Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
NÚ fyrir nokkrum dögum síðan birt-
ist í blöðum grein eftir Sigurð Jóns-
son á Selfossi þar sem hann heldur
fram gömlum frasa frá kjörnefndar-
starfi í Suðurkjör-
dæmi. Það virðist
angra Sigurð að
horfa upp á afleið-
ingar af starfi
hans og annarra í
kjörnefndinni og
til að friða sam-
visku sína grípur
hann til þess ráðs
að fara fram á rit-
völlinn og halda fram hálfri sögu eða
hálfsannleik. Sigurður heldur því
fram í grein sinni að Kristján Páls-
son hafi í samtali við hann og Ellert
Eiríksson sagt að hann óskaði eftir
að skipa 1. sætið á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Suðurkjördæmi og að
hann myndi sætta sig við að skipa 2.
sætið á eftir Drífu Hjartardóttur.
Framansagt er rétt eftir Kristjáni
haft, hann sagði þetta svona enda
eðlilegt af honum að líta svo á að
hann ætti að skipa annað af þessum
sætum. Kristján hlaut betri útkomu
úr síðasta prófkjöri en Árni R. Árna-
son í gamla Reykjaneskjördæmi og í
gamla Suðurlandskjördæmi var
Drífa Hjartardóttir 1. þingmaður
Sjálfstæðisflokksins eftir brottför
Árna Johnsen af sviðinu. Það sem
Sigurður nefnir hinsvegar ekki nú
sem fyrr er að Kristján sagði jafn-
framt að ef hann ætti að taka annað
en eitt af þessum tveimur sætum
„þyrfti að færa fyrir því sérstök rök
við hann“. Þessu gleymdu eða
slepptu hann og Ellert Eiríksson
jafnframt að hafa eftir í kjörnefnd-
inni og því vissu aðrir í kjörnefndinni
sem treystu þessum trúnaðarmönn-
um Sjálfstæðisflokksins ekki söguna
alla.
Góður samstarfsmaður minn sagði
mér um daginn dæmisögu um sann-
leika og lygi, í þessari sögu sem er of
löng til að segja í stuttri grein var
meginþemað að oft dugir ekki að
segja sannleikann þúsund sinnum til
að þurrka út eina lygi. Mér verður
oft hugsað til þessar dæmisögu þeg-
ar ég heyri söguburð og réttlætingar
sumra kjörnefndarmanna á því að
Kristján Pálsson fékk ekki sæti á
listanum. Nú þegar ljós er afleiðing
þessa hálfsannleiks þeirra félaga, að
Kristján Pálsson hyggst fara fram
sér, er eðlilegt að Sigurður reyni að
réttlæta gerðir sínar með því að
halda hálfsannleiknum á lofti, ef ekki
til annars þá til að friða eigin sam-
visku. Mig langar í niðurlagi að gefa
Sigurði ráð sem félagi hans Ellert
Eiríksson sagði að ætti að einkenna
góða stjórnmálamenn en það er að
segja alltaf satt sama hversu sár
sannleikurinn er, ég trúi því að hann
hafi átt við sannleikann allan ekki
bara hálfan.
VALÞÓR S. JÓNSSON,
Njarðvík.
Sigurði Jónssyni
á Selfossi svarað
Frá Valþóri S. Jónssyni
ÞAÐ er ömurlegt að heyra fulltrúa
ríkisstjórnarflokkanna vera sífellt að
neita staðreyndum um kjör lágtekju-
ellilífeyrisþega. Það er ekki hlutverk
þingmanna að neita staðreyndum,
það gerir þá óheiðarlega.
Fyrir um ári benti ég á það í
Morgunblaðinu að ég borgaði skatt
af lífeyri sem var skattfrjáls fyrir
átta árum þegar ég fór á ellilífeyri.
Nú þegar ég var að gera skatta-
skýrsluna mína kom útkoma ársins í
ljós.
Hækkanir á mínum lífeyri á síð-
astliðnu ári færðu mér að meðaltali
4.258 kr. á mánuði. Núna í mars er
lífeyririnn 5.399 kr. hærri en hann
var í mars á liðnu ári. Síðan er rétt að
skoða hækkun á þremur gjaldaliðum
í marsmánuði. Ég borga 1.448 kr.
hærri skatt en í fyrra, 2.568 kr. hærri
tryggingar af húsi og bíl og 541 kr.
hærra fasteignagjald. Þetta gerir
samanlagt 4.557 kr. Ef við drögum
svo þessar 4.557 kr. frá 5.399 kr.
standa eftir 842 kr. sem eiga að
standa undir hækkuðu vöruverði og
þjónustu, sem hefur hækkað fast að
einum þriðja á síðastliðnu ári. Hver
er kaupmáttaraukningin í þessari út-
komu? Þetta sýnir vel hvað lágar töl-
ur vega þungt á móti prósentuhækk-
un lífeyris.
Það er óheiðarlegt að tala um
meðaltalslaun og meta afkomu fólks
eftir þeirri útkomu. Slík viðmiðun er
óheiðarleg og raunar heimskra
manna tal, því hún segir ekkert um
það hver afkoma þeirra er sem búa
við lægstu kjörin. Afkoma fólks
verður alltaf að miðast við afkomu
þeirra sem búa við lægstu laun eða
lífeyri, aðrar viðmiðanir eru aðeins
tilraun til að fela fátækt.
Það er verulegt umhugsunarefni
fyrir sjálfstæðismenn og framsókn-
armenn að stjórnleysið skuli vera
orðið svo yfirþyrmandi í stjórnsýslu
fjármuna að fyrirtæki séu farin að
okra til þess eins að geta ausið sífellt
meira af þjóðartekjunum í vasa for-
stjóra og annarra gæðinga og að
peningastofnanir séu farnar að nota
vaxta- og þjónustugjaldaokur til
þess að ausa peningum í vasa gæð-
inganna á meðan öðrum er haldið við
vannæringu og þess er vandlega
gætt að ellilífeyrisþegar geti á engan
hátt bætt kjör sín.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5.
Horft framhjá
staðreyndum
Frá Guðvarði Jónssyni