Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 31 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd 13 Frábær svört kómedía með stór leikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefn- ingar til Óskar- sverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12. Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 RADIO X SV MBL  Kvikmyndir.com  SG DV Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar  kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 12. Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. Salma Hyaek sem besta leikona í aðalhlutverki Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 12. Síðustu sýningar 400 kr. 6 Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese með stórleik- urunum Leonardo DiCaprio, Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz. Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m.besta mynd og besti leikstjóri 10 Kvikmyndir.com SV. MBL HK DV Sýnd kl. 4. ísl. tal. 400 kr. Sýnd kl. 10.15.  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM  SG DV Frábær svört kómedía með stór leikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefn- ingar til Óskar- sverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. Sýnd kl. 4.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30 og 8. Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Sýnd kl.6 og 9. B.i. 16 ára. ÁST Martins Scorsese á New York-borg, sem verið hefur sögusvið svo margra mynda hans, allt frá Öngstrætum (Mean Streats) og Leigubílsstjóranum (Taxi Driver) til hinnar tregafullu Líkburðar (Bring- ing out the Dead), er gegnumgang- andi stef og eitt hans helsta leik- stjóraeinkenni. Hér leggur Scorsese upp með það verkefni að grafast fyr- ir um uppruna skepnunnar og segja sögu borgar sem ekki aðeins er ein af menningarlegum miðjum nú- tímans, heldur einnig fullkomin birt- ingarmynd margbreytileika hans. Þannig fjallar Gengi New York- borgar um átakatímabil í sögu New York, þegar vaxtaverkirnir er fylgdu sífelldum straumi fátækra innflytjenda til borgarinnar, endur- ómuðu í hugmyndafræðilegum ágreiningi er m.a. leiddi til þræla- stríðsins. En hugmyndin sem Scorsese leggur af stað með er metnaðarfull, ekki aðeins hvað listræna þætti varðar heldur einnig framkvæmdar- og fjárhagslega, og tók það leik- stjórann tímana tvenna að finna framleiðslufyrirtæki sem reiðubúið var að fjármagna myndina. Hug- myndin mun þannig hafa fæðst árið 1977 og nú, 25 árum síðar hefur af- raksturinn litið dagsins ljós og unnið til tíu Óskarsverðlaunatilnefninga. Við gerð Gengis New York-borg- ar hafði Scorsese meiri peninga milli handanna en áður við kvikmynda- gerð og gat því tjaldað öllu til við út- færslu draumaverkefnisins, en ekki skyldi vanmeta þær kvaðir sem svo örlátu framlagi fjárfesta fylgir og ber myndin þess nokkurn vott. Þetta er epísk stórmynd í anda Hollywood þar sem barátta hetju og illmennis er í forgrunni, en hið sögu- lega umfjöllunarefni myndar bak- svið. Þetta baksvið er einmitt það sem gerir kvikmyndina áhugaverða og gefur fremur staðlaðri grunnsög- unni gildi. Atburðarásin á sér stað í innflytj- endahverfinu Five Points á Man- hattan á ofanverðri 19. öld og sögð er saga ungs Íra, Amsterdams Vall- on (DiCaprio), er snýr aftur til borg- arinnar til að hefna föður síns sem féll fyrir hendi Bills slátrara (Day- Lewis) í bardaga milli tveggja gengja, heimamanna og írskra inn- flytjenda. Óvænt tengsl skapast hins vegar milli Amsterdams og Bills og ætlunarverk þess fyrr- nefnda reynist því vandasamara en á horfði. Framvinda myndarinnar er þétt framan af, bardagaatriðið í upphafi er einstaklega kraftmikið og vel út- fært, og endurnýjuðum kynnum Amsterdams af borginni hálfum öðrum áratug síðar er lýst á lipran máta sem staðsetur áhorfandann við hlið söguhetjunnar þar sem spenn- andi og dálítið ógnandi ringulreið ungæðislegrar stórborgarinnar skapar nær yfirgengilegt sjónarspil. Dregin er upp mjög sterk mynd af því ofurvaldi sem Slátrarinn hefur yfir bæjarhlutanum fyrir tilstilli villimannslegrar ofbeldisgáfu og skipulagshæfileika, aðferða sem áttu eftir að einkenna skipulagða glæpastarfsemi í borginni á kom- andi árum og áratugum. Leikstjórinn er hins vegar við það að missa tökin á straumþungri sögu sinni eftir því sem á líður, haldið er um marga þræði en þeim eru gerð skil á mis-markvissan hátt og líður umfjöllunin um pólitísk átök og hug- myndalegar hræringar nokkuð fyr- ir. Tekið er á flóknum sögulegum at- burði, herkvaðningaróeirðunum svokölluðu, sem áttu sér stað í New York er fátækir innflytjendur skáru upp herör gegn því kúgunavaldi sem kvaddi þá í herinn umfram vel stæða borgara landsins. En sem söguleg úttekt á þeim atburði skilur kvik- myndin