppáhaldi hjá honum og skíða- íþróttin átti stóran hlut í honum, þar áttum við ásamt vinum okkar góðar stundir saman bæði hér á landi og er- lendis. Skíðadeild Víkings naut krafta hans og keppti hann á skíðum fyrir hönd félagsins. Að eiga góða vini er meira en gulls ígildi, við Erla höfum verið svo hepp- in að hafa verið í vinahópi með Jóni og Steinu og nokkrum öðrum hjónum, – þetta er einstakur hópur sem haldið hefur saman í nærri fjóra áratugi, skipulagt mætingar heima hjá hvert öðru þar sem allir koma saman og alltaf er jafn gaman, – nú er höggvið stórt skarð í þennan vinahóp sem við köllum „Traust“ – en við þökkum innilega fyrir þær stundir sem við höfum átt með Jóni Kaldal, en ekki er hægt að nefna nafnið hans nema á eftir komi nafnið Steina svo samrýnd voru þau og eiga saman fallegt heim- ili, – falleg, góð og vel gefin börn og barnabörn, þetta er fjársjóðurinn þeirra. Elsku Steina mín og fjölskylda, við biðjum Guð að styðja og styrkja ykk- ur í sorginni. Við Erla þökkum Jóni innilega fyrir góða vináttu og ekki síður fyrir einstaka samvinnu í gegn- um tíðina, blessuð sé minning þín. Guð geymi þennan góða Húnvetning. Skúli Jóhannesson. Fallinn er frá um aldur fram mikill afbragðsmaður og góður frændi minn, Jón Kaldal byggingafræðing- ur. Við Nonni erum meðal barna Kaldal-systkina, þeirra Jóns, Leifs og Ingibjargar Kaldal. Árið 1903 höfðu þau misst móður sína, og aðeins þremur árum síðar einnig föður sinn. Frá árinu 1911 ólust þau systkinin upp á þekktu menningarheimili í Reykjavík, hjá föðurbróðurnum Þor- leifi Jónssyni póstmeistara og konu hans Ragnheiði Bjarnadóttur. Meðal barna þeirra hjóna var Jón Leifs tón- skáld. Eins og kunnugt er urðu þeir bræður, Jón og Leifur, einnig meðal fremstu listamanna þjóðarinnar, Jón á sviði einstakrar portrett-ljósmynd- unar, og Leifur í afburða gull- og silf- ursmíði. Það kom því varla á óvart þegar hugur Jóns Kaldal yngri stefndi einn- ig fljótlega inn á brautir listanna, er hann 16 ára gamall hóf nám í Mynd- listaskólanum í Ásmundarsal, og naut þar í fjögur ár tilsagnar þjóðþekktra listamanna. Að því námi loknu lauk hann einnig sveinsprófi í húsasmíði, og síðan árið 1966 prófi í Kaup- mannahöfn sem byggingafræðingur. Þessi ágæta blanda af listgreinum og hinum hagnýtari fræðum húsasmíða og byggðaskipulags varð Nonna án efa frábært veganesti við síðara ævi- starf hans við hönnun fjölda bygginga hér á landi og störf hans að skipulagi. Listfengi hans var þó ekki ein- skorðað við myndlist og hönnun fag- urra mannvirkja, því hann var einnig mikill áhugamaður um djasstónlist, og varð fljótt í fararbroddi þeirra, sem á liðnum tveim áratugum beittu sér af krafti og hugsjón við að vekja á ný áhuga almennings á þeirri list- grein, og hefja hana til fyrri virðingar og vinsælda. Við Nonni áttum þá sameiginlegu og ánægjulegu reynslu að hafa báðir tveir sem unglingar fengið að vera fimm sumur í sveit á myndarbýlinu að Akri í Austur-Húnavatnssýslu hjá frænda okkar Jóni Pálmasyni bónda og alþingismanni og fjölskyldu hans. Sérlega eftirminnileg er glæsileg sýning, sem Jón og systur hans, Dag- mar og Ingibjörg, héldu síðsumars 1996 á helstu portrett-myndum og tækjabúnaði föður þeirra heitins í til- efni af því að þá voru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Þau gáfu samtímis út mjög vandaða bók, „Kaldal aldar- minning“, undir ritstjórn Jóns Kaldal III, nú ritstjóra Iceland Review og fleiri rita, en hann er sá þriðji sem ber þetta merka nafn. Nonna er nú sárt saknað af