Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Stykkishólmi, lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi fimmtudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugar- daginn 1. mars kl. 14.00. Fanney Ingvarsdóttir, Jón Kr. Lárusson, Ingvar G. Jónsson, Anna Svanlaugsdóttir, Lárus Kr. Jónsson, Kristín Ragnarsdóttir, Kristján S.F. Jónsson, Ósk Víðisdóttir og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BORGHILDUR HJARTARDÓTTIR veitingakona frá Bjargi, Búðardal, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, sem lést laugardaginn 15. febrúar, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Elísabet Á. Ásgeirsdóttir, Hilmar S. Ásgeirsson, Huldís Ásgeirsdóttir, Geir Þórðarson, barnabörn og langömmubörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS STEFÁNS HANNESSONAR Bollasmára 6, Kópavogi. Droplaug Benediktsdóttir, Benedikt Jónsson, Fanney Friðriksdóttir, Hannes Jónsson, Auður Gunnarsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Stefán Ásgeirsson, Andrea Jónsdóttir. Jóhannes Kolbeinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar og tengdafaðir, MAGNÚS GUÐMUNDSSON kennari, Droplaugarstöðum, er látinn. Hallgrímur Magnússon, Vigdís Magnúsdóttir, Egill Már Guðmundsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langa- fa, BJÖRNS JÓNS ÞORGRÍMSSONAR, Grund l, Hofsósi. Þökkum sérstaklega starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir framúrskarandi hjúkrun og umhyggju. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Guðnadóttir, Kristinn Björnsson, Edda Hjaltadóttir, Gunnar Björnsson, Erla Bjargmundsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Gunnar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ragnhildur Val-gerður Johns- dóttir fæddist í Reykjavík 19. júní 1946. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi að kvöldi hinn 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Páls- dóttir yngri, f. 1.12. 1913, d. 2.5. 1983, og John S. Jónsson, f. 4.11. 1907, d. 6.2. 1962. Bræður henn- ar eru Birgir Karel, f. 13.12. 1938, og Sigurjón Pétur, f. 23.10. 1958. Ragnhildur átti dóttur úr fyrra og b) Kristín ferðamálafræðingur, f. 13.12. 1975. Ragnhildur ólst upp við Sundin í Reykjavík, hún lauk meistaraprófi í hárgreiðslu frá Iðnskólanum í Reykjavík vorið 1969. Bjuggu þau í Reykjavík og Mosfellsbæ fyrstu árinn. Vorið 1976 fluttu þau á jörð- ina Ingólfshvol í Ölfussi og stund- uðu þar búskap. Ragnhildur var með hágreiðslustofu á elliheim- ilinu Ási í Hveragerði ásamt því að sjá um mötuneyti Grunnskólans. Árið 1991 fluttu þau í Sundahverf- ið í Reykjavík. Síðustu árin var hún með hárgreiðslustofu í Fann- borg í Kópavogi. Útför Ragnhildar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sambandi, Karen Kristjánsdóttur, hjúkrunarfræðing, f. 15.1. 1965, gift Guð- mundi Hafsteinssyni vélfræðingi, f. 11.7. 1962, og eru börn þeirra Hildur, f. 13.3. 1996, og Kristján, f. 11.6. 2002. Ragn- hildur giftist 15.8. 1970 Sigurjóni Jóns- syni Bláfeld búfæði- kandídat, f. 3.3. 1939. Börn þeirra eru: a) John Snorri vélfræð- ingur, f. 20.6. 1973, kvæntur Jónínu Björnsdóttur íþróttakennara, f. 4.12. 1974, og eiga þau Höllu Karen, f. 2.1. 2000, Elsku mamma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þessi erindi segja allt sem flýgur gegnum huga mér nú þegar ég kveð þig í síðasta sinn, mamma mín. Lífið verður öðruvísi án þín. Þeim sem önnuðust þig í erfiðum veikindum færi ég mínar bestu þakkir. Bless, sjáumst síðar. Þín Karen. Elsku mamma, ég sakna þín svo mikið. Hvernig er þetta eiginlega hægt, að taka þig svona frá mér. Allar okk- ar áætlanir, það sem við ætluðum að gera saman. Öll löndin sem við áttum eftir að skoða saman og ferðalögin sem við vorum að skipuleggja. Við vorum að bíða eftir að þér batnaði og þér liði betur, en það gerðist ekki. En núna er of seint að fara saman í þessar ferðir. Ég hef alltaf verið svo stolt af þér. Þú varst svo glæsileg og útgeislunin mikil hvar sem þú komst. Lífsgleðin og jákvæðnin smituðu flest fólk í kringum þig. Þú ert hetjan mín. Þú sagðir alltaf „allt gott“ ef þú varst spurð hvernig þú hefðir það. Það var sama í gegn- um hvaða veikindi þú varst að ganga. Alltaf beistu á jaxlinn og brostir framan í lífið. Það getur ekki talist réttlátt að ein manneskja þurfi að ganga í gegnum allt það sem þú þurftir. En þú tókst á við hverja þraut sem að bar, með ákveðni og já- kvæðni. Kraftaverk sumarsins var þegar þér tókst að komast í brúðkaup Johns og Jónínu. Þá lögðust allir á eitt við að koma þér á fætur og norð- ur yfir heiðar. En þetta hefði ekki verið hægt nema af því þú varst svo ákveðin í að komast. Það geislaði frá þér í brúðkaupinu þótt krafturinn væri ekki mikil. En þú varst ákveðin í að þetta myndi verða góður dagur og hann var það. Umhyggja þín fyrir okkur systk- inunum var óendanleg. Það var ekki farið út fyrir bæjarmörkin án þess að við værum minnt á að fara varlega og passa okkur. Oft ranghvolfdi ég í mér augunum og sagði „já, já“. En ég veit að þetta var sagt eingöngu vegna umhyggju og ástar þinnar á okkur systkinunum. Ósjaldan var farið yfir bíla vinanna áður en lagt var úr hlaði og gáð hvort bíllinn væri ekki örugglega á negldum dekkjum. Það voru óskrifuð lög að tilkynna sig til þín, þegar lengri ferðir voru farnar, svo að þú gætir sofið rótt, án áhyggna af okkur. Þessari skyldu gegndi ég með mikilli gleði, enda þurfti ég ávallt að segja þér frá því sem hafði gerst. Eitt skipti er eft- irminnilegra en annað, þar sem þessi regla kom sér vel. En það var þegar ég og John bróðir ásamt Jónínu og Ingibjörgu vinkonu minni ákváðum að ganga yfir Fimmvörðuháls í jan- úar. En ekki vildi betur til en svo að við misstum af fari úr Básum og út á veg. Þá var ekki annað að gera en ganga þann spöl. Sóttist ferðin illa vegna ásigkomulagsins sem ég var í. En John hafði gefið þér ströng fyr- irmæli um að hafa ekki áhyggjur fyrr en mjög seint þá um kvöldið. Allan tímann í kuldanum og myrkr- inu, báðum við í hljóði að þú myndir hunsa þessi fyrirmæli og fara að at- huga með okkur. Viti menn, þegar ég hreinlega gat ekki tekið eitt skref í viðbót barst hjálpin. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum töl- uðum við saman svo til annan hvern dag. Þú komst og heimsóttir mig tvisvar yfir árið. Þetta gerði það að verkum að mér fannst þú aldrei langt undan og ekki örlaði á heimþrá. Hér heima vorum við mjög nánar og þegar þú varst á spítalan- um reyndi ég að hitta þig á hverjum degi. Þetta eru mikil og erfið um- skipti að geta ekki séð eða hitt þig, mamma mín, þegar ég vil. Síðasta baráttan var þér og okkur öllum ofviða. Þegar við fengum fregnirnar, dagana fyrir jól, að ekki væri hægt að gera meira fyrir þig, var eins og einhver hefði slitið úr mér hjartað. Jólin einkenndust af þessum fréttum en þú gerðir eins gott úr öllu og hægt var. Þetta voru jólin okkar, þó svo að stöðugt hafi verkirnir og máttleysið ásótt þig. Fljótlega eftir áramót fékstu pláss á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi, þar sem einvala starfslið hafði það að markmiði að láta þér líða sem best. En baráttan sem við vissum að við mundum tapa var senn á enda. Ég á eftir að sakna þín um ókomna framtíð og allt til dauðadags. Mamma, mér þykir svo óendan- lega vænt um þig. Þín litla, Kristín. Í dag verður tengdamóðir mín til moldar borin. Oft hefur mér fundist lífið órétt- látt en líklega aldrei eins og nú. Það að þú skyldir þurfa að yfirgefa okkur svona fljótt óraði okkur Karen ekki fyrir þegar við hringdum í þig snemma í júní s.l. til að tilkynna þér að þú hefðir eignast nýtt barnabarn, stóran strák sem þú varst svo hreyk- in af. En ykkar kynni urðu því miður ekki löng. Ég man eftir okkar fyrstu fund- um, en það hefur verið einhverjum vikum eftir að ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir Karenu, elstu dóttur þinni. Ég læddist á litlu gráu drossíunni minni heim að Ingólfs- hvoli með stóran hnút í maganum og hugsaði um hvernig ég gæti forðast að verða mér til skammar, og þar með að missa heimasætuna. Ekki bætti úr skák að þú áttir grimman (að vísu ekki stóran) hund sem urr- aði illúðlega að mér þegar ég knúði dyra. En ótti minn var ástæðulaus, þú og Sigurjón tókuð mér strax opn- um örmum og heim til ykkar hefur ætíð verið gott að koma. Glæsileik- ann barstu með þér og við frekari kynni leyndi sér ekki að þar fór kona með skoðanir á hlutunum og lá ekki á þeim. Ég hafði stundum gaman af því að ræða við þig um pólitík, ekki það að ég hefði nokkurt vit á þeirri tík en í þeim samræðum var ég „rauður“ en þú „blá“, svo einfalt var það. En í gegnum tíðina hefur margt ræst af því sem þú sagðir um hina ýmsu hluti og þau ráð sem þú gafst okkur Karen hafa orðið okkur til heilla. Þú horfðir alltaf til framtíðar. Þegar þið selduð Ingólfshvolinn og fluttuð á mölina, þá hélduð þið eftir hluta af jörðinni og þar ræktuðuð þið skóg og skjólbelti sem skyldi nýtast í framtíðinni. Þú hafðir græna fingur og yndi af að rækta enda var garð- skálinn hjá þér í Sæviðarsundinu fullur af alls konar gróðri sem ég kunni engin skil á og innan um hann flugu feitar og sællegar hunangs- flugur sem þú bannaðir öllum að stugga við – þær höfðu hlutverki að gegna. Ég hafði oft gaman af því mikla áliti sem þú hafðir á mér þegar kom að því að laga eitthvað, það var bókstaflega ekki til sá hlutur í heim- inum sem ég átti ekki að geta lag- fært. Og þótt ég léti það kannski ekki uppi, þá kitlaði þetta mig dálítið þannig að maður reyndi að standa undir væntingum þegar á reyndi. Þegar við Karen létum svo loksins verða af því að gifta okkur, þá man ég kannski ekki mest eftir athöfninni sjálfri, heldur hvað þú varst orðin ókyrr í sætinu þínu á fremsta bekk, því að brúðurin lét ekki sjá sig á rétt- um tíma. Ég sat sem meitlaður í grjót uppi við altarið og reyndi að bera mig karlmannlega, en þér var líklega farið að líða eins og mér forð- um í heimkeyrslunni heim að Ing- ólfshvoli. Allt fór þó vel að lokum og oft rifjuðum við þetta atvik upp og höfðum gaman af. Nú röskum tíu ár- um seinna kem ég aftur í þessa sömu kirkju og nú, kæra tengdamamma, til að fylgja þér síðasta spölinn á þessari jörð. Hildur mín, elsta barnabarnið þitt, saknar þín en Kristján litli skilur ekki ranglæti þessa heims og það er sárt til þess að hugsa að hann fái aldrei að kynnast þér. Minningin um þig mun lifa. Elsku Sigurjón, Karen, Kristín, John og aðrir aðstandendur, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Þinn tengdasonur Guðmundur. Látin er langt fyrir aldur fram elskuleg tengdamóðir mín. Þó að vit- að hefði verið í hvað stefndi er dauð- inn alltaf jafn sár og óskiljanlegur. Síðasta árið hafði verið henni mjög erfitt, og sárt fyrir þá sem nærri henni stóðu að sjá hvernig smám saman dró af henni. En hún var hetja og barðist allt til síðasta dags. Ragnhildur var mjög glæsileg kona og ákveðin. Allt sem hún tók sér fyrir hendur það gerði hún vel. Það var yndisleg stund sem við áttum saman öll fjölskyldan, ásamt fleirum, síðasta sumar þegar við John Snorri giftum okkur, og hún stóð sig eins og hetja þó að hún hafi verið mjög veik, og glæsileg var hún. En áfallið kom rétt fyrir jól, bar- áttan var vonlaus. Við fórum suður og áttum jólin þar með fjölskyldunni. Það verður tómlegt að koma í Sæ- viðarsundið, en við eigum minning- arnar til að ylja okkur við. Elsku Sigurjón, Karen, John Snorri og Kristín, ykkar missir er mikill. Elsku Ragnhildur, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Jónína. RAGNHILDUR VALGERÐUR JOHNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.