Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 26
AKUREYRI
26 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Tilboð óskast í sem nýtt gistihús fyrir 16 gesti ásamt íbúðarhúsi
sem þarfnast endurbóta. Í gistihúsinu er fullkomið eldhús og mat-
salur fyrir 30-40 manns. Íbúðarhúsið er hæð og kjallari, 8 her-
bergja, um 233 fermetrar að stærð. Um 1 hektari lands mun
fylgja. Til afhendingar strax.
Nánari upplýsingar gefur Fasteigna- og skipasala
Norðurlands á Akureyri
Símar 461 1500 og 896 9437.
Engimýri í Öxnadal
Blaðbera
vantar
• Skerjafjörður
Upplýsingar fást í síma
569 1122
Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á
höfuðborgarsvæðinu
í Oddeyrargötu og Brekkugötu.ⓦ
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig.
Morgunblaðið,
Kau vangsstræti 1, Akureyri,
sími 461 1600.
ÞRÍR Akureyringar stofnuðu fyr-
ir nokkru atvinnuleikhóp sem
nefnist Hálfur Hrekkur í dós, en
Hrekkur er nafn á hundi. Það eru
Hildigunnur Þráinsdóttir leik-
kona, Jónas Viðar Sveinsson og
Þórarinn Blöndal myndlistarmenn
sem að hópnum standa og fyrsta
frumsýning hópsins verður í byrj-
un apríl, þegar þau setja Búkollu
á svið.
Öll starfa þau hjá Leikfélagi
Akureyrar en vildu einnig nýta
hugmyndir sínar til starfa á eigin
vettvangi.
Búkolla verður ævintýraleg
sýning, sem Hildigunnur samdi
upp eftir samnefndu og sígildu
ævintýri. Hún leikstýrir jafnframt
verkinu, en Þórarinn gerir leik-
mynd sem og sjálfa Búkollu, sem
verður stór og mikil skepna.
Leikritið verður sýnt í Samkomu-
húsinu og standa æfingar yfir.
Leikhópurinn leitaði til Norður-
mjólkur sem styrkti sýninguna.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þau Hallmundur Kristinsson, Þórarinn Blöndal, Hildigunnur Þráinsdóttir
og Tinna Ingvarsdóttir voru að smíða leikmyndina fyrir Búkollu sem Hálf-
ur Hrekkur í dós frumsýnir á næstunni.
Leikhópurinn Hálfur Hrekkur í dós
Æfa Búkollu
Akureyri, um Evrópusambandið,
stjórnfestu og staðbundið lýðræði.
„Þetta er fyrsta ráðstefnan sem
deildin efnir til,“ sagði Mikael Karls-
son deildarforseti laga- og félagsvís-
indadeildar HA. Hann sagði viðfangs-
efni ráðstefnunnar tengjast bæði
lögfræði og félagsvísindum af því tagi
sem fyrirhugað er að kenna við deild-
ina. Þannig verður til að mynda
kennd samfélags- og hagþróunar-
fræði við deildina, sem tengist
byggðaþróun og sveitarstjórnarmál-
um m.a. í samhengi við Evrópumál.
„Þetta er líka mikilvægt málefni, sem
margir eru að velta fyrir sér þessa
dagana og við viljum leggja okkar af
mörkum til að halda þessari umræðu
vakandi,“ sagði Mikael.
Einnig nefndi hann að brýnt væri
að halda umræðu um lýðræði á lofti
og einkum og sér í lagi hvað það í raun
þýddi en slíkt væri stundum óljóst,
sérstaklega þegar stjórnar- og skipu-
lagsbreytingar væru í gangi. „Spurn-
ing er hvernig gæta á lýðræðis í þessu
NÝSTOFNUÐ laga- og félagsvís-
indadeild við Háskólann á Akureyri
efnir til ráðstefnu um Evrópusam-
runann og staðbundið lýðræði næst-
komandi þriðjudag, 18. mars. Fram-
sögumenn á ráðstefnunni eru Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra sem
fjallar um Evrópusamvinnu og lýð-
ræði, Sigurður Líndal prófessor ræð-
ir um hina svokölluðu nálægðarreglu,
Kristrún Heimisdóttir, Samtökum
iðnaðarins, flytur erindi sem nefnist
„Að beita fullveldi sínu“ og þá fjallar
Ágúst Þór Árnason, Háskólanum á
breytta samhengi og hvort unnt er að
auka þátttöku fólksins,“ sagði Mikael,
en fyrirhugað er að í hinni nýstofnuðu
deild verði þessi málefni tekin upp
sem kennslu- og rannsóknarefni.
