Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 47 Kringlukast 20% afsláttur af Triumph undirfatnaði Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is www.icelandair.is Alltaf ódýrast á Netinu Skálholtskirkja kl. 17. Föstu- tónleikar Kórs Áskirkju og ein- söngvara. Verk eftir Gabriel Fauré, Flor Peters og fleiri. Einsöngvarar eru Bryndís Jónsdóttir, Elma Atla- dóttir og Ingólfur Helgason. Stjórn- andi er Kári Þormar. Organisti er Jón Bjarnason. Í DAG Kirkjukaffi Árnesingafélagsins í Reykjavík verður á morgun, sunnu- daginn 16. mars, eftir messu í Selja- kirkju kl. 14. Fræðimaðurinn Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík fjallar um um Gaulverjasilfrið og félagar úr Árnesingakórinum í Reykjavík syngja nokkur lög. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Dýrfirðingafélagið í Reykjavík heldur kaffidag á morgun, sunnu- daginn 16. mars, í Bústaðakirkju. Hefst hann eftir guðsþjónustu sem er kl. 14. Allur ágóði rennur til góð- gerðarverkefna í Dýrafirði. Allir vel- unnarar félagsins og Dýrafjarðar eru velkomnir og er félagsmönnum 70 ára og eldri sérstaklega boðið. Líknar– og vinafélagið Bergmál hefur opið hús á morgun, sunnudag- inn 16. mars kl. 16 í húsi Blindra- félagsins, Hamrahlíð 17, 2. hæð. Gestir fundarins veðra: Hans Mark- ús Hafsteinsson, Gréta Jónsdóttir, Sigmundur Júlíusson, Finnbogi Pálsson og Elfa Björk Gunn- arsdóttir. Kaffiveitingar og allir vel- komnir. Á MORGUN Hvalaskoðunarvinnufundur á Húsavík. Haldinn verður sameig- inlegur vinnufundur hvalaskoð- unarfyrirtækjanna á Íslandi, dagana 21. – 23. mars, á Húsavík. Fjallað verður um ýms hagsmunamál fyr- irtækjanna, s.s. lög og reglur fyrir afþreyingarferðamennsku, mark- aðs- og kynningarmál, rannsóknir á hvölum, tryggingar, öryggisreglur Siglingastofnunar, hvalaskoðun við Ísland og annarsstaðar í heiminum, efnahagslegt gildi hvalaskoðunar fyrir þjóðarbúið o.fl. Innlendir og er- lendir fyrirlesarar koma á fundinn. Hvalamiðstöðin á Húsavík stendur fyrir fundinum í samvinnu við hvala- skoðunarfyrirtækin o.fl. Leið- sögumenn og fyrirtæki sem stunda afþreyingarferðamennsku á sjó geta einnig óskað eftir að fá að sitja fund- inn. Nánari upplýsingar veitir Hvalamiðstöðin á Húsavík, sími eða með tölvupósti á: abbi@icewhale- .husavik.com_ Á NÆSTUNNI HÁRSNYRTISTOFAN Hársel hefur flutt starf- semi sína á Crins//hár að Þönglabakka 1, 2. hæð í Mjódd. Opn- unartími stofunnar er mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstu- daga kl. 9–18, miðviku- daga kl. 9–20 og laug- ardaga kl. 10–14. Starfsmenn stofunar eru Lovísa Sigurð- ardóttir, Kristín Egils- dóttir, Birna Dögg Björnsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Ingunn Sig- urðardóttir, Elín Frið- jónsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Jó- hanna Dögg Olgeirs- dóttir. Hársel flytur um setPENETRATION er heiti sýningar norska listamannsins Patrick Huse, sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag kl. 16. Sýningin er lokaþáttur þríleiks eða trílógíu sem listamaðurinn hefur unnið að á níu ára tímabili. Tvær fyrri sýningarnar voru Nor- rænt landslag sýnt í Hafnarborg ár- ið 1995 og Rift sýnd á Kjarvals- stöðum 1999. Viðfangsefni Patricks í þessu langtíma sýningarverkefni eru vangaveltur um hvað náttúran er í reynd, hvernig hugtakið er not- að í ýmsu samhengi og hvernig það tengist „landslagi“. Patrick hefur leitað fanga á einni breiddargráðu nokkurra landa á norðlægum slóð- um, aðallega í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Patrick hefur verið tíður gestur á Íslandi vegna sýningaverk- efnisins en hann hefur þegar allt er talið búið og starfað hér í um það bil eitt ár. Lokaþáttur þríleiks í Hafnarhúsi Í FRÉTT í Morgunblaðinu á fimmtudaginn var haft eftir franska karlmanninum sem björgunarsveitarmenn sóttu upp á hálendið inn af Eyjafirði í vikunni að ferðalangarnir tveir hefðu í raun ekki hringt til byggða um nóttina til að biðja um aðstoð, heldur í því skyni að láta vita hvar þau væru niður- komin ef ske kynni að þau kæmu ekki fram. Vegna um- mæla mannsins vill björgunar- sveitin Súlur á Akureyri árétta að menn hafi verið sendir af stað til leitar vegna þess að hjálpar- beiðni barst til lögreglu. Hún kalli til björgunarsveitir í tilfelli sem þessu. „Björgunarsveitir ákveða aldrei sjálfar að fara af stað til leitar. Lögreglan biður um aðstoð og það var alveg ljóst í hennar huga að beðið var um aðstoð í þessu tilviki,“ sagði Smári Sigurðsson hjá Súlum. Ljóst að beðið var um aðstoð Stefnumót við þig – fundaröð kvenna í Sjálfstæðisflokknum verður haldin dagana 16.