Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 29
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 29 sinni og afa í bíltúr seinna um dag- inn og þá var ekki talað um annað en íþróttaskólann.“ Flest börnin sem voru í íþróttum fyrir áramót eru aftur núna og álítur Sigurður að ef þau mæti ekki í tímann sé ástæðan fremur sú að foreldrarnir eigi erfitt með að vakna því ekki skorti áhugann hjá börnunum. Sjálfum finnst honum mjög gaman að fylgjast með hvað foreldrar eru virkir með börnum sínum sem er BÖRN á aldrinum 2–5 ára fá íþróttaþjálfun einu sinni í viku á sunnudagsmorgnum í Íþrótta- miðstöðinni í Borgarnesi. Sigurður Örn Sigurðsson íþróttakennari sér um þjálfunina í umboði foreldra- félags leikskólans Klettaborgar. Íþróttir af þessu tagi hafa áður verið í boði en þetta er í fyrsta sinn sem tveggja ára börn eru með. Alls eru 43 börn skráð á námskeiðið sem telur 5 skipti. Foreldrar eru skyldugir til að vera með börnum sínum og segist Sigurður fyrst og fremst líta á þessa tíma sem sam- verustund barns og foreldris. „Í nútímaþjóðfélagi er barnið kannski á leikskóla 8 tíma alla virka daga þannig að ekki veitir af tímanum fyrir barn og foreldri að leika sér saman. Einnig eru nokkr- ir staðir þar sem barnið þarf bæði hjálp til að leysa þrautirnar og sumt getur verið hættulegt ef for- eldrar eru ekki nálægt.“ Börnin standa sig frábærlega að mati Sigurðar. „Sum eru kannski svolítið feimin fyrst en síðan eru flestir komnir í góðan gír eftir 2–3 skipti. Þau hlýða ótrúlega vel og fylgjast vel með.“ Að sögn Sig- urðar eru börnin gríðarlega áhugasöm. „Ég veit t.d. um strák sem var að koma í fyrsta skipti núna síðast. Hann fór með ömmu forsendan til að börnunum finnist skemmtilegt. Ennfremur segir Sig- urður að gaman sé að sjá hversu hratt börnunum fer fram. Til dæm- is er sá sem ekki þorir að ganga á hárri jafnvægisslá í byrjun farinn að hlaupa á henni í lok tímans. Sig- urður vill nota tækifærið og hvetja foreldra til að vera duglegri til að gera eitthvað skemmtilegt með börnum sínum sem tengist hreyf- ingu og útiveru. Börn og foreldrar leika sér saman Morgunblaðið/Guðrún Vala Börn og foreldrar að leik í íþróttasalnum. Sigurður Örn Sigurðsson með hóp af krökkum. Borgarnes UM þessar mundir er unnið hörðum höndum að því að reisa lausa skóla- stofu á lóð leikskólans Sólvalla í Nes- kaupstað. En töluverð vandræði hafa verið tengd biðlistum á Sólvöll- um undanfarin misseri. Í samtali við Höllu Höskuldsdótt- ur leikskólastjóra kom fram að árið 1995 voru gerðar breytingar á leik- skólanum og farið að bjóða börnum frá eins árs aldri pláss á Sólvöllum. En það var fyrst og fremst vegna þess hve fá börn voru á leikskóla- aldri í Neskaupstað á þeim tíma. Fljótlega fór að hlaðast á listann, en mest hefur þó bæst á hann undanfar- in misseri. Nú er svo komið að rúm- lega tuttugu börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Aðspurð sagði Halla að fyrstu börnin yrðu tekin inn í byrjun apríl. En alls komast tíu börn inn til að byrja með. Halla bindur vonir við að með bættu skipulagi og færslu á milli deilda í vor og sumar verði hægt að tæma biðlistann end- anlega í haust þegar elstu börnin fara í skóla. Það er fyrirsjáanlegt að fljótlega þarf að taka ávörðun um framtíðar- lausn á húsnæðisvanda leikskólans. Í samtali við Smára Geirsson, for- mann bæjarráðs Fjarðabyggðar kom fram að verið er að skoða mögu- leika á framtíðarlausn á „…þessu gleðilega, en jafnframt hvimleiða vandamáli“. Það er Einar Dalberg, verktaki á Eskifirði, sem sér um að byggja skólastofuna sem síðan verður tengd við leikskólann með tengibyggingu. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Laus skólastofa er risin í bakgarði Sólvalla í Neskaupstað. Laus skólastofa byggð við leikskólann Bráðabirgðalausn á biðlistavandanum Neskaupstaður SAMGÖNGUMÁL voru hluti af um- ræðunni á fundi samgönguráðherra í Grundarfirði í vikunni og samgöngu- mál voru líka þess valdandi að hann kom of seint á fundinn. Tafðist hann í þinginu við umræðu á samræmdri samgönguáætlun sem varð til þess að hann mætti ekki á boðuðum fund- artíma. Grundfirðingar og aðrir Snæfellingar létu örlitla bið eftir ráð- herra þó ekki hafa áhrif á sig og breyttu biðinni í óformlegan borg- arafund þar sem ýmislegt var rætt. Húsfyllir var í samkomuhúsinu í Grundarfirði þrátt fyrir leiðindaveð- ur, en þótt rok og rigning lemdu veggina að utan ríkti jákvæð stemn- ing innandyra. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fjallaði í yfir- gripsmikilli framsögu sinni um rekstur samgönguráðuneytisins og þá fjölmörgu og viðamiklu mála- flokka sem falla undir stjórn ráðu- neytisins og hafa verið í vinnslu eða framkvæmd í hans ráðherratíð. Í lok framsögunnar gaf Sturla fundarmönnum kost á að koma með fyrirspurnir. Þeir sem tóku til máls byrjuðu flestir á að þakka ráðherra fyrir erindið og þann mikla árangur sem hann hefði náð í sinni ráðherra- tíð. Sögðu nokkrir að greinilegt væri að þarna færi maður sem léti verkin tala. Fyrirspurnir snéru að ýmsum málaflokkum eins og markaðssetn- ingu ferðaþjónustu á landsbyggð- inni, lánamálum til hennar, öryggis- málum sjómanna, nýjum hafnar- lögum, atvinnuuppbyggingu í kjör- dæminu, póstdreifingu og ljósleið- arasambandi. Athygli fundarmanna vakti að Norðvesturkjördæmið er stóriðju- laust svæði, en fundarmenn töldu þó að stóriðjuna þar væri að finna í nátt- úrufari og landslagi og gæti það nýst til frekari uppbyggingar ferðaþjón- ustu svo og í þeim mörgu tækifærum sem tengjast fullvinnslu á afla af hin- um ríkulegu fiskimiðum svæðisins. Sturla fund- ar með Snæ- fellingum Hellnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.