Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í síðustu tvennum alþing- iskosningum hefur Sjálf- stæðisflokkurinn lagt megináherslu á árangur ríkisstjórna Davíðs Oddssonar, efnahagslegan stöðuleika, aukinn kaupmátt og trausta efnahagsstjórn. Flokk- urinn hefur sagt við kjósendur: Við viljum byggja áfram á þess- um grunni. Davíð Oddsson er persónugervingur fyrir þennan árangur og því var í kosninga- baráttunni mikil áhersla lögð á að hann. Andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins gagnrýndu kosningabar- áttu flokksins og sögðu að engu væri lík- ara en að Sjálf- stæðisflokkurinn byði ekkert annað fram í kosningunum en Davíð Oddsson. R-listinn lagði í kosningabar- áttu sinni fyrir borgarstjórn- arkosningarnar 1994, 1998 og 2002, megináherslu á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Aldrei var þó gengið lengra en í kosninga- baráttunni 2002. Þá var engu líkara en að Ingibjörgu Sólrúnu væri einni ætlað að vinna kosn- ingarnar. Hörð gagnrýni sjálf- stæðismanna á ýmislegt sem þeir töldu hafa mistekist við stjórn borgarinnar virtist verða til þess að öll barátta R-listans snerist um að birta sem stærst- ar og flestar myndir af borg- arstjóranum. Bæði Davíð og Ingibjörg Sól- rún eru sterkir og vinsælir stjórnmálamenn og það má því segja að það sé ekki óeðlilegt að flokkar þeirra reki kosningabar- áttuna með því að leggja áherslu á persónur þeirra. Ástæðan er einfaldlega sú að slík barátta er líkleg til að skila árangri. Þegar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir tilkynnti framboð til Al- þingis töldu margir að komandi kosningar myndu snúast upp í atkvæðagreiðslu milli hennar og Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Þessir tveir öflugu stjórn- málamenn myndu ekki aðeins verða mjög áberandi í kosninga- baráttunni heldur myndu úrslit kosninganna að stórum hluta ráðast af frammistöðu þeirra. Nú þegar þessir tveir sterku stjórnmálamenn eru báðir komnir í framboð til Alþingis er ekki víst að það dugi til árang- urs að birta bara margar stórar myndir af Ingibjörgu Sólrúnu og Davíð. Trúverðugleiki þeirra á ekki síður eftir að skipta máli. Atburðir síðustu daga og vikna sýna að kosningabaráttan mun öðrum þræði snúast um hvernig hægt verður að draga úr trú- verðugleika þessara tveggja frambjóðenda í augum kjósenda. Óumdeilt er að Ingibjörg Sól- rún gaf höggstað á sér þegar hún ákvað að fara í framboð til Alþingis þvert á fyrri yfirlýs- ingar. Andstæðingar hennar hafa notað hvert tækifæri til að benda á að þetta dragi úr trú- verðugleika hennar sem stjórn- málamanns. Andstæðingar hennar hafa einnig reynt að nota orð sem féllu í ræðu Ingibjargar Sól- rúnar á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Borgarnesi til að draga úr trúverðugleika hennar. Þeir sökuðu hana beint og óbeint um að ganga erinda nafngreindra stórfyrirtækja. Andstæðingar Davíðs Odds- sonar hafa einnig reynt að draga úr trúverðugleika hans í augum kjósenda með því að viðhalda þeirri sögu að hann hafi óeðlileg afskipti af viðskiptalífinu og jafnvel misbeiti valdi sínu gegn tilteknum mönnum og fyrir- tækjum. Davíð svaraði þessum ásökunum með eftirminnilegum hætti með því að segja frá því að forstjóri Baugs hefði látið að því liggja að það væri kannski reyn- andi að múta forsætisráðherra með 300 milljónum króna. Jafn- framt reyndi Davíð að læða þeim grunsemdum að kjós- endum að vera kynni að forstjóri Baugs og stjórnarformaður Norðurljósa hefðu keypt Sam- fylkinguna. Þegar stjórnmálaumræðan fer út á þessar brautir er erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um pólitík. Hún einfaldlega kemst ekki fyrir. Í staðinn fyrir umræðu um skattamál, velferð- arkerfið, Evrópumál og kvóta- kerfið eru kjósendur neyddir í þá stöðu að verða að taka af- stöðu til persónanna tveggja, Davíðs og Ingibjargar Sólrúnar. Spurningarnar sem kjósendur verða að svara áður en hin mál- efnalega umræða hefst eru: Er Davíð að segja ósatt? Hafa Baugur og Norðurljós keypt Samfylkinguna? Kjósendur eiga eðlilega erfitt með að svara þessum spurn- ingum enda hafa þeir á litlu að byggja. Eitt er þó víst að ef stjórnmálaflokkar á Íslandi opn- uðu