Meðal annars verða í boði námskeið í
Evrópurétti þar sem fjallað verður
um Ísland í evrópsku samhengi. „Við
erum nátengd Evrópu og breytingar
þar skipta okkur því máli,“ sagði
Mikael.
Laga- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri
Ráðstefna um
Evrópusamruna og
staðbundið lýðræði
Hlynur Hallsson myndlistarmaður
er gestur á laugardagsfundi hjá
Vinstrihreyfingunni – grænu fram-
boði í dag, laugardag. Hlynur skipar
þriðja sæti á lista VG í Norðaust-
urkjördæmi og hann mun fjalla um
utanríkismál, möguleika í atvinnu-
málum og menningarmálum og
segja frá kosningabaráttunni. Fund-
urinn hefst kl. 11 og er í kosninga-
miðstöðinni Hafnarstræti 94.
Í DAG
ir skömmu sendi frá sér úrskurð þess
efnis að Akureyrarbær hefði með
ráðningunni brotið lög um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla. Þótti
Soffía að mati nefndarinnar standa
karlinum framar, m.a. hvað varðar
menntun og reynslu. Bæjarlögmaður
Akureyrar, Inga Þöll Þórgnýsdóttir,
hefur í greinargerð um málið margt
við úrskurð kærunefndar að athuga.
Soffía sagði að hún hefði hitt bæj-
arlögmann og bæjarstjóra, Kristján
Þór Júlíusson, að máli en engin nið-
urstaða orðið á þeim fundi. Bærinn
hefur ekki boðið henni bætur.
„Í mínum huga snýst þetta mál
ekki um krónur og aura“ sagði Soffía
en hún kvaðst ekki hafa skaðast á því
fjárhagslega að hafa ekki fengið starf-
ið. „Málið snerist um framtíð mína og
fjölskyldunnar sem hefur hug á að
flytjast búferlum til Akureyrar. Og
eins snerist það um hagsmunabaráttu
kvenna, því meir sem maður starfar í
stjórnmálum og ég hef líka starfað
með félagsmálastjórum innan Evr-
ópusambandsins, því betur kemst
maður að því hversu stutt við konur
erum komnar hvað varðar stöður og
völd í þjóðfélaginu,“ sagði Soffía.
Hún sagði nauðsynlegt að fara í
dómsmál við Akureyrarbæ til að fá
skaða sinn metinn, „en ég hef bara
engan áhuga fyrir því og mun ekki
fara í mál,“ sagði Soffía. Hún kvaðst
ánægð með niðurstöðu kærunefndar-
innar og sagði að hún hefði að mati
nefndarinnar verið hæfari til að
gegna stöðunni en karlinn sem ráðinn
var. Hún myndi því ekki krefja bæinn
um bætur þó úrskurður kærunefndar
hefði fallið henni í vil. Soffía sagðist
ekki vita hvort hún hefði beðið skaða
af málinu, það ætti eftir að koma í ljós.
Hún hefði ekki sótt um aðrar stöður
síðan það kom upp.
SOFFÍA Gísladóttir hefur ákveðið að
höfða ekki mál gegn Akureyrarbæ í
kjölfar ráðningar í stöðu deildarstjóra
íþrótta- og tómstundadeildar Akur-
eyrar í fyrra. Hún mun heldur ekki
krefjast bóta.
Soffía sótti um stöðuna, en karl-
maður var ráðinn. Soffía kærði til
kærunefndar jafnréttismála sem fyr-
Soffía Gísladóttir höfðar
ekki mál gegn bænum
Moggabúðin
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.