öllum þeim sem kynntust honum, og hans er minnst með virð- ingu fyrir merkt og fjölbreytt ævi- starf. Ég og fjölskylda mín öll vottum Steinunni, börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra dýpstu samúð okkar. Leifur Magnússon. Að kveðja góðan vin vegna skemmri aðskilnaðar getur verið blandið trega. Að kveðja góðan vin fyrir fullt og allt er mjög sársauka- fullt. Það er sagt að tíminn lækni öll sár og vissulega höfum við flest mátt reyna það á vissan hátt. En lækningin, hvers eðlis er hún? Jú, við eigum góðar minningar sem oft eru að koma upp í hugann. Stund- um kveikja minningarnar bros á vör vegna skondinna tilsvara vinarins eða spaugilegra uppátækja hans. Eða þá að minningar valda trega vegna auð- sýnds vinarþels og samhygðar. Við sem höfum verið svo lánsöm að ganga veginn með þér í hartnær 40 ár, höfum vissulega frá mörgu að segja, svo mörgu að ekki rýmist í stuttri minningargrein. Námsárin, allar vinnustundirnar, frístundirnar og ferðirnar sem við fé- lagarnir höfum átt saman. Sungið, hlustað á tónlist, leikið með börnun- um okkar. Jafnvel kveðið dýrt ljóð fyrir börnin. Ljóð sem enn eru í minni höfð. Okkar fyrstu kynni voru 1963 í Kaupmannahöfn þegar þú komst stormandi á svæðið í dragsíðum svörtum frakka með eldrauðan lang- an ullartrefil um hálsinn. Af eldmóði var tekist á við námið. Þú teiknaðir hund á skilaverkefnin til eins kennarans sem hafði sett óþyrmilega út á þínar teikningar. Ferðirnar á djassklúbbana með þér og Leifi Gísla til þess að „kenna“ mér að hlusta á djass. Þegar þú komst aftur til Reykja- víkur og við báðir vorum að vinna á teiknistofu Gísla Halldórs, Jósef Reynis og Óla Júl, unnum okkar fyrstu „prívat“ verkefni í svefnher- berginu á Hringbrautinni. Samstarfið við Guðna, Bjarna og Jón Róbert á teiknistofunni Staðli sem síðar þróaðist í teiknistofuna ARKO með Jóni Róbert. Hver annar en þú kom til leiðar jasskvöldunum á „loftinu“ með ungu drengjunum í Mezzoforte og öllum þeim frábæru listamönnum sem tróðu þar upp í gegnum tíðina. Að ferðalokum. Vertu blessaður, Jón Kaldal, Guð veri með þér. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Við sendum Steinu og þinni stóru fjölskyldu innilegustu samúðar- kveðju. Rúna og Ásmundur. Við Jón áttum okkar æskunöfn sem við notuðum frá því við kynnt- umst í 1. bekk gagnfræða í Laugar- nesskólanum, Kaldi og Gassi. Í nám- inu hjá Stefáni Ólafi kennara voru ekki mikil ærsl en Kaldi var sérstak- ur fyrir það í bekknum hvað hann teiknaði vel myndir af húsum, fjöllum og dýrum. Var maður oft hrifinn af því hvað Kalda var þetta létt meðan við hin í bekknum teiknuðum hálf- gerð kassahús. Við Kaldi unnum svo saman 14 ára í fiski hjá frystihúsi Sambandsins á Kirkjusandi, en þar réð ríkjum Gunnar verkstjóri sem setti Kalda í móttöku á pönnum og svo í frystitæki. Ég var setttur í hinn enda hússins í móttöku á fiski. Þetta sumar tók starfsfólk sig til og fór í sumarferð yfir helgi að Laugarvatni og vorum við Kaldi hvattir til að koma með, þó svo ungir værum. Það var eins með okkur báða að eftir ferðina sem var bæði blaut og köld en við vor- um saman í tjaldi, þótti okkur heldur mikið áfengi hafa verið haft um hönd hjá starfsfélögum okkar og lítið um skemmtilegheit og passaði því ekki okkur félögunum, sem notuðum ekki áfengi. Við útskrift úr öðrum bekk komu námsráðgjafar í bekkinn okkar og var einn og einn tekinn í viðtal. Við Kaldi bárum saman hvað hvorum um sig var ráðlagt og höfum við oft hleg- ið. Því ég átti að fara í bóknám en Kaldi í iðnnám. Þetta snerist við því Kaldi fór í byggingafræði en ég í blikksmíðanám. Þegar Kaldi var að undirbúa sig til náms í Danmörku var hann við trésmíði við byggingu Hót- els Sögu en ég lærlingur í blikksmíði við byggingu Háskólabíós. Nokkrum árum að námi Kalda loknu komum við saman að nokkrum verkum, hann með sínum félögum á teiknistofunni Arko og ég með mínum félaga Valdi- mar og blikksmiðju okkar Blikk & Stál. Má þar nefna Sælkerann í Hafn- arstræti, Glaumbæ sem brann, Óðal í Austurstræti, Klúbbinn í Borgartúni og Þórskaffi í Brautarholti. Þetta voru skemmtilegir tímar því þarna fór saman metnaður og listrænar lausnir við hönnun og frágang þess- ara verka sem báru höfundum sínum gott vitni. Kaldi og félagar hönnuðu líka fyrir okkur félaga íbúðarhús í Breiðholti og verkstæðishús Blikk & Stáls í Bíldshöfða. Þá kynntist ég enn betur hversu frjór og tillögugóður Kaldi var og hversu gott hann átti með að út- færa hugmyndir sem fyrir hann voru lagðar. Margar voru glaðar stundir með Kalda og minnist ég þegar Kaldi og félagar buðu í jólaglögg á teiknistofu sinni og spilaði þar hljómsveitin Mezzoforte, sem þá var nýbúin að slá í gegn í útlöndum. Þetta var meiri háttar kvöld. Það var svo fyrir fáum árum að við bárum saman bækur okkar vegna krankleika sem svo leiddi í ljós fráfall Kalda langt um ald- ur fram. Hann átti svo margt eftir en hann á minnisvarða um allt land sem bera höfundi sínum gott vitni. Ég þakka honum vináttu sem auðgaði líf okkar og veit ég að við munum hittast á öðrum stað og taka upp þráðinn. Minning þín lifir, Kaldi. Eiginkonu og fjölskyldu votta ég samúð. Genginn er góður drengur og sannur vinur. Garðar Erlendsson. Í dag kveðjum við kæran vin okkar og félaga til margra ára, Jón Kaldal, eða Nonna eins og hann var yfirleitt kallaður. Það var um og eftir 1970 að nokkur ung hjón fluttu inn í stiga- húsið Kelduland 9 í Fossvoginum. Nonni hafði teiknað fjölbýlishúsið og var einn af þeim sem fengu þar út- hlutað. Flestir sem byggðu stiga- ganginn þekktust eða tengdust á ein- hvern hátt. Frá fyrstu stundu var sem ein fjölskylda byggi í húsinu, samheldni og vinátta réð þar ríkjum. Við kynntumst náið enda öll á svip- uðum aldri með ung börn og lík áhugamál. Oft var glatt á hjalla í stigahúsinu, en þar ber líklega hæst þegar Nonni hélt upp á þrítugsaf- mælið sitt, þá var allur stigagangur- inn notaður, barinn í hjólageymslunni og opið á efstu hæðinni hjá Daggý og Gústa og þeirri neðstu hjá Nonna og Steinu. Árin urðu ekki ýkja mörg sem Nonni, Steina, Daggý og Gústi bjuggu í Keldulandinu. Þau systkinin byggðu parhús saman í Laugarásn- um, sem þau fluttu í. Fljótlega eftir að þau fluttu var ákveðið að halda áfram að hittast reglulega og varð það fastur liður að haldinn væri aðal- fundur í húsfélaginu Keldulandi 9. Fundurinn var haldinn til skiptis hjá okkur. Það kom auðvitað að því að enginn af okkur bjó lengur í Keldu- landinu, en aðalfundurinn var þó haldinn samt sem áður, ávallt skrifuð fundargerð og lesin fundargerð síð- asta fundar, sem var yfirleitt ótrúlega skemmtileg. Síðasta vor þegar við hittumst var Nonni orðinn mjög veikur. Við viss- um að hverju stefndi en vonuðum að það yrði ekki svo fljótt sem varð. Um leið og við kveðjum þig, elsku vinur, og þökkum samfylgdina er efst í huga okkar þakklæti fyrir að hafa átt vináttu svo mikils gæðamanns sem Nonni var. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Steina, börn, tengdabörn, barnabörn og öll fjölskyldan, Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tím- um. Keldulandsvinirnir Ása, Rúnar, Björg, Örn, Halldóra og Arnór. Kynni okkar Nonna bar að í strætó, nánar tiltekið í Kleppi 3. Við vorum á leiðinni í skólann og vorum í þriðja bekk í „Gaggó Aust“ eins og það hét þá. Fjölskylda mín hafði skömmu áður flutt í nágrenni við heimili Nonna. Ég var því vinafár í þessu nýja hverfi. Hann vatt sér að mér brosandi og spurði á sinn kank- vísa hátt: „Ert þú nýfluttur hingað?“ Ég játti því og á svipstundu hafði ég eignast vin, sem var mikill og góður vinur. Upp frá þessu umgengumst við nánast á hverjum degi og ég kynntist öðrum vinum Nonna, sem voru mætir strákar. Við lásum saman til prófs í þriðja bekk og aftur þegar Nonni las til landsprófs og ég til gagnfræða- prófs. Við hlýddum hvor öðrum yfir en Nonni átti það til að taka pásu og greip hann þá í að mála enda var hon- um margt til lista lagt. Hann málaði landslagsmyndir í olíu eftir minni og dáðist ég að því hvað hann náði mikilli dýpt og vídd í myndirnar. Litaval og áferð var mjög frumleg. Einu sinni fyrir um það bil fimmtán árum hringdi hann í mig og sagði: „Gilli, ég var að taka til í kjallaranum hérna heima og fann þá mynd af þér, sem ég málaði þegar við lásum til prófs. Hún er ekki fullkláruð, vilt þú eiga hana?“ Ég svaraði strax: „Æ, Nonni mig langaði alltaf að eiga hana, ég kunni aldrei við að biðja þig um hana.“ Við ræddum líka mikið um það hvað við vildum gera að ævistarfi á þessum ár- um. Við ákváðum eftir löng spjöll og grandskoðun að læra húsasmíði því niðurstaðan var sú að okkur langaði báða í tækniskóla. Við vorum ekki al- veg samskipa í húsasmíðinni og ekki heldur í tækniskóla í Kaupmanna- höfn. Við bjuggum líka nánast hvor í sínum bæjarendanum. Það vissu allir að Nonni kláraði byggingafræðina með mikilli prýði og sýndi oft mikinn frumleika við lausn verkefna. Hann var einn af stofnendum Byggingafræðingafélags Íslands og fyrsti formaður þess í um það bil ára- tug. Lagði hann þar á sig mikið og óeigingjant starf við stofnun og lög- verndun þess félags. Ég ætla ekki að fjalla um ævistarf Nonna, þess er ég ekki umkominn. Hann mun hafa ver- ið farsæll í starfi. Í allnokkur skipti kom ég á teiknistofu þeirra félaga og voru þá málin oft skeggrædd. Ég talaði síðast við þennan gamla vin minn símleiðis nú í byrjun janúar og heyrði ég þá að kraftar hans voru að þrjóta. Við ákváðum að hittast ef kostur væri þegar ég kæmi heim eftir veru erlendis. Af þessu gat ekki orðið þar sem þessi gamli og góði vinur fór yfir móðuna miklu langt um aldur fram daginn eftir heimkomu mína. Minning um góðan vin lifir. Ég votta þér, Steinunn, og börnun ykkar samúð mína. Þorgils Axelsson. Horfinn er Jón Kaldal af hinni miklu ætt listamanna með því nafni. Ég átti því láni að fagna að tengjast Jóni fjölskylduböndum svo leiðir okkar lágu stundum saman síðustu árin. Hugljúfur maður og heillandi, sem í þessu efni líktist frænda sínum Leifi Kaldal sem ég átti samleið með í mörg ár. Það var með hryggð í huga sem ég fylgdist með baráttu Jóns við erfiðan sjúkdóm og lúmskan. Sú barátta lagði erfiðar byrðar á alla fjölskylduna og sár söknuðurinn þegar Jón er ekki lengur á meðal þeirra með gleraugun á nefinu, blýant í hönd og jazzplötu á spil- aranum. Ég færi eiginkonu hans, Stein- unni Kaldal, börnum þeirra öllum og barnabörnum hugheilar kveðj- ur fjölskyldu minnar. Megi sam- úðarhugur og óskir um bjarta framtíð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Jónas Elíasson. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.