Morgunblaðið - 15.03.2003, Side 47

Morgunblaðið - 15.03.2003, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 47 Kringlukast 20% afsláttur af Triumph undirfatnaði Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is www.icelandair.is Alltaf ódýrast á Netinu Skálholtskirkja kl. 17. Föstu- tónleikar Kórs Áskirkju og ein- söngvara. Verk eftir Gabriel Fauré, Flor Peters og fleiri. Einsöngvarar eru Bryndís Jónsdóttir, Elma Atla- dóttir og Ingólfur Helgason. Stjórn- andi er Kári Þormar. Organisti er Jón Bjarnason. Í DAG Kirkjukaffi Árnesingafélagsins í Reykjavík verður á morgun, sunnu- daginn 16. mars, eftir messu í Selja- kirkju kl. 14. Fræðimaðurinn Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík fjallar um um Gaulverjasilfrið og félagar úr Árnesingakórinum í Reykjavík syngja nokkur lög. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Dýrfirðingafélagið í Reykjavík heldur kaffidag á morgun, sunnu- daginn 16. mars, í Bústaðakirkju. Hefst hann eftir guðsþjónustu sem er kl. 14. Allur ágóði rennur til góð- gerðarverkefna í Dýrafirði. Allir vel- unnarar félagsins og Dýrafjarðar eru velkomnir og er félagsmönnum 70 ára og eldri sérstaklega boðið. Líknar– og vinafélagið Bergmál hefur opið hús á morgun, sunnudag- inn 16. mars kl. 16 í húsi Blindra- félagsins, Hamrahlíð 17, 2. hæð. Gestir fundarins veðra: Hans Mark- ús Hafsteinsson, Gréta Jónsdóttir, Sigmundur Júlíusson, Finnbogi Pálsson og Elfa Björk Gunn- arsdóttir. Kaffiveitingar og allir vel- komnir. Á MORGUN Hvalaskoðunarvinnufundur á Húsavík. Haldinn verður sameig- inlegur vinnufundur hvalaskoð- unarfyrirtækjanna á Íslandi, dagana 21. – 23. mars, á Húsavík. Fjallað verður um ýms hagsmunamál fyr- irtækjanna, s.s. lög og reglur fyrir afþreyingarferðamennsku, mark- aðs- og kynningarmál, rannsóknir á hvölum, tryggingar, öryggisreglur Siglingastofnunar, hvalaskoðun við Ísland og annarsstaðar í heiminum, efnahagslegt gildi hvalaskoðunar fyrir þjóðarbúið o.fl. Innlendir og er- lendir fyrirlesarar koma á fundinn. Hvalamiðstöðin á Húsavík stendur fyrir fundinum í samvinnu við hvala- skoðunarfyrirtækin o.fl. Leið- sögumenn og fyrirtæki sem stunda afþreyingarferðamennsku á sjó geta einnig óskað eftir að fá að sitja fund- inn. Nánari upplýsingar veitir Hvalamiðstöðin á Húsavík, sími eða með tölvupósti á: abbi@icewhale- .husavik.com_ Á NÆSTUNNI HÁRSNYRTISTOFAN Hársel hefur flutt starf- semi sína á Crins//hár að Þönglabakka 1, 2. hæð í Mjódd. Opn- unartími stofunnar er mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstu- daga kl. 9–18, miðviku- daga kl. 9–20 og laug- ardaga kl. 10–14. Starfsmenn stofunar eru Lovísa Sigurð- ardóttir, Kristín Egils- dóttir, Birna Dögg Björnsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Ingunn Sig- urðardóttir, Elín Frið- jónsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Jó- hanna Dögg Olgeirs- dóttir. Hársel flytur um setPENETRATION er heiti sýningar norska listamannsins Patrick Huse, sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag kl. 16. Sýningin er lokaþáttur þríleiks eða trílógíu sem listamaðurinn hefur unnið að á níu ára tímabili. Tvær fyrri sýningarnar voru Nor- rænt landslag sýnt í Hafnarborg ár- ið 1995 og Rift sýnd á Kjarvals- stöðum 1999. Viðfangsefni Patricks í þessu langtíma sýningarverkefni eru vangaveltur um hvað náttúran er í reynd, hvernig hugtakið er not- að í ýmsu samhengi og hvernig það tengist „landslagi“. Patrick hefur leitað fanga á einni breiddargráðu nokkurra landa á norðlægum slóð- um, aðallega í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Patrick hefur verið tíður gestur á Íslandi vegna sýningaverk- efnisins en hann hefur þegar allt er talið búið og starfað hér í um það bil eitt ár. Lokaþáttur þríleiks í Hafnarhúsi Í FRÉTT í Morgunblaðinu á fimmtudaginn var haft eftir franska karlmanninum sem björgunarsveitarmenn sóttu upp á hálendið inn af Eyjafirði í vikunni að ferðalangarnir tveir hefðu í raun ekki hringt til byggða um nóttina til að biðja um aðstoð, heldur í því skyni að láta vita hvar þau væru niður- komin ef ske kynni að þau kæmu ekki fram. Vegna um- mæla mannsins vill björgunar- sveitin Súlur á Akureyri árétta að menn hafi verið sendir af stað til leitar vegna þess að hjálpar- beiðni barst til lögreglu. Hún kalli til björgunarsveitir í tilfelli sem þessu. „Björgunarsveitir ákveða aldrei sjálfar að fara af stað til leitar. Lögreglan biður um aðstoð og það var alveg ljóst í hennar huga að beðið var um aðstoð í þessu tilviki,“ sagði Smári Sigurðsson hjá Súlum. Ljóst að beðið var um aðstoð Stefnumót við þig – fundaröð kvenna í Sjálfstæðisflokknum verður haldin dagana 16.