–25. mars víðs vegar um landið til að kynna stefnumál flokksins og þann árangur sem náðst hefur undanfarin ár. Frummælendur verða: Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður, Ásta Möller alþingismaður, Drífa Hjart- ardóttir alþingismaður, Katrín Fjeld- sted alþingismaður, Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður, Sigríð- ur Anna Þórðardóttir alþingismaður, Sigríður Ingvarsdóttir alþing- ismaður, Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður. Þær munu tala um árangur á ýmsum sviðum og ræða horfurnar fram- undan. Að loknum framsögum verða fyrirspurnir. Fundarstaðir: sunnudaginn 16. mars: Hótel Ísafjörður, kl. 14, Sjálfstæð- ishúsið, Ásgarði, Vestmannaeyjum kl. 15 og Hótel Stykkishólmur kl. 15. Mánudaginn 17. mars: Valhöll, Háa- leitisbraut 1, Reykjavík kl. 20 og Flughótel, Keflavík kl. 20. Þriðjudag- inn 18. mars: Veitingahúsið Breiðin, Akranesi kl. 20. Miðvikudaginn 19. mars: Sjálfstæðishúsið, Austurvegi 38, Selfossi, 3. hæð, kl. 20. Fimmtu- daginn 20. mars: Hótel Borgarnes kl. 20 og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ kl. 20. Laugardaginn 22. mars: Veit- ingahúsið Við árbakkann, Blönduósi kl. 12, Kaffi Krókur, Sauðárkróki kl. 16 og Hótel Höfn, Höfn kl. 17. Sunnu- daginn 23. mars: Fosshóteli, Reyð- arfirði kl. 15. Þriðjudaginn 25. mars: Félagsheimilið á Patreksfirði kl. 20. VG fundar á Sauðárkróki og Blönduósi. Vinstri Grænir halda opna fundi á Kaffi Krók á Sauð- árkróki sunnudaginn 16. mars kl. 15.30 og Félagsheimilinu Blönduósi kl. 21. Frummælandi verður Ragnar Arnalds fyrrverandi alþingismaður og ráðherra og talar um áhrif ESB- aðildar á landbúnað og sjávarútveg. Efstu menn á framboðslista VG í Norðvesturkjördæmi, þau Jón Bjarnason, Árni Steinar Jóhannsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir ávarpa fundina og sitja fyrir svörum ásamt Ragnari. STJÓRNMÁL Dyslexía – lesblinda – lesröskun Í grein Rannveigar Lund, sem birtist í blaðinu í gær, féllu niður orð, sem nauðsynleg voru til að fá réttan skilning á textanum. Því er kaflinn, sem orðin féllu niður úr, birtur rétt- ur hér á eftir: „Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið rætt og ritað um þá sem lesa og stafsetja óþjált og ónákvæmt þrátt fyrir kennslu sem dugar flestum. Orðið lesblinda hefur mest verið not- að í umræðunni um þessi einkenni, en vísað til orðanna dyslexía, les- röskun og sértæk lesröskun sem samheita. Orðið dyslexía er notað í fræðaheiminum, og merking þess tekur breytingum eftir því sem ný þekking bætist við. Val á íslensku orði í stað þess er vandasamt.“ Rannveig og aðrir hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT LANDSSAMTÖK hjólreiðamanna mótmæla harðlega framkomnu lagafrumvarpi Hjálmars Árnason- ar og Vilhjálms Egilssonar um að heimila hægri beygju á rauðu ljósi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Lands- samtaka hjólreiðamanna laug- ardaginn 1. mars sl. Samtökin segja að ef mið er tek- ið af reynslu af slíkri heimild frá Bandaríkjunum bendir flest til að slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum muni fjölga veru- lega. Í ályktuninni segir ennfremur: „Í umsögn Umferðarráðs (nú Um- ferðarstofu) til Allsherjarnefndar Alþingis á síðasta ári, kom fram í nýlegri þýskri tölfræðiúttekt frá fjórum fylkjum Bandaríkjanna, að slysum fjölgaði um 54% á gang- andi og 91% á hjólandi vegfar- endum, þar sem hægri beygja á rauðu ljósi var leyfð. Í nýlegri úttekt umferðarörygg- isráðs Nýja-Sjálands, kemur fram að í flestum fylkjum Bandaríkj- anna hafi aukning slysa á gang- andi og hjólandi vegfarendum orð- ið á bilinu 50–100%. Þessi aukning alvarlegra slysa á gangandi og hjólandi vegfar- endum, sem heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hefur valdið í Bandaríkjunum, er það mikil að slík lagabreyting hér getur ekki talist annað en alvarleg aðför við öryggi slíkrar umferðar. Með þessu er verið að vega al- varlega að þeirri tegund umferðar sem þó er yfirlýst stefna stjórn- valda að auka sem mest vegna um- hverfisverndarsjónarmiða. Aðalfundur Landssamtaka hjól- reiðamanna hvetur alþingismenn til að fella þetta lagafrumvarp.“ Ályktun frá Landssamtökum hjólreiðamanna Vilja ekki heimila hægri beygju á rauðu ljósi ÍÞRÓTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.