bókhald sitt með svipuðum hætti og flokkar í nágrannalönd- um okkar þurfa að gera þyrftu kjósendur ekki að vera í vafa um hvort stjórnmálaflokkar hafa látið kaupa sig. Raunar ættu stjórnmálamenn sem bera fram ásakanir um að flokkar hafi tekið við mútum, eins og t.d. borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins gerði í umræðu- þætti á Rás 2, fyrir skömmu, að krefjast þess að lög verði sett sem skylda flokkana til að opna bókhald sitt. Kjósendur standa varnarlausir þegar svona alvar- legar ásakanir eru lagðar fram. Hverju eiga þeir að trúa? Eiga þeir að byggja skoðanir sínar á þessum ásökunum á því hvort menn, sem málinu tengjast, komi vel eða illa út í sjónvarpi? En kannski snýst þetta mál ekki um hvað er rétt og hvað rangt heldur um hvaða aðferð- um er hægt að beita til að draga úr trausti kjósenda á pólitískum andstæðingum. Trúverð- ugleiki Nú þegar þessir tveir sterku stjórn- málamenn eru báðir komnir í framboð til Alþingis er ekki víst að það dugi til árangurs að birta bara margar stórar myndir af Ingibjörgu Sólrúnu og Davíð. Trúverðugleiki þeirra á ekki síður eftir að skipta máli. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is GUNNAR Örn Gunnarsson myndlistarmaður opnar sýningu á verkum sínum í Listasafni ASÍ í dag kl. 14. Gunnar Örn kallar verkin á sýningunni ýmist Sálir eða Skugga. Hann segir sýninguna visst framhald á þeirri myndhugsun sem sjá mátti í myndum hans sem voru sýndar í Hafnarborg árið 2000, en þá sýningu kallaði hann Sálir. En nú segir Gunnar Örn að það sé eins og gleðibankinn virðist hafa komið í heimsókn auk einstaka mannlegra skugga. „Þú sérð sálirnar, hérna í þessari mynd, – en svo er eins og komi einhvers konar gleðisprengja ofan á þær, – það var orðin svo mikil helgi í sálunum. Það er viðleitni til að koma til skila vissum áhrifum úr hugleiðslu að kalla þetta sálir. Sem betur fer hefur enginn séð sál, þannig að mér er heimilt að skálda þær eins og mig lystir. Ég er búinn að fást við sálirnar í um fimm ár, en nú er eitthvað mikið að gerast, einhverjar sprengingar og eitthvað allt annað element að koma inn í myndirnar.“ Gunnar Örn segist hafa verið að vinna svolítið á sviði þar sem dauðinn kemur við sögu og lent í þeirri lífsreynslu að missa góða vini. „Það er viss gleði að fá að vera hér eitthvað lengur, og það er það sem ég les sjálfur úr nýju myndunum. Þetta er óður til lífsins.“ Gleðin í myndum Gunnars Arn- ar er augljós, – en þó er ekki langt í „gunnarísku“ kropp- ana og torsóin sem einkenndu myndir hans áðurfyrr. „Neinei, þeir fara nú ekkert of langt frá mér, – eru þarna sums staðar á bakvið. Það eru reyndar nokkrar myndir hér sem eru eins og allur ferill minn í hnotskurn. En ég nota þessar gömlu tengingar á svolítið nýjan hátt. Gamlir litir í endurnýjun lífdaga Það segja sumir að það sé æskuþróttur í þessum myndum, – ég veit ekkert hvaðan hann kemur. Ég kalla þetta að ganga í barndóm. Ég opnaði kistu fyrir nokkru, sem ég hafði ekki gluggað í í ein sextán, sautján ár, og fann þar eftir mig teikningar frá 1968–72. Mér finnst svona eftirá að það hafi verið það athyglisverðasta sem ég sá á síðasta ári, – þetta var orðið svo gamalt að það var nýtt fyrir mér. Á þessum teikningum var maður í rými, eða tómi, og einhver nútími í kringum hann – hann samlagast ekki, er svolítill gestur. Í gegnum þau tilbrigði sem maður fer sem málari, þá líður eitt skeiðið inn í ann- að og nú er að fæðast eitthvað nýtt, – sálin fær bara að hanga þarna með. Suma þessa liti sem þú sérð hér hef ég ekki haft tilhneigingu til að nota lengi, en eru nú að kom- ast í endurnýjun lífdaga. Hvíti liturinn er fylgifiskur sálnanna. Það er tómið og rýmið.“ Skuggar Gunnars Arnar eru svartir, – en oft í björtum og litsterkum bak- grunni. Á nokkrum smærri myndum mótar fyrir andlit- um. „Þetta er nú á mörkunum að vera andlit. Það er eins og mannveran sé að sækja aftur inn á flötinn, fyrst eins og skuggi, en ég veit ekki hvernig þróunin verður. Það er engin rökhyggja í þessu. Ég sest aldrei niður og pæli. Ég virði hvern dag og reyni að dröslast ekki með gamlar skoðanir mínar í eftirdragi, heldur leyfi þeim hug- myndum sem fljóta upp að njóta sín, hversu fjollaðar sem þær eru. Maður er orðinn svo gamall – þegar maður er kominn yfir fimmtugt er ekki hægt að gera neitt ann- að en að yngjast. Maður fer að vinna úr safnabrunni sem verður manni auðveldari með árunum. Það er líka visst uppgjör í þessari sýningu.“ Andleg iðkun í upphafi vinnudags Gunnar Örn segir það mikla gæfu að fá að vinna við myndlist, og geta um leið komið andlegum upplifunum sýnum á framfæri á myndfleti. „Ég hefði ekki getað valið mér betra starf. Ég valdi mér þó eiginlega aldrei að verða listamaður, það lá bara ekkert annað fyrir.“ Gunn- ar Örn málar mikið og kveðst vinna eftir ákveðnum skipulagsramma til að skapa sér aðhald. „Dagurinn hefst á ýmissi andlegri iðkun í svona klukkutíma, áður en ég fer að vinna. Svo vinn ég eftir ákveðnum tímaramma á daginn. Við erum búin að búa í sveit í sautján ár, og það að lifa í náttúrunni er mjög sérstakt. Maður er hluti af henni og heima í víðum skilningi. Ég finn það sér- staklega þegar ég kem í borgir, að ég á ekki heima þar. Þar eru ýmis áreiti sem ég kýs að vera ekki hluti af. Maður er svo nálægt sjálfum sér í einverunni. Þótt mað- urinn sé alls staðar einn, finnst mér ég síst vera einn, þegar ég er einn með sjálfum mér. Þá stendur maður frammi fyrir sjálfum sér og þessi vinna er líka þess eðlis – ég er mikill „lóner“ þannig, og líður vel einum.“ Gunnar Örn býr að Kambi við Hellu, og á jörðinni starfrækir hann alþjóðlegt listgallerí með tveimur sýningum á ári sem eru opnaðar í maí og í september. Þar sýnir hann ekki eigin verk, heldur verk annarra íslenskra og er- lendra listamanna. Sýning hans í Listasafni ASÍ er opin alla daga nema mánudaga, frá kl. 13–17, til 30. mars. Gunnar Örn Gunnarsson sýnir málverk í Listasafni ASÍ „Dröslast ekki með gamlar skoðanir mínar í eftirdragi“ Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Örn Gunnarsson myndlistarmaður við eitt af verkum sínum á sýningunni í Listasafni ASÍ. Í SAL Íslenskrar grafíkur í Norður- enda Hafnarhússins verður í dag opnuð sýningin „From the edge of the visible world“, sem útleggst á íslensku „Af mörkum hins sýnilega heims“. Listamaðurinn sem þar sýnir er hinn breski Alistair Mac- intyre, og býður hann áhorfendum að kynnast óvenjulegum grafík- verkum, sem unnin eru með klaka og járnryki á stórar pappírsarkir. Eins og heiti sýningarinnar gefur á vissan hátt til kynna, eru djúp- stæðar og frumspekilegar skírskot- anir í verkum Macintyre. Hann við- urkennir að erfitt sé að útskýra þær í stuttu máli, en segir verk- unum ætlað að spyrja spurninga um hvernig manneskjan staðsetur sig í tíma og rúmi. „Ein algengasta viðmiðunin sem notuð er til að mæla rúm er sjávarmálið, en það er einmitt einn af útgangspunktum sýningar minnar,“ segir listamað- urinn. „Við reynum að setja okkur einhverja ákveðna mælikvarða sem við miðum allt annað útfrá, til þess að kortleggja óreiðuna sem fyr- irfinnst í heiminum. Þessir mæli- kvarðar sem við setjum á rúmið, til dæmis sjávarmál, eru þó um leið mjög afstæð hugtök og eru í raun ekki til.“ Verkin á sýningunni eru þannig gerð, að Macintyre hefur tekið vax- mót af ýmsum fyrirbærum á stöð- um sem honum þykja áhugaverðir – allt frá fornum súlum á eynni Krít, til útsýnisskífna á fjallstindum Skotlands. Í vaxmótin steypir hann klaka, gerðan úr vatni og járnryki, sem hann lætur svo bráðna og ryðga á stórum pappírsörkum. Lögun klakans skilur eftir sig för, sem sýna áhorfandanum inn í fjar- læga og oft á tíðum forna heima, sem allir eiga það þó sameiginlegt að þar hefur maðurinn kljáðst við náttúruna á einn eða annan hátt. „Í verkum mínum endurspeglast hug- takið tími, á sama hátt og hugtakið rúm, á margvíslegan hátt. Tíminn sem það tekur ísinn að bráðna, tíminn sem tekur járnið að rygða, hinn sögulegi tími sem endurspegl- ast í þeim stöðum sem ég tók vax- mótin á – súlurnar á Krít eru til dæmis mjög gamlar – þetta eru allt dæmi um ólík birtingarform tímans eins og hann kemur fram á papp- írnum.“ Sýningin verður opin til 6. apríl. Mörk hins sýnilega heims Morgunblaðið/Kristinn Alistair Macintyre opnar sýningu í sal Íslenskrar grafíkur í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.