–25. mars víðs vegar um landið til að kynna stefnumál flokksins og þann árangur sem náðst hefur undanfarin ár. Frummælendur verða: Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður, Ásta Möller alþingismaður, Drífa Hjart- ardóttir alþingismaður, Katrín Fjeld- sted alþingismaður, Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður, Sigríð- ur Anna Þórðardóttir alþingismaður, Sigríður Ingvarsdóttir alþing- ismaður, Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður. Þær munu tala um árangur á ýmsum sviðum og ræða horfurnar fram- undan. Að loknum framsögum verða fyrirspurnir. Fundarstaðir: sunnudaginn 16. mars: Hótel Ísafjörður, kl. 14, Sjálfstæð- ishúsið, Ásgarði, Vestmannaeyjum kl. 15 og Hótel Stykkishólmur kl. 15. Mánudaginn 17. mars: Valhöll, Háa- leitisbraut 1, Reykjavík kl. 20 og Flughótel, Keflavík kl. 20. Þriðjudag- inn 18. mars: Veitingahúsið Breiðin, Akranesi kl. 20. Miðvikudaginn 19. mars: Sjálfstæðishúsið, Austurvegi 38, Selfossi, 3. hæð, kl. 20. Fimmtu- daginn 20. mars: Hótel Borgarnes kl. 20 og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ kl. 20. Laugardaginn 22. mars: Veit- ingahúsið Við árbakkann, Blönduósi kl. 12, Kaffi Krókur, Sauðárkróki kl. 16 og Hótel Höfn, Höfn kl. 17. Sunnu- daginn 23. mars: Fosshóteli, Reyð- arfirði kl. 15. Þriðjudaginn 25. mars: Félagsheimilið á Patreksfirði kl. 20. VG fundar á Sauðárkróki og Blönduósi. Vinstri Grænir halda opna fundi á Kaffi Krók á Sauð- árkróki sunnudaginn 16. mars kl. 15.30 og Félagsheimilinu Blönduósi kl. 21. Frummælandi verður Ragnar Arnalds fyrrverandi alþingismaður og ráðherra og talar um áhrif ESB- aðildar á landbúnað og sjávarútveg. Efstu menn á framboðslista VG í Norðvesturkjördæmi, þau Jón Bjarnason, Árni Steinar Jóhannsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir ávarpa fundina og sitja fyrir svörum ásamt Ragnari. STJÓRNMÁL Dyslexía – lesblinda – lesröskun Í grein Rannveigar Lund, sem birtist í blaðinu í gær, féllu niður orð, sem nauðsynleg voru til að fá réttan skilning á textanum. Því er kaflinn, sem orðin féllu niður úr, birtur rétt- ur hér á eftir: „Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið rætt og ritað um þá sem lesa og stafsetja óþjált og ónákvæmt þrátt fyrir kennslu sem dugar flestum. Orðið lesblinda hefur mest verið not- að í umræðunni um þessi einkenni, en vísað til orðanna dyslexía, les- röskun og sértæk lesröskun sem samheita. Orðið dyslexía er notað í fræðaheiminum, og merking þess tekur breytingum eftir því sem ný þekking bætist við. Val á íslensku orði í stað þess er vandasamt.“ Rannveig og aðrir hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT LANDSSAMTÖK hjólreiðamanna mótmæla harðlega framkomnu lagafrumvarpi Hjálmars Árnason- ar og Vilhjálms Egilssonar um að heimila hægri beygju á rauðu ljósi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Lands- samtaka hjólreiðamanna laug- ardaginn 1. mars sl. Samtökin segja að ef mið er tek- ið af reynslu af slíkri heimild frá Bandaríkjunum bendir flest til að slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum muni fjölga veru- lega. Í ályktuninni segir ennfremur: „Í umsögn Umferðarráðs (nú Um- ferðarstofu) til Allsherjarnefndar Alþingis á síðasta ári, kom fram í nýlegri þýskri tölfræðiúttekt frá fjórum fylkjum Bandaríkjanna, að slysum fjölgaði um 54% á gang- andi og 91% á hjólandi vegfar- endum, þar sem hægri beygja á rauðu ljósi var leyfð. Í nýlegri úttekt umferðarörygg- isráðs Nýja-Sjálands, kemur fram að í flestum fylkjum Bandaríkj- anna hafi aukning slysa á gang- andi og hjólandi vegfarendum orð- ið á bilinu 50–100%. Þessi aukning alvarlegra slysa á gangandi og hjólandi vegfar- endum, sem heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hefur valdið í Bandaríkjunum, er það mikil að slík lagabreyting hér getur ekki talist annað en alvarleg aðför við öryggi slíkrar umferðar. Með þessu er verið að vega al- varlega að þeirri tegund umferðar sem þó er yfirlýst stefna stjórn- valda að auka sem mest vegna um- hverfisverndarsjónarmiða. Aðalfundur Landssamtaka hjól- reiðamanna hvetur alþingismenn til að fella þetta lagafrumvarp.“ Ályktun frá Landssamtökum hjólreiðamanna Vilja ekki heimila hægri beygju á rauðu ljósi ÍÞRÓTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.