áhorfandann eftir með fleiri spurningar en svör. Þá verður til- raunin sem gerð er til að samþætta sögu Amsterdams hinni pólitísku framvindu heldur óljós þegar Amst- erdam er skipað í hlutverk nokkurs konar leiðtoga lýðræðishugsjónar- innar. En þrátt fyrir galla er vart hægt að líta framhjá þeirri alúð sem lögð er í umfjöllunarefnið og þeim sjón- ræna mikilfengleika sem einkennir kvikmyndina í heild. Frammistaða leikara er frábær, og ber þar fyrst- an að nefna Daniel Day-Lewis í hlutverki Slátrarans. Day-Lewis túlkar ekki, heldur umbreytist í per- sónu Bills slátrara, sem er einhver sú ógnvænlegasta sem birst hefur á hvíta tjaldinu síðan Ókindin var og hét. Leonardo DiCaprio er sterkur í hlutverki Amsterdams og sýnir hann það og sannar með frammi- stöðu sinni hér og í nýjustu Spilberg myndinni, Gríptu mig ef þú getur (Catch Me if You Can), að hann get- ur brugðið sér í allra kvikinda líki, hvort umræðir ringlaðan unglings- pilt eða myrkan riddara götunnar í öngstrætum New York borgar á nítjándu öld. Hann er tvímælalaust einn frambærilegasti leikari af ungu stórstjörnukynslóðinni í Hollywood í dag. Cameron Diaz er heillandi að vanda en hlutverk hennar er van- þakklátt, og fyrst og fremst skrifað til að fá hetjunni ástarviðfang, líkt og vaninn er í Hollywood-stórmynd- um. Engu að síður gæðir Diaz per- sónu sína, götudrósina Jenny Ever- deane, miklum krafti. Gengi New York-borgar er nokk- urs konar þeysireið um sögusvið sem er heillandi og grimmúðlegt í senn. Þetta svið fær sterkt svipmót í meðförum Scorsese, en metnaður- inn og hæfileikarnir hefðu tvímæla- laust notið sín betur hefði leikstjór- inn farið styrkari höndum um hina áhugaverðari þræði sögunnar, þræði er varða þróun menningar- landslags hafnarborgarinnar New York. Óður til borgar „Þrátt fyrir galla er vart hægt að líta framhjá þeirri alúð sem lögð er í um- fjöllunarefnið og þeim sjónræna mikilfengleika sem einkennir kvikmynd- ina í heild,“ segir í umsögn um Gengi New York-borgar. KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó Leikstjórn: Martin Scorsese. Handrit: Jay Cocks, Steven Zallian, Kenneth Lonergan. Kvikmyndataka: Michael Ballhaus. Tónlist: Howard Shore. Aðal- hlutverk: Leonardo DiCaprio, Daniel Day-Lewis, Cameron Diaz, Jim Broad- bent, John C. Reilly, Henry Thomas, Brendan Gleeson, Liam Neeson. Lengd: 164 mín. Bandaríkin. Miramax Films, 2002. GANGS OF NEW YORK / GENGI NEW YORK-BORGAR  Heiða Jóhannsdóttir ÞEGAR ég var lítil átti ég heima í Svíþjóð, og var svo ótrúlega heppin að eiga plötuna með tónlistinni úr Skógarlífi. Og nú þegar ég er löngu búin að gleyma sænskunni, get ég enn sungið öll lögin á fullkominni sænsku. Frábær tónlist. Því þótt myndin byggist á klassísku ritverki Kiplings, og sagan sé einstök á sinn hátt, þá er tónlistin sá hluti mynd- arinnar sem þakka má langa lífdaga hennar. Og svo er komin ný mynd! Nú býr Móglí hjá Shantí, sætu vinkonu sinni, sem hann laðaðist að í lok seinustu myndar. Og strákurinn er ekki að fíla þetta leiðinlega manna- líf, þar sem ekkert gerist, það er bara að vinna og vinna. Og hinum megin árinnar, sem skilur að mannaþorpið og frumskóginn, væfl- ast einmana Balli björn um og sakn- ar söng- og dansvinar síns, mann- hvolpsins Móglí. Það er ekkert auðvelt mál að gera framhald af annarri eins mynd, en þetta vilja þeir, listamennirnir í Hollywood, og þá það. Og myndin er nú bara skuggi af þeirri fyrri. Í rauninni leiddist mér ekki, og myndin hélt líka krökkunum sem fóru með mér í bíó. En sagan er engan veginn jafn áhrifamikil og sú fyrri, og það er rétt svona í lokin að maður finnur fyrir einhverju. Og hvar er húmorinn? Hér er hann heldur klunnalegur miðað við það sem var. Og þá er það tónlistin. Nýju lögin eru teljandi á fingrum annarrar handar. Lag sem Móglí syngur og hrífur öll börnin í þorpinu með sér, er alveg ágætt. Tónlistin er öll fagmannlega unnin, en bara ekki jafngrípandi og frumleg og í fyrri myndinni. Oft er gripið til gömlu laganna, og þau notuð einsog þema fyrir hverja persónu. Mörgum gæti þótt það illa gert, en það bara hlýjar manni hjartaræturnar. Þetta er ágætis mynd fyrir yngri börnin, ekki síst þau sem séð hafa fyrri myndina. Skógarlíf 2 er „ágætis mynd fyrir yngri börnin, ekki síst þau sem séð hafa fyrri myndina“, segir í umsögn. Skuggi fyrri myndar KVIKMYNDIR Sambíóin Akureyri, Álfabakka, Keflavík og Kringlunni Leikstjórn: Steve Trenbirth. Handrit: Carter Crocker eftir skáldsögu Rudyards Kipling. Leikstjórn ísl. raddsetn: Jakob Þór Einarsson. Raddir: Egill Ólafsson, Gísli Gíslason, Karen Halldórsdóttir, Rafn Kumar og Valdimar Flygenring. 72 mín. BNA. Buena Vista International 2003. JUNGLEBOOK 2/SKÓGARLÍF